Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar 1983 bridse Margt á döfinni Frá Bridgesam- bandi Islands Á fundi 11. janúar ákvaö stjórn Bridgesambandsins að fjöldi þátt- tökusveita frá hverju svæði í undankeppni fslandsmótsins í sveitakeppni yrði reiknaður út í beinu hlutfalli við árgjaldsgreiðslur félaga svæðanna frá 1. janúar til 1. júní 1982. Alls taka 24 sveitir þátt í undankeppni fslandsmótsins, þaraf er 8 sætum úthlutað miðað við úrslit síðasta árs, en hinum 16 sveitunum er úthlutað með hlut- fallsreikningi. Þátttökuréttur svæðanna á íslandsmóti 1983 er þá þessi: Svæði Sveitir Reykjavík.............6 + 5= 11 Reykjanes.............2 = 2 Vesturland............1 + 1= 2 Vestfirðir........... 1 = 1 Norðurl. v............2 = 2 Norðurl. ey...........1 + 1= 2 Austurland............1 = 1 Suðurland.............2 = 2 íslands- meistararf. árs...... 1 = 1 Samtals: 24 íslandsmótið í sveitakeppni verður haldið dagana 18. - 20. mars, undankeppnin, og 31. mars - 3. apríl, úrslit. íslandsmótið í tvímenning verð- ur haldið 28. apríl - 1. maí og þar er öllum félögum Bridgesambandsins heimil þátttaka. Dagana 4. - 6. febrúar verða haldin fslandsmót kvenna og spil- ara 25 ára og yngri í sveitakeppni. Öllum sem uppfylla þessi skilyrði er heimil þátttaka í mótunum. Þátttökufrestur er til 31. janúar og fyrirliðar eru beðnir að skrá sveitir sínar hjá Bridgesambandinu í síma 18350 eða í síma 24371 (Guðmund- ur Hermannsson). Keppnisgjald verður haft í lágmarki. Bridgesam- bandið mun reyna að mynda sveitir ef einhver pör óska þess. Á fundinum lágu fyrir umsóknir frá 4 bridgefélögum um inngöngu í Bridgesambandið: Bridgefélagi Blönduóss, Hveragerðis, Hvol- svallarogÞorlákshafnar. Umsókn- irnar voru allar samþykktar. Einnig var ákveðið að breyta bronsstigaskráningu félaganna. í stað bronsstigablokkanna munu félögin nú senda skýrslu til Bridge- sambandsins tvisvar á ári með nöfnum og stigafjölda þeirra spil- ara sem hafa unnið til bronsstiga hjá félaginu. Spennandi Reykjavíkurmót Eitt skemmtilegasta Reykjavík- urmót í sveitakeppni er háð þessa Umsjón Ólafur Lárusson dagana. Eftir 9 umferðir, geta 11 - 12 sveitir náð í 4 liða-úrslit. Staðan er þessi: 1. sveit Jóns Hjaltasonar 114 stig. 2. sveit Ólafs Lárussonar 105 stig. 3. sveit Sævars Þorbjörnssonar 105 stig. 4. sveit Aðalsteins Jörgensen 103 stig. 5. sveit Karls Sigurhjartarsonar 100 stig. 6. sveit Gests Jónssonar 98 stig. 7. sveit Braga Haukssonar 98 stig. 8. sveit Sigtryggs Sigurðssonar 96 stig 9. sveit Egils Guðjohnsen 96 stig. 10. og 11. umferð verða spilaðar nk. miðvikudag í Domus, og eigast við þá m.a. þessar sveitir: Jón Hj. - Sigtryggur, Sævar - Aðalsteinn, Bragi - Þórarinn, Ólafur - Jón Þ., Sævar - Bragi. 11 sveitir ávinna sér rétt til þátt- töku á íslandsmóti. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Keppnisdagskrá félagsins til vors hefur verið ákveðin og verður byrj- að 26. jan. með aðaltvímennings- keppninni, sem verður með baro- metersniði eins og undanfarin ár. Gert er ráð fyrir, að keppnin standi í 6 kvöld. Að henni lokinni verður Board a match keppni í þrjú kvöld. Fjögur síðustu kvöldin verður butl- er keppni. Fyrst verður undan- keppni í þrjú kvöld, en fjórða kvöldið verður spilað til úrslita og samhliða þeirri keppni verður ein- menningskeppni félagsins. Þeir sem ætla að vera með í aðal- tvímenningskeppninni, en hafa ekki ennþá skráð sig, eru minntir á að gera það í síðasta lagi sunnudag- inn 23. jan. hjá formanni s. 72876 eða öðrum stjórnarmanni. Skrán- ingarlisti liggur einnig frammi á Reykjavíkurmótinu í sveitak- eppni. Svör við getraun Hér á eftir eru svör við getraun á bls. 3. 1. Borgin hló er eftir Matthías Johannesen 2. Ég ber að dyrum er eftir Jón úr Vör 3. Eitt kvöld í júní er eftir Einar Braga 4. Glugginn snýr I norður er eftir Stefán Hörð Grímsson 5. Hlutabréf í sólarlaginu er eftir Dag Sigurðarsson 6. Kvæðabók er eftir Hannes Pétursson 7. Kvæði er eftir Þórar- inn Eldjárn 8. Laufíð á trjánum er eftir Vilborgu Dagbjarts- dóttur 9. Sífellur eru eftir Steinunni Sigurðardóttur 10. Ung ljóð er eftir Nínu Björk Arnadóttur íslenskir spilarar, sem hyggja á þátttöku í bridgehátíðinni, eru minntir á að skrá sig í síðasta lagi sunnudaginn 16. jan.. Tekið er við þátttökutilkynningum í síma 72876 (Sigmundur) og síma 24371 (Guð- mundur). Þátttaka í tvímenningum takmarkast við 44 pör, en þátttaka í sveitakeppninni er ótakmörkuð. Frá Bridgedeild Breiðfirðinga Að ólokinni einni umferð í aðal- sveitakeppni Bridgedeildarinnar, hefur sveit Hans Nielsen þegar tryggt sér yfirburðasigur. Staðan er þessi: sveit Hans Nielsen 294 stig, sveit Óskars Þ. Þráinssonar 245 stig, sveit Ingibjargar Halldórsd. 238 stig, sveit Kristínar Þórðard. 223 stig, sveit Steingríms Jónassonar 214 stig, sveit Sigurjóns Helgasonar 209 stig, sveit Elís R. Helgasonar 209 stig, sveit Magnúsar Halldórssonar 208 stig. Næsta keppni er Barometer og stendur skráning nú yfir. Frá Bridgefélagi Siglufjarðar stig 1. Ásgrímur Sigurbj. - Jón Sigurbj. 576 2. Anton Sigurbj. - Bogi Sigurbj. 546 3. Valtýr Jónasson - Viðar Jónsson 529 4. Guðmundur Árnason - Níels Friðbj. 499 5. Hafliði Hafliðas. - Örnífur Ásmundss. 474 Nýja árið hófst svo með hinni árlegu bæjarkeppni á milli Norður- bæjar og Suðurbæjar. Hvor aðili sendi fram 5 sveitir, og eftir harða en skemmtilega keppni stóðu Suðurbæingar með bikarinn í höndunum. Suðurbær hlaut 57 stig gegn 43 stigum Norðurbæjar. Næst á dagskránni er aðal- sveitakeppni félagsins. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 11. jan. var spil- aður eins kvölds tvímenningur. Spilað var í tveim 10 para riðlum. Úrslit urðu sem hér segir: A. Magnús - Baldur 137 Högni - Steingrímur 123 Ragnar - Bjarni 116 B. Karolína - Hildur 130 Kristján - Georg 125 Bergsveinn - Ragnar 120 Aðalsveitakeppni félagsins hefst þriðjudaginn 18. jan. Félagar eru hvattir til að skrá sig. Aðstoðað verður við að mynda sveitir. Skrán- ing og upplýsingar í síma 40605, Kynning á erlendum gestum Á miðvikudaginn verður kynn- ing á erlendu gestunum sem taka þátt í Bridgehátíð 1983, hérálandi, í bridgeþætti Þjóðviljans. var oft margt um manninn. Fólkið vinsælt og vinmargt, þar að auki búsett í þjóðbraut. Glatt var á hjalla sem vonlegt var. Lífið svo að segja allt framundan, hægara að hlynna að heilsulítilli móður og atvinnumöguleikar dágóðir. Fyrst stundaði Valdimar almenna vinnu eftir því sem til féll, en hóf síðan nám hjá Hallgrími Finnssyni veggfóðrarameistara og þá iðn stundaði hann til æviloka. Hann var vandvirkur iðnaðarmaður, lag- hentur og útsjónarsamur - bar virðingu fyrir verkum sínum. Valdimar giftist Ebbu Þor- geirsdóttur, dugmikilli konu ættaðri vestan af Breiðafirði, og var heim- ili þeirra alltaf í Reykjavík. Þau eignuðust 9 börn sem eru þessi: Marteinn, sveitarstjóri í Búðar- dal, giftur Maríu Eyþórsdóttur húsmóður. Þau eiga 3 dætur. Valdimar Jónsson veggfóðrarameistari Fæddur 13.5. 1921 — Dáinn 5.1. 1983 Foreldrar Valdimars bjuggu að Fossi í Hrútafirði og hétu Sigríður Björnsdóttir og Jón Marteinsson. Þau hjónin líkt og flestir af þeirra kynslóð börðust við óblíð kjör sinnar samtíðar, við kreppu, sjúk- dóma og óvæginn aldaranda. Með afburða dugnaði og þrautseigju stóðu þau samt meðan stætt var. Þeim varð 11 barna auðið, 3 dóu í æsku, sonurinn Pétur lést í blóma lífsins árið 1953 og nú hefur Vald- imar kvatt okkur. Valdimar var áttunda barn for- eldra sinna og hin óblíðu kjör sem ég hef getið um urðu til þess að hann var látinn í fóstur að Hrúta- tungu í sömu sveit, til þeirra Guð- rúnar Jónsdóttur og Tómasar Þor- steinssonar sem þar bjuggu ásamt börnum sínum. Hann var miklu yngri en börn hjónanna og má með sanni segja að hann hafi orðið eftir- lætið á bænum. Af þessu gamla Hrútatungufólki lifir aðeins Ólöf Tomasdóttir, sem háöldruð dvelur á elliheimilinu á Hvammstanga. Umhyggja hennar og tryggð við Valdimar hélst á meðan nokkrir kraftar leyfðu. Þrátt fyrir það góða atlæti sem Valdimar hafði í fóstrinu var langt frá því að böndin slitnuðu við for- eldrahúsin enda stutt bæjarleið fyrir léttstíga fætur til fundar við föður, móður og systkini. Þar af leiðandi átti hann með þeim sam- eiginlegar minningar sem oft voru rifjaðar upp á góðum stundum, minningar um snjóhús og silungs- veiðar, minningar um æsku og sól- skin. Árin liðu. Árið 1942 hélt Vald- imar til Reykjavíkur líkt og svo margir ungir menn, þar sem sveitir lands voru flestar í sárum vegna sauðfjársjúkdóma og því ekki margra kosta völ. Um þetta leyti var svo komið að foreldrar hans og systkini höfðu flust til borgarinnar í leit að betri tækifærum. Þá var það að fjölskyldan sameinaðist aftur hér sunnan heiðar og myndaði heim- ili, fyrst að Hverfisgötu 88. Þarna Hugrún, tannsmiður, Kvíarhóli Ölfusi, gift Gunnari Baldurssyni, kennara. Þau eiga 3 dætur. Sigríður, iðjuþjálfi, Osló, gift Róar Wik, skipamiðlara. Þau eiga 2 drengi. Þorgeir, veggfóðrari, Reykja- vík, giftur Sigurbjörgu Norðfjörð, húsmóður. Þau eiga 2 dætur. Björgvin, veggfóörari, Reyka- vík, giftur Elínu Ásgrímsdóttur, fóstru. Þau eiga einn son. Anna, hjúkrunarkona, Ólafs- vík, gift Guðmundi Svavarssyni sjómanni. Þau eiga einn son. Jón, vélstjóri, Suðureyri við Súgandafjörð, giftur Ragnheiði Guðmundsdóttur, bankastarfs- manni. Yngstu börnin, Hafdís og Börk- ur, eru ennþá við nám. Þetta er stór og fallegur hópur, sem hefur tileinkað sér kosti for- eldra sinna, kjark og dugnað, blíð- lyndi og þægilegt viðmót. Eftir að þau Ebba slitu samvist- um bjó Valdinrar fyrst einn en hóf síðan sambýli með Önnu Laxdal að Hólmgarði 3 hér í borg. Anna hafði misst mann sinn og komið upp börnum sínum. Þetta er vel gerð og greind kona sem nú á við þung veikindi að stríða. Innan veggja sjúkrahúss fékk hún þessi sviplegu tíðindi, tíðindi sem allir eiga von á en enginn er viðbúinn að fá. Ég vil senda Önnu innilegar samúðar- kveðjur og ósk um góðan bata. Ég las eitt sinn greinarkorn eftir Hall- dór Laxness þar sem hann lét þá skoðun í ljós að eftirmæli væri frek- ar bautasteinn þess senr skrifar en þess sem skrifað er um. Það væri afstaða þess sem skrifar er kærni skýrast í ljós. - Þá það. - Ekki minnkar minn vegur þótt afstaða mín til Valdimars mágs míns komi í ljós. Ég man mest og best þetta þægilega viðmót. Ég man glæsilega klæddan mann á hátíðastundum, skemmtilegan ferðafélaga og ákaf- an veiðimann. Ég man umhyggju- saman tengdabróður. Ég sendi börnum Valdimars, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum mínar bestu samúðar- kveðjur. Hanna Haraldsdóttir. Celló- tónleikar Gunnar Kvaran cellóleikari heldur tónleika í Bústaðakirkju sunnudginn 16. jan. kl. 20.30. á efnisskránni eru verk eftir J. S. Bach og Hans Werner. Aðgöng- miðar verða seldir við innganginn. Gunnar Kvaran

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.