Þjóðviljinn - 17.03.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 17.03.1983, Page 8
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Fræðslufundur Æskulýösfylking Alþýöubandalagsins boöar til fundar fimmtudag- inn 17. mars, kl. 20.30, að Hverfisgötu 105. Umræðuefni: Marxísk heimspeki - Skynsamleg heimspeki. Frummælandi veröur Ragnar Baldursson kennari. Allt áhugafólk velkomið. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins. Höfn í Hornafírði - Almennur fundur Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra, og Porbjörg Arnórsdótt- ir, kennari, hafa framsögu á al- mennum fundi á Höfn í Hornafirði fimmtudagskvöldið 17. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Almennur fundur Alþýðubandalagið boðar til almenns stjórnmálafundar á Akureyri sunnu- daginn 20. mars kl. 15 á Hótel KEA. Flogið verður frá Reykjavík kl. 16.00 þann 18. mars og frá Akureyri kl. 20.00 sunnudaginn 20. mars. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Sími 17500. Þátttökutilkynningar þurfa einnig að berast þangað sem fyrst. Hjörleifur Þorbjörg Almennur fundur á Húsavík Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra og Helgi Guðmundsson trésmiður hafa framsögu á al- mennum stjórnmálafundi sem haldinn verður á Hótel Húsavík sunnudaginn 20. mars nk. kl. 16. Meðal annars verður á fundinum fjallað um orku- og iðnaðarmál byggðarlagsins. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Helgi Hjörleifur Alþýðubandalagið á Dalvík Alþýðubandalagið á Dalvík heldur árshátíð sína laugardag 19. mars í Bergþórshvoli. Húsið opnar kl. 20.30. Skemmtiatriði og snarl á boðstól- um. Veislustjóri verður Svanfríður Jónasdóttir og hátíðargestir þeir Steingrímur Sigfússon og Stefán Jónsson. Félagar óg stuðningsmenn fjöl- mennið. -Stjórnin 2. deild ABR Svavar Kristjón Aðalfundur 1983 Aöalfundur í 2. deild ABR verður haldinn fimmtudag 24. mars kl. 20.30 ( Flokksmiðstöðinni aö Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Kosning nýrrar stjórnar fyrir 2. deild. 2) Ávarp Svavars Gestssonar formanns AB. 3) Kosningastarfið. Kristján Valdimarsson. 4) Önnur mál. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Kosningabaráttan er hafin. Fylkjum iiði gegn leiftursókn Alusuisse og Verslunarráðs. Eining um íslenska leið. - Fjölmennið! Stjórn 2. deildar Bókaverðlr mótmæla ummælum ráðherrans Vegna ummæla menntamálaráð- herra í fjölmiðlum, í tengslum við veitingu í stöðu deildarstjóra náms- bókadeildar Blindrabókasafns ís- lands, sjáum við okkur knúin til að biðja fjölmiðla um að birta bréf það er B VFÍ sendi menntamálaráð- herra, dagsett 7. mars 1983. Menntamálaráðherra Ingvar Gíslason. Fulltrúi Bókavarðafélags íslands í stjórn Blindrabókasafns íslands, Elfa-Björk Gunnarsdóttir, hefur gert stjórn Bókavarðafélagsins grein fyrir framvindu mála varð- andi umsókn Arnþórs Helgasonar um starf deildarstjóra námsbóka- deildar Blindrabókasafns íslands. Stjórn Bókavarðafélags íslands styður eindregið ákvörðun meiri- hluta stjórnar Blindrafélags íslands um að hafna umsókn Arnþórs Helgasonar. Notendahópur safnsins er skv. lögum um Blindrabókasafn íslands ekki einungis blint og sjónskert fólk og safnið er ekki stofnað til að vera verndaður vinnustaður fyrir blinda/sjónskerta. Stjórn Bóka- varðafélags íslands er sammála því áliti meirihluta stjórnar Blindra- bókasafns íslands, sem fram kem- ur í greinargerð, að „deildarstjóri námsbókadeildar verði að vera sjá- andi maður, þó svo að stefna stjórnar Blindrabókasafns íslands skuli almennt vera að leitast við að skapa fötluðum starfsskilyrði innan safnsins." Hlutfallið milli sjáandi og blindra/sjónskertra starfsmanna við Blindrabókasafn íslands er mun hagstæðara fyrir blinda/sjón- skerta en við samsvarandi stofnan- ir hjá grannþjóðum okkar á Norð- urlöndum, og má nefna dæmi Sví- þjóð með 20 blinda/sjónskerta móti 70 sjáandi og Noreg með 2 blinda/sjónskerta móti 40 sjáandi starfsmenn. Stjórn Blindrabóka- safnsins hefur lagt til, að ráðnir| verði 3 blindir/sjónskertir starfs- menn móti 4 sjáandi. Nemendasamband Félagsmálaskóla alþýðu Árshátíð laugardag Árshátíð Nemendasambands Fé- lagsmálaskóla alþýðu verður hald- in næstkomandi laugardagskvöld og hefst samkoman kl. 19.30 í fé- lagsheimili Rafiðnaðarsambands- ins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Að sögn Elísabetar Sveinsdótt- ur, formanns Nemendasambands- ins verður þar margt til skemmtun- ar. M.a. mun Baldvin Halldórsson leikari lesa upp, Kristín Ólafsdóttir syngur fyrir viðstadda og auk þess sjá nemendur skólans um dagskrá. Hátíðin hefst eins og áður sagði kl. 19.30 með borðhaldi en síðar um kvöldið mun diskótekið Dísa sjá um dansmúsíkina. Elísabet kvað samband milli nemenda skólans vera talsvert, en 3-400 manns hafa sótt skólann á liðnum árum. Nýlega hafa þeir stofnað blandaðan kór sem Hrafn- hildur Blomsterberg stjórnar en Tónskóli Sigursveins hefur einnig séð um þjálfun kórsins. Þá gefur Nemendasam- bandið út fréttabréf sem hefur komið út l-2svar á ári. Nemendur Félagsmálaskólans, fyrr og síðar, eru hvattir til að til- kynna þátttöku til Elísabetar í síma 42419 fyrir hádegi á nk. föstudag. —v. ///iMFtntn FORD traktor til afgreiðslu strax Eigum nokkra FORD 4110 og FORD 4610 traktora til afgreiðslu strax. Einnig framdrifsvélar. Einstaklega hagstætt verð - góðir greiðsluskilmálar. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. ÞÚRf SÍMI B1500-ÁRMÚLA11 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða FÉLAGSRÁÐGJAFA, til starfa við sjúkra- húsið. Umsóknum ásamt nauðsynlegum fylgiskjöl- um skal komið til Valgerðar Bjarnadóttur fél- agsráðgjafa, sem einnig veitir nánari upplýs- ingar í síma 96-22100. SÁLFRÆÐING, til starfa við T-deild sjúkra- hússins, sem er meðferðardeild fyrir geðsjúka. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal komið til Brynjólfs Ingvarssonar yfirlæknis T-deild, sem einnig veitir nánari upplýsingar, sími 96- 22403. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 1. maí 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkraliðafélags íslands verður haldinn laugardaginn 16. apríl kl. 14 í Kristalsal Hótel Loftleiða. Dagskrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf 2. lagabreytingar. Stjórnin. Faðir okkar Guðjón Finnbogason f.v. skipstjóri Laugateigi 4 andaðist 13. mars. Útför hans verður gerð frá Laugarnes- kirkju föstudaginn 18. mars kl. 13.30 Ása Guðjónsdóttir Sigríður M. Guðjónsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.