Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 1
Föstudagur 11. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Leiklist Myndlist Tónlist Kvikmyndir Skemmtanir Felagslíf o.fl. f Kristján Guömundsson og Olafur Lárusson opna sýningu í Listasafni ASÍ „Eyjólfr hét maðr” og ævintýraprinsar „Eyjólfr hét maðr“ nefnist þetta verk og er nafnið og hugmyndin að því sótt í upphaf 139. kafla Brennu-Njálssögu sem hefst á þessumorðum. Þaðer Kristján Guðmundsson myndlistarmaðursem hefur orðið, en á morgun kl. 14 opnar hann sýningu ásamt Ólafi Lárussyni myndlistarmanni í Listasafni Alþýðu við Grensás- veg. Kristján sýnir 10 verk, skúlp- túra, teikningar, bækur og drög, og eru það hlutir sem hafa orðið til á tímabilinu frá árinu 1972 og fram til dagsins í dag. Ólafur sýnir hins vegar um 40 verk, málverk, ljósmyndir, skúlp- túr og teikningar, allt unnið á síð- ustu þremur árum. „Stór hluti þessara verkj eru uppákomur. Viðfangsefnið er ævintýrið og sof- andi prinsar", sagði Ólafur. Hann á að baki fjölda einkasýninga hér- lendis og víðsvegar um Evrópu, auk fjölmargra samsýninga, en nú eru verk eftir hann t.d. á norrænu farandsýningunni Scandinavia to- day um Bandaríkin. Kristján Guðmundsson er þekktur úr gamla SÚM, auk þess sem hann hefur sýnt víðsvegar er- lendis, m.a. á opnunarhátíð Pompidou-safnsins í París, og nú síðast var hann annar tveggja full- trúa íslendinga á Biennalnum í Feneyjum sl. sumar. Hann var um árabil búsettur í Amsterdam, en er fyrir nokkrum árum fluttur aftur til Islands. Sýning þeirra Kristjáns og Ólafs er opin daglega frá 14-22, nema mánudaga. Hún stendur til 4. apríl. n.k. -•g- Bessi Bjarnason fer með stórt hlutverk í óperettunni Míkadó. Mynd - gel. íslenska óperan frumsýnir verk eftir Gilbert og Sullivan Míkadó Þegar Míkadóinn var fyrst frumsýndurí Savoyleikhúsinu þann 14. mars árið 1885, hlaut verkið strax það góðar viðtökur, að segja má að það hafi hreinlega slegiö í gegn og Míkadó-æði hafi gripið um sig, en alls urðu sýningarnar 672. Enn í dag er Míkadó sýndur reglulega í Lundúnum, og annað kvöld verður þessi vinsæla ópera frumflutt á íslandi á vegurn ís- lensku óperunnar. f þessari óperettu félaganna Gil- berts og Sullivans er fjallað á gam- ansaman hátt um elskendur sem ekki eiga að fá að eignast, hvernig málin taka síðan óvænta stefnu, og með hæfilegum skammti af mis- skilningi, bragðvísi og óvæntum uppákomum leysast vandamálin, allt fellur í ljúfa löð og allir lifa í sátt og samlyndi eins og vera ber. Leiksviðið er japanskur bær. Titipú, sem hvergi er til, enda beindi Gilbert aldrei spjótum sín- um að Japönum, heldur voru það samlandar hans sem hann dró sundur og saman á háði og þá fyrst og fremst þá sem hann fyrirleit mest, en Sullivan dáði, stjórnmála ntennina. Míkadóinn er fluttur hérlendis í þýðingu Ragnheiðar H. Vigfús- dóttur, en leikstjóri er Francesca Zambello sem hingað er komin frá | óperunni í Denver í Colorado í Bandaríkjunum. Leiktjaldahönn- uður og ljósameistari er Michael Deegan sem einnig kemur vestan um haf. Alls koma 9 söngvarar fram í sýningunni, auk kórs, sem í eru: Elísabet F. Eiríksdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Katrín Sigurðar- dóttir, Soffía Bjarnleifsdóttir, Bessi Bjarnason, Hjálmar Kjart- ansson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristinn Hallsson og Steinþór Þrá- insson. Sýningarstjóri er Guðný Helgadóttir. -lg- Ný íslensk kvikmynd frumsýnd um helgina ,, Húsið- trúnaðarmál ” Nýjastaframlag íslendingatil kvikmyndagerðarverður frumsýnt á laugardaginn í Háskólabíói en það er myndin „Húsið - trúnaðarmál". Myndin er unnin eftir handriti þeirra Egils Eðvarðssonar, Snorra Þórissonar og Björns Björnssonarsem allireru fyrrver- andi starfsfélagar á sjónvarpinu. Egill sér um leikstjórnina, Snorri um kvikmyndunina, og Björn um leikmyndina, en framkvæmda- stjóri framtaksins er Jón Þór Hannesson. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Lilja Þórisdóttir og Jó- hann Sigurðsson, en auk þeirra korna fjölmargir þekktir leikarar fram í myndinni, m.a. Helgi Skúlason, Þóra Borg, Róbert Arnfinnsson, Bríet Héðinsdóttir, Baldvin Halldórsson, Margrét Ólafsdóttir, Kristín Bjarnadóttir og fl. Kvikmyndagerðin hefur tekið rúmt ár og er heildar kostnaður við hana rúmar 4 miljónir kr. Telja forráðamenn að um 60 þús áhorfendur eða fjórði hver Islendingur þurfi að sjá myndina, svo endar nái saman. Lítið hefur verið gefið upp um efni myndarinnar, en hún hefst þar sem ung hjón flytja inn í gamla íbúð. Ýmsir óvæntir at- burðir fara að gerast og reynir ekki síst á unga parið í þeim efn- um. Mikii vinna var lögð í undir- búning myndarinnar og m.a. byggð heilmikil leikmynd en sá hluti var allur tekinn i stúdí- ói. Auk þess fóru upptökur fram í Keflavík, á Húsavík og einnig í Vínarborg, þar sem hluti mynd- arinnár gerist. Veisla í „Húsinu“. Sviðsmynd úr Húsinu - Trúnaðarmál sem verður frumsýnd á laugardag. Mynd - eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.