Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 RUV © Fimmtudagur 28. apríl 7,00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Árna Böðvarssonar trá kvöldinu áður. 8.00Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Ragnheiður jóhannsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Barna- heimilið" eftir Rögnu Steinunni Eyj- ólfsdóttur Dagný Kristjánsdóttir les (6). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 10.50 Ljóð ettir Pál Ólafsson Knútur R. Magnússon les. 11.00 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tórtist (RÚVAK). 11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Skúli Thoroddsen. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. Veðurfregnir. Tilkynningar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R. Jóhannes- dóttir. 14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson Þórhallur Sigurðsson les þriðja hluta bókarinnar (13). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá æskuárum frægra manna eftir Ada Hensel og P. Falk Rönne Ástráður Sigursteindórsson les þýðingu sina (5). 16.40Tónhornið Stjórnandi: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 Djassþáttur Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 17.45 Síðdegis í garðinum meö Hafsteini Hafliðasyni. 18.00 Neytendamál Umsjónarmenn: Anna Bjarnason, Jóhannes Gunnarsson og Jón Ásgeir Sigurðsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason (RÚVAK). 20.30 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói Stjórnandi: Jean- Pierre Jacquillat. Einleikarl: Sigríður Vilhjálmsdóttir. 21.30 Almennt spjall um þjóðfræði Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson sér um þáttinn. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 Leikrit: „Fjölskylduraddir" eftir Harold Pinter Þýðandi: Anna Th. Rögn- valdsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Ósk- arsson. Leikendur: Ellert Ingimundarson, Bríet Héðinsdóttir og Erlingur Gíslason. 23.15 Vor og haust í Versölum Anna Snorradóttir segir trá Frakklandsför. Lárus Ýmir Óskarsson Fjölskyldu- raddir Fjölskylduraddir nefnist leikritið sem flutt verður f Útvarpi kl. 22,35 í kvöld. Er það eftir Harold Pinter eitt fremsta núlifandi leikskáld Breta. Leikritið var flutt í breska útvarpinu 1981 og er nú á fjölum breska Þjóöleikhússins. - Leikurinn lýsir á sérstæðan hátt sambandi móður, sonar og látins föður. Byggður upp sem bréfaskipti móður og sonar, sem staddur er í framandi stórborg, víðs fjarri móðurinni, sem óttast að hann sé að eilífu glataður. Leikritið ber sterkan keim af leikhúsi fáránleikans, yfir lýsingum sonarins á því, sem á daga hans drífur í borginni, er undar- legur, sjúklegur blær, auk þess sem hlustandinn fær aldrei að vita hvort „bréfin" berast viðtakanda. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson og flytjendur Ellert A. Ingimundarson, Bríet Héðinsdóttir og Erlingur Gísla- son. Þýðandi er Anna Th. Rögnvalds- dóttir. - mhg. frá lesendum Seint koma sumir en... Eftirfarandi stökur einhvers, sem nefnir sig Píus, bárust blaðinu svo seint, að ekki var unnt að birta þær fyrir kosning- ar. En þó að þær séu ekki beinlín- is innlegg í kosningabaráttuna úr því sem komið er þykir okkur samt rétt að láta þær flakka: Öðruvísi mér áður brá Gunnar Halldórsson skrifar: Nýlega lá leið mín í apótek eitt hér í Reykjavík og var ætlunin að vita hvort hægt væri að fá keypt A-vítamín. Afgreiðslustúlkan kvað ekki vera hægt að selja það Ólafur Framsóknarmaður einn kom að máli við kunningja sinn og kvaðst ekki allskostar ánægður með flokkinn sinn og sérstaklega þó Óla Jó. Þá sagði kunninginn: Þelta enga þolir bið - þú skalt nú án tafar - ef þér líkar ekki við Ölaf, kjósa Svavar. nema að læknisvottorði væri framvísað. Fróðlegt væri að vita hvort læknastéttin sé farin að örvænta um sinn hag, sérstaklega núna eftir að svo mörg náttúruleg holl- efni eru farin að ryðja sér til rúms á markaðinum og fólk er farið að neyta þeirra frekar heldur en þessara lyfja, sem læknar gefa fólki í tíma og ótíma og sem mörg hver verka e.t.v. öfugt við það, sem ætlað er. í framhaldi af þessari apóteks- ferð minni mákannski vænta þess að þurfa að framvísa tilvísun frá lækni ef kaupa þarf tannkrem, vaselín eða handsápu. Að lokunr skora ég á þá, sem bíða í biðstofum læknanna eftir vafasömum pilluni að snúa sér heldur að þeirn verslunum, sem selja hollefni úr ríki náttúrunnar, og stuðla þar með að betri heilsu. Vilmundur Ekki eru allir hinir ánægðir með hlutskipti sitt. Gamall krati rekur raunir sínar á þennan hátt : Sá, sem áður fylgið fann, í fýlu burl er snúinn. Ekki kýs ég A-listann úr því Vimmi er flúinn. Hver eru tengslin? V.S. skrifar: Þegar Hjörleifur Guttormsson sagði fyrst frá svikum Isal og Morgunblaðið birti heiftúðugar greinar alþingismanna og ann- arra og sögðu allt ósannindi, sem Hjörleifur hélt fram, þá vöruðu þeir sig ekki á því hversu vel og örugglega hann vinnur sín verk. Þeir menn, sem kannski héldu þá að Hjörleifur færi með rangt mál, vita nú fyrir löngu að þeir hafa- hlaupiö á sig. En nú hafa sumir af þessum mönnum rokið upp með þá fullyrðingu að Hjör- leifur Guttormsson sé búinn að hafa stórfé af íslendingum með því að vilja ekki senija við ísal. Albert Og thaldsmaðurinn var ekki ánægður með sinn mann: Mjög er reynl á þjóðarþrek. Þegar Albert talar, það er eins og broslegt brek barns, er óvært hjalar. Sem sagt: þeir hafa oltið nokkra kollhnýsa. En Mogginn og Tím- inn og þeirra furðufuglar láta það ekki á sig fá. Þeir lemja höfðinu við steininn og heirnta samninga við svikarana! Samninga, hvað sem þeir kosta! Það skiptir engu máli hversu óhagstæðir þeir eru. Er ekki mælirinn fyrir löngu fullur? Undrar nokkurn þó að spurt sé hvaða tengsl séu á milli auðhringsins og þessara nianna? Hversvegna er það ekki rannsak- að? Eru það heiðarleg vinnu- brögð að gera allt, sem hægt er til þess að blekkja þjóðina og leyna sannleikanum í álmálinu? Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna mistökin í áðurgerðum samning- um og standa saman, líkt og í þorskastríðinu forðum? Allir sannir íslendingar ættu að skera upp herör og heimta þjóðarat- kvæði um þjóðnýtingu þessa fyrirtækis. Ekki svo vitlaus Skóladrengur sem var álitinn fremur einfaldur, kom einhverju sinni inn í garð til garðyrkjumanns nokkurs til þess að kaupa af honum mel- ónur. Garðyrkjumaðurinn benti honum á melónubeðin og sagði honum hvað melón- urnar kostuðu, en verðið var mismunandi eftir stærð þeirra. Drengurinn valdi allra minnstu melónuna og sagði: „Þessa ætla ég að fá en þú mátt ekki skera hana af núna. Láttu hana bara vera þarna þangað til ég kem að sækja hana eftir svo sem hálfan mánuð. - Nú, hvað vilt þú? spurði kennarinn. - Ég vildi bara segja frá því að systir hans sem hefur feng- ið mislingana á ekki heima hér í Osló, hún á heima á Hamri. Hmur Döggur Gísladóttir sendi þessar myndir af Línu langsokk, apanum hennar og hestinum. Við þökkuin llmi kærlega fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.