Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 12
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. apríl 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Stóra ferðahappadrættið Geriö skil nú þegar í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins- Stóra ferðahappadrættinu- eru 50 stórglæsilegir ferðavinningar. Féiagsmenn og stuðningsmenn sem hafa fengið miða senda eru beðnir að gera skil hið allra fyrsta. Uppskeruhátíð °g 1. maí-gleði Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til uppskeruhátíð- ar og 1. maí gleði í Félagsmálastofnun stúdenta við Hringbraut laugardaginn 30. apríl. Húsið opnað kl. 21 og stendur gleðin til kl. 03. Fjöl- breytt tónlist. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu félagsins og við inn- ganginn. Tryggið ykkur miða í tíma því upplag þeirra er takmarkað. _ ___ Stjorn ABR Starfsmenn - flokksmenn - stuðningsmenn fjólmennið. m ■5- w c z Þjónustubygging að Hólum í Hjaltadal Tilboö óskast í aö steypa upp og gera fok- helda þjónustubyggingu viö nýja hlööu aö Hólum. Húsið er 2 hæðir og um 190 m2. Þak og gluggar skulu fullfrágengnir. Verkinu skal aö fullu lokið 30. sept. 1983. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 í Reykjavík, gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö hjá Innkaupastofnun rík- isins miðvikudaginn 18. maí 1983 kl. 11:30. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Tilkynning frá lífeyris- sjóðum í vörslu Trygg- ingastofnunar ríkisins Frá og meö maímánuöi 1983 veröa greiöslur til lífeyrisþega í Lífeyrissjóöi starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði sjómanna og Lífeyris- sjóöi hjúkrunarkvenna lagöar inn á banka- reikninga fyrsta virkan dag hvers mánaðar. Reykjavík, 27. apríl 1983. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Lífeyrissjóður sjómanna. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. Blaðberar óskast í Garðabæ Upplýsingar gefur umboösmaöur í síma 42747 eftir kl. 17. Þjóðviljinn — Tíminn — Alþýðublaðið F ranska kvikmyndin „1789“sýndí Regnbog- anum f Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir í kvöld fimmtudag- inn 28da apríl kl. 20.30 í E-sal Regnbogans, Hverfisgötu 54 í Reykjavík, myndina „1789“, Ijós- lifandi sögu Frönsku byitingar- innar. Hér er sagt frá, sungið um og leikin með látbragði Franska bylt- ingin í upphöfnu andrúmslofti sam- eiginlégrar sköpunar. Leikstjóran- um Ariane Mnouchkine (sem líka ber að þakka „Moliere") og gam- anleikurum Sólarleikhússins hefur tekist vel upp og þau hafa skapað stórverk, jafnt á sviði leiklistar sem kvikmyndagerðar, lifandi kennslu- stund í sögu. Grýlurnar gefa út plötuna Mávastellið Grýlurnar fagna nú tveggja ára afmæli hljómsveitarinnar með úgáfu fyrstu breiðskífu sinnar. Platan hefur hlotið hið táknræna nafn „Mávastellið“ og er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvernig viðkomandi leggur út af því nafni. Vinnsla plötunnar hófst á fyrstu dögum þessa árs. Á meðan snjó- stormar börðu á landanum all- óþyrmilega, dvöldu Grýlumar ásamt breska upptökustjóranum Louis Austin í Hljóðrita í Hafnarfirði, þ.e.a.s. þá daga sem fært var í fjörðinn. Ellefufrumsamdir söngv- ar voru festir á band og , önnuðust Grýlurnar allan hljóðfæraleikinn sjálfarauk þess sem þærgerðu allar útsetningar. Aðupptökum loknurn voru masterarnir ferjaðir yfir hafið til Bretlands þar sem hljóðblöndun var framkvæmd. Það verk var unn- ið af þeim Louis Austin og Ragn- hildi í Startling Studio sem staðsett er í bústað Ringo Starr í Ascot. Fjölnir gefur herbergi í sjúkrastöð SÁÁ Lionsklúbburinn Fjölnir í Reykjavík hcfur gefið í söfnun SÁÁ vegna byggingar sjúkrastöðvar við Grafarvog upphæð, sem nægir til að útbúa eitt fjögurra manna hcr- bergi í sjúkrastöðinni. Upphæð gjafarinnar er 82.000 kr. Fjölnir er fyrsti aðilinn, sem gef- ur til ákveðins verkþáttar í sjúkra- stöðinni og mun gjöfin verða sér- staklega merkt gefandanum í sjúkrastöðinni, þegar hún verður fullbúin í október n.k. Sjúkrastöðin verður fokheld á næstu dögum. Farsóttir í Reykjavík í mars Farspttir í Reykjavíkurumdæmi í marsmánuði 1983, samkvæmt skýrslum 20 lækna. Influenza, 167, lungnabólga, 56, kvef, kverkabólga, lungnakvef o.fl. 958, streptókokka-hálsbólga, skarlatssótt, 70, einkirningasótt, 2, kikhósti, 23, hlaupabóla, 63, mis- lingar, 2, hettusótt, 64, iðrakvef og niðurgangur, 93. Rannsóknarhús á Hvanneyri Tilboð óskast í að steypa upp rannsóknarhús fyrir bændaskólann á Hvanneyri og ganga frá því að utan, auk lóðarfrágangs að hluta. Húsið er 1 hæð með háu risi og kjallara að hluta og er grunnflötur þess um 430 m2. Verkinu skal að fullu lokið 30. maí 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 I Reykjavík, gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun rík- isins miðvikudaginn 18. maí 1983 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 A Garðeigendur í Kópavogi Leiga á garðlöndum í Kópavogi er hafin. Út- hlutun garða fer fram í gróðrastöðinni Birki- hlíð, Birkigrund 1, þriðjudag -fimmtudag kl. 9.30 - 11.30 fram til 15. maí. Greiðsla fyrir garðana er sem hér segir: 300 m2 445,- 200 m2 388,- 150 m2 313,- 100 m2 248,- Greiðsla fer fram við úthlutun garða. Garðyrkjuráðunautur Kópavogs sími 46612 éiBMt blaóió sem vitnaöerí Síminn er Er ekki tilvalid að gerast áskrifandi? 81333 Minningarathöfn um Hjörleif Magnússon frá Viðvík Hellissandi verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. maí kl. 13.30. Vandamenn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Júlíusar Baldvinssonar Reykjalundi. Sérstakar þakkir færum við forráðamönnum S.Í.B.S. og Reykjalundar fyrir ómetanlega aðstoð. Guðlaug Torfadóttir Steinunn Júlíusdóttir og fjölskyldur. Útför móður minnar og ömmu Sigríðar Gísladóttur fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. apríl kl. 10.30. Guðrún Valgeirsdóttir, Sigurkarl F. Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.