Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. apríl 1983 Nýi sýningastjórinn við Norrænu listamiðstöðina, Maaretta Jaukkuri. Norræn listamiðstöð í Svíavígi: Atvinnuástandið í Kópavogi Nýr sýningar- stjóri ráðinn Slæmt útlit hjá skólafólki í sumar — segir Hrafn Sæmundsson atvinnumálafulltrúi í Kópavogi Nýr sýningastjóri hefur verið ráðinn að Norrænu lista- miðstöðinni, en það er fil.mag. Maaretta Jaukkuri, 38 ára. Maaretta Jaukkuri hefur síðan 1971 starfað sem upplýsinga- og sýningastjóri hjá finnska mynd- listarfélaginu. í því starfi hefur hún m.a. séð um framkvæmd finnskra listsýninga erlendis og verið um- sjónarmaður margra slíkra sýn- inga. Hún hefur auk þess verið ritari Finnlandsdeildar Norræna mynd- listarbandalagsins í meira en tíu ár. Maaretta Jaukkuri tekur til starfa við Norrænu listamiðstöðin í byrj- un júní og tekur þá við af myndlist- armanninum Tage Martin Hörling, sem hefur gegnt starfi sýninga- stjóra síðan 1980. Til fræðiiðkana í guðfræði Grund gaf 100.000 kr. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund hefur gefið 100.000 kr. (eitt hundrað þúsund krónur) til stofn- unar Starfssjóðs Guðfræðistofnun- ar Háskóla Islands. Fræðastofnun var komið á fót við guðfræðideild Háskólans fyrir nokkrum árum, en hún hefur ekki enn tekið til starfa, þar sem fé hef- ur ekki verið veitt til hennar á fjár- lögum. Er fræðastofnun þessari, sem ber heitið Guðfræðistofnun Háskóla íslands, ætlað svipað hlut- verk og rannsóknarstofnunum þeim, sem komið hefur verið á fót við aðrar deildir Háskólans á liðnum árum og áratugum. Gjöf þessi, sem Gísli Sigur- björnsson forstjóri hefur afhent, er hin mesta hvatning til starfa innan guðfræðideildar Háskólans. Eru gefanda færðar hugheilar þakkir og nöfn þeirra blessuð, sem sjóðstofn- unin er til minningar um. Er það vonandi, að fleiri efli sjóðinn með minningargjöfum og áheitum, enda gerir stofnskráin ráð fyrir því, að veitt sé viðtaka slíkum fram- lögum. (Frétt frá Háskóla íslands) „Ég hef oröiövarviðað margarfjölskyldureiganú í fjárhagserfiðleikum, bæði vegna atvinnuleysis og ekki síður vegna minnkandi aukavinnu. Af þessum sökum meðal annars tel ég afar mikilvægt að námsmenn hafi atvinnu í sumar og ef svo hörmulega tækist til að fjöldi þeirrayrði atvinnulaus, myndi það þrengja enn hagi fjölskyldnanna og minnka möguleika á áframhaldandi námi. Þessvegnaþurfa námsmenn að hafa úti allar klær til að komast í vinnu og eins og ég sagði áðan að kannaréttsinntil atvinnuleysisbóta strax í lok skólans." Þetta sagði Hrafn Sæmundsson atvinnumálafulltrúi í Kópavogi er Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær. Nú fer að líða að skólaslitum og mikill fjöldi nem- enda því kominn í atvinnuleit. Við spurðum Hrafn hvernig atvinnuástandið væri í Kópavogi um þessar mundir. „I marsmánuði voru 1381 atvinnuleysisdagur skráður í Kópavogi og var þar einkum um að ræða verkamenn, iðnaðar- menn og bifreiðastjóra. Hins vegar vekur athygli að í vetur hef- ur mun fleira fólk úr þjónustu- greinum verið skráð atvinnulaust hér í Kópavogi. Það verður að segjast eins og er að vonir okkar um að þetta atvinnuleysi myndi hverfa með auknum verkjegum framkvæmdum t.d. í byggingar- iðnaði, hafa ekki að öllu leyti ræst og ýmsar blikur á lofti.“ Svo það er ekkert of bjart framundan varðandi atvinnu fyrir skólafólkið í sumar? „Nei, því miður. Ég hef verið að gera könnun á atvinnuhorfum skólafólks hér í Kópavogi að undanförnu og þótt þessari at- hugun sé ekki lokið ennþá er augljóst að í atvinnumálum námsmanna er allt annað upp á teningnum en í fyrra. Einmitt þess vegna vil ég hvetja alla námsmenn til að láta skrá sig atvinnulausa strax og skólanum lýkur í vor, ef engin atvinna hefur þá fengist. Samkvæmt reglum um atvinnuleysisskráningu þarf að uppfylla viss skilyrði til að fá rétt til atvinnuleysisbóta og ég veit að einhver hluti skólafólks uppfyllir þessi skilyrði. Það kostar þvíekk- ert nema örlitla fyrirhöfn að at- huga sinn rétt í þessum efnum og við hér hjá Félagsmálastofnun, svo og verkalýðsfélögin, veitum allar almennar upplýsingar." „Það er einnig vert að vekja athygli á því að þeir sem missa atvinnu sína, þurfa að skrá sig á atvinnuleysisskrá strax og vinnu Hrafn Sæmundsson atvinnu- málafulltrúi í Kópavogi: Allt annað en bjart framunuan i atvinnumálum skólafólks í sumar lýkur. Ef um rétt til bóta er að ræða gildir hann frá skráningar- degi en ekki aftur fyrir sig. Þrátt fyrir að ég hafi reynt að vekja athygli á þessari staðreynd hefur fólk einatt dregið að láta skrá sig og tapað með því fé og lífsviður- væri sem það á rétt á“, sagði HrafnSæmundsson atvinnumáia- fulltrúi í Kópavogi. „Þess má að lokum geta að í Kópavogi eru nú um 700 ung- menni, 16 ára og eldri, sem eru í framhaldsskólum. Þetta fólk kemur að stórum hluta út á lé- legan vinnumarkað á næstu vik- um og því er hér um mikið alvörumál að ræða“, sagði Hrafn að endingu. -v. Einu sinni á heitu sumri Árni Bergmann leikhús Alþýðuleikhúsið: NEÐANJARÐARLESTIN eftir Imamu Amiri Baraka Þorgeir Þorgeirsson þýddi Þór Elís Pálsson gerði leikmynd Lárus Ymir Oskarsson leikstýrði Ungur maður svartur og hvít stúlka á neðanjarðarstöð. Hún bit- ur, einmana og grimm, hann vand- ræðalegur og velviljaður, líkast til einn þeirra sem vonar, að hvít millistéttamcnntun, þokkaleg sam- bönd og fleira þesslegt kippi hon- um út úr vítahring ghettósins svarta. Bandarískir einstaklingar frá ákveðnum tíma, frá þvt' að Jam- es Baldwin skrifaði Blús fyrir herra Charlie og Næst mun brenna, frá því að sumrin voru að verða heitari og heitari vegna þess að blökku- menn voru að berjast fyrir rétti sín- um, einnig suður í Dixielandi þar sem morð á blökkumönnum höfðu verið partur af texta dagsins. Og þeir treystu á andóf án ofbeldis og sívíl óhlýðni, en sumir þeirra töldu þá baráttu á villigötum og vildu með sem róttækustum hætti segja skilið við heim hvíta mannsins - það var líka á þessúm árum sem Íand feðranna, Afríka, fylltist af nýfrjálsum ríkjum og svart varð fagurt og enn var „hin nýja stétt" svartra yfir svörtum ekki orðin það vonbrigðaefni sem síðar varð. Clay og Lúlu bruna gegnum iður stórborgarinnar á þessum tíma og Og hvað gerum við svo eftir partíið? Sigurður Skúlason og Guðrún Gísladóttir. þau eru sérstæðir einstaklingar eins og fyrr segir, og tal þeirra ríkt af innanborgarupplýsingum frá New York. En þau eru líka dæmisögu- persónur úr viðureign sem í fyrstu sýnist tvírætt daður hvítrar stúlku við svartan strák en hefur af óhugn- anlegri rökvísi breyst í meiriháttar uppgjör þar sem valdhroki og heift margra kynslóða kúgara og kúg- aðra brýst fram með mögnuðum skáldlegum ofstopa- sem var vel til skila haldið í kjarnortri þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. LeRoy Jones hét höfundur leiksins áður en hann tók sér nafnið Imarnu Amiri Baraka, sem er tengt vitundarvakningu þessara ára (leikritð er samið 1964). Af leik- skrá má lesa, að þetta sé frumsmíð og er hún satt best að segja óvenju mögnuð. Guðrún Gísladóttir og Sigurður Skúlason fara með hlut- verkin í leiknum og hafa ásamt Lárusi Ými leikstjóra gert úr hon- um sterka sýningu og eftirminni- lega. Það má ef til vill rekja það til textans sjálfs, að framan af verða einum of tíðar og háttbundnar pendúlsveiflur í leik stúlkunnar að unga manninum svarta. En að öðru leyti sótti sýningin örugglega fram yfir illan grun, yfir hlé á undan stormi sem gæti villt áheyrendum sýn um stundar sakir yg yfir í óhugnað lokaatriðsins. Guðrún Gísladóttir átti margra kosta völ, hún var stríðinog ögrandiog djöf- elleg og um leið gleymdist það ekki að líf hennar er markað ein- semd og öðrum ömurleika - grimmdin er keðjuverkandi kerfi og sparkar hver öðrum niður eftir frægum þjóðfélagsstiga. Sigurður Skúlason lét áhorfendur ekki hafa neinar áhyggjur af þeim ham- skiptum sem hann þurfti að taka - hann fór sérstaklega fínlega með vandræðalegan vilja svertingjans til að „þóknast“, reyna að hitta á „rétta" hegðun í samskiptakerfi sem sífellt er að koma aftan að hon- um. Hann gerði líka margt vel þeg- ar að því kemur, að blökkumann- inum er loksins nóg boðið og nú skulu öll þau heiftaryrði fá útrás sem inni voru byrgð - en það er sannarlega ekkert þægindaverk að halda þá uppi þeirri trylltu spennu sem tekið hefur völdin. Sýnt er á Hótel Borg og fylgir það með, að áhorfendur geta setið yfir glasi og heyrt fjögur Tískuljón fara með jass á undan sýningu og eftir. Þetta reyndist ágætis til- breyting, jassistar nijög við hæfi eins og hótelborgarar segja og auðheyrt að menn höfðu margt um Ieikinn að segja hver við annan að sýningu lokinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.