Þjóðviljinn - 17.03.1983, Page 2

Þjóðviljinn - 17.03.1983, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1983 Vesturþjóðverjar eyddu um 9 miljörðum króna í spilakassa á síðasta ári og þar er nú um hálf miljón spilasjúklinga. Spilafíknin er sjúkdómur sem er hliðstæður eiturlyfjaneyslu Bridge f fyrstu umferð seinni hluta „Knock out" sveitakeppninnar í Biarritz á OL 82, kom þetta athyglisverða spil fyrir: A4 — 98742 952 1053 G109 ÁKG6 K85 ÁK3 6432 DG109874 62 KDG108763 D ÁD7 5 Tvð pör spiluðu 4 spaða á spilið, og voru ekkert óánægð með það. Fimm pör náðu 6 spöðum á spilin. Yfir 6 spöðum var svo fórnað í 7 lauf á einu boröi. Rodrigue (Br.) og Lindquist (Sv.) fengu báðir út smátt hjarta og tekið á ás, i 6 spöðum. Hjá báðum var skipt yfir í tigul í 2. slag og báðir létu dömuna, einn niður. Sögukornið hjá okkur i dag gerðist á hinum 3 borðunum, þar sem N/S pörin fóru í 6 spaða. Mary Jane Farrell, ein besta spila- kona USAog heims, fékk einnig sömu vörn og heiðursmennirnir hér á undan, þ.e., smátt hjarta út og skipt í tígul. En daman var ekki fædd deginum á undan. Hún stakk upp ás (A/V höfðu ekkert sagt í spilinu, nema Austur hafði doblað 5 hjörtu) og spil- aði spaðanum í botn. Aumingja Vestur sá sitt óvænna í lok spilsins og gafst upp, með sín 7 lauf og tígulkóng. Nokkuð nett... En svo voru það tveir aðrir heiðursmenn frá USA, þeir Lou Bluhm og Ed Mansfield. Þeir sátu báðir með Austur-hendina, tóku fyrsta slaginn á hjartaás, og spiluðu smáu laufi í 2. slag. Hver hefði sóð það við borð- ið? Brutu upp endastöðuna, því nú vantar samgang. (ath.) Skák Karpov að tafli - 113 Finnski stórmeistarinn Heikki Westerin- en hefur aldrei verið talinn í hópi sterkustu stórmeistara. Hann á þó til góða spretti inn á milli og v'arð stórmeistari árið 1974. Það ár komust Finnar öllum á óvart í A-riðil í úrslitakeppni Olympíumótsins og var það ekki síst Heikki að þakka. Hann mætti Karpov undir lok mótsins og úr varð athygl- isverð viðureign: 8 1 wx * 7 §i& Í.AXÍ 4 6 i X 5 K 4 & A A H 3 nt 2 ± aa 1 & b c d e f g h k arpov - Westerinen Svartur á leik i erfiðri stöðu. Hér bjuggust flestir við 21. - cxb4 en Westerinen hikaði við. Hversvegna? Jú, hvítur á framhaldið: 22. Bxd7 Dxd7 (22. - Hxal 23. Dxa1 Dxd7 24. Da7 Rc5 25. Dxd7 Rxd7 26. Bxb4 o.s.frv.) 23. Rxe5! dxe5 24. Dg4! og svartur er glataður þar sem 24. - BÍ6 strandar á 25. Rxe5! óis.frv.) 22. Bc6! Dc7 23. b5 Rf6 24. Dc2 Heb8 25. Re3 Bc8 26. Rc4 Be7 27. b6 Dd8 28. Ha7! Rd7 29. Da4 Hxa7 30. bxa7 Ha8 31. Da6 Dc7 32. Bxd7! Dxd7 33. Rb6 Rd8 34. Da1! - Svartur gafst upp. Leiktækja- og spiiakassafaraldur fer nú um Evrópu og virðist ekki síst kærkomin dægradvöl fyrir marga þá sem hafa orðið atvinnuleysinu að bráð. í nýlegri könnun sem þýskur sálfræðingur gerði á spilafíkn Vesturþjóðverja kom í ljós að af um það bil 7 miljón Vesturþjóð- verjum sem stunda fjárhættu- spilakassa nokkuð reglulega, þá séu um hálf miljón orðnir sjúk- lega háðir spilafíkninni. Sjúk- dómnum er þannig lýst, að við- komandi missa yfirsýn yfir þann tíma og þær fjárhæðir, sem þeir eyða í spilakassana, en spila þess í stað á meðan þeir hafa nokkurn eyri til umráða. í V-Þýskalandi eru um 5000 spilahallir auk minni staða og þar eru skráðir um 160.000 spilakass- ar þar sem spilað er upp á pen- inga. Samkvæmt gildandi reglum má hvert spil ekki kosta nema 0,30 DM (2,60 ísl. kr.), það verð- ur að vara minnst 15 sekúndur og má ekki gefa stærri vinning en 3 DM (26 kr.). Talið er að Vestur- Hortensíu Allende, ekkju Salv- adors Allende fyrrverandi forseta Chile hefur verið neitað um vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna, en þarlend samtök áhugamanna um mannréttindi í Rómönsku Ame- ríku höfðu boðið henni tii Kalif- orníu til fyrirlestrahalds. I um- sögn utanríkisráðuneytisins er því haldið fram að heimsókn Hortensíu Allende til Bandaríkj- anna gæti orðið skaðleg banda- rískum hagsmunum, sérstaklega þar sem hún sé í tengslum við Heimsfriðarráðið. Hortensía Allende hefur eftir morðið á manni hennar einbeitt sér í baráttunni fyrir mannrétt- þjóðverjar hafi eytt um einum miljarði marka (tæpl. 9 miljörð- um kr.) í fjárhættuspilakassa á síðasta ári. Eins og gefur að skilja af hinni miklu umsetningu er hér orðið um afar ábatasama útgerð að ræða, og lýsa hagsmunaaðilar atvinnugrein þessari sem mein- lausri tómstundaþj ónustu, og nokkrir sálfræðingar hafa jafnvel skrifað upp á vottorð um að spil- amennskan feli í sér „mannúð- legan valkost við að veita árásar- og eyðingarhvöt útrás“. I könnun þeirri sem sagt er frá í nýlegu hefti tímaritsins Der Spi- egel, lagði sálfræðingurinn spurningar fyrir 49 spilamenn sem virtust forfallnir og aðra 49 sem komu sjaldan í spilakassa- búllurnar. Af tíðu gestunum sögðust 14 koma sex sinnum eða oftar í viku hverri og átta þeirra sögðust eyða yfir 2 1/2 klst. fyrir framan kassana í hvert skipti. Tíu þessara spilamanna eyddi yfir 50 DM (440 kr.) í hvert skiptið og þrír höfðu kastað 1000 DM í raufina. Sálfræðingurinn sagði að af indum og hefur m.a. í því skyni heimsótt Bandaríkin nokkrum sinnum, síðast 1981, þegar hún tók þátt í ráðstefnu sem haldin var í New York gegn kynþátta- mismunun í S-Afríku. Hortensía Allende er ekki flokksbundin, en maður hennar var formaður Sósí- alistaflokksins í Chile. Nú þegar Reagan-stjórnin er að stórauka hernaðaríhlutun sína í Mið-Ameríku er það hins vegar talið skaðlegt bandarískum hags- munum að ræða mannréttindi í þessum heimshluta. Franska blaðið Le Monde segir af þessu tilefni að það hefði verið Reagan- stjórninni til sóma og sýnikennsla þessum 49 hefðu 3/4 talið sig háða spilafíkninni, og meðal þeirra hefðu verið tilfelli sem ættu sér aðeins hliðstæðu meðal forfall- inna eiturlyfjasjúklinga. 36 af 49 sögðust hafa spilað fyrir „fé ann- arra“ og ein kona sendi dóttur sína á götuna til þess að selja sig fyrir spilapeninga. Fjárhættuspilakassar sem gefa vinningsmöguleika í peningum eru yfirleitt bannaðir fyrir börn og unglinga innan ákveðins aldurs. Hins vegar er munurinn á fjárhættuspilakössum og leiktækjum, sem gefa vinning í framlengdum spilatíma eða stig- um oft frekar stigsmunur en eðlismunur. í ljósi þess að spila tækjum fyrir börn og unglinga af þessu tagi hefur stórlega fjölgað hér á landi að undanförnu er vert að spyrja þeirrar spurningar, hvort hér sé verið að ala upp spil- asjúklinga fyrir framtíðina, eða hvort spilakassarnir séu sú lausn sem yfirvöld telji heppilegasta á tómstundavandamálum barna og unglinga. Hortensía Allende - boðskapur hennar um mannréttindi í Róm- önsku Ameríku gæti skaðað bandaríska hagsmuni segir utan- ríkisráðuneytið. í lýðræði að veita Hortensíu Al- lende vegabréfsáritun, enda þótt stjórnin telji hana sér andsnúna. - Er Helsinki-sáttmálinn gleymdur? spyr blaðið að lokum. ólg. Skógar- beit sauð- fjár Fjórir gauskir bændur hafa ný- lega skýrt frá reynslu sinni af því að beita fé á skóglendi, að því er Freyr skýrir frá. Telja þeir að arður af skóginum hafi vaxið með beitinni. Þó segja þeir, sem vænta mátti, óráðlegt að beita nýplant- aðan skóg. Nokkru áður en skógarbeitin hefst fær féð frjálsan aðgang að vítamínbættum steinefnum og síðan nokkrum sinnum á mánuði yfir beitartímann. Á það að draga úr hættunni af því að féð fari að éta barr af trjánum. Fosfat var borið á beitarskóginn til þess að- bæta fosfórástand jarðvegsins. Áður en það var gert hungraði féð mjög í steinefni. En eftir að fosfórinn hafði verið borinn á nægði hverri kind hálft kg. á mánuði. En hverjir eru þá kostirnir við skógarbeitina, að dómi Svíanna? Jú, féð bítur viðarteinunga, kvist og gras. Við það brotna lífræn efni ört niður og nýtast fljótt trján- um og^ öðrum gróðri. Þá rvður féð braut trjáplöntum, sem ella næðu aldrei upp úr grasinu. Al- hliða áburður auk kölkunar á bit- haga í skógi, kemur trjánum einnig til góða. Einn bóndinn sagði: „Með því að beita fé í skóglendi fæ ég aukinn hagnað bæði af skógrækt og sauðfjárrækt og meiri arð með því að blanda þessum tveim bú- greinum saman en ef ég stundaði þær hvora í sínu lagi“. Einn bónd- inn gat þess, að ársprotar trjánna hefðu lengst verulega sfðan skóg- arbeitin hófst. -mhg Steingrímur Jónsson lauk guðfærðiprófí frá Hafnarháskóla 1803. Gerðist lektor við Bessa- staðaskóla 1805 og gegndi því starfi til 1811. Síðan prestur í Odda á Rangárvöllum frá 1811- 1824. Eftir það biskup til ævi- loka. Steingrímur biskup var skipaður konungkjörinn alþing- ismaður 1843, en andaðist skömmu áður en alþingi kom fyrst saman 1845. Biskupa- skipti Steingrímur biskup Jónsson í Laugarnesi andaðist þann 14. júní 1845 77 ára gamall. Franskir sjóliðar fluttu lík biskups frá Laugarnesi til Reykjavíkur og var hann jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni af sr. Helga G. Thord- arsen, dómkirkjupresti þann 24. júní, við mikla viðhöfn, sem vænta mátti. Sr. Árna Helgasyni var falið að gegna embætti biskups þar til nýr hefði verið skipaður. Hoppe stiptamtmaður var því hlynntur, að sr. Árni fengi biskupsembætt- ið en fékk því ekki ráðið fyrir stjórninni, sem taldi sr. Árna of aldurhniginn til þess, en hann var þá 68 ára gamall. Ofan á varð. að sr. Helgi G. Thordarsem, dóm- kirkjuprestur, yrði biskup en hann komst ekki utan til þess að taka vígslu fyrr en árið eftir. -mhg Hættuleg ekkja útilokuð frá USA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.