Þjóðviljinn - 29.04.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 29.04.1983, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. apríl 1983 VÚÐVIUiNN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsso’n. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritarí: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bíistjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavik, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Málefnin ein • Úrslit kosninganna á laugardaginn var urðu ekki til þess að greiða úr óvissunni í íslenskum stjórnmálum. Þótt kosn- ingar séu að baki liggur ekkert fyrir um það hvers konar ríkisstjórn hér taki við og óvissan síst minni en áður. • Á ríkisráðsfundi í gær baðst Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra lausnar fyrir stjórn sína, en forseti fól stjórninni að gegna áfram störfum um sinn, þar til tekist hefur að koma á laggirnar nýrri ríkisstjórn. • Sú ríkisstjórn sem nú lætur af störfum hefur setið við stjórnvöld nokkuð á fjórða ár. Hún var á sínum tíma mynd- uð við mjög sérstakar aðstæður, þegar formenn stjórnmála- flokkanna höfðu allir reynt stjórnarmyndun til þrautar en án árangurs. Margir spáðu stjórninni skammlífi í upphafi, en hún hefur við verkalok farið lengur með völd en flestar þær ríkisstjórnir sem nú stýra málum í okkar heimshluta. • Hér verða engin eftirmæli í dag um ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Hennar mestu mistök voru þau, að efna ekki til kosninga strax í byrjun síðast liðins vetrar, þegar fyrir lá að þingmeirihluti var ekki lengur fyrir hendi. Þá átti stjórnin að ganga til kosninga og leita eftir auknum styrk kjósenda. • Spá okkar er sú, að þeirrar ríkisstjórnar, sem nú víkur brátt úr sæti, verði fljótlega saknað af mörgum, þótt dómar verði að sjálfsögðu ekki allir á einn veg. • Alþýðubandalagið tók þátt í þessari ríkisstjórn af fullum heilindum og fékk þar ýmsum góðum málum til leiðar kom- ið, ekki síst í þeim málaflokkum, sem heyrðu undir ráðherra Alþýðubandalagsins. Mest urðu hins vegar vonbrigðin með álmálið, að ekki skyldi takast, að knýja samstarfsaðilana til þess að fallast á einhliða hækkun raforkuverðs til Alusuisse, fyrst samningar voru ekki í boði. Hvorki Alþýðubandalagið né Sóslíalistaflokkurinn áður hafa nokkru sinni tekið þátt í ríkisstjórn, sem setið hefur svo langan tíma. Þá mun einnig óhætt að fullyrða, að minnkandi sjávarafli á síðasta ári og afleiðingar heimskreppu í efnahagsmálum hafi valdið þyngri áföllum í okkar þjóðarbúskap, heldur en fyrri ríkisstjórnir með þáttöku Alþýðubandalagsins áttu að mæta. Allt hefur þetta verið merkileg reynsla, sem væntanlega mun gera flokkinn hæfari til að takast á við erfið verkefni í framtíðinni. Menn spyrja nú hvað taki við. - Því getur enginn svarað á þessari stundu. Við því má búast að stjórnarmyndunarvið- ræður verði erfiðar og taki nokkurn tíma, enda þótt mikil þörf sé fyrir ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki, og það sem fyrst. Málefnin verða að skera úr um það, hverjir ná saman um ríkisstjórn og hverjir ekki. Alþýðubandalagið lagði fyrir kosningar fram samstarfsgrundvöll, sem flokkurinn mun nú að loknum kosningum standa á í viðræðum við aðra. Vandinn í okkar efnahagsmálum er stór, og flokkana greinir á um það hvernig bregðast skuli við, m.a. um það hvernig byrðunum skuli jafnað niður. Lífskjör launafólks verða ekki varin, nema þrengt verði verulega að frelsi brask- arastéttarinnar og alls verslunarauðvaldsins, sem ráðamenn Sjálfstæðisflokksins eru pólitískir fulltrúar fyrir. Það er ekki hægt að gera allt fyrir alla. Spurningin er hver á að borga. Morgunblaðið hefur undanfarna daga látið að því liggja, að innan Alþýðubandalagsins sé fyrir hendi áhugi fyrir sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn, - en blaðið tekur þó fram að búast megi við hörðum kröfum frá Alþýðubandalaginu. • Þetta með kröfurnar er reyndar rétt hjá Morgunblaðinu. Verði til Alþýðubandalagsins leitað munu þær Irröfur verða bornar fram jafnt við Sjálfstæðisflokkinn sem aðra flokka, og því aðeins fer Alþýðubandalagið í ríkisstjórn, að mjög verulegt tillit verði tekið til sjónarmiða þess í mikilvæg- ustu málum. Hverjir vilja fallast á tafarlausar aðgerðir í álmálinu? Hverjir vilja mæta kröfu Alþýðubandalagsins um brottför hersins og fallast á algera stöðvun hernaðarframkvæmda hérlendis? Hverjir vilja ganga til þess að stokka upp efnahagsmálin á kostnað verslunarauðvaldsins en til varnar lífskjörum alþýðu? Á þetta allt og sitthvað fleira mun Alþýðubandalagið láta reyna. klippt Krístin Guðmundsdóttir, framkvamdastjóri Aiþýðuflokksins og fotmadur Sambands Afliýötiflokkskvsnna: ||| „Verðum að auk fræðslu- og f|o a til muna allt kksstarf“ Hver talar við hvern? Helsta fréttaefni þessara daga er það hver talar við hvern og hver talar ekki við hvern og eru þar mörg blæbrigði sérstæð og fróðleg. Það var helst að frétta í gær, að Morgunblaðið vill ber- sýniíega ekki aðAlþýðubandalag- ið sé í ríkisstjórn („það er fráleitt að ætla eftir kosningar að taka tillit til stefnu kommúnista í ál- málinu“segir þar)- aftur á móti gerir blaðið allmikið úr því, hve mikinn áhuga Framsóknarmenn sýni á samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Blaðinu er mikið í mun að láta sem allir séu að biðla til Sjálfstæðisflokksins og geti hann valið úr samstarfsaðilum eins og fara gerir. Aðrir eru svo að vekja athygli á því, að mörg umbrot erf- ið eru innan Sjálfstæðisflokksins sjálfs sem sanna hið fornkveðna, að án er ills gengis nema að heiman hafi. Mjög óánœgðir Alþýðublaðið er öflugast í sjálfsgagnrýni þessa daga, enda ekki nema von - tap Alþýðu- flokksins varð mest. Á baksíðu blaðsins eru viðtöl dag eftir dag við framáfólk í flokknum sem tekur mjög undir eitt og sama stef: ég er mjög óhress með úrs- litin, ég er mjög óánægður, þetta eru vonbrigði og þar fram eftir Kristín Viegósdóttir: „Málstaöurinn verður að komast betur til skila“ Steingrimur Ingvarsson: „Mjög óhress með útkomu flokksins á --^aMrianr. toægð með slaka utgu "fffltwjpknarflokkamsJim götum. Ein kona ágæt huggar sig við það, að sælt er sameigin- legt skipbrot - fyrirsögnin á við- tali við hana er þessi „Ánægð með slaka útkomu Framsóknar- flokksins hér“! (þ.e. á Suðurnesj- um). Skipulags- hœttir Það er vert að veita því nokkra athygli að í harmatölum Alþýðu- flokksmanna kveður mjög við það stef, að þeir hafi ekki komið boðskap sínum til skila, enda sé starfsaðferðum flokksins mjög ábótavant „en þar álít ég að hundurinn liggi að verulegu leyti grafinn" segir til dæmis Bjarni P. Magnússon. Og framkvæmda- stjóri flokksins, Kristín Guð- mundsdóttir, segir að það þurfi að auka allt fræðslu- og flokks- starf. Helgi Már Arthúrsson telur svo að skipulagsmál flokksins „þurfi að taka föstum tökum“. Nú má allt þetta rétt vera. Það mætti svo spyrja að hinu: hvað er það sem menn ætla að boða með auknu fræðslustarfi? Mark- aðshagfræði Jóns Baldvins, byggðasjónarmið Karvels, hefð- bundna starfshætti verkalýðsfé- laga? Það stoðar flokki lítið að hafa skipulagsmálin í lagi, ef hann hefur ekki gert það upp við sig hver hann er. Málgagn Og annað. Ekki höfum við orð- ið vör við það, að Alþýðuflokks- menn kvarti yfir því (nema rit- stjórinn sjálfur) að þeir eigi sér ekkert málgagn sem heitiðgetur. En saga Alþýðuflokksins og Al- þýðublaðsins sýnist einmitt minna mjög rækilega á það, að dagblaö, 'sem er pólitískur miðill ekki bara í þröngri merkingu flokksbréfs (eins og Alþýðublaðið er núna) heldur og í víðtækari merkingu umræðu og umfjöllunar um ýmsa strauma í vinstrimennsku dags- ins, sé eitt lífakkeri verkalýðs- flokks á íslandi sem erfitt er án að vera. _áb> 80 MOKOl'NBI.Anm. FIMMTUDAOIIR21. APKll. 19S3 „Jafnaldrar mínir eru stoltir af húsum sínumu Bréf til Halldórs Blöndals cftir (iuójón Jónsson sk"1""* h-nr »jímum Ips andans .Þaft t*r oKjnrrimmir fyrir mann á .Jlvers á unga ^niújum aldri aó sHja sík i sjior fjirdrs-Iti, rjónluM-njum og LMifnun. si-m nu iT hnfuA ilur na-stu kynsloðar. |n*irr i |ju m aft vurkvrina i skrifi Hvits a hun aft Kjalda'’ |)ú undrandi, i*Aa sár i*óa slaóur — skilur |>ú |ia «*kki in ^iddur ^lapa ykkar, aó olkh% hljtur »A £j»lda ábýrjjA is oj» Króðafiknar hinna siollu Halldór og unga fólkið Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, felldi tár nokkur í kosningabaráttunni vegna erfiðleika ungs fólks, sem þarf að koma sér upp húsnæði. í greinarkorni einu í Morgunblað- inu rifjaði hann upp þá dýrðar- daga þegar „verðbólgan saxaði á lánin“ með þeim afleiðingum að kynslóð Halldórs átti miklu auðveldara en nú með að komast í hús og eru „jafnaldrar mínir stoltir af húsum sínum“ segir þai*. Guðjón Jónsson svaraði Hall- dóri Blöndal í eftirminnilegri grein í Morgunhlaðinu á dögun- um. Þar segir m.a.: „„Hvers á unga fólki að gjalda?“ spyr þú næst með fyrir- sagnarletri, - steinblindur á synd- ir feðranna, sem að sjálfsögðu koma niður á börnunum. Hví skyldi unga fólkið ekki fá að eign- ast heimili sín jafn auðveldlega og ræningjakynslóðin á undan henni, sú sem nú ræður lögum og lofum í landi? En hennar aðferð var að stórum hluta sú, að ræna hina öldruðu, sem kröfðust lítils fyrirsig, en lögðúfram alla krafta sína til að búa ykkur í haginn; að ræna fyrirfram unga og óborna og skilja þeim eftir drápsklyfjar skulda fyrir húsin ykkar glæsi- legu, sólarlandaferðirnar, bílana sem þið endurnýið á 3 ára fresti (ekki þurfið þið lengur að spara fyrir.húsi né afborgunum), fyrir brennivínið, togarana...; að níðast á öllum minni máttar, þeim sem skorti vit til að brúka annarra .nanna fjármuni eða burði til þess, - og hafa ekki einu sinni munninn fyrir neðan nefið til að kveina eins og þeir sem fá stóru lánin og skuldbreytingarnar og hafa hámenntaða og harðdug- lega starfsmenn á launum til að knýja fram tilfærslu fjármun- anna; að gerast þjófsnautar: ekki stela með eigin lúku beint úr vasa, eins og Fagin reyndi að kenna Oliver litla Twist, heldur ópersónulega og úrfjarska: gegn- um kerfi: verðbólgu. Spara sér þannig alla sektarkennd. Gleðjast yfir árangrinum: „Jafn- aldrar mínir eru stoltir af húsum sínum.“ Stoltir. Gaztu ekki látið þetta ósagt? Þá hefði kannski mátt þola þér greinina. Er ekki nóg á okkur lagt, „unga fólkið“, að umbera rangindin, þó að ekki sé okkur storkað með þessum hætti?“ -K.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.