Þjóðviljinn - 17.03.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 17.03.1983, Qupperneq 5
Fimnitudagur 17. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Marianella Garcia-Villas var myrt í E1 Salvador Hún var forseti Mannréttindanefndar E1 Salvador og kom til íslands í nóvember síðastliðnum Marianella Garcia-Villas forseti Mannréttindanefndar E1 Salvador var myrt á götu úti í þorpinu Berm- uda I E1 Salvador s.l. sunnudag. Marianella var nýkomin tU landsins til þess að kynna sér ástand mannréttindamála og safna efni í skýrslu fyrir Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna. Marianella var hér á íslandi í nóvember s.l. og átti fund með ís- lenskum fréttamönnum um mann- réttindi í E1 Salvador. í hádegisfréttum útvarpsins í gær var það haft eftir stjórnvöldum í E1 Salvador að Marianella hefði fallið í átökum á milli skæruliða og stjórnarhersins. í samtali við Þjóðviljann í gær sagði Patricio Fuentes, fulltrúi Mannréttindanefndar E1 Salvador á Norðurlöndum, að Marianella Garcia-Villas hefði verið tekin af lífi án undangenginna átaka af 8 hermönnum úr stjórnarhernum og hefði hér verið um kaldrifjað morð að ræða. fulltrúi kirkjunnar í Mannréttind- ánefndinni. Þær fóru til landsins í því skyni að safna heimildum um ástand mannréttindamála í landinu, sem hafi farið versnandi á síðastliðnu ári. Segir í skeytinu að nefndin hafi heimildir um 43.000 morð óbreyttra borgara frá því í október 1979 þar til í desember 1982, og enn fremur að stjórnvöld beiti óbreytta borgara pyntingum auk þess sem fólk sé látið „hverfa“, fjöldamorð séu framin á óbreyttum borgurum og að stjórnarherinn notist við efnavopn gegn óbreytt- um borgurum. í skeytinu segir að Marianella hafi hætt lífi sínu til að vinna þetta verk í fullvissu þess að friður, réttlæti og frelsi verði ekki tryggt í landinu nema almenn mannréttindi séu virt. Segir í skeytinu að skipulögð mannréttindabrot stjórnvalda með stuðningi Bandaríkjastjórnar séu rót þess ófriðar sem nú ríki í landinu. í skeyti Mannréttindahreyfing- arinnar er þvertekið fyrir það að Marianella hafi verið virkur þátt- takandi í nokkrum pólitískum eða hernaðarlegum samtökum. Hins vegar sé Mannréttindanefndin sjálfstæð stofnun óháð öllum stjórnmálasamtökum. Lýsir nefndin ábyrgð á hendur hinni ólögmætu stjórn E1 Salvador fyrir morðið á Marianella Garcia- Villas og 43.000 óbreyttum borgur- um í landinu. Skýrsiu sína ætlaði Marianella Garcia-Villas að vinna fyrir Mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna sem hefur aðsetur í Genf. „Dauði ástkærs félaga okkar, Marianellu Garcia-Villas, er okkur mikill harmur en jafnframt hvatn- ing til að halda áfram starfi okkar í landi sem er blóði drifið af gegnd- arlausri kúgun morðóðra stjórn- valda sem njóta skilyrðislauss stuðnings Bandaríkjastjórnar í Marianella Garcia-Villas þegar hún var stödd hér á landi í nóvembcr sl. í boði Alþýðuflokksins. Myndin er tekin á fundi með forystumönnum Al- þýðubandalagsins. Ljósm. gel. mannréttindabrotum sínum“, segir í skeytinu að lokum. „Enginn veit...“ Þegar Marianella Garcia-Villas var hér á landi í nóvember s.l. sagði hún meðal annars um ástand mannréttindamála í landi sínu: Þegar fólk fer að heiman á morgn- ana til vinnu sinnar er það í full- kominni óvissu um hvort það eigi afturkvœmt. Á þessu ári (1982) höf- um við vitneskju um að 3500 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í landinu, og 2500 manns hafa horf- ið sporlaust. Það þarf ekki annað en að einhver sé grunaður um að hafa samúð með andstöðuöflunum í landinu, þá má hann eiga von á að vera handtekinn, pyntaður og myrt- ur, það veit enginn hvenœr kemur að honum..." Þess má að lokum geta að Reag- an Bandaríkjaforseti hefur nýlega farið framá 120 miljónum dollara aukafjárveitingu til hernaðarað- stoðar við stjórnina í E1 Salvador. Slík hernaðaraðstoð er til þess fall- in að viðhalda ríkjandi ástandi og gera það enn verra. ólg. Hætti lífi sínu Þjóðviljanum barst síðan í gær skeyti ftá Mannréttindanefndinni þar sem segir ma. að Marianella Garcia-Villas hafi komið til E1 Salvador með löglegum hætti sem forseti Mannréttindanefndar E1 Salvador og hafi hún verið í fylgd með Luz Maria Hernandez, sem er Þá segir í skeytinu að Marianella hafi meðal annars ætlað að leita staðfestingar á heimildum um að stjórnarherinn noti efnavopn eins og hvítan fosfór gegn fólkinu í landinu. Þá hafi hún einnig ætlað að kanna ástand mannréttinda- mála á yfirráðasvæðum FMLN/ FDR, sem eru samtök skæruliða og st j órnarandstæðinga. Gervigrasið enn dýrara en ætlað var: 5 miljónir kr.til jarðvegsskipta! Nú er orðið Ijóst að framkvaemd- ir við gervigrasvöll í Laugardal verða mun dýrari en ætlað var, en á fjárhagsáætlun var veitt 10 miljón- um króna til verksins í ár. Var þá miðað við að teppið yrði lagt í sum- ar en á næsta ári skyldi veitt 15 miljónum til frágangs Rringum völlinn. Við rannsóknir nýverið kom í ljós að skipta þarf um jarðveg undir teppinu og hefur íþr- óttaráð lagt til að lagningu teppis- ins verði frestað um eitt ár og þess í stað farið í jarðvegsskipti í sumar en þau munu kosta 4,8 miljónir króna. Borgarráð fjallaði um þetta mál á þriðjudag og var þar felld tillaga Kvennaframboðs um að hætt yrði við gervigrasvöllinn. Hlaut tillagan aðeins tvö atkvæði Alþýðubanda- lags og flutningsmanns. Sömu full- trúar sátu svo hjá við afgreiðslu á endurskoðaðri framkvæmdaáætl- un íþróttaráðs, en þar er gert ráð fyrir að 4,8 miljónir fari í jarðvegs- skiptin. 5,2 miljónum sem þá standa eftir af fjárveitingu í gervi- grasið, hyggst íþróttaráð svo verja til annarra framkvæmda, þ.á.m. 2,5 miljónum í bað- og búnings- klefa í Laugardalslaug. Þá eru fjár- veitingar til annarra framkvæmda hækkaðar nokkuð, m.a. hækkar stólalyftan í Bláfjöllum um 700 þúsund og ný lýsing í Laugardals- höll um sömu fjárhæð. í borgarráði gerði Sigurjón Pét- ursson svofellda grein fyrir hjásetu sinni: „Ég fagna því að nú skuli ákveðið að halda áfram vinnu við byggingu búningsklefa við sund- laugarnar í Laugardal eins og Al- þýðubandalagið lagði til við af- greiðslu fjárhagsáætlunar en þá var fellt af Sjálfstæðismönnum. Þar sem tillagan gerir einnig ráð fyrir stórri fjárveitingu til jarðvegs- skipta vegna gervigrasvallar, sem ég tel ótímabæran, þá sit ég hjá við afgreiðslu hennar." -ÁI Framkvæmdaáætlun endurskoðuð: 2,5 miljónir kr. í búningsklefana 3000 áskoranir bárust borgarráði Ákveðið hefur verið að verja 2,5 miljónum króna til framkvæmda við nýja bað- og búningsklefa við Laugardalssundlaugina, en við af- greiðslu fjárhagsáætlunar felldu Sjálfstæðismenn tillögu frá Al- þýðubandalaginu þar um. 3000 manns hafa skorað á borgarstjórn að halda verkinu áfram, en undir- skriftalistar hafa legið frammi í sundlaugunum um hríð. Það er þó varla undirskriftunum að þakka að þetta mikla mann- virki, sem 8 miljónum var veitt í á síðasta ári verður ekki látið standa óhreyft í ár. Ástæðan er einfald- lega sú að ekki er hægt að fullgera gervigrasvöllinn, sem tekinn var framfyrir bað- og búningsklefana við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, þar sem skipta þarf um jarðveg undir plastinu. 5,2 miljónir standa eftir af fjárveitingu í gervigrasið og samþykkti íþróttaráð og borgarráð að veita tæpum helmingi til áfram- haldandi framkvæmda við bað- og búningsklefana. -ÁI Einingarhelgi á Akureyri Landbúnaöarráðstefna Alþýðubandalagsins verður haldin á Hótel Varðborg, Akureyri 18. og 19. mars. Dagskrá: Föstudagur 18. mars kl. 20:30 1. Setning: Svavar Gestsson 2. Skipulagning framleiðslu, landnýting og heimaöflun og nýjar búgreinar. Framsögumenn: Jón Viðar Jónmundsson kennari, Þórarinn Lárusson ráðunautur og Jón Árnason ráðunautur. 3. Verðmyndunarkerfi landbúnaðarins. Framsögumaður: Ríkard Brynjólfsson kennari. 4. Úrvinnsla - iðnaður - markaður. Framsögumaður: Guðrún Hall- grímsdóttir, og fulltrúar Iðnaðardeildar SlS og Kaupfélags Sval- barðseyrar. 5. Almennar umræður. Laugardagur 19. mars kl. 9:30 1. Viðhorf neytenda til landbúnaðarins. Framsögumaður: Jóhannes Gunnarsson varaformaður neytendasamtakanna.. 2. Stefnumörkun Alþýðubandalagsins í landbúnaðarmálum. Framsögumaður Helgi Seljan alþingismaður. 3. Almennar umræður. 4. Hópstarf - afgreiðsla mála - ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Steingrímur J. Sigfússon. MiÖstjórnarfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn á Hótel Varðborg, Akureyri. Fundurinn hefst lauqardaq- inn 19. mars kl. 14. Jóhannes Helgi Gunnarsson Seljan Jón Viöar Guðrún Jónmundsson Hallgrímsdóttir Svavar Gestsson Steingrímur J. Sigfússon Rfkharð Brynjólfsson Þórarinn Lárusson Jón Árnason Almennur fundur Alþýðubandalagið boðar til almenns stjórnmálafundar á Akureyri sunn- udaginn 20. mars kl. 15 á Hótel KEA. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins flytur ræðu. Ávörp flytja Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, Svanfríður Jónasdóttir bæjarfulltrúi, Dalvík og Steingrímur J. Sigfússon. Skemmtidagskrá - m.a. leikur Kammerblásarasveit Tónlistarskólans undir stjórn Roars Kvan. Fundarstjóri er Heimir Ingimarsson. FERÐIR Flogið verður frá Reykjavík kl. 16.00 þann 18. mars og frá Akureyri kl. 20.00 sunnudaginn 20.mars. Allar nánarí upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Sími 17500. Þátt- tökutilkynningar þurfa einnig að berast þangað sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.