Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 30
30 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. - 16. janúar Í983 Talsvert atvinnuleysi á Seyðisfirði að undanfömu: Ræst úr íbili segir Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri „Sem betur fer hefur nú heldur ræst úr í atvinnumálum hér á Seyðisfirði því togararnir Gullver og Gullberg eru farnir til veiða og má því búast við að flestir hér á staðnum verði komnir til vinnu eftir viku til 10 daga“, sagði Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri á Seyðisfirði í samtali i gær. Að sögn Jónasar dróst atvinna nokkuð saman á Seyðisfirði undir jól en þá hættu togararnir veiðum. Otto Wathne hefur ekki enn farið til veiða vegna brælu, en ekki hefur gefið á sjó síðan um jól. Sama er auðvitað að segja um smærri báta. Var því velflestum starfsmönnum frystihúsanna Norðursíldar og Fiskvinnslunnar sagt upp störfum, einkanlega kvenfólki en karlmenn fengu vinnu við málningu og annað viðhald í húsunum. Skreiðarsala Á þessu ári eiga að fara fram kosningar í Nigeríu og eru menn að vona að eitthvað greiðist úr skreiðarsölumálum þess vegna, þar sem vitað er að Bíaframenn eru mjög óánægðir með að fá ekki skreið, en atkvæði þeirra vega þungt í kosningunum. Þjóðviljinn hafði í gær samband við Samlag skreiðarframleiðenda og fékk þær upplýsingar að eins og málin stæðu í dag, væri ekkert sem benti til þess að sala á skreið til „Þegar mest var náði tala manna á atvinnuieysisskrá allt að hundr- aði en í dag eru 60-70 manns á skrá. Ég reikna með að þegar togararnir koma að landi fái flestir vinnu en fullri atvinnu náum við því miður ekki hér strax, m.a. vegna þess að loðnubræðslurnar hafa ekkert starfað í vetur en þar unnu áður þetta 60-70 manns þeg- ar bræðsla stóð sem hæst“, sagði Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri að lokum. - v. og pólitík Nígeríu væri að liðkast. Aftur á móti hefðu skreiðarseljendur heyrt þetta með kosningarnar og hefðu vissu fyrir því að skreiðarsölumál gætu blandast inní kosningabar- áttuna. Nú er verið að lesta 20 þúsund pakka af skreið á vegurn SÍS og Skreiðarsamlagsins og einn aðiii í viðbót er að senda út skreið um þessar mundir, en í öllum tilfellum er um að ræða söluleyfi frá fyrra ári. - S.dór Umferð bönnuð um Dyrhólsey næsta sumar: Eyjan friðuð frá 1. maí — 25. júní samkvæmt ákvörðun Náttúruverndarráðs Náttúruverndarráð hefur sam- þykkt að banna alla umferð um Dyrhólaey næsta sumar, eða tíma- bilið frá 1. maí til 25. júní. Slíkt bann var í gildi sl. sumar og þótti gefast vel. Megintilgangur banns- ins er að sögn Náttúruverndarráðs að vernda fuglalíf í eynni en ferð- amannastraumur til Dyrhólaeyjar hefur á síðustu árum stóraukist með þeim afleiðingum að fuglalífi hefur mjög hrakað. Sumarið 1981 komst nánast ekk- ert af æðarkolluungum á legg og aðeins 80 æðarkollur reyndu varp það vor. Þar sem sýnt þótti hvert stefndi, samþykkti Náttúruvernd- arráð sl. vor að banna alla um- ferð um eyna um varptímann og varð það til þess að 260 æðarkollur verptu sl. vor og að meðaltali kom- ust upp um 4 ungar úr hverju hreiðri. Hvort sem ástæðan er friðuninni að þakka er þetta svo umtalsverður árangur að Náttúru- verndarráð ákvað að beita heimild í lögum sem bannar alla umferð um eyna yfir varptímann. Þess er hins vegar að geta, segir í frétt frá Náttúruverndarráði, að eftir 25. júní í sumar er öllum heim- ilt að skoða fuglalífið í Dyrhólaey, sem í skjóli fyrrnefndra aðgerða ætti að verða fjölskrúðugra en ella. - v. „Sigurvegara-mótið ” i Wijk Aan Zee: Friðrik vann Speelman Friðrik Ólafsson teflir nú í sjötta sinn á skákmótinu „í víkinni við sjóinn“- Wijk Aan Zee. Hann hefur sigrað þarna tvisvar og ekki cr ástæða til að ætla annað en að hann standi sig vcl nú. Sigurskák hans við Speelman birtist hér. Friðrik Ólafsson byrjaði taflmennsku sína á Sigurveg- ara - skákmótinu“ í Wijk Aan Zee í Hollandi glæsilega. Hann vann í 1. umferð einn sterkasta stórmeistara Eng- lendinga Jonathan Speelman í geysispennandi skák. Friðrik virtist fá heldur lakari stöðu út úr byrjuninni og lenti í ofaná- lag í tímahraki en tókst að snúa á Englendinginn undir lok setunnar og vinna öruggan sigur. Dregið var um töfluröð á skák- mótinu á fimmtudagskvöldið og varð niðurstaðan þessi. Hol- lendingurinn Jan Timmann helt- ist úr lestinni á síðustu stundu. Hann varð veikur og tekur Pól- verjinn Kuligowski þátt í mótinu í hans staö. 1. Hort Tékkóslóvakíu 2. Ribli Ungverjalandi 3, Hulak Júgóslavíu4. Speelman Englandi 5. Ree Hollandi 6. Kuligowski Póllandi 7. Browne Bandaríkjun- um 8. Sheeren Hollandi 9. Anderson Svíþjóð 10. Van der Wiel Hollandi 11. Friðrik Ólafs- son 12. Seirawan Bandaríkjunum 13. Kortsnoj Sviss 14. Nunn Eng- landi. Mótið er í 12. styrkleikaflokki og féll niður um einn flokk við það að Timman hætti við þátt- töku. Meðalstig eru 2543 stig. Stigahæsti maður mótsins er Sví- inn Ulf Anderson með 2535 stig. Friðrik hefur hrapað nokkuð í Elo-listanum að undanförnu og er með 2495 stig. Úrslit gærdagsins Auk sigurs Friðriks urðu úrslit sem hér segir: Ribli vann Kort- snoj, Ree vann Van der Wiel og jafntefli gerðu Hort og Nunn. Aðrar skákir fóru í bið. í 2. umferð sem tefld verður á morgun mætir Friðrik Hollend- ingnum Hans Ree og hefur hvítt. Sigurskák Friðriks: Skák Friðriks og Speelman var afar athyglisverð. Sþeelman þessi þykir afar öruggur skákmaður og telst það til tíðinda tapi hann skák. Hann virtist eiga góða stöðu en leikur hans g3-g4 var beggja handa vopn. Friðrik not- færði sér þær línur sem opnuðust að kóngi hans og vann sannfær- andi. Tímahrak Friðriks undir lokin er eina skýring á því að Spe- elman hélt áfram hinni vonlausu baráttu. En hér kemur skákin: Hvítt: J. Speelman (England) Svart: Friðrik Ólafsson Pólsk byrjun 1. RO Rf6 2. d4 e6 3. g3 b5 4. Bg2 Bb7 5. Bg5 c5 6. Bxf6 Dxf6 7. c3 cxd4 8. cxd4 Bb44- 9. Rc3 ?-? 10. 0-0 a6 11. Hcl Dd8 12. e3 Db6 13. Re5 Bxg2 14. Kxg2d6 15. Rd3 Bxc3 16. Hxc3 Rc6 17. Df3 Re7 18. Hfcl h6 19. Rb4 a5 20. Rc6 Rd5 21. H3c2 f5 22. Khl Hae8 23. g4 b4 24. gxf5 Hxf5 25. Dg3 Db5! 26. Dxd6? Dd3 27. Dg3 De4+ 28. DO abcdefgh - Staðan eftir 28. leik hvíts. 28. ..Hxe5! 29. Dxc4 Hxe4 30. Hgl Hf8 31. Hg2 a4 32. Hg3a3 33. b3 Hf7 34. Kg2 Hh4 35. Hc4 Hc7 36. f4 Kf7 37. HO Hxc4 - Hvítur gafst upp. Friðrik teflir eins og áður sagði við Ree á morgun, en auk þess tefla saman Hort og Ribli, Kort- snoj og Hulak, Seirawan og Spe- elman, Van der Wiel og Kuligow- ski, Anderson og Browne, Sheer- en og Nunn. Á sunnudaginn teflir Friðrik við Kuligowski og hefur svart. - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.