Þjóðviljinn - 28.04.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Qupperneq 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. apríl 1983 BLAÐAUKI Trúin á betri tíma er lífseig Eyþóra Valdimarsdóttir sýnir Ijósmyndara og blaðamanni eldhúsinnréttingar frá Selfossi. Mynd Atli. í húsinu nr. 18 viö Suðurlandsbraut hefur bækistöö sína fyrirtæki með ákaflegaeinkennilegu nafni. Það heitir 3 K, áðuróheyrt nafn og torskilið. Kannski hefur það ekki hvað síst verið þetta dularfulla heiti, sem rak hundlatan blaðamann til þess að arka þarna ofaneftir og hnýsast í það hvað á bak við nafniðlægi. Og eftir stundarkorn erum við staddir í húsgagnaverslun þar sem á móti okkur tekur maður að nafni Ágúst Magnússon. 3 K = þrjú kaupfélög - Á bak við þetta nafn er sú saga, segir Ágúst, að árið 1972 ákváðu þrjú kaupfélög á Suðurlandi að taka upp samvinnu um rekstur trésmiðja sinna og sölu á fram- <gQ£UXtIU' Allar skrúfur, múrfestingar draghnoð og skotnaglar HAWLPLUG Ji»i" »■■■■■»•!«—■»»—»«■** ... . *-iiMa,[|||| ■ ff-, POKSS 3» |«sm pam yaa SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SÍMI 82033 leiðsluvörum þeirra. Þessi kaupfé- lög eru Kaupfélag Árnesinga á Selfossi, Kaupfélag Rangæinga á Hvolsvelli og Kaupfélags Skaftfell- innga í Vík. Trésmiðjur félaganna skipta þannig með sér verkum að Trésmiðja Kaupfélags Árnesin^a framleiðir eldhúsinnréttingar, skrifstofuhúsgögn og fataskápa, Húsgagnaiðja Kaupfélags Rangæ- inga bólstruð húsgögn og sófaborð og Trésmiðja Kaupfélags Skaftfell- inga innihurðir og skrifstofustóla. Eg er svo einskonar framleiðslu- stjóri fyrir öll fyrirtækin. Það er rétt að geta þess, að skrifstofuhús- gögnin eru norsk hönnun, fram- leidd með einkaleyfi. Bólstruðu húsgögnin eru og norsk hönnun, einnig framleidd með einkaleyfi. - Seljið þið þá eingöngu hús- gögn, sem þessi fyrirtæki eða eruð þið einnig með innflutt? r- Já, við erum með þau. Það kom fljótlega á daginn að erfitt reyndist að keppa við innflutninginn svo að frá árinu 1974 höfum við einnig selt erlend húsgögn til þess að auka breiddina í vöruvalinu og gera okk- ur auðveldara fyrir að standa undir eigin framleiðslu. Samdráttur - Og hvernig gengur þá rekstur- inn hjá ykkur? - Hann gengur engan veginn nógu vel. Ætli það megi ekki segja, að íslensk iðnfyrirtæki yfirleitt eigi í erfiðleikum og á það áreiðanlega ekki hvað síst við um húsgagna- iðnaðinn. Hjá okkur hefur fram- leiðslan dregist saman. Við vorum með fast að 50 menn í vinnu en nú vinna 30 menn á þessum þremur verkstæðum. Heima fyrir höfum við húsnæði og aðra aðstöðu til þess að tvöfalda framleiðslu- aukninguna. Samdrátturinn stafar bæði af miklum innflutningi á hús- gögnum, þverrandi kaupgetu fólks og svo hefur óvissan í efnahagsmál- unum efalaust sín áhrif. Innan- landsmarkaðurinn er takmarkaður hjá svona fámennri þjóð og því eru fyrirtækin yfirleitt smá í sniðum. Vaxtastefnan er okkur óhagstæð og háir vextir hvíla ekki hvað síst þungt á fyrirtækjum í dreifbýli. Þau þurfa að liggja með miklar birgðir en hafa hæga veltu. Vaxtakost- naðurinn er 20-30% af útsöluverði húsgagna. Það er býsna tilfinnan- legt í 100% verðbólgu. Auk þess eru fjárfestingarlán íslenskra fyrir- tækja flest gengistryggð í doll- urum. Mikilsvert er að varan sé vel kynnt. Kannski geta íslensk fyrir- tæki unnið betur að kynningar- starfsemi. En hún kostar líka sitt. Þú sérð þennan bækling hérna, segir Ágúst, og réttir mér mynd- skreyttan kynningarbækling. Hann er nú ekki nema 8 bls. Nú vinnum við að útgáfu annars slíks, sem á að vera l2 bls. í honum er meiningin að kynna eldhús- og baðherbergis- innréttingar, innihurðir og fata- skápa. Iðnrekstrarsjóður hefur styrkt útgáfu kynningarbæklinga en eingöngu ef um er að ræða til- raunir til útflutnings. Um timburhús í byggingareglugerð Hámarksstærð og fjarlægð Margir álíta að verulegar takmarkanirséu í byggingareglugerðum á byggingu timburhúsa í þéttbýli, umfram þær kvaðír sem gilda um byggingu steinhúsa. Svo er alls ekki, heldur gilda ein- ■ vörðungu almennar takmarkanir um hússtærð og fjarlægð á milli ein- stakra húsa sem finna má í reglugerð um brunavarnir og brunamál frá 1978 og bygginga- reglugerð frá 1979. Fjarlægð milli húsa f byggingareglugerðinni segir m.a: „Ekki má byggja hús nær lóðar- mörkum en sem hér segir: a) óvarið timburhús 5m. b) timburhús klædd með báru- járni eða tilsvarandi efni 4m. c) steinhús 3m. Þetta ákvæði þýðir að iega lóðar getur ráðið í stöku tilfelli hvort mögulegt sé að koma þar fyrir timburhúsi, að öðru leyti ákvarðast það af stærð lóðar hverju sinni hversu stórt timburhús kemst fyrir á henni og hvar hægt er að koma því fyrir innan lóðarmarka. Stærð timburhúsa I byggingareglugerðinni segir ennfremur: „Ekki má byggja stærri íbúðar- hús úr timbri en 300 m2 (sbr. bruna- málareglugerð 9.4.1.), ef húsið er ein hæð, en 150 nv sé það tvær hæð- ir. Ekki má h afa sjálfstæða íbúð á efri hæð timburhúss (sbr. bruna- málareglugerð 9.4.4.) Hér er getið um hámarksstærðir timburhúsa og annað grundvallar- atriði, sérbýli í timburhúsum. Þess rná geta að öll þau timbureininga- hús sem framleidd eru hérlendis eru innan stærðarmarka sem bygg- ingareglugerð kveður á um sem hámarksstærð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.