Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐyÍLJINN Miðvikudagur 27. aprfl 1983 Heiðursgestir á aðalfundi KRON Frá v.: Sveinbjörn Guðlaugsson, Þorlákur Ottesen, Hjörtur B. Helgason og Margrét Björnsdóttir. Fertugasti og flmmti aðalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis var haldinn á Hótel Sögu fyrir nokkru. í tilefni af því voru fjórir félagsmenn, sem sæti áttu í fyrstu stjórn félagsins, heiðursgest- ir á fundinum. Við setningu fund- arins ávarpaði formaður félagsins, Olafur Jónsson, heiðursgestina og sagði m.a.: „Áður en við göngum til fundar- starfa vil ég bjóða velkomna hing- að heiðursgesti þessa fundar þá stjórnarmenn í fyrstu stjórn félags- ins, sem enn eru okkar á meðal. Þeir eru: Sveinbjörn Guðlaugsson, sem var formaður félagsins fyrstu árin, Þorlákur Ottesen, varafor- maður um langt skeið, Margrét Björnsdóttir, húsmóðir og Hjörtur Helgason, bóndi og kaupfélags- stjóri. Þessir ágætu heiðursgestir voru hluti af þeirri baráttusveit, sem með markvissu starfi sínu sam- einaði pöntunarfélögin og það kaupfélag, sem áður starfaði hér í borginni í eitt kaupfélag, sem í dag er að halda sinn 45. aðalfund. Ég ætla ekki að rekja sögu þeirrar bar- áttu að þessu sinni þó að það væri okkur þörf áminning og hvatning í starfi. Stofnun kaupfélagsins var merk- ur þáttur í harðri kjarabaráttu á áratug heimskreppunnar og kaupfélagið er meðal þeirra vold- ugu félagsmálahreyfinga, sem mótað hafa það þjóðfélag velferð- ar, sem við búum. við í dag. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við það fólk, sem stofnaði okkar félag og stóð í baráttunni þegar hún var hörðust. Virðulegu heiðursgestir. - Fyrir hönd félagsmanna KRON, sem í dag eru 14590, votta ég ykkur virð- ingu og þakklæti fyrir ykkar störf í þágu félagsins og við óskum ykkur gæfu og góðrar heilsu“. Aðrir, sem sæti áttu í fyrstu stjórn félagsins og nú eru fallnir frá voru þeir: Friðfinnur Guðjónsson, Runólfur Sigurðsson, Theodór B. Líndal, Benedikt Stefánsson og Ólafur Þ. Kristjánsson. -mhg Horfur á að DC-8 megi ekki lenda í New York Horfur eru á því, að bannað verði í sumar að lenda DC-8 þotum á Kennedyflugvelli í New York og gæti þetta valdið Flugleiðum veru- 'legum erfiðleikum ef ekki tekst að fá undanþágur fyrir vélar flugfél- agsins áfram. Ástæðan fyrir þessu banni er há- vaðamengun. En líkur eru taldar fyrir því að undanþágur verði veittar vegna þess, að endurnýjun flugvélakosts Flugleiða stendur fyrir dyrum. »> „Mestu skiptir að gera sér grein fyrir tvennu: 1. Hvers eðlis eru bandarísku herstöðvarnar hér og annars staðar á Norðurskautssvœðinu; 2. Hverter hlutverkþeirra í kjarnorkuvígbúnaði og herstjórnarlist Bandaríkjanna, en það er ekki síststjórnlistin sem nú er í deiglunni“. Kjarnorkuvígbúnaður USA og herstöðvar á Islandi Að undanförnu hafa stundum heyrst raddir sem hefja vilja her- stöðvaumræðuna íslensku „á hærra plan“, losa hana úr hefð- bundnum viðjum. Sé þar með átt við viljann til að auðga hana með röksemdum nýju friðarhreyfing- anna á Vesturlöndum, sem í vax- andi mæli reyna að hugsa alþjóð- lega og taka mið af lýðræðisbar- áttunni austantjalds, er um þarft verk að ræða. En slík viðleitni losar fólk ekki undan hvim- leiðum vanda þess að taka af- stöðu: það er ekki hægt að fela sig á bak við klisjuna um að vilja skapa umræðu, rétt einsog einu gildi að hvaða niðurstöðu er komist. Fátt skýrir betur þá hættu sem ekki bara íslendingum, heldurog öðrum jarðarbúum, stafar af her- stöðvunum hér og hinum aukna vígbúnaði í Norðuratlantshafi en þau rök og sú vitneskja sem liðs- menn nýju friðarhreyfinganna hafa aflað. Mestu skiptir að gera sér grein fyrir tvennu: 1. Hvers eðiis eru bandarísku her- stöðvarnar hér og annars staðar á Norðurskautssvæðinu; 2. hvert er hlutverk þeirra í kjarnorkuvíg- búnaði og herstjórnarlist Banda- ríkjanna, en það er ekki síst stjórnlistin sem nú er í deiglunni. Forystumenn Alþýðubanda- lagsins benda einatt á að ekki sé þingmeirihluti fyrir brottför hers- ins og betur verði ekki gert en að koma í veg fyrir aukin umsvif hans. Látum svo vera. En eina skýlausa kröfu er þó hægt að gera til íslenskra stjórnvalda, hverjir svo sem þeir líokkar verða sem mynda stjórn eftir þessar kosn- ingar: Að þau afli upplýsinga um ofangreind tvö höfuðatriði, og að þær verði veittar almenningi. Eftirfarandi dæmi um slíkar upplýsingar eru sótt í bók þá um bandarísku herstöðvarnar á Grænlandi, sem nýlega kom út í Danmörku og sem Jón Ásgeir Sigurðsson hefur skrifað um hér í Þjóðviljanum (bókin nefnist Grönland middelhavets perle og fæst í Bókabúð Máls og menning- ar). Umræður utan dagskrár um efni bókarinnar fóru fram í danska þjóðþinginu, og að end- ingu varð varnarmálaráðherrann að staðfesta upplýsingar hennar í öllum meginatriðum. í bókinni má jafnframt sækja talsverðan fróðleik um herstöðvarnar á Is- landi (sbr. líka Neista, 2. tbl. ’83). Ljóst verður að bandarísku herstöðvarnar hér gegna lykil- hlutverki í kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkjanna, hvort sem hér eru geymd kjarnavopn að staðaldri eða ekki. Áður hefur það komið fram, m.a. í ritum Ör- yggismálanefndar, að aðstaðan hér er sérlega mikilvæg fyrir svonefndan gagnkafbátahernað. Frá herstöð á Grænlandi liggur neðansjávarhlustunarkeðja (SOSUS) til stöðvar við Sand- gerði, og sams konar stöð á Stokksnesi er tengd Fære.yjum og Skotlandi. Með búnaði þessum geta Bandaríkjamenn hlerað so- véska kafbáta í meira en þúsund kílómetra fjarlægð. Verði kaf- báts vart er hægt að senda Orion P3 kafbátaleitarvél frá Keflavík- urstöðinni til að greina nákvæm- lega hvers konar kafbátur er þar á ferð. Þessar vélar geta borið kjarnorkusprengjur. Öflugar ratsjárstöðvar eru við Hafnir og á Stokksnesi, liðir í aðvörunarkeðju Bandaríkjanna DEW (Distant Early Warning). Jafnframt eru á Miðnesheiði tvær stórar og nýjar ratstjárflugvélar (AWACS) og með búnaði þess- um verða Bandaríkjamenn varir við hugsanlega sprengjuflugvéla- árás „andstæðingsins" löngu áður en vélarnar nálgast bandarískt landssvæði. Auk þess skiptirLor- an C stöðin á Gufuskálum miklu máli fyrir kjarnorkuhernaðinn, því án hennar og sams konar stöðva í Noregi geta bandarísku kafbátarnir ekki miðað út stöðu sína nægilega vel til að geta stýrt kjarnaskeytum sínum örugglega í mark. Ýmsar fleiri njósna- og eftir- litsstöðvar eru á Islandi, t.d. svo- nefnd SIGINT stöð (Signal Int- elligence), sem hlerar talstöðvar- samskipti og loftskeytasendingar skipa og flugvéla annarra þjóða og sem getur, með hjálp hliðstæðra stöðva í öðrum löndum, miðað út hvaðan sent er hverju sinni. . En það kemur líka fram í þessu riti að á íslandi eru tvær stöðvar, sem verða stjórnstððvar ef gerð er kjarnorkuárás á Sovétríkin. í fyrsta lagi er um að ræða ör- bylgjusendi við Keflavík sem er liður í svonefndu Green Pine kerfi. Þessar sendistöðvar eru - ásamt annarri keðju sem kennd er við tröllatal, Giant talk - tengdar stjórnstöðvum banda- ríska flughersins við Offut í Ne- braska og eiga, ef tfl þess kemur, að gefa bandarískum sprengjufl- ugvéium endanlega skipun um kjarnorkuárás á Sovétríkin og senda þeim lokaupplýsingar um skotmörk (bilun í þessu kerfi var grunnhugmynd kvikmyndar Stanley Kubrick, Dr. Strangelo- ve). í öðru lagi er hér lágtíðnis- endir sem ásamt öðrum hliðstæð- um á Nýfundnalandi á að gefa bandarísku kjarnorkukafbátun- um iNorðuratlantsíiafi sams kon- ar skipun (,,skjótið!“). Það er augljóst að þessar stöðvar hljóta að vera meðal fyrstu skotmarka Sovétríkjanna í kjarnorkustríði. ÞærAoma raunar ekki að haldi nema við árás að fyrra bragði. Til stendur að búa B-52 sprengjuflugvélarnar stýrif- laugum (cruise missiles), geysin- ákvæmum kjarnorkuskeytum, og verða þær þá öflugt árásarvopn gegn Sovétríkjunum. Ef slík árás yrði gerð, fengju flugvélarnar sennilega eldsneyti á flugi með sérstökum tankvélum, sem kæmu m.a. frá Keflavík. Það er ekki fjarri lagi að álykta sem svo að beiðni Bandaríkjanna um bætta flugvallaraðstöðu og aukið olíutankrými séu tengdar þessum áætlunum. Ofan á þetta bætist að Banda- ríkjamenn eru nú að reisa jarð- stöð fyrir njósnagervihnetti á Miðnesheiði. Slíkir hnettir gegna vaxandi hlutverki í kjarnorkuvíg- Halldór Guömundsson skrifar búnaðinum, þótt þeir séu fáir á Vesturlöndum sem treysta sér til að fylgja Reagan eftir í stjörnu- stríðið. Með hjálp gervihnatt- anna geth Bandaríkjamenn t.d. fylgst með hernaðaraðgerðum í sunnanverðri Afríku og Miðausturlöndum, og þeir geta myndað sérhverja bátkænu í höfninni í Múrmansk, - 20 mínút- um seinna tekur jarðstöðin í Thule við þeim myndum (þessar jarðstöðvar minna á golfkúlu í út- liti). Þessi stuttaralega upptalning ætti að sýna að ísland er nátengt kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkj- anna, og gegnir lykilhlutverki við hugsanlega árás þeirra á Sovét- ríkin. Hafa íslensk stjórnvöld samþykkt þessa skipan mála? Hafa þau einhvern tímann verið spurð? Og þá sem halda fast við hefðbundinn þankagang „í ís- lenskum öryggismálum“ má spyrja: Hvaða hag hafa íslend- ingar af því að hér séu tvær stjórnstöðvar til kjarnorkuárásar á Sovétríkin? Hvað kemur það landvörnum við? Nú geta menn sagt sem svo að það séu ekki ný tíðindi að vfgbún- aður stórveldanna miðist við að þau geti gereytt hvort öðru með sem stystum fyrirvara. Hættan felst í samspili vopnafram- leiðenda, tækniþróunar og her- stjórnarmanna, sem leitt hefur til æ nákvæmari og meðfærilegri vopna, og sífellt fullkomnari njósnabúnaðar. Kjarnavopnin hafa orðið miklu nothæfari, og um leið hafa líkurnar á því að þeim verði beitt aukist. Innan þess valdahóps sem nú fer með stjórn Bandaríkjanna er ný stjórnlist í kjarnorkuvígbúnaði einkar vinsæl, og er hún eftir áherslum kennd við counter- force, skyndiárás (first strike) eða takmörkun kjarnorkustríðs. Niðurstaðan er í öllum tilvikum sú að nýju kjarnavopnununt er öðru fremur beint gegn skotpöll- um kjarnavopna andstæðingsins, og stefnt er að því að öðlast fulla vitneskju um staðsetningu allra skotpallanna hverju sinni. Vígbúnaður í anda þessarar stjórnlistar elur á þeirri tálsýn, sem líka hefur heyrst úr herbúð- um Reagan-manna, að hægt sé að vinna sigur í kjarnorkustríði með því að eyða skotpöllum' Sovét- manna í einu áhlaupi. Þeim mun betri njósnir sem Bandaríkja- menn hafa af ferðum sovéskra kafbáta, sem eru stærsti óvissu- þátturinn í slíkri áætlun þeim mun raunhæfari möguleiki verð- ur skyndiárás sem lausn á hugs- anlegri stórfelldri kreppu í sambúð risaveldanna. Og auðvit- að gera Sovétríkin allt til að ná sama vígbúnaðarstigi, þótt land- fræðileg aðstaða þeirra varðandi Norðuratlantshafið sé mun lakari. Hvorugt stórveldið hefur eins- og á stendur neina pólitíska á- stæðu til að taka slíka áhættu. En leggi menn þessa þætti saman, harðsnúna stefnu Reagan- stjórnarinnar, tækniþróunina í vopnaframleiðslunni, nýja kjarn- orkuhernaðarstjórnlist og stór- aukinn vígbúnað í Norðuratlants- hafi - nú síðast hefur Bandaríkja- her ákveðið gagngera endurnýj- un stöðvar sinnar í Thule - sést glöggt að herstöðvarnar hérlend- is, sem eru nátengdar kjarnorku- hernaðinum, eru alvarlegur spennuvaldur í því ótrausta jafn- vægi sem stundum er ranglega nefnt heimsfriður. í ljósi þessa reifa höfundar fyrrnefndar bókar hugmyndir um afvopnað og her- stöðvalaust svæði (utan land- svæðis stórveldanna) í kringum Norðurskautið, og er sú hug- mynd mjög í anda friðarhreyfing- anna og áherslu þeirra á kjarna- vopnalaus svæði. En hversu lengi ætla íslensk stjórnvöld að láta sem öll þessi þróun komi þeim ekkert við?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.