Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 9
BLAÐAUKI Fimmtudagur 28. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Einn ágætur nágranni okkar hér í Síðumúlanum er Gluggasmiðjan. Blaðamanni lék hugur á að fræðast um starfsemi hennar, leit þar inn á dögunum og hitti að máli Símon Gissurarson. Símon sagði föður sinn, Gissur Símonarson, hafa stofnað Gluggasmiðjuna árið 1964 og væri rekstur hennar enn á hans vegum. Gissur vann áður við húsabyggingar, öllum hnútum kunnuur þar og vissi því vel hvað hann var að gera þegar hann ákvað að stofna þetta fyrirtæki. Bækistöð okkar var fyrst niðri á Miklatorgi, sagði Símon, en seinna fluttum við svo hingað í Síðumúlann og höfum raunar einnig, að hluta til, aðstöðu uppi á Bíldshöfða. Gluggar og hurðir - Nú nefnið þið fyrirtaekið Gluggasmiðjan og segir nafnið trúlega sína sögu um það hvaða framleiðslu þið einkum stundið en smíðið þið einvörðungu glugga? Daði Þorkelsson sýnir gestum og gangandi álhurðir og karma. - Mynd: Atli Starfsaöstaða og aöbúnaöur eru þýöingarmiklir þættir - Nei, það gerum við nú ekki alfarið. Við framleiðum einnig bílskúrshurðir og útihurðir. Fyrstu árin smíðuðum við eingöngu úr timbri en upp úr 1970 byrjuðum við jafnframt að framleiða áíglugga og -hurðir. Þá skiptist fyrirtækið eiginlega í tvær deildir, timburdeild, sem hefur sitt aðsetur hér, og áldeild, sem er uppi á Bíldshöfða. En þær vinna að sjálfsögðu saman, enda er timbur og ál notað jöfnum höndum í glugga og hurðir í ýmsum byggingum, eins og t.d. útvarpshúsinu nýja. í því eru álklæddir timburgluggar en hurðir eru úr áli. Yfirleitt érum við í hinum stærri verkefnum sem minni aðilar ráða lítt eða ekki við. - í stærri verkefnum segirðu, viltu kannski nefna einhver þeirra? -Já, ég gett.d. nefntHótel Esju, Loftleiðahúsið, Útvegsbankahúsið í Kópavogi og síðasta stórverkefnið er Landsbankahúsið í Mjóddinni, sem eingöngu er úr áli og gleri að utanverðu. - Eruð þið með glugga og hurðir á „lager“ eða smíðið þið aðallega eftir pöntunum? - Já, aðallega gerum við það, aðallega smíðum við eftir pöntunum. Nýjungar - Eru einhverjar nýjungar á döfinni hjá ykkur? - Við erum nú að fá og setja upp nýjar vélar í timburdeildina. Þá erum við komnir með „standard prófíla", sem er nýjung hér. Þetta gerir okkur kleift að setja gluggana saman með öðrum og mun sterkari hætti en áður þannig að þeir verða vandaðri og vonandi einnig ódýrari. Og eins og ég sagði þá er þessi aðferð alger nýjung hérlendis. - Hér áður fyrr datt víst fáum í hug að hafa nema einfalt gler í gluggum, síðan fór að tíðkast að hafa það tvöfalt og nú mun eitthvað um að farið sé að nota þrefalt gler. Er ekki auðvelt að koma því við í þessum gluggum frá ykkur? - Jú, það er ekkert vandamál og ég tel rétt að nota þrefalt gler þegar um stóra glugga er að ræða. Álprófílarnir hjá okkur eru einangraðir með slitinni kuldabrún, sem á að koma í veg fyrir að suddi setjist á álið og hefur sá útbúnaður reynst mjög vel. mhg ræöir við Símon Gissurarson, framkvæmda- stjóra Giuggaverk- smiöjunnar. - Hvað með samkeppnina? Hvernig standið þið að vígi þar? - Ja, hvað timburglugga áhrærir þá var a.m.k. lítið um innflutning á þeim þar til fyrir svona tveimur árum. Og honum svöruðum við með því að fara út í þessi vélakaup, sem ég minntist á áðan. Þær vélar erum við nú að taka í notkun. Og ég er ekki í vafa um að þær auðvelda okkur að standast samkeppnina. Yfirleitt held ég að raunin sé líka sú, að hinir innfluttu gluggar séu lakari en þeir, sem eru smíðaðir hér heima. Þeir þola ekki jafn vel íslenska veðráttu. Þar að auki held ég að svona innflutningur sé þjóðhagslega óhagkvæmur. Þó að verðmunur kunni að vera einhver þá ber einnig að líta á hitt, að framleiðsla vörunnar í landinu sjálfu skapar atvinnu, og þeir, sem vinnunnar njóta borga einnig sína skatta. Það er líka óþarfi að gleyma gjaldeyrissparnaðinum. Of ef það kemur svo á daginn að við stöndumst fyllilega gæðasamanburðinn má þá ekki fara að spyrja hvaða vit sé í svona innflutningi? Það má kannski geta þess svona til gamans úr því við erum að tala um samkeppnina að þegar bygging Landsbankahússins í Mjóddinni var boðin út þá sendum við inn tilboð, sem hljóðaði upp á 150 miljónir. Álverið sendi annað en það var upp á 300 miljónir, rétt helmingi hærra. Sveinn Karlsson vinnur að samsetningu á gluggum. Mynd: Atli. - Nú framleiðið þið eingöngu glugga og hurðir, fer það í vöxt að fyrirtæki í byggingaiðnaði sérhæfi sig? - Já, það hefur farið í vöxt á síðari árum. Og ég held að það sé rétt stefna. Með því móti á að nást fram meiri hagkvæmni í rekstrinum. Reksturinn gengur vel - Já, ef við víkjum þá að rekstrinum, eruð þið ánægðir með hvernig hann gengur? - Já, hann gengur vel, ég held að ekki verði annað með sanngirni sagt. Við höfum haft mikið að gera. Og viðskipti okkar eru engan veginn bundin við Reykjavík eina heldur landið allt. Fyrir rúmlega tveimur árum fengum við umboð fyrir sjálfvirkum rennihurðum og höfum nú sett upp 30 slíkar. Framleiðslan hefur aukist nrjög hjá okkur sl. 3 ár og tala þeirra, sem hjá okkur vinna, vaxið um helming, eru það nú 25-30 manns. Þess má svo einnig geta, að við erum með viðgerða- og varahlutaþjónustu. Húsnæðið mætti náttúrlega vera betra. Við erum með reksturinn á tveimur stöðum, eins og ég sagði áðan, eigum þetta húsnæði hér en erum svo í leiguhúsnæði uppi á Bíldshöfða. Hugmynd okkar var að byggja og því sóttum við um lóð en fengum ekki. Nú höfurn við hinsvegar fengið lóð en þá þurft- um við að ráðast í vélakaupin og höfum því ekki bolmagn til þess að byggja í bili. Hvenær það verður unnt skal ósagt látið en hinsvegar vinnum við nú að því að endurbæta þetta húsnæði okkar hér í Síðumúlanum og höfum raunar verið að grípa í það undanfarin tvö ár. Það er þýingarmikið bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólkið, sem hjá okkur vinnur að starfsaðstaða öll sé góð og aðbúnaðursem bestur. Á ferðum mínum erlendis hef ég séð fyrirmyndar vinnustaði og það er von okkar og vilji að svo megi einnig verða hjá þessu fyrirtæki. -mhg Það lítur ekki amalega út Landsbankahúsið í Mjóddinni en ytra borð þess er gert af þeim Gluggasmiðjumönnum. Mynd: Atli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.