Þjóðviljinn - 17.03.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.03.1983, Qupperneq 1
 UOÐVIUINN Fyrirtækið ísmat hf. í Njarðvík ann- ast pökkun matvæla fyrir innlendan og erlendan markað. Sjásíðu 14 Sjá 14 mars 1983 fimmtudagur 60. tölublað 48. árgangur Morðið á Marianellu Carcia-Villas „Sýnum samúð okkar i veikf ’ sagði Ólafur Ragnar Grímsson „Morðið á Marianellu Garcia- Villas eru hörmuleg tíðindi. Sorg og samúð fylla hjörtu okkar allra, sem ræddum við hana um mann- réttindabaráttuna og þjóðfrelsis- stríðið í E1 Salvador. Hún var fág- aður fuiltrúi sinnar þjóðar, hug- rökk og snjöll. Þess vegna hafa út- sendarar herforingjaklíkunnar, sem Rcagan Bandaríkjaforseti óskar nú að styðja enn frekar, myrt hana“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður í samtali við Þjóðviljann. „í lok fundar sem við nokkrir forystumenn Alþýðubandalagsins áttum með henni fyrr í vetur kvöddum við hana með þeim orðum að barátta okkar -hér fyrir Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið E1 Salvadornefnd Alþýðuflokksins og fulltrúi IVÍannréttindasamtaka EI Salvador hér á landi hafa ákveðið að boða til almenns útifundar í dag í Bakara- brekkunni í Bankastræti. Hefst fundurinn kl. 17.30. Tilgangur fundarins er að mótmæla mannréttinda- brotum herforingjaklíkunnar í E1 Salvador og morðinu á Marianellu Garcia-Villas. Alþýðubandalagið hvetur alla sína félaga og aðra til að koma á þennan mótmælafund og jafnframt hefur Alþýðubandalagið ákveðið að gangast fyrir þögulli mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið við Laufásveg að útifundinum loknum. friði og gegn herstöðvum virtist smá í samanburði við morðin á þús- undum baráttufélaga hennar í E1 Salvador. Það hvarflaði ekki að nokkrum okkar að innan fáeinna mánaða myndi hún sjálf láta lífið. Minning um mikla konu mun víða um heim lifa meðal þeirra sem styðja þjóðfrelsisbaráttu fátækra þjóða. Við skulum strengja þess heit að sýna í verki samúð okkar með félögum Marianellu og al- þýðunni í E1 Salvador“, sagði Ölaf- ur Ragnar Grímsson.alþingismað- ur að lokum. -v. Sjá5 BmI MÚraó í binding Múrað í binding með gamla laginu. Hjörleifur Stefánsson arkitekt að störfum í bakaríi Bernhöfts, sem nú er verið að endurreisa á vegum Torfusamtakanna. Ljósm. -eik. G-listinn í Reykjavik samþykktur Framboðslisti Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík var samþykktur einróma á félagsfundi sem haldinn var í Hreyfilshúsinu í fyrrakvöld eins og hann var kynntur í Þjóðviljan- um eftir fulltrúaráðs- fund ABR í síðustu viku. Á fundinum flutti Svavar Gestsson efsti maður G-listans í Reykjavík á- varp undir yfirskriftinni: íslensk leið - ekki leiftur- sókn. Greint verður frá baráttumálum G-listans í Reykjavík í blaðinu á næstunni. -ekh Þaðverðurekki mælt í ferkílómetr- um, en þeirsem til þekkjasjámikinn mun á landinu, seg- ir Sveinn Runólfs- son landgræðslu- stjóri. Niðurstöðurat- huganaáhag- kvæmni trjá- kvoðuverk- smiðju á Húsa- vík eru viðun- andi Samstarfsnefnd um takmarkanir á innflutningi Fulltrúi Framsóknar mættí ekki á fundi Andsnúnir verndaraðgerðum fyrir íslenskan iðnað, sagði Svavar Gestsson á fundi með ungum Framsóknarmönnum í gær Aðgerðir til að takmarka inn- flutning til styrktar innlendum iðnaði hafa mætt andstöðu Fram- sóknarflokksins, sagði Svavar Gestsson á hádegisverðarfundi með ungum Framsóknarmönnum í gær. Andstaðan hefur umfram allt verið hjá viðskiptaráðherra. Þann- ig hefur samstarfsnefnd rikis- stjórnar skilað tillögum til stjórn- arinnar um aðgerðir. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Björn Líndal, hefur ekki látið svo lítið að mæta á fundi hennar. Viðtökurnar hjá Framsóknarráð- herrunum í ríkisstjórninni hafa verið í samræmi við þetta fálæti, sagði Svavar Gestsson. Svavari barst fýrirspurn frá fund- armanni um hvers vegna ríkis- stjórnin hefði ekki gripið til tak- markana á innflutningi til að styrkja innlendan iðnað. Svavar sagðist vera gáttaður á þessari spurningu. Álþýðubandalagsmenn hefðu ævinlega lagt ríka áherslu á slíkar takmarkanir og flutt um þær til- lögur í ríkisstjórninni. Þær hefðu því miður ekki komið til fram- kvæmda fyrst og fremst vegna and- stöðu viðskiptaráðuneytisins. Tak- markanir þessar þyrftu að komast á sem fyrst, án þess að alþjóðlegar reglur sem ísland væri bundið af, yrðu brotnar. Minnti Svavar á nefnd ríkisstjórnarinnar sem hefði skilað inn tillögum í þessu efni. Fulltrúi Framsóknarflokksins hefði ekki einu sinni séð ástæðu til að mæta á fundina. Sagði Svavar einnig að honum væri vel kunnugt um að flokksþing Framsóknar hefðu gert samþykktir um takmarkanir á innflutningi, en gjörðir ráðamanna flokksins væru ekki í samræmi við þær samþykkt- ir. Sjálfur hefði hann dregið , slík- ar samþykktir upp úr pússi sínu til að reyna að sannfæra Framsókn- arráðherrana en þeir hefðu enn ekki látið segjast. Munið útifundinn í Bakarabrekkunni kl. 17.30 í dag!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.