Þjóðviljinn - 29.03.1983, Síða 7

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Síða 7
Þriðjudagur 29. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hristari fyrir loðnu Bátasmíði í ráðherratíð Áka Jakobssonar ið er soðið í vatnssjóðara, sem not- ar kondensvatn frá þurrrkara og soðkjarnatækinu sem upphitun- armiðil. Eftir að hráefnið hefur verið soðið þá er það skilið í lýsi, þurrefni og vökva á hefðbundinn hátt. Vökvafasinn er settur í soðkjarnatæki og soðkjarni og fast efni fer í gufuþurrkara. Hráefnis- rými þurrkarans er loftþétt og ekk- ert loft er dregið yfir hráefnið við þurrkun. Gufa er tekin frá hráefn- ishlið þurrkara og sjóðara við 100 gr. C, henni þjappað saman með gufuþjöppu upp í 2,4 bar „abso- lute“ þrýsting og hún síðan kæld niður í mettunarhitastig. Þessi gufa 2,4 bar mettuð er not- uð á gufuhlið soðkjarnatækisins, auk þess er hluta af gufunni þjapp- að saman með annarri gufuþjöppu úr 2,4 bar „absolute" í 6 bar. Síðan kæld í mettunarhitastig og notuð á gufuhlið þurrkara. Kondensvatnið frá þurrkara og sjóðara er síðan notað til upphitunar á hráefninu í sjóðaranum. 1000 kg á klukkustund Verksmiðjan er hönnuð fyrir af- köstin 1000 kg á klst..Smíði verk- smiðjunnar er langt komið en ekki lokið. Áður en smíði hófst var tvennt, sem við héldum að e.t.v. gæti komið í veg fyrir að þétta væri hægt. Annað var, að það mynd- aðist svo mikið af óþéttanlegum lofttegundum við þurrkunina, að ógerlegt yrði að nota gufuna frá þurrkaranum. Hitt var, að þurrk- unin næðist ekki nema loft væri dregið yfir efnið í þurrkaranum, vegna þess að rakajafnvægi mynd- aðist milli gufunnar og mjölsins. Til þess að komast að raun um hvort þessi atriði myndu valda erf- iðleikum, var smíðaður tilrauna- þurrkari, sem tók 1-2 kg. af hráefni og í honum var framleitt mjöl án þess að nokkurt loft væri dregið yfir hráefnið, auk þess voru mæld- ar óþéttanlegar lofttegundir, sem mynduðust við þurrkunina. Þessar tilraunir lofuðu mjög góðu. Mjölið þornaði ágætlega og óþéttanlegu lofttegundirnar reyndust ekki vera það miklar, að við þyrftum að búast við vandamál- um þessvegna. 110 kwst. pr.- 1 tonn hráefnis Fræðileg orkuþörf í báðum gufu- þjöppurum er 49,7 kw. Við höf- um gert ráð fyrir 45% nýtni í press- un og þá er orkuþörfin 110 kw, þ.e.a.s. orkunotkun verk- smiðjunnar yrði þá 110 kwst. pr. 1 tonn hráefnis. Þetta samsvarar í orkumagni sama og 10 kg. af oiíu pr. 1 tonn hráefnis. Ef gufuþjöpp- unni er snúið með díselvél með 38% nýtni þarf 26 kg. af olíu pr. 1 tonn hráefnis.Þessar tölur byggj- ast á áætlaðri nýtni, og 'ef þessi aðferð verður notuð þá lækka þær, þegar búnaðurinn þróast með tímanum. Þar sem loft er ekki dregið gegn- um þurrkarann verður ekki um loftmengun að ræða. Öll gufan, sem tekin er úr hráefninu, er þétt og kemur í vökvaformi úr verk- smiðjunni. Ef hefðbundnum verksmiðjum á íslandi væri breytt í verksmiðju eftir þessari aðferð, þarf að kaupa nýja sjóðara og nýja þurrkara og í staðinn fyrir gufuketil kemur gufu- þjappa. Önnur tæki í verksmiðj- unni nýtast eftir sem áður. Njótum engra forréttinda - Nú er stundum verið að hnýta í Landsmiðjuna, Ágúst, og hún talin lítið erindi eiga í íslensku atvinnu- lífi. Hvað viltu segja um þá kenn- ingu? - Já, þetta mun nú stafa af því að Landsmiðjan er ríkisfyrirtæki. En sannleikurinn er sá, að við störfum alveg eins og um einkafyrirtæki væri að ræða. Við borgum alla skatta og skyldur rétt eins og þau og fáum enga fyrirgreiðslu frá rík- inu. Og því skyldu ríkisfyrirtæki ekki mega starfa við hlið einkafyr- irtækja ef þau búa við sömu að- stæður? Ég tel að allar gerðir fyrirtækja eigi rétt á sér á íslandi ef þeim er búinn sami starfsgrundvöllur. Þótt Landsmiðjan sé ríkisfyrirtæki er ríkið minnsti viðskiptavinur. Það eru í mun meira mæli ýmsir einka- aðilar. Og ég geri ráð fyrir að svo sé af því að þeir telji viðskiptin við okkur hagkvæm. Mér finnst furðu- legt að agnúast skuli út í fyrirtæki, sem ganga vel og vera að tala um að leggja þau niður. Fremur ætti að aðstoða þau til þess að gera enn betur því lengi er hægt að bæta um og á það við alla. - Hvað lengi hefur þú veitt Land- smiðjunni forstöðu, Ágúst? - Eg hef gert það í sjö ár. - Og hvað vinna margir hér? - Síðustu árin hafa unnið hér um 80-100 manns, dálítið breytilegt eftir verkefnum. - Framtíðin? - Framtíðin, já. Þegar Áki Jak- obsson var ráðherra þá gekkst hann fyrir því, að hafin var raðsmíði fiskibáta. Hún gekk vel en svo fór samt, að þegar Áki yfir- gaf ráðherrastólinn var fótunum kippt undan þessari starfsemi. Því minnist ég á þetta nú, að á seinni árum hefur Reykjavík dregist aftur úr í þjónustu við skipaiðnaðinn. Með ekki svo mjög miklu átaki væri hægt að vinna þetta upp og skapa þannig 350 manns atvinnu við þennan iðnað, án þess að taka nokkuð frá innlendum samkeppn- isaðilum. Væri ekki vert að gefa þessu gaum þegar litið er til fram- tíðarinnar? -mhg Framboðs- listar í Reykjaneskjördæmi til alþingiskosninga 23. apríl 1983 A-listi Alþýðuflokksins. 1. Kjartan Jóhannsson, alþm., Jófríðarstaðavegi 11, Hf. 2. Karl Steinar Guðnason, alþm., Heiðarbrún 8, Keflavík. 3. Kristín H. Tryggvad., fræðsluf.tr., Hraunhólum 10, Garðabæ. 4. Hauður Helga Stefánsdóttir, gjald., Hlíðarvegi 31, Kóp. 5. Ólafur Bjömsson, út.gm., Austurgötu 11, Keflavík. 6. Ólafur H. Einarsson, trésmm. Arkarholti 8, Mosfellssveit. 7. Ásthildur Ólafsdóttir, ritari, Tjarnarbraut 13, Hafnarfirði. 8. Kolbrún Tóbíasdóttir, húsmóðir, Leynisbrún 3, Grindavík. 9. Gunnlaugur Stefánsson, guðfr., Arnarhrauni 42, Hf. 10. Emil Jónsson, fyrrv.ráðherra, Hrafnistu, Hafnarfirði. B-listi Framsóknarflokksins. 1. Jóhann Einvarðsson, alþm., Norðurtúni 4, Keflavík. 2. Helgi H. Jónsson, fréttamaður, Engihjalla 9, Kópavogi. 3. Arnþrúður Karlsdóttir, útv.m., Hjallabraut 17, Hafnarfirði. 4. Inga Þyri Kjartansdóttir, snyrtifr., Fögrubrekku 25, Kóp. .5. Ólafur í. Hannesson, aðalfulltrúi, Hlíðarvegi 76, Njarðvík. 6. Þrúður Helgadóttir, verkstj., Grundartanga 46, Mosf. 7. Arnþór Helgason, kennari, Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi. 8. Guðmundur Karl Tómasson, rafv.m., Efstahr. 5, Grindav. 9. Magnús Sæmundsson, bóndi, Eyjum, Kjósarhreppi. 10. Örnólfur Örnólfsson, sölumaður, Hofslundi 15, Garðabæ. C-listi Bandalags jafnaðarmanna 1. Guðmundur Einarsson, lektor, Kópavogsbraut 18, Kóp. 2. Þórður H. Ólafsson, tæknifr., Hæðargarði 7C, Reykjavík. 3. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, kennari, Byggðaholti 49, Mosf. 4. Pétur Hreinsson, starfsm. ísal, Borgarhrauni 5, Grindavík. 5. Þorsteinn V. Baldvinsson, verktaki, Vallargötu 16, Keflavík. 6. Auður G. Magnúsdóttir, nemi, Nesvegi 64, Reykjavík. 7. Kolbrún S. Ingólfsdóttir, húsm., Barðaströnd 29, Seltj. 8. Stefán Baldvin Sigurðsson, lífeðlisfr., Birkigrund 66, Kóp. 9. Bragi Bragason, starfsm. ísal, Bröttukinn 33, Hafnarf. 10. Páll Hannesson, verkfræðingur, Grænutungu 3, Kópavogi. D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. Matthías Á. Mathiesen, alþm., Hringbraut 59, Hafnarf. 2. Gunnar G. Schram, prófessor, Frostaskjóli 5, Reykjavík. 3. Salome Þorkelsdóttir, alþm., Reykjahlíð, Mosfellssveit. 4. Ólafur G. Einarsson, alþm., Stekkjarflöt 14, Garðabæ. 5. Kristjana Milla Thorsteinss., viðsk.fr., Haukan. 28, Garðabæ. 6. Bragi Michaelsson, framkv.st., Birkigrund 46, Kópavogi. 7. Ellert Eiríksson, sveitarstjóri, Melbraut 3, Gerðahreppi. 8. Helgi Jónsson, bóndi, Felli, Kjósarhreppi. 9. Dagbjartur Einarsson, út.gm., Ásabraut 17, Grindavík. 10. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstj., Miðbraut 29, Seltj. G-listi Alþýðubandalagsins 1. Geir Gunnarsson, alþm., Þúfubarði 11, Hafnarfirði. 2. Elsa Kristjánsdóttir, bókari, Holtsgötu 4, Sandgerði. 3. Guðmundur Árnason, kennari, Holtagerði 14, Kópavogi. 4. Þorbjörg Samúelsdóttir, verkak., Skúlaskeiði 26, Hf. 5. Gylfi Guðmundsson, skólastj., Hamragörðum 11, Keflavík. 6. Ágústa ísafold Sigurðardóttir, gjaldk., Digranesv. 97, Kóp. 7. Aðalheiður Magnúsdóttir, kennari, Dvergholti 12, Mosf. 8. Jón Rúnar Bachmann, húsasmiður, Ásbúð 71, Garðabæ. 9. Stefán Bergmann, aðst.rektor, Selbraut 34, Seltj. I0. Guðsteinn Þengilsson, yfirl., Álfhólsvegi 95, Kópavogi. V-listi Samtaka um kvennalista. 1. Kristín Halldórsdóttir, húsm., Fornuströnd 2, Seltj. 2. Sigríður Þorvaldsdóttir, húsm. og leikari, Lágh. 21, Mosf. 3. Sigríður H. Sveinsdóttir, húsm. og fóstra, Melgerði 3, Kóp. 4. Þórunn Friðriksdóttir, húsm. og kennari, Eskihlíð 8, Rvík. 5. Gyða Gunnarsd., húsm. og þjóðfi., Ásbúðartröð 9, Hf. 6. Sigrún Jónsdóttir, húsm. og nemi, Kjarrhólma 18, Kóp. 7. Ingibjörg Guðmundsdóttir, húsm., Vesturvangi 2, Hf. 8. Guðrún S. Gíslad., húsm. og nemi, Reynigr. 13, Garðabæ. 9. Kristín Aðalsteinsd., húsm. og hjúkr.fr., Hjallabraut 19, Hf. 10. Þórunn G. Þórarinsd., húsm. og verkak., Heiðarbr. 14, Keflav. Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis Guðjón Steingrímsson, Björn Ingvarsson, Þormóður Pálsson, Páil Ólafsson, Vilhjálmur Þórhallsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.