Þjóðviljinn - 17.03.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1983 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglysingastjori: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Saeunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Álmeirihluti? • Geir Hallgrímsson heldur því fram að 48-49 þing- menn hafi viljað samþykkja tillögu á Alþingi sem væri „beint vantraust“ á Hjörleif Guttormsson og meðferð hans á álmálinu. Álmeirihlutinn á Alþingi var þó ekki traustari en það að hann dagaði uppi fyrir þingslitin. Og ef til vill hefur fleiri þingmönnum verið svipað innan- brjósts og meirihlutamönnum í atvinnumálanefnd sem kusu að leggja fram nafnlausa tillögu um nýja viðræðu- nefnd til þess að ræða við Alusuisse. Ætli mörgum þingmanninum hafi ekki þótt það þægilegra að þurfa ekki að leggja nafn sitt við samþykkt Alþingis um að spila álmálinu upp í hendur Alusuisse. Samviskan nag- ar margan þingmanninn fyrir að hafa ekki hert upp hugann og staðið með Hjörleifi og Alþýðubandalaginu um íslenska hagsmuni í deilunni við álhringinn. Þeir hafa verið eins og Björn að baki Kára, gortandi með hreysti sína og kröfur eftir því sem barátta iðnaðarráð- herra hefur styrkt málstað Islands í deilunni, en flúið af hólmi í hvert sinn sem þurft hefur að láta reyna á samstöðu í álmálinu. f*að er aumt upp á það að horfa hvernig þingmenn úr Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki láta sér lynda að hörfa hvað eftir annað með víglínuna í íslenskum sjálfstæðismálum. Vonandi eflir slæm samviska þá til dáða en víglínan í sjálfstæðismál- unum verður því aðeins færð fram á Alþingi að Alþýðu- bandalagið fái þar aukinn styrk. - ekh Gott sjónvarpsefni • Það er oftar en ekki sem Morgunblaðið lætur þá skoðun í ljósi beint eða óbeint að það kæmi sér betur ef hvörki væri útvarp né sjónvarp til þess að spilla fyrir áróðursmöguleikum þess. Eftir sjónvarpsumræðuna frá Alþingi í byrjun vikunnar segir blaðið að ræðuhöld þingmanna séu ekkert sjónvarpefni. Það er mikill mis- skilningur, enda sjónvarp frá þjóðþingum víða annars- staðar alsiða. Og það er þungur áfellisdómur yfir hinum nýja kosningaleiðtoga Sjálfstæðisflokksins að halda því fram að ræða hans hafi ekki verið sjónvarpsefni. Upp úr feninu vildi hann og inn með íhaldsmeirihlutá enda sjálf lífshamingjan í veði. Og til þess að auka á trú- verðugleika Sjálfstæðisflokksins upplýsti Albert Guð- mundsson, sjálfur guðfaðir ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, að hann og flokkurinn bæru enga ábyrgð á stjórninni. Menn sem treysta sér til að bera svona á borð fyrir kjósendur í sjónvarpi hljóta að hafa lítið álit á þjóðinni. Og ekki nema von að Morgunblaðið telji affarasælla að sitja eitt að því að matreiða áróðurinn. - ekh Mál að mœra • Á fyrsta ári verðtryggingarstefnunnar, 1981, varð samdráttur í íbúðabyggingum í Reykjavík. Sjálfstæðis- flokkurinn hélt því fram í Morgunblaðinu að um væri að kenna húsnæðismálastefnu Svavars Gestssonar fé- lagsmálaráðherra. • Nú kemur það fram í skýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík að lifnað hefur yfir byggingastarfsemi. Við síðustu áramót voru 26% fleiri íbúðir í smíðum, á ýms- um byggingarstigum, heldur en um áramótin '81-82. Á síðastliðnu ári var hafin smíði á 744 íbúðum en það er hæsta tala síðustu sex ára í Reykjavík. Við biðjum Reykvíkinga að taka eftir því hvort ekki fara að birtast þakkarkveðjur í Morgunblaðinu til Svavars Gestssonar vegna þess árangurs sem stefna hans í húsnæðismálum hefur framkallað með auknum ibúðabyggingum í Reykjavík. klippt SPUNNIÐ UM SIAllN cflir MAITIIIAS .IOHANNKSSKN Frásögn þessi, sem verður á þess- um stað í blaðinu næstu vikur, er birt í tiiefni af 100. ártíö Karls Marx og 30. ártíð Jósefs Stalíns. Hún er byggð á margvíslegum heimildum, en er þó spunnin að mestu og því á mörkum draums og veruleika: Martröð! Allir hafa upplifað hana í okkar samtíö, hver með sínum hætti. M. ! ið verði hcir .ur. Lífið gc brostinn, kl< ftúsjcnko sc' hcldur saga j nir cru aðrír I Stalins, kcn I istarfsmonnu / urovna, cöa I cr skrifborð Jaramynd og ig i ramma u, ii cr vcrið að gcfa lambi iii|oik mco icskcio. pcga. , .já Stalin liggjandi á gólf- inu. Iirópar ráðskon.m: l»arna liggur hann. cg sagöi \kkur þ.tð I c |n>rði ckk. að lircyfa liann. Malcnkov scgir. Lr h.iiin tláinn ' krúsjclT s\ar.u: Nci. hann gctur ckki dáið. isjel'f hlc\ pur li! SliIíiv Bcría gcngur hikandi nær og segir: h cftir. Har.n ávítar Krúsjcff og leggur áh> 'vrr cn skellur í tonnurn. i. þér mcgiö >ðin hefur ckk r í landinu. Kr kur upp han/.ka !>. En Krúsjeff salur? Bcría hi 'f segir blíðlcga fóstra. Hún ætl hindrar hana í ur nokkur annai orfar. Hún svara. s. að cnginn sæi •östu stjórncndur tð treyst mcr H. munir Malcnkov ? a það. Bcria scgir. oruggt. að-cnginn ncl'ur komið hcr'* H orð sin. óttaslcgin: Auðvitað. þcr g kriisjcll'scgir^jl^kiM Hagsmunir riki lUiðsk.in in ..mil'l”. I»l J'P-'i ‘ Endurreisn neðanmáls- sögunnar Sú var tíð að öll dagblöð birtu neðanmálssögur - venjulega þýddar skáldsögur af ýmsu tagi. Þessi sagnaskemmtun hefur lagst niður á undanförnum árum og líklega eru framhaldsmynda- flokkar í sjónvarpinu það sem komið hefur í staðinn. Nú hefur Matthías Johannes- son ritstjóri Morgunblaðsins hins- vegar gripið til sinna ráða og gerir tilraun til að snúa þessari þróun við og endurvekja neðanmáls- söguna. Birting hennar hófst á þriðjudaginn. t formálsorðum segir höfundur á þá leið, að þetta sé frásögn, unnin upp úr ýmsum heimildum „en þó spunnin að mestu og því á mörkum draums og veruleika". Með öðrum orðum: skáldsaga, sem vill gjarna falla undir einskonar vitrun og hafa slíkar bækur áður verið skrifaðar allmargar. Stalín ög Marx Matthías segist skrifa þessa sögu í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin síðan Stalín hvarf úr heimi og hundrað ár síðan það sama henti Karl Marx. Þar hefur sög- una að Stalín er að deyja, æðstu mönnum hins sovéska ríkis hefur verið stefnt saman og eru þeir mjög óðamála og finnst góð ráð dýr. Við grípum niður í söguna: „En Malenkov segir kald- hæðnislega: Að hann skuli leggja þetta á okkur! Og hann sem var ódauðlegur! Og það í marz af öll- um mánuðum! Krúsjeff hváir, en Malenkov bætir þá við: Að deyja í marz af öllum mánuðum, félagi! Voroshíloff líturá Stalín, þarsem hann liggur á gólfinu og segir: Hvað, deyja? Hvað er að? Er hann...? Krúsjeff svarar: Nei. En Berfa bætir við: Ekki ennþá, fé- lagi. En það verður ekki langt þangað til. Búlganin segir: Það verður erfitt að hafa hátíðlega jarðarför í þessu veðri. Og Krúsj- eff bætir við: Skaflar á götunum og fennir inn í þjóðarsálina. Þá segir Bería hneykslaður: Þessi viðkvæmni er að drepa mann. Hún er ekkert nema skinhelgi. Við erum engin börn. Þú gleðst yfir því, ekki síður en við hinir, að hann...Krúsjeff grípur fram í fyrir Bería og segir ögrandi: Gleðst ég? En Malenkov klappar á bakið á honum og reynir að milda andrúmsloftið í herberg- inu. Hann segir: Við gleðjumst kannski ekki, en annaðhvort... þið vitið það allir. Bería bætir við, sannfærandi: Annaðhvort var það hann eða við. Það vitum við allir: Hann ætlaði að nota læknasamsærið gegn okkur. Og samblástur síonista. Voroshíloff segir, undrandi: Hann eða við? Hvemig þá? Bería svarar: Þú ættir ekki að vera svona barnalegur eftir öll þessi ár. Malenkov bætir við: Enginn okkar óhultur. Krúsjeff lítur dapur á Stalín. Hann segir lágum rómi: Jú, hann þurfti alltaf að finna kröftum sín- um viðnám. Og það gat komið niður á vinum hans, kannski okk- ur. Bætir við, dapur: Og nú er hann lamaður..." Sögumynstur Ekki fer enn mikið fyrir þeirri sögulegri túlkun á þessum tíðind- um, sem höfundur ætlar væntan- lega að láta koma fram - til ein- hvers kallar hann á jafnfrægan sögutúlkara og Marx til réttlæt- ingar á ritsmíð sinni. Enn sem komið er er engu líkara en við séum stödd í einhverjum sjón- varpsþættinum, til dæmis Dallas (sem sumir halda fram að hafi byggingarlag íslendingasagna eða Sturlungu). Harðstjórinn gamli, Jock- Jósef, er dauður. Krúsjof er eins og hver annar góðviljaður og dá- lítið barnalegur Bobby Ewing og sér í einlægni eftir fóstra sínum, marskálknum. En Bería er J.R., sá kaldrifjaði þrjótur sem veit strax hvað gera skal og hefur flestra ráð í hendi sér. Og allir sitja svo á svikráðum við alla... Við bíðum spennt eftir fram- haldinu. -áb Barbie og Bandaríkin Mál stríðsglæpamannsins Klaus Barbies, sem Frakkar fengu ekki alls fyrir löngu fram- seldan, hefur vakið mikla athygli víða um heim. Eitt af því sem vakin hefur verið athygli á er sú staðreynd, að þessi maður, sem sagður er bera ábyrgð á dauða um 4000 franskra andspyrnu- hreyfingarmanna og Gyðinga og á því að 7500 í viðbót voru sendir í útrýmingarbúðir, var alllengi undir verndarvæng Bandarfkj- anna. Þetta er rifjað upp m.a. í ný- legum leiðara í Washington Post. Þar er sagt, að þegar stríðinu lauk hafi Klaus Barbie lent í höndum bandaríska hernámsliðsins í Þýskalandi. Frakkar hafi beðið um aðstoð við að finna Barbie og um að hann yrði afhentur þeim, en þeim beiðnum var vísað á bug. í einu tilfelli var sú útskýring gef- in, að „varnir" Bandaríkjanna þyrftu á þessum manni að halda. Svo lævíslega spilaði þessi stríðs- glæpamaður úr spilum sínum, að þegar Barbie var svo leitað af þýskum yfirvöldum vegna gim- steinaráns, gat hann flúið til Boli- víu á bandarískum skilríkjum, sem gefin voru út á falskt nafn. Washington Post segir mál þetta sérlega ógæfulegt, vegna þess að Klaus Barbie framdi sína stríðs- glæpi í landi þar sem „vestrænni réttvísi" varð við komið. Blaðið segir ennfremur: Pólitískt hneyksli „Fátt af því sem Bandaríkja- menn gerðu eftir lok heimsstyrj- aldarinnar síðari er jafn viðbjóðs- legt og sú vernd sem þeir veittu vissum stríðsglæpamönnum nas- ista. Þessi hópur manna reyndi að bjarga sínu skinni með því að hlaupa til bandarískra yfirvalda í lok stríðsins og bjóða fram þjón- ustu sína í komandi átökum við Sovétríkin, sem þeir réttilega giskuðu á að væru í vændum. Það er pólitískt og siðferðilegt hneyksli, sem enn er ekki lokið, að Bandaríkin skyldu skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk“. Með þessum orðum er bæði átt við mál manna eins og Klaus Bar- bie og svo ýmsa aðstoðarmenn þýskra nasista við illvirki framin um austanverða Evrópu. En þeir menn áttu um tíma allgóða von í bandarískri vernd, vegna þess að þeir töldust vita margt um hinn nýja höfuðandstæðing í Moskvu. Auk þess voru uppi tilraunir til að nota menn úr þessu liði sem eins- konar skæruher um austanverða Evrópu - og hafa þau mál einmitt nýlega verið upp grafin í bókum. -áb. - ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.