Þjóðviljinn - 17.03.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 17.03.1983, Qupperneq 7
Fimmtudagur 17. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Góður sigur Framara Fallkeppnin í 1. deild karla í handknattleik hófst með mikilli leynd í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi, Framarar komu á óvart með því að sigra Valsmenn 20-16 og Þróttur vann ÍR 25-19. Fyrri hálfleikurinn hjá Fram og Val var eitt það slakasta sem sést hefur í vetur. Gönguhandbolti alls- ráðandi og leikurinn líkastur æfingaleik. Staðan í hálfleik var jöfn 8-8 en Fram komst í 14-11 í síðari hálfleik og síðan 19-14 rétt fyrir leikslok. Gunnar Gunnarsson og Dagur Jónasson voru bestu menn Fram en liðið tók mikinn kipp þegar Dagur kom inná snemma í síðari hálfleik. Gunnar skoraði 6 mörk, Dagur 4, Egill Jóhannesson og Björn Eiríks- son 3 hvor. Jón Pétur Jónsson var bestur Valsmanna en auk þess léku Þorbjörn Jensson og Jakob Sig- urðsson þokkalega. Jón Pétur skoraði 6 mörk, Þorbjörn 4 og Jak- ob þrjú. Keppnin heldur áfram í kvöld. Þróttur og Fram leika kl. 20 en ÍR og Valur kl. 21.15. Báðir leikirnir verða í Laugardalshöllinni. - FE/VS. Stoke sigraði Einn leikur fór fram í 1. deild ensku knattspyrnunnar í gær- kvöldi. Stoke sigraði Nottingham Forest 1-0 á heimavelii sínum, Victoria Ground. Tveir Bret- ar á nám- skeið FRÍ Dagana 26. mars til 4. apríl næst- komandi gengst tæknideild Frjáls- íþróttasambands íslands fyrir námskeiði fyrir þjálfara í Reykja- vík. Námskeiðið er haldið með aðstoð Ólympíusamhjálparinnar, og verða leiðbeinendur tveir bresk- ir toppþjálfarar, Norman Brook og Shaun Kyle, sem eru sérhæfðir í spretthlaupum og grindahlaupum annars vegar og langstökki og þrí- stökki hins vegar. Ollum leiðbeinendum og áhuga- mönnum um frjálsíþróttaþjálfun er heimil þátttaka í námskeiðinu, en nauðsynlegt er að tilkynna þátt- töku til Ágústs Ásgeirssonar for- manns tækninefndar FRÍ í tíma. Bláfjalla- gangan,83 Bláfjallagangan 1983 fer fram laugardaginn 19. mars n.k. og hefst kl. 14. Gengnir verða 22 km, frá Bláfjöllum í Hveradali. Skráning hefst kl. 11 um morguninn við Borgarskála í Bláfjöllum og stend- ur yfir þar til gangan hefst. Þátt- tökugjald, kr. 150, greiðist við skráningu. Að göngu lokinni verð- ur þátttakendum séð fyrir rútuferð úr Hveradölum í Bláfjöll. Kepp- endur frá hressingu meðan á göng- unni stendur og að henni lokinni. Bláfjallagangan er nú haldin í fjórða skipti. Þátttaka hefur aukist árlega og í fyrra gengu um 12o manns og búist er við fleirum nú. Umsjón með göngunni hefur Skíðafélag Reykjavíkur. íþróttir Víðir Sigurðssön Evrópumótin í knattspyrnu: Sex ára einræði enskra á enda! Sex ára veldi Englendinga í Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu er á enda. Evrópumeistar- arnir Aston Villa og ensku meistar- arnir Liverpool féllu úr keppni í 8-liða úrslitunum í gærkvöldi. í undanúrslitin komust Widzew Lodz frá Póllandi, Hamburger SV frá V.Þýskalandi, Real Sociedad frá Spáni og ítöslu meistararnir Ju- ventus. Liverpool hafði tapað 0-2 gegn Lodz í Póllandi en byrjaði vel í gær- kvöldi þegar liðið fékk vítaspyrnu á 17. mínútu sem Phil Neal skoraði úr. Á 30, mínútu urðu hins vegar fyrirliðanum Graeme Souness á mikil mistök, hann missti knöttinn til Smolarek sem komst í gegn, Iék á Bruce Grobbelaar markvörð, en sá síðarnefndi felldi hann. Víta- spyrna, og Tlokinski skoraði. Smolarek skoraði síðan á 54. mín- útu 1-2, og 1-4 samanlagt. Ian Rush náði að skora ellefu mínútum fyrir leikslok eftir fyrirgjöf David Fairclough, 2-2, og á lokamínút- unni gerði David Hodgson sigur- mark Liverpool eftir hornspyrnu Craig Johnston en Pólverjarnir fögnuðu, komust áfram, 4-3. Aston Villa átti aldrei möguleika í Torino gegn Juventus. Michel Platini skoraði á 13. mínútu, klaufamark því Nigel Spink mark- vörður Villa missti knöttinn milli handa sér í netið. Marco Tardelli Evrópumót á Topper-bátum verður haldið hér á landi (eða hér við land) dagana 7.-13. ágúst í sum- ar. Siglingasambandi íslands var falið að halda mótið og fól það síð- an siglingaklúbbnum Vogi í Garða- bæ að sjá um framkvæmd þess og stjórna mótshaldi. Reiknað er með að allt að 70-80 erlendir þátttakendur mæti til leiks, þar af margir frá Englandi. skoraði, 2-0, á 26. mínútu og á 67. mínútu stal Platini knettinum af McNaught á vítateig Villa og skoraði 3-0. Mark Peter Withe, 3- 1, breytti engu, Juventus áfram, samanlagt 5-2. Real Sociedad sigraði Sporting Lissabon 2-0 og komst áfram, samanlagt 2-1, og Hamburger tap- aði 1-2 fyrir Dynamo Kiev en sigr- aði þó samtals 4-2. Lárus skoraði Lárus Guðmundsson og félagar í belgíska liðinu Waterschei komust óvænt í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa. Þeir töpuðu 2-0 fyrir Paris St.Germain í fyrri leiknum en Þá verða íslenskir keppendur allt að 30. Keppnin fer fram utan Ál- ftaness, eða ef veður og aðstæður leyfa, innan Skerjafjarðar. Siglingasambandið hefur þegar lagt mikla vinnu í að kynna mótið erlendis og hefur gert það á líflegan og skemmtilegan hátt. Til undir- búnings fyrir íslenska keppendur kemur þekktur enskur þjálfari hingað til lands í maí, Keith Musto. unnu þann síðari í Belgíu í gær- kvöldi 3-0. Lárus skoraði fyrsta mark leiksins. Aberdeen frá Skotlandi sló vestur-þýsku risana Bayern Munc- hen út með því að sigra þá 3-2 á Pittodrie. Liðin höfðu skilið jöfn í Munchen, 0-0. Bayern riáði tvíveg- is forystunni en tvö mörk Aberde- en á síðasta korterinu tryggðu skoskan sigur. Neil Simpson, Alex McLeish og varamaðurinn John Hewitt skoruðu mörk Aberdeen en Augenthaler og Pfugler fyrir Bayern. Real Madrid komst einnig í undanúrslit, vann Inter Milano 2-1 á Spáni eftir 1-1 í fyrri leiknum á Hann vann til silfurverðlauna á Ól- ympíuleikunum í Tokyo 1964 og var í Ólympíuliði Englands allt til 1980. íslenskir siglingamenn ætla einn- ig að láta að sér kveða á erlendum vettvangi. Þar stefna þeir á að ná nægilega góðum árangri til að koma til greina þegar þátttakendur verða valdir til farar á Ólympíu- leikana í Los Angeles 1984. -VS Lárus Guðmundssn skoraði fyrsta mark Waterschei í gærkvöldi. Ítalíu. Altobelli kom ítölunum yfir en Salguero og Santillana tryggðu Real sigur. Úrslitin í fjórða leiknum voru óvænt, handhafar Evrópubikars- ins, Barcelona, féllu gegn Austria Wien. Liðin skildu jöfn, 1-1, í Barcelona en fyrri leikurinn, í Austurríki, var markalaus svo Austria komst áfram á útimarkinu. Allt ætlaði vitlaust að verða í leiks- lok, Argentínumaðurinn frægi hjá Barcelona, Diego Maradona, há- grét og trylltur lýðurinn heimtaði að öll stjórn félagsins segði af sér! UEFA-bikarinn Ekki er mikil reisn yfir UEFA- bikarnum og austantjaldsliðin, Bo- hemians Prag frá Tékkóslóvakíu og Universitata Craiova frá Rúm- eníu, komust mjög óvænt áfram. Vonbrigðin í Dundee voru gífur- leg eftir markalaust jafntefli Dundee United og Bohemians. Skotarnir voru nrikið betri og sóttu látlaust en mark Tékkanna slapp ótrúlega. Þróttur vann HK Þróttur vann HK 3-0 í undanúr- slitum bikarkeppni karla í blaki í gærkvöldi. Hrinurnar enduðu 15- 8, 15-2 og 15-7. Þjálfari HK, Samúel Örn Erlingsson, fékk rauða og gula spjaldið í lokahrin- unni fyrir að mótmæla dómi en slík sýning þýðjr brottrekstur. Þróttur leikur til úrslita við ÍS á sunnu- daginn. -VS / Urslit Evrópuleikjanna Evrópukeppnj meistaralida: Liverpool (Englandi)-Wldzew Lodz (Pólland)........................3-2 (3-4) Juventus (ltaliu)-Aston Villa (Englandi)...........................3.1 (5-2) Real Sociedad (Spáni)-Sporting (Portúgal).........................2-0 (2-1) Hamburger(V.Þýsk.)-Dynamo Kiev (Sovétr.)..........................1-2 (4-2) Evrópukeppní bikarhafa: Aberdeen (Skotlandi)-Bayern Uunchen (V.Þýsk.)......................3-2 (3-2) Waterschei (Belgiup-Paris St.Germ. (Frakkl.).......................3-0 (3-2) Real Madrid (Spáni)-lnter Milano (ítaliu)..........................2-1 (3-2) Barcelona(Spáni)-Austria Wien (Austurríki).........................1-1 (1-1) (Austria áfram á útimarki) UEFA-bikarinn: Anderlecht (Belgíu)-Valencia (Spáni)...............................3-1 (5-2) Dundee Utd (Skotlandi)-Bohemians (Tékkosl.)........................0-0 (0-1) Benfica (Portúgal)-AS Roma (Italiu)............................. Craiova (Rúmeníuj-Kaiserslautern (V.Þýsk.)..........................10 (3-3) (Craiova áfram á útimörkum) Evrópumót á Topper-bátum haldið hér á lándi í ágúst Árni vann tvöfalt á bikar- og punktamótinu á Dalvík Um sl. helgi var haldið bikar- og punktamót unglinga á Dalvík. Mótið var haldið í Böggvistaða- brekku, en þar hafa Dalvíkingar komið sér upp góðri aðstöðu til skíðaiðkunar í skemmtilegu landi. Að halda unglingamót fyrir skfðamenn er ekki vandalaust. Þegar fjöldi keppenda er orðinn 130 þá er vinnan er inna þarf af hendi gífurleg. Slík mót sem þessi þurfa að gana vel fyrir sig. Þegar fjölmennur og samhentur hópur, er lætur vinnugleði sitj a í fyrirrúmi, er samankominn þá ganga þessi mót vel. Leikgleði starfsmanna smitar alla þátttakendur. Hefðu þeir skíðasambandsmenn er starfa sem eftirlitsmenn, gjarnan mátt vera mættir á Dalvík um síðustu helgi og fylgjast með skemmtilegu móti. Fyrri dag mótsins var keppt í stórsvigi í öllum flokkum, en þeir eru fjórir, þ.e. 13-14 ára drengir og stúlkur og 15-16 ára flokkur dreng- ja og stúlkna. í yngri flokki stúlkna sigraði Snædís Úlriksdóttir Reykjavík.hún hafði bestan tíma keppenda í báð- um ferðum. Önnur varð Kristín Ólafsdóttir einnig frá Reykjavík, stutt á eftir henni kom Akureyrin- gurinn Arna ívarsdóttir, en hún hafði annan bestan tíma í seinni umferð. í flokki drengja 13-14 ára sigraði ógjörn Brynjar Gíslason. Hann hafði það mikið forskot eftir fyrri ^ferð að þó Brynjar Bragason hafi náð bestum tíma í síðari umferð þá var sigur Björns Brynjars öruggur. Þriðji varð Hilmir Valsson. Þessir drengir eru allir frá Akureyri. Árni G. Árnason frá Húsavík sigraði í eldri flokki drengja. Hann hefur átt mikilli velgengni að fagna á mótum vetrarins. Annar varð Smári Kristinsson, Akureyri, og þriðji Guðjón B. Ólafsson, ísa- firði. Tímamismunur þessara drengja og þeirra er á eftir komu var mjög lítill. í stórsvigi stúlkna 15-16 ára sigr- aði Guðrún J. Magnúsdóttir nokk- uð örugglega eftir glæsilega keyrslu í síðari umferð. Önnur varð Ánna M. Malmquist og þriðja Guðrún H. Kristjánsdóttir. Skammt á eftir henni kom síðan Signý Viðarsdótt- ir. Þessar stúlkur eru allar frá Ak- ureyri. Síðari dag mótsins var keppt í svigi í öllum flokkum. Iflokki stúlkna 13-14 ára sigraði Kristín Ólafsdóttir, Reykjavík, stutt á eftir henni kom Arna ívars- dóttir en hún hafði bestan tíma í síðari ferðinni. Þriðja varð Kristín Jóhannsdóttir frá Akureyri. í eldri flokki stúlkna sigraði Guðrún H. Kristjánsdóttir, en keppnin hjá þessum flokki, í svig- inu, var mjög jöfn og spennandi. Önnur varð Guðrún J. og þriðja Anna María, fjórða varð síðan Signý Viðarsdóttir. Tímamismun- ur milli þessara stúlkna var ekki nema rétt rúm sekúnda. í flokki 15-16 ára drengja sigraði Árni G. Árnason örugglega, hann vann því tvöfalt þessa helgi. Annar varð Átli G. Einarsson, ísafirði, og þriðji varð Guðjón B. Ólafsson. Björn Brynjar Gíslason sigraði einnig í svigi drengja 13-14 ára, annar varð Brynjar Bragason. Þessir drengir höfðu nokkra yfir- burði yfir jafnaldra sína. í þriðja sæti var Sigurður Bjarnason frá Húsavík. Hafi Dalvíkingar þökk fyrir vel- heppnað mót.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.