Þjóðviljinn - 17.03.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 17.03.1983, Side 12
DWDVIUINN Fimmtudagur 17. mars 1983 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins I síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Grásleppan: Hrognin hækka Mér virðist af samtölum við menn, að meira iíf verði í grá- sleppuveiðunum hér við land í ár en var í fyrra, enda ailar forsendur nokkuð breyttar, sagði Þórður Eyþórsson í sjávarútvegsráðuneyt- inu þegar hann var spurður um leyfisveitingar til grásleppuveiða í ár, en vertíðin norðanlands mátti hefjast 10. mars sl. en 18. aprfl hér syðra. Hann sagði að ástæðan fyrir því hve lítið menn stunduðu veiðarnar í fyrra hafi verið sú að mikið var þá til af óseldum grásleppuhrognum í landinu og verðið lágt, eftir met- veiði ársins á undan. Árið 1981 voru framleiddar 20 þúsund tunnur af hrognum en í fyrra aðeins 6 þús- und tunnur. Nú hefur tekist að selja öll þessi hrogn og útlitið á markaðnum því gott í ár. Verðið hefur líka hækkað og verður 330 dollarar fyrir tunn- una, sem kemur fyrst og fremst til af því að veiðimenn héldu að sér höndum í fyrra. -S.dór Netaveiðin:_______ Sjö daga páskastopp Menn hafa velt því fyrir sér að undanförnu hvort hið svonefnda -páskastopp- á netaveiðum á ver- tíðinni yrði stytt eða aflagt í ár vegna gæftaleysis og lítils afla það sem af er vertíð. Nú hefur verið ákveðið sjö daga stopp, frá kl. 22 þann 29. mars, en þá verða bátar að vera búnir að taka upp öll net og mega svo leggja aftur um hádegi þann 5. apríl. Þórður Eyþórsson í sjávarút- vegsráðuneytinu benti á í gær, þeg- ar Þjóðviljinn leitaði frétta af þessu máli, að nú þegar ekki er hægt að verka í skreið, kæmi netaveiði um páska ekki til greina þar sem hugs- anlegt væri að fiskur yrði allt að 5 nátta í netum. Því hefur sjávarút- vegsráðuneytið ákveðið viku stöðvun á netaveiðum um páska. -S.dór Nýr sölusamningur við Portúgali: Verð- lækkun á saltfiski Því miður er um nokkra verðlækkun að ræða, en ég get ekki gefið upp hvað hún er mikil, en held þó að mér sé óhætt að fullyrða að hún sé ekkert áfall, sagði Val- garður J. Ólafsson hjá Sölusam- bandi isl. fískframleiðenda um ný- gerða salflsksölu samninga við Portúgali. Samið var um að Portúgalir kaupi af okkur 27 þús. tonn af salt- fiski til ársloka og 7 þúsund lestir á fyrstu mánuðum næsta árs. Það er ríkisfyrirtækið Reguladora sem annast samningagerðina fyrir Port- úgali. Það magn sem samið var um nú, er minna en selt hefur verið til Portúgal sl. 2 ár, en þá keyptu Port- úgalir 37 þúsund lestir hvort ár. Sagði Valgarður J. Ólafsson að þessi magnminnkun skipti litlu máli enda mjög hæpið að takist að framleiða jafn mikið magn af salt- fiski í ár og gert var á síðustu tveimur árum. Portúgalir hafa sýnt áhuga á að fá að veiða innan íslenskrar land- helgi, en tóku það fram að þeir sæju enga ástæðu til að taka það mál upp nú. Aftur á móti lögðu þeir þunga áherslu á að íslendingar héldu áfram að auka kaup frá Portúgal á hvern þann hátt sem mögulega fyndist. Því aðeins gætu íslendingar vænst þess að halda hlut sínum á portúgalska saltfisk- markaðnum að það tækist. -S.dór Niðurstöður arðsemisútreikninga fyrir trjákvoðuverksmiðju á Húsavík eru viðunandi, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra á fundi í gær. Ljósm. Atli. Trjákvoðuverksmiðja á íslandi Enn of margir óvissuþættir sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að mæla með slíkri verksmiðju Húsvíkingar komu á sínum tíma fram með þá hugmynd að reisa trjá- kvoðuverksmiðju á Húsavík og var þeirri hugmynd vel tekið. A vegum iðnaðarráðuneytisins hefur um tveggja ára skeið verið unnið að athugun- um á hagkvæmni slíkrar verksmiðju hér á landi. Rannsóknina önnuðust flnnska verkfræðifyrirtækið EKONO og Ráðgjöf og hönnun sf. undir stjórn Edgars Guðmundssonar. Á fréttamannafundi sem Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráö- herra boðaði til í gær um þetta mál kom fram, að enn eru of margir óvissuþættir, sem rannsaka þarf betur áður en hægt er að mæla með því að reist skuli trjákvoðuverk- smiðja hér á landi. En með þeirri rannsókn sem þegar hefur verið framkvæmd er ákveðnum áfanga í könnuninni náð. Trjákvoða er sem kunnugt er hráefni til pappírsgerðar og við þessa rannsókn var miðað við verk- smiðju sem framleiddi 150 þúsund tonn á ári. Stofnkostnaður verk- smiðjunnar yrði 99 miljónir dollara eða um 2 miljarðar ísl. króna. Miðað er við að frá hráefni til framleiðslunnar frá Kanada og selja trjákvoðuna til V-Evrópu að mestu leyti eða 65%, 20% til N- Ameríku og 15% til annarra heimshluta. Niðurstöður arðsemis- útreikninga EKONO eru viðun- andi, en samt er talið að lækka verði framleiðslukostnaðinn, til að bæta arðsemi og samkeppnisað- stöðuna. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjafi myndi kaupa raforkuna á 15-20 mills. -S.dór ✓ Sýslumanns- og fógetaembættið á Isafirði: Pétur Kr. Hafstein skipaður sýslumaður Gengið framhjá reyndum dómurum og fógetum í gær skipaði Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð- herra Pétur Kr. Hafstein, fulltrúa í fjármálaráðu- neytinu, í embætti sýslumanns og bæjarfógeta á ísafirði. Athygli vekur að ráðherra gengur í þessari skipun fram hjá mönnum með allt að 17 ára reynslu í störfum fógetaembætta, en Pétur Kr. Hafstein hefur aldrei á bæjarfógetaembætti eða dómstól komið sem starfsmaður. Snarræði flugstjórans barg Arnarflugsþotunni. Herflugvél og Arnarflugsþota 1 blindflugi: Lá við árekstri Málið í rannsókn, segir flugmálastjóri 9 sóttu um embættið, auk Pét- urs, þeir: Barði Þórhallsson, bæjarfógeti, Finnbogi Axelsson, fulltrúi, Freyr Ófeigsson, hér- aðsdómari, Guðmundur Kristjáns- son, aðalfulltrúi, Guðmundur Sig- urjónsson, aðalfulltrúi, Hlöðver Kjartansson, fulltrúi, Ingvar Björnsson, héraðsdómslögmaður og Már Pétursson, héraðsdómari. Pétur Kr. Hafstein hefur unnið í 5 ár hjá fjármálaráðuneytinu og er hann sá umsækjandi sem hefur stystan starfsaldur og minnsta starfsreynslu að baki. Hann hefur ekki fengist við nein þau störf sem bæjarfógetar annast, s.s. aldrei kveðið upp dóm, aldrei gert fjár- nám eða lögtak, aldrei þinglýst skjali, skilið hjón eða skipt dán- arbúi. í hópi umsækjenda eru hins veg- ar tveir dómarar skipaðir 1972, og hafa báðir verið settir sýslumenn, þ.á.m. annar á ísafirði um tíma. Einn umsækjandi hefur 10 ára starfsreynslu sem bæjarfógeti að baki og þar er líka að finna 4 dóm- arafulltrúa með 7-9 ára starfs- reynslu við bæjarfógetaembætti. Þjóðviljinn reyndi árangurslaust að ná tali af Friðjóni Þórðarsyni vegna þessa máls í gær, en mikil ólga er vegna þessarar skipunar meðal dómara og lögmanna. Pétur er skipaður frá 1. maí n.k. og tekur við af Þorvarði Kjærulf Þor- steinssyni. Það liggur ljóst fyrir að mistök hafa einhversstaðar átt sér stað, en orsökin liggur ekki Ijós fyrir enn og við erum með málið í rannsókn, sagði Pétur Einarsson flugmála- stjóri um atburðinn í fyrradag, þegar snarræði flugstjóra á þotu Arnarflugs bjargaði því að ekki varð árekstur milli þotunnar og bandarískrar herflugvélar, sem þarna var á flækingi. Báðar voru vélarnar í blindflugi og því á útgefnum flugheimildum, en báðar á sömu slóðum, sem ekki á að geta gerst ef allt er með felldu. Pétur sagði að það tæki alltaf svolítinn tíma að rannsaka svona mál ofan í kjölinn, jafnvel þótt ljóst væri að um mistök hefði verið að ræða, þá lægi ekki alltaf ljóst fyrir hver orsökin væri. Hann sagðist vonast til að niðurstaða lægi fyrir innan fárra daga. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.