Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 1
0. Nató-aðildinni var þröngvað upp á Færeyingaog hernaðarmannvirk- in við Þórshöfn reist íblóra við vilja Lögþingsins. Sjá 3 maí 1983 þriðjudagur 102. tölublað 48. árganguf Deilunni við Alusuisse vísaðí gerð Stjómvöld áskilja sér allan rétt íslensk stjórnvöld tilkynntu Alu- suisse í gær að þau samþykki að vísa deilum um álagningu fram- leiðslugjalds Isals á árunum 1976- 1980 til alþjóðlegs gerðardóms, „Alþjóðastofnunarinnar til lausnar ljárfestingardeilum“. Áskilja stjórnvöld sér allan rétt í málinu, m.a. að koma að gagnkröfum á hendur Alusuisse og ísal. í bréfi þar sem Alusuisse er til- kynnt þessi ákvörðun er minnt á að ávallt hafi af íslands hálfu verið leitast við að leysa ágreiningsmálin meðsamkomulagi. Hafi stjórnvöld í góðri trú þrautreynt sérhverja leið til samkomulags áður en íslensk skattyfirvöld hafi endurákvarðað framleiðslugjald vegna yfirverðs á aðföngum og krafið um greiðslu gjaldsins. í bréfinu kemur fram að telja verði óheppilegt að Alusuisse hafi ekki lagt málið fyrir íslenska dóm- stóla eða íslenskan gerðardóm eins og 46. gr. aðalsamningsins gerir ráð fyrir og telja verði eðlilegan vettvang til lausnar skattadeilunni. Sigurður A. Magnússon skrifar leikdóm um „Úr lífi ánamaðkanna“. Einnig er skrifað um revíu,óperu og ballett. Sól skein í heiði í Reykjavík í gær og það mátti sjá margan borgarbúann léttklæddan utan dyra í blíðunni. Vonandi hafa aðrir landsmenn einnig fengið ofurlítinn lit á kroppinn. Ljósm. -eik. St j órnarmyndunarviðræðurnar: MikU fundahöld í gær en lítið virtist miða í 3ja flokka viðræðunum í allan gærdag voru fundarhöld í sambandi við stjórnarmyndunar- viðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og í gær bættist svo Alþýðuflokkurinn við. Fundur þessara þriggja flokka hófst í Al- þingishúsinu kl. 16 og honum lauk um kl. 18.30. Eftir því sem næst verður komist hefur heldur lítið miðað við stjórnarmyndun um helgina og í gær. Að vísu eru samn- ingamenn flokkanna ákaflega varkárir í orðum. Þó sagði Halldór Ásgrímsson eftir fundinn í gær- kveldi: eftir að jafna skoðanamun flokk- anna á ýmsum málum, en bætti því við að hann vonaðist til að til úrslita drægi alveg á næstunni, þriðjudag eða miðvikudag. Það staðfesti þá skoðun að ekki hafi veriö mikið um að vera á 3ja flokka fundinum í gær, að Steingrímur Hermannsson fór af fundi kl. 18 vegna anna við eitthvað annað og kom ekki aftur þótt menn hefðu búist við að hann gerði það. Magnús H. Magnússon, sem tekur þátt í viðræðunum fyrir Al- þýðuflokkinn, sagði að hjá Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki hefði mest verið rætt um aðgerðir 1. júní og taldi hann að kannski væri auðveldast að ná samkomu- lagi um þær. Það væri ýmislegt ann- að sem flokkana greinir á um og ræða þyrfti miklu betur. í dag er svo boðaður annar fund- ur þessara þriggja flokka og þing- flokksfundir síðdegis. -S.dór Kratar vilja fá forsætisráðherraembættið: Hefur alltaf legið ljóst fyrir segir Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður Kannski má segja að eitthvað miði meðan menn ræða saman, en ég fæ ekki séð að við stöndum miklu nær því nú að ná saman en fyrir helgi. Karl Steinar Guðnason sagði að ekkert ákveðið hefði komið út úr þessum fundi og að nýr fundur hefði verið boðaður í dag (þriðju- dag) með þessum þremur flokkum. Geir Hallgrímsson var manna varkárastur í viðtölum við frétta- menn. Hann sagði að allt mögulegt varðandi stjórn landsins hefði ver- ið rætt á fundinum, en enn væri Það hefur legið fyrir frá byrjun að ef Alþýðuflokkurinn færi í ríkis- stjórn með Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki myndi hann gera kröfu til forsætisráðherraembætt- isins, vegna þess að án þess errtbætt- is yrði hann eins og hvert annað varadekk í stjórninni með þessum tveimur flokkum sem hafa hreinan meirihluta á þingi, sagði Jón Bald- vin Hannibalsson alþingismaður aðspurður um hvort það væri rétt að kratar gerðu kröfu til þessa embættis. Magnús H. Magnússon sagði að kratar hefðu ekki lagt þessa kröfu fram formlega, en margir áhrifa- menn í hópi krata vildu að þessi krafa yrði sett fram og rökstuddi Magnús það sem sömu rökum og Jón Baldvin. Bæði Geir Hallgrímsson og Matthías Á. Matthiesen sögðust hafa heyrt af þessu, en brostu bara þegar þeir voru inntir álits á kröf- unni. Það var fyrst og fremst vegna kröfu Framsóknarmanna að Al- þýðuflokkurinn var kallaður inní þessar stjórnarmyndunarviðræð- ur. Flestir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru lítt hrifnir af að hafa þá með og svo skrýtið sem það er, þá eru nokkrir þingmenn Alþýðu- flokksins ekki hrifnir af að fara í stjórn með Framsókn, en vilja nýja „Viðreisn" með þátttöku Vil- mundar Gylfasonar & co. -S.dór Margret Thatcher rýfur þing Kosningar í Bretlandi eftir mánuð Verkamannaflokkurinn sækir mjög í sig veðrið í skoðanakönnunum Margrét Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, boðaði í gær að þing yrði rofið á föstudaginn og boðaði til kosninga 9. júní næst- komandi. Er þetta minnsti hugsan- legi frestur sem hægt er að gefa fyrir kosningar samkvæmt bresk- um lögum. Samkvæmt skoðana- könnunum að undanförnu hefur Verkamannaflokkurinn mjög verið að sækja í sig veðrið. Miklar vangaveltur hafa verið að undanförnu um það hvenær yrði af kosningum, en kjörtímabilið renn- ur út í maí á næsta ári. Hins vegar hefur nú verið búist við vaxandi verðbólgu og auknu atvinnuleysi í sumar - og telja fréttaskýrendur að þess vegna vilji Thatcher-stjórnin efna til kosninga sem allra fyrst. íhaldsflokkurinn hafði áður haldið því fram að von væri á sérstökum efnahagsbata en nú er taliö að sá bati sé fremur fjær en nær. Skoðanakannanir sýna, að straumur liggur til vinstri til Verka- mannaflokksins. Og í bæja- og I sveitastjórnakosningunum hafði í- : haldsflokkurinn ekki nema 5% meira fylgi. Þá gefa skoðanakann- anir ótvírætt til kynna að jafnaðar- mannaflokkurinn nýi hafi mjög hrapað í áliti meðal kjósenda. ' Samkvæmt síðustu skoðanankönn- un hefðu jafnaðarmenn ekki hald- ið einum einasta þingmanna sinna inni á þingi. í skoðanakönnun sem birt var í gærmorgun er íhaldsflokkurinn með 8% meira fylgi en Verka- mannaflokkurinn. Þar kemur hins vegar fram að fylgi við róttæk stefnumið er meira en við Verka- mannáflokkinn sjálfan. Þá kemur og fram að Michael Foot leiðtogi Verkamannaflokksins er frekar óvinsæll. Og ef Denis Healy vara- formaður fíokksins væri í for- mannsstöðunni myndi Verka- mannaflokkurinn fá nákvæmlega sama fylgi og íhaldsflokkurinn undir stjórn Margrétar Thatcher, samkvæmt skoðanakönnuninni. óg/ös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.