Þjóðviljinn - 17.03.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 17.03.1983, Side 3
Fimmtudagur 17. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Landbúnaðurinn hefur ekki fengið að njóta sín þegar framtíðaráform í atvinnumálum hafa verið rædd, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins á fundi með ungum Framsóknarmönnum í gær. Ljósm. Atli. Fjölga þarf atvinnutækifærum á næstu árum Mfklir mögulelk ar í landbúnaði — Svavar Gestsson á fundi með Framsóknarmönnum Það eru miklir mögu- leikar fólgnir I frekari úr- vinnslu landbúnaðaraf- urða á íslandi, sagði Svav- ar Gestsson á fundi með ungum Framsókn- armönnum í gær. Benti Svavar á nokkrar leiðir til að fjölga atvinnutækifærum í landinu um 1500-1700 á ári en það væri nauðsynlegt á næstu ára- tugum. Sagði Svavar að landbún- aðurinn hefði ekki fengið að njóta sín sem skyldi þegar framtíðará- form í atvinnumálum væru rædd. Auk þess að auka fjölbreytni í úr- vinnslu landbúnaðarvöru þyrfti að huga að því sama í sjávarútvegi. Þá þyrfti að fjölga störfum í hvers kon- ar þjónustu og vöruiðnaði. Síðast en ekki síst þyrftu íslend- ingar að nýta betur orkulindirnar í landinu. Um þá nýtingu stæði á- greiningur í landinu; pólitískur á- greiningur um það hvort útlendir auðhringar ættu að fá að valsa hér um að geðþótta eða hvort íslend- ingar vildu sjálfir standa að fram- kvæmdum og fá sómasamlegt verð fyrir orkuna í stað þess að greiða niður raforku ofan í auðhringinn eins og nú væri gert. -óg Húsnæðisvandræði Alþýðuleikhússins, Revíuleikhússins og Gránufjelagsins vegns niðurrifs Hafnarbíós: Flutt í gamla Sigtún? Ingibjörg Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Gránufjelagsins, Þórir Steingrímsson framkvæmdastjóri Revíuleikhússins og Sigurbjörg Árna- dóttir þjá Alþýðulcikhúsinu á blaðamannafundinum í Hafnarbíói í gær. Ljósm.: -eik. „Það er býsna napurlegt til þess að hugsa að þegar þrjár sýningar verða tilbúnar til flutnings hjá AI- þýðuleikhúsinu verður gengið í að rífa Hafnarbíó”, sagði Sigurbjörg Árnadóttir sem á sæti í leikhúsráði Alþýðuleikhússins á blaðamanna- fundi sem minni leikfélögin, Grán- ufjelagið, Revíuleikhúsið og Al- þýðuleikhúsið héldu í Hafnarbíói í gær, en þar hefur starfsemi þessara lcikfélaga aðstöðu. Þann 4. apríl næstkomandi verður að öilum lík- indum gengið í að rífa bíóið. „Það er kannski kominn tími til að afmá þennan gamla bragga af jörðu hér, en huggulegra hefði ver- ið að fá að klára leikárið”, sagði Þórir Steingrímsson framkvæmda- stjóri Revíuleikhússins á fundin- um. „En það er svo sannarlega ekki meiningin að leggja árar í bát. Húsnæði skulum við fá og erum að leita að þvf þessa dagana. Við vilj- um helst fá húsnæði sem næst mið- bænum, því reynslan hefur sýnt að leikstarfsemi þrífst ekki í úthverf- um”, sagði Þórir og skírskotaði til reynslu aðstandenda Revíuleik- hússins með sýningar í Tónabæ. „Þetta snöggbatnar þegar komið er uppá Barónsstíg og þá er stutt í gamla Sigtún þar sem við viljum allra helst vera enda stendur starf- semi revíunnar þar á gömlum merg.“ Það kom fram á fundinum að fulltrúar leikhópanna gengu nýlega á fund Steingríms Hermannssonar samgöngumálaráðherra sem hefur með mál Pósts og síma að gera, en fyrirtækið rekur mötuneyti fyrir starfsmenn sína í gamla Sigtúni. Það er leikhópunum mikið kapps- mál að fá hentugt húsnæði áður en gengið verður í að rífa Hafnarbíó þar sem lagt hefur verið í kostn- aðarsamar uppfærslur sem gengið hefðu mjög vel enda mikilvægur valkostur fyrir fólk að geta farið á sýningar minni leikhópa. Gránufjelagið hefur að undan- förnu sýnt Fröken Júlíu og Revíu- leikhúsið Karlinn í kassanum. Al- þýðuleikhúsið er með æfingar í gangi á þremur sýningum. Alls eru um 50 manns sem starfa við þessa þrjá leikhópa. -hól. Álaf ossbruninn: Orsakir ókunnar Enn er allt á huldu með orsakir spjalli sem Þjóðviljinn átti í gær við brunans á Áiafossi síðastliðinn Njörð Snæhólm yfirlögregluþjón þriðjudag. Hafa starfsmenn Rann- hjá RLR. Rannsókn heldur áfram í sóknarlögreglu ríkisins leitað eftir dag. Talið er að tjónið í brunanum hugsanlegum ástæðum, en ekkert nemi u.þ.b. 50 miljónum. hefur fundist. Þetta kom fram í -hól. Framsókn í samstarfi:______ ------------!--- Að mörgu leyti staðið sig vel — sagði Svavar á fundinum í gær Framsóknarflokkurinn hefur að mörgu leyti staðið sig vel í stjórnar- samstarfinu, sagði Svavar Gestsson á fundinum með ungum Framsókn- armönnum í gær. Sagði Svavar að samstarfið við formann Framsóknarflokksins hefði verið sérlega ánægjulegt á köflum. Því miður væri ekki hægt að segja hið sama um utanríkisráð- herra Ólaf Jóhannesson. Hann hefði lagt lykkju á leið sína til að finna ágreiningsefni við Alþýðu- bandalagið í núverandi stjórnartíð. Eins væri um viðskiptaráðherrann Tómas Árnason sem hefði alltaf meiri áhuga á samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn en aðra flokka.-óg Óttast íhaldið Almenningur skelfist þá tilhugs- un, að Sjálfstæðisflokkurinn fái meirihluta í komandi kosningum, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins á fundi með ungum Framsóknarmönnum í gær. Minnti Svavar á ræðu leiðtoga Reykjavíkurlista Sjálfstæðis- flokksins í sjónvarpsuntræðum á mánudagskvöld þarsem Albert Guðmundsson boðaði að Sjálf- stæðisflokkurinn stefndi sam- einaður að meirihluta í kosningun- um. Sagði Svavar aðeins eitt gott svar við þeirri skelfingu - og það væri að efla Alþýðubandalagið. Og mynda einingu gegn leiftursóknar- öflunum. -óg Prentari óskast Maöur vanur pappírsumbroti óskast til vakta- vinnu til lengri eða skemmri tíma. Nokkur aukavinna. Upplýsingar í síma 81333. Vonarland Egils- stöðum Þroskaþjálfa vantar aö Vonarlandi sem fyrst. Upplýsingar gefnar í síma 97-1177 eöa 97- 1577. Auglýsing um upptöku á óskoðuðu kjöti og kjötvörum. Að gefnu tilefni er vakin athygli á, að skv. ákvæðum laga nr. 30/1966 og reglugerða nr. 45/1972 og 260/1980, er óheimilt að bjóða til sölu kjöt og kjötvörur í verslunum eða veit- ingahúsum, nema að undangenginni heil- brigðisskoðun og stimplun. Þetta á einnig við um kjöt af hreindýrum og hvers konar alifuglum. Verði vart við slíka vöru í Reykjavík og Seltjarnarnesi verða þær fyrirvaralaust gerðar upptækar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis. Vörubílstjóra- félagið Þróttur Stjórnarkjör 1983 Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs í Vörubílstjórafélag- inu Þrótti í Reykjavík fyrir árið 1983, ferfram í húsnæði félagsins að Borgartúni 33, laugar- daginn 26. mars og sunnudaginn 27. mars 1983. Atkvæðagreiðslan hefst laugardaginn 26, mars 1983 kl. 9 og stendur yfir til kl. 17 þann dag og verður fram haldið sunnudaginn 27. mars 1983 kl. 9 og lýkur kl. 17 þann dag. Kjörstjórn Vörubílstjórafélagsins Þróttar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.