Þjóðviljinn - 19.03.1983, Síða 13
Helgin 19.-20. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
kvikmyndir
Bergman í
fínu formi
Ég skrapptil Stokkhólms
um daginn og sá nýjustu
myndina hans Ingmars
Bergman, Fanny og
Alexander, sem frumsýnd
var þar fyrir skömmu og hefur
hlotiöeinrómalof
gagnrýnendaog áhorfenda.
Bergman hefur lýst því yfir að
þetta sé síðasta leikna
myndin sem hann stjórnar, en
vonandi er ekki meira að
marka það en hliðstæðar
yfirlýsingar Luis Bunuel, sem
um margra ára skeið hefur
verið með hótanir af þessu
tagi við hverja frumsýningu.
Fanny og Alexander-er stór-
kostleg kvikmynd, í einu orði
sagt, og langt síðan eitthvað sam-
bærilegt hefur komið frá Berg-
man. Myndin hefur beinlínis allt
til að bera sem ein kvikmynd get-
ur haft: frábæra leikara, kvik-
myndatökumanninn Sven Ny-
kvist, og alla þá galdra og kúnstir
sem Bergman hefur á valdi sínu,
bæði sem handritshöfundur og
leikstjóri. Þetta er mynd um
stóra, lífsglaða fjölskyldu í upp-
hafi þessarar aldar, fjölskyldu
Söguþráðurinn er flókinn,
persónurnar margar. og margt
sem gerist. Sumt af þvi er galdri
líkast, einkum það sem tengist
Gyðingnum Isak, sem er gamall
vinur ömmu barnanna og frelsar
þau að lokum úr klóm biskups-
ins. í lokin er fjölskyldan sam-
einuð á nýjan leik og allir glaðir.
Drauntar og fantasía gegna
stóru hlutverki í þessari mynd,
sem er kannski fyrst og fremst
mynd um listina. Framliðnir
ganga aftur eins og ekkert sé
sjálfsagðara og það er hægt að
hafa áhrif á atburðarásina með
viljastyrkinn einan að vopni.
Drengurinn Alexander virðist
vera sú persóna sem næst kemst
Íiví að túlka sjónarmið Bergmans
jálfs, og kannski má segja að
þarna hafi Bergman gert ntynd
um barnið í sjálfum sér. Það er þó"
aðeins ein hliðin á málinu, því
einsog allar góðar kvikmyndir er -
Fanny og Alexander afskaplega
margþætt og býður upp á ótelj-
andi túlkunarmöguleika.
Vonandi verður þess ekki langt
að bíða að myndin verði tekin til
sýninga hér á. landi. Auk þeirrar
útgáfu sem ég sá, er rúmlega
þriggja stunda.löng. er verið að
gera sjónvarpsútgáfu sent verður
enn lengri, eða 5-6 tírnar í ailt.
Við getum því verið nokkuá
vongóð: ef. bíóstjórarnir taka
ekki við sér getur verið að sjón-
varpið geri það.
Missing
Bandaríkin, 1982
Handrit: Costra-Gavras og Donald
Stewart,
eftir bók Thomas Hauser.
Stjórn Costa-Gavras
Kvikmyndun: Ricardo Aronovich
Tónlist: Vangelis
Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Sissy
Spacek.
Sýningarstaður: Laugarásbíó.
Costa-Gavras er Grikki sem var
ungur sendur til náms í Frakklandi
og hefur verið þar síðan, löngu
heimsfrægur kvikmyndastjóri og
þekktastur fyrir að gera þrælpólit-
ískar, róttækar kvikmyndir sem slá
í gegn á alþjóðlegum markaði.
Hann er, líka forstöðumaður
franska kvikmyndasafnsins, Cin-
amaður, Charles Horman hverfur
frá heimili sínu í Santiago nokkrum
dögum eftir valdaránið. Faðir hans
kemur fljúgandi frá New York til
að aðstoða tengdadóttur sína við
að hafa uppi á Charles. Bandaríska
sendiráðið þykist taka þátt í leitinni
en gerir í rauninni ekki annað en
villa um fyrir Horman og reyna að
blekkja hann, enda kemur í ljós að
Charles var drepinn með samþykki
þessa sama sendiráðs, fyrir að hafa
óvart komist að hinu sanna um hlut
bandarískra stjórnvölda í valda-
ráninu.
Týndur er pólitísk kvikmynd,
gerð í þeim tilgangi að sýna banda-
rískum almenningi og öðrum
áhorfenum fram á óhúgnanlegar
staðreyndir sem venjulega er lagt
TÝNDUR
ematheque Francaise. Þessi nýj-
asta mynd hans, Missing, er tekin í
Mexico og framleidd af bandarísk-
um aðilum. Hún er líka greinilega
ætluð bandarískum áhorfendum
fyrst og fremst.
Lesendum þessa blaðs eru á-
reiðanlega í fersku minni þeir
hryllilegu atburðir í Chile í sept-
ember 1973, þegar herforingjar
hrifsuðu völdin af Salvador Al-
lende forseta, myrtu hann og tugi
þúsunda annarra landa sinna og
komu á þeirri ógnarstjórn sem nú
hefur bráðum ríkt í áratug og dygg-
ilega gætt bandarískra hagsmuna
þar suður frá. í september 1973
voru Bandaríkjamenn enn á nálum
um að bein aðild þeirra að þessu
blóðuga valdaráni kynni að spyrj-
ast út, en skömmu síðar varð hún
reyndar á allra vitorði, þegar ITT-
skjölin frægu komust í
heimspressuna.
Myndin Týndur gerist í Chile
þessa svörtu septemberdaga og er
byggð á raunverulegum atburðum
einsog fyrri myndir Costa-Gavras:
Z, Umsátursástand (State of Si-
ege), Játningin. Ungur Bandaríkj-
mikið kapp á að dylja, staðreyndir
sem afhjúpa heimsvaldastefnu
Bandaríkjanna. Aðferðin sem not-
uð er í myndinni er snilldarlega ein-
föld og áhrifamikil og felst í því að
láta venjulegan bandarískan milli-
stéttarmann beinlínis reka sig á
þessar staðreyndir, gera þær að
fjölskyldumáli hans og þarmeð
máli sem snertir okkur öll. Hver
getur ekki sett sig í spor Jacks Lem-
mons og upplifað með honum
áhyggjurnar af einkasyninum
horfna?
Ed Horman er miðaldra
kaupsýslumaður í New York, siða-
vandur og trúaður, meðlimur í
trúflokknum' Christian Scientists.
Hann hefur megnustu vantrú á syni
sínum og tiltækjum hans, enda hef-
ur drengurinn ekki fetað í fótspor
föður síns. „Hefði hann bara hald-
ið sig heima hjá sér hefði þetta
aldrei komið fyrir“, segir hann við
Beth tengdadóttur sína, sem að
hans dómi á ekki svo lítinn þátt í
óförum Charles.
Þessi viðhorf Eds eiga þó eftir að
breytast allrækilega, eftir því sem
Fanny (Pernilla Alwin) og Alexander (Bertil Guve), innilokuð á bisk-
upssetrinu.
sem hefur lífsviðurværi sitt af
leikhúss- og veitingahúsarekstri.
í upphafi myndar sjáum við jóla-
hald þessarar fjöiskyldu. Glauni-
urinn og gieðin er í hámarki og
lífið er leikur, en að baki býr óút-
skýrður harrnur sem er til staðar
en fær aldrei yfirhöndina.
Svo kentur dauðinn í spilið.
Ekdahl leikhússtjóri deyr og
skilur eftir sig unga ekkju með
tvö börn. Ekkjan er von bráðar
búin að násér í nýjan mann, sjálf-
an biskupinn á staðnum, og þá
kveður við nýjan tón. Biskups-
setrið er aigjör andstæða Ekdahl-
heimilisins, þar ríkja ströng við-
horf og biskupinn leggur allt
kapp á að brjóta niður sjálfstæð-
an vilja og lífsgleði nýju konunn-
ar sinnar og bama hennar, Fanny
og Alexanders.
Sissy Spacek og Jack Lemmon í hlutverkum sínum í Týndur.
þær upplýsingar hjá starfsmanni
Ford Foundation, að sonur hans
hafi verið tekinn af Iífi á íþrótta-
leikvanginum í Santiago 19. sept-
ember, gengur hann að sjálfsögðu
út af skrifstofunni niðurbrotinn
maður. Hann fer niður stiga og
leggur síðan óvart af stað upp
annan stiga, sem liggur upp á sömu
hæðina og hann var að koma frá, í
stað þess að halda áfram niður.
Þetta er einsog atriði úr gaman-
mynd, og Jack Lemmon er snill-
ingur í einmitt atriðum af þessu
tagi. Hann áttar sig á vitleysunni,
staldrar við eitt andartak og snýr
svo við. Þetta virðist vera smáatriði
- en viðbrögð áhorfenda eru
hlátur. Það er mikill léttir í þeim
hlátri.
í myndinni er alveg mátulega
mikið af slíkum atriðum til þess að
hún verður aldrei óbærileg. Týnd-
ur er nefnilega skemmtileg mynd,
fyrir utan allt annað. Skemmileg-
heitin draga ekki úr óhugnaðinum
sem frásögnin vekur, en þau beina
samúð áhorfandans á réttar
brautir. Þannig eiga listaverk að
vera.
Þetta grandalausa fólk hefur
skyndilega lent í sjálfu helvíti, því
hvað er annað hægt að kalla það
ástand sem ríkir í Chile þessa dag-
ana fyrir tíu árum og ríkir að miklu
leyti enn? Fólk er skotið niður eins-
og hundar, líkin liggja á götunum,
fljóta á ánum og líkhúsin eru yfir-
full, aftökur og bókabrennur eru
daglegt brauð, hermenn vaða uppi
og láta dólgslega, óttinn ræður ríkj-
um. Með því að sýna þetta ástand
einsog það kemur aðkomufólki
fyrir sjónir færir kvikmyndin það
enn nær okkur, gerir það raunveru-
legra - þetta er eitthvað sem við
gætum jafnvel lent í sjálf. Jafn-
framt er þetta ástand sem við vitum
að ríkir víða - myndin gæti þess-
vegna eins gerst í t.d. E1 Salvador í
dag.
Costa-Gavras beitir ýmsum
brögðum til þess að gera okkur
persónurnar nákomnar og fá okkur
til að setja okkur í spor þeirra. Eitt
þessara bragða er fólgið í því að
létta á spennunni í hvert sinn sem
hún ætlar að verða óbærileg, og
skal hér nefnt eitt dæmi af mý-
mörgum. Þegar Ed hefur fengið
leitin verður erfiðari og vonlausari
og hann kynnist tengdadóttur sinni
betur. Þau kynni verða líka til þess
að hann sér Charles loksins í réttu
ljósi og lærir að meta hann.
Það er enn til marks um snilld
Costa-Gavras, að hann gerir Beth
og Charles ekki að sannfærðum
kommúnistum eða vinstrisinnuð-
um róttæklingum af neinu tagi. Þau
eru líka „venjulegt fólk“, á sinn
hátt: léttfríkaðir bandarískir
krakkar, forvitnir og heiðarlegir, í
leit að nýjum lífsstíl - og hver getur
ekki lifað sig inn í það?
Ingibjörg
Haraldsdóttir
skrifar