Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 23
skált_______________________ Það er sjálfsagt eins og að bera í bakkafullan læk- inn að rekja hér mögu- leika Kortsnojs í komandi Áskorendakeppni, feril hans og sitthvað fleira. Staðreyndin er nefnilega sú, að fáir skákmenn hafa verið kröfuharðari á pláss í þáttum þessum. Áskor- endakeppnin hefst innan skamms og þar mun Kort- snoj enn sækja á brattann. Þrisvar I röð hefur hann háð einvígi við Anatoly Karpov og í raun og sann- leika hefur heimsmeist- aratitillinn ávallt verið undir. Jafnoft hefur Kort- snoj tapað, svo heldur fara líkur hans á því að ná heimsmeistaratitlinum að daprast. Þátttaka hans í Áskorendakeppninni er skákheiminum nauðsyn- leg og það er spá mín að sá sem nær að sigra hann komist í það að tefla við Karpov um titilinn. Ferill Kortsnoj er á margan hátt athyglisverður. Það var ekki fyrr en á árunum í kringum 1960 sem sól hans fór að skína, en þá var hann um þrítugt. Hann hafði þó oftsinnis áður náð athyglisverðum árangri, m.a. borið sigur úr býtum á skákmótinu í Hastings 1956-’57, en sá sem deildi efsta sætinu með honum þar var enginn annar en Friðrik Ölafsson. í Sovétríkjunum er samkeppnin geysilega hörð og á þessum árum bar langmest á Mik- hael Tal, Boris Spasskí og Tigran Petrosjan af yngri skákmönnun- um, en af þeim eldri var Botvinnik dálítið sér á parti og auk þess voru Smyslov og Keres mikils metnir. Kortsnoj komst fyrst í að tefla á niillisvæðamóti með því að lenda í 2. sæti á sovéska meistaramótinu 1961, 1/2 vinningi á eftir Tigran Petrosjan. Kortsnoj hafði unnið glæstan sigur á meistaramótinu frá árinu áður og var fastlega gert ráð fyrir því að hann ætti ekki í erfið- leikum með að tryggja sér þátttöku- rétt á millisvæðamótinu. En ann- að kom á daginn. Hann byrjaði að vísu vel með tveim sigrum, en í 5. umferð tapaði hann fyrir Petrosjan og við það missti hann dampinn. Stuttu síðar tapaði hann fyrir Smyslov og þegar 12 umferðum var lokið var hann með 50% vinninga. Lokasprettur hans var hinsvegar frábær, 6V2 v. af 7 mögulegum og ►meðal fórnarlambanna voru Spas- skí, Polugajevskí, Bronstein og Furman. Það dugði til áframhalds. Árið 1962 hóf svo Kortsnoj þátt- töku sína í Áskorendakeppninni og hann hefur síðan verið með ef undan eru skilin einvígin 1965. Kortsnoj varð í 4.-5. sæti á milli- svæðamótinu í Stokkhólmi 1962. Fischer sigraði glæsilega, en Geller og Petrosjan komu næstir. Á millisvæðamótinu sem teflt var í Curacao á Karabíska hafinu 1962 var Kortsnoj lengi vel í for- ystu, en þrjú töp í röð gerðu möguleika hans að engu. A millisvæðamótinu íTúnis 1967 varð Kortsnoj í 2.-4. sæti ásamt Geller og Gligoric. Larsen sigraði örugglega, en mótsins verður minnst fyrir tilverknað Fischers sem tók saman pjönkur sínar eftir að hafa teflt 10 skákir og hlotið úr þeim 81/2 vinning. Einvígin sem háð voru 1968 gegnu þannig fyrir sig, > að Kortsnoj byrjaði á því að sigra Reshevskí 5V2:2V2. Síðan vann hann Tal SVz'AVi, en loks þegar hann mætti Spasskí og átti aðeins eitt skref eftir að því marki að ná að tefla við Petrosjan, tapaði hann 3'/2 i:21/2, en tapaði svo fyrir Petrosjan í einu leiðinlegasta einvígi sem sögur fara af, 4V2-.5V2. Petrosjan vann eina skák, en hinar urðu jafn- tefli. Það hefði verið gaman að sjá Kortsnoj berjast við Fischer sem á Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍPA 23 Áskorendaeinvígin IV. grein 10. Bh4 Be7 11. Hadl Re5 12. Bb3 g5 13. Bg3 Rh5! 14. Ba4- b5 15. B\e5 dxe5 16. Rc6 Dc7 17. Rxe7 Kxe7 18. Bb3 Rf6 19. De3 Bb7 20. a4 b4 21. Ra2 a5 22. c3 Ba6 23. Hfel bxc3 24. Hci Hab8 25. Hxc3 Db6 26. Dxb6 Hxb6 27. Hc7- Kd6 28. Ha7 Bb7 29. Bc4 Ha8 30. Hdl+ Ke7 31. Hxa8 Bxa8 32. Bb5 Bxe4 33. b4 axb4 34. Rxb4 bb7 35. Rd3 e4 36. Re5 bd5 37. Hbl Hb8 38. Hcl Hb7 39. Kfl Re8 40. Hdl Rc7 Kortsnoj heimsótti ísland um páskaleytið 1981. Hér undirritar hann bók sína, Fjandskák, sem kom út við þetta tækifæri. Högni Torfason sem sést á myndinni var honum til haids og trausts við það tækifæri. Viktor Kortsnoj Kominn á sextugs- aldur en er enn með í baráttunni þessum tíma var algerlega ó- stöðvandi. Næst lá leið Kortsnoj á milli- svæðamótið sem haldið var í fæðingarborg hans, Leningrad. Þar deildi hann efsta sætinu með Karp- ov. Taflmennska Krotsnoj í þessu móti var stórkostleg og margar skákir hans hreint listavel tefldar. Áskorendaeinvígin 1974 voru á margan hátt söguleg því í þeim miðjum barst tilkynning frá Bobby Fischer þáverandi heimsmeistara að hann afsalaði sér heimsmeistara- titlinum ef ekki yrði gengið að alls 900 kröfum hans varðandi næsta heimsmeistaraeinvígi. Sagt er að Fischer hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með að Spasskí tapaði fyrir Karpov í einvígi þeirra og ver- ið lítið gefinn fyrir þá hugmynd að verja titil sinn gegn hinum örtvax- andi snillingi Karpov. Kortsnoj byrjaði á því að sigra Mecking 3:1, jafntefli voru ekki talin, en alls urðu skákirnar 13 talsins. Síðan lá leiðin til Odessa þar sem Kortsnoj barðist við Petrosjan. Eftir 5 skákir þegar Kortsnoj hafði unnið þrjár skákir, en tapað einni hætti Petro- sjan keppni og bar fyrir sig veikind- um eða sú var hin opinbera skýring. Fæstir vissu að þeir höfðu deilt hatrammalega á meðan á ein- víginu stóð og það fór ekki leynt að á meðan á Olympíumótinu í Nizza 1974 stóð var grunnt á því góða með þeim félögum. Þó stóð so- véska sveitin sig frábærlega vel og tapaði ekki skák í öllu mótinu. Ein- vígi Kortsnoj og Karpovs 1974 var áreiðanlega eitt magnaðasta ein- vígi sem háð hefur verið í sögu heimsmeistarakeppninnar. Karp- ov vann og tveim árum síðan yfir- gaf Kortsnoj föðurland sitt. Það er ekki ætlun mín í þessum þætti að rekja þau mál enda komið nóg. Skákferill Kortsnoj er um margt óvenjulegur en það sem er e.t.v. eftirtektarverðast er það atriði, að hann hefur náð þeim árangri sem raun ber vitni með óhemju vinnu, bæði við skákborðið á meðan kappskák stendur og utan þess. Spurt um möguleika Það verður ekki létt fyrir ungu ljónin í Áskorendakeppninni að ryðja Kortsnoj úr vegi, hann hefur að baki áratuga reynslu. Það er engum blöðum um það að fletta að undanfarið hefur Kortsnoj verið í mikilli lægð. Allt umstangið í kringum fjölskyldumálin hafa ár- eiðanlega reynt á taugarnar og víst er að Kortsnoj á litla samúð í skák- heiminum vegna málaloka þar. Hann er hinsvegar sannur íþrótta-1 maður að því marki að hann fórn- ar öllu fyrir list sína og tekur af- leiðingunum þó þessa dagana. Kortsnoj og Tal Það er dálítið athyglisvert að af fjölmörgum skákmeisturum sem Mikhael Tal hefur teflt við um dag- ana er einn sem honurn hefur aldrei tekist að tefla við af viti. Og það er Kortsnoj. Hann hefur sigrað Tal 11 sinnurn en einungis tvívegis hefur Tal unnið. Skýringin felst einhversstaðar í stíl keppenda. Ég tek hér eitt dæmi, skák sem tefld vár 1959 þegar aðalumræðuefni skákmanna um allan heim var: Tal. Kortsnoj vissu fáir um. Skákin var tefld á meistaramóti Sovétrfkjanna 1959 sem háð var skömmu fyrir Áskorendamótið í Júgóslavíu. Petrosjan sigraði enTal deildi öðru sætinu með Spasskí: Hvítt: Mikhael Tal Svart: Viktor Kortsnoj Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rbd7 7. Bc4 Da5 8. Dd2 e6 9. 0-0 h6 41. Be2 f6 42. Rg4 f5 43. Re5 Hb2 44. Hcl Ha2 45. Rg6+ Kd6 46. Rh8 e5 47. Hdl Ke6 48. Bh5 Kf6 49. Bf7 Bxf7 50. Rxf7 Kxf7 51. Hd7+ Ke6 52. Hxc7 f4 53. Hc6+ Kd5 54. Hxh6 f3 55. gxö exö 56. Kel Hxa4 57. Hb6 Ha)+ 58. Kd2 HB 59. Ke3 g4 60. Hb5+ Kc4 - Hvítur gafst upp. LAUSAR STÖÐUR. Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör skv. kjarasamningum. Ný staða umsjónarfóstru við dagvistar- heimilin. Fóstrumenntun áskilin, framhalds- menntun æskileg. Stöður forstöðumanna eftirtalinna dag- heimila: Völvuborg, Völvufelli 7, Grænu- borg, Eiríksgötu 2. Fóstrumenntun æskileg. Fóstrustöður við Austurborg, Álftaborg, Grænuborg v/Eiríksgötu o.fl. heimili. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk al- mennra persónulegra upplýsinga. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri dag- vista eða umsjónarfóstra á skrifstofu dag- vista Fornhaga 8, sími 27277. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00 miövikudaginn 26. janúar 1983. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi Guðmundur B. Vigfússon fyrrv. borgarfulltrúi Heiðargerði 6 iést að kvöldi 12. janúar. Marta Kristmundsdóttir og börnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.