Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Þriðj udagur 10. maí 1983 Bridge í 4. umf. úrslita ísl. móts mættpst meðal annarra sveitir Sævars og Aðalsteins. Sæ- var „átti" fyrri hálfleikinn. Aðalsteinn breytti liðsuppstillingu og dagskipunin var sjálf- sagt: - sláið i... Spil 24. V gefur/enginn á: Vestur Norður S ÁKD1094 H G3 TG53 L DG Austur S G7632 S- T AD T K106 L A1062 L K9853 Suður S 85 H 8762 T 98742 L 74 Tölvuútskrift hermir að 4 pör hafi spilað úttekt, 3 hafi fundið lauf samleguna í A/V og náð slemmunni, þeirra á meðal Sævar- Jón. Þá er aðeins að nefna Aðalstein og Ragnar. Þeir höfðu sýnt það félagar Aðal- steins, fyrr i mótinu að þeir báru enga sér- staka lotningu fyrir 7. sagnstiginu. Nú var lag. Því miöur hef ég ekki hand- bærar sagnir i spilinu, en sjálfsagt haia þær verið í líkingu við árangur á nokkrum öðrum borðum; með skrautlegra móti ef noröur (Valur Sig (?)) hefur blandað sér þar í. Grunar mig að norður hafi fyrst komið inná á 7. þrepinu, meö dobli. 7 lauf dobluö, 1630 til Aðalsteins og 12 impar. Skák Karpov aö tafli - 135 Eins og áður var getið um var mótiö i Milanó þannig vaxið að fjórir efstu menn tefldu útsláttareinvígi um 1. verðlaun, 12 þúsund Bandarikjadali. Karpov mætti Petrosjan í fyrstu hrinu og Portisch Lju- bojevic. Bæði KarpovogPortisch r ægði jafntefli í einvígjunum sem samanstoðu af fjórum skákum. Portisch vegna þess að hann hlaut fleiri vinninga e.i mótstöðumað- urinn í aðalmótinu og Karpov fyrir það að koma í einvígin með betri stig á aðalmót- inu. Einvigi Karpovs og Petrosjan var merkilega litlaust. öllum skákunum lauk með jafntefli, þeirri lengstu í 32. leikjum! Á meðan vann Poritsch Ljubojevic með 2'/2 vinningi gegn 1 'h. Karpov mætti því Port- isch og Petrosjan Ljubojevic. Fyrra einvig- ið stóð um 1. verðlaun, hið síðara um 3. verðlaun. Eftir jafntefli í 1. skák kom þessi staöa uþp í 2. skák Karpovs og Portiscfv abcdefgh Karpov - Portisch Karpov hefur yf irspilað Ungverjann eftir öll- um kúnstarinnar reglum og lætur nú kné fylgja kviði: 62. Hxe6f Kxe6 63. Ke4 Hg8 64. b6! - og svartur gafst upp. Gcetum tungunnar Heyrst hefur: Veðurfræðingar segja að þetta sé mesti stormur sem komið hefur í mörg ár. Rétt væri: Veðurfræðingar segja að þetta sé mesti stormur sem komið hafi í mörg ár. Eða: Að sögn veðurfræðinga er þetta mesti stormur sem komið hefur í mörg ár. Sverrir Stormsker með hina fágaetu bók sína. Ljósm. Atli. Bók skorin út í tré kemur út Upplagið sjö eintök! „Bókin“, bók eftir Sverri Stor- mesker er komin út. Bókin kemur út í aðeins sjö eintökum og hefur auk þess þá sérstöðu að vera skorin út í tré. Hún kostar 7 þús- und krónur eintakið sem telja má vera langt undir framleiðslukost- naði. Friðrik Friðleifsson skar bókina út, og í frétta tilkynningu sem komið hefur út frá útgefenda er ættartré hans ekki rakið nán- ar. Segir jafnframt í tilkynning- unni að bókin hafi verið tilbúin undir tréverk í mars síðast- liðnum. Um innihald þessarar bókar er lítið vitað enda er því vandlega haldið leyndu fyrir væntanlegum kaupendum.Útgef- andi eru Álfar í Hóladal eða svo nefnist útgáfufyrirtækið. „Bókin“ er 70 blaðsíður að stærð. Sverrir Stormesker hefur einu sinni áður sent frá sér bók en það var „Kveðið í kútinn“, Ijóðabók sem kom út á vegum Fjölva á síð- asta ári. -hól. Jæja, þá ætlum við íslendingar að fara að mynda stjórn. (Ljósm. Já Villi minn. Og svo ert þú líka dálítið skyldur honum Erlendi í SÍS. Evrópufrímerkin komin út Beislun jarð- hitans er efnið á íslensku frímerkjunum Evrópufrímerkin svokölluðu sem notast til sendinga um alla Evrópu og koma út í flestum löndum Evrópu einu sinni á ári komu út í gær, 5. maí og var ís- lenska framlagið tvö frímerki sem bæði eru tengd beislun jarðhit- ans. Frímerkin eru að verðgildi 5 krónur og 5 krónur og 50 aurar. Annað frímerkið sýnir jarðhit- asvæði og varmaskiptavirkjun, en hitt merkið sýnir j arðhitasvæði og virkjun jarðhitans, þar sem megin vinnslan er til húshitunar. í þeim upplýsingum sem Póst- ur og sími senda út til systurstofn- ana sinna víða um heim er drepið nokkuð á sögu jarðhitavinnslu hér á landi. Par er þess getið að fyrstu boranir eftir heitu vatni hafi farið fram við Þvottalaugarn- ar í Reykjavík árið 1928. Vatnið var leitt um þriggja kílómetra EURORA f!j , EUROPA ;>v:'' cept; veg, notað í sundhöll borgarinn- ar, sjúkrahús, skóla, íbúðarhús og stofnanir. Þá er þess getið að í marslok 1980 hafi verið starfandi hér á landi 26 jarðveitur og höfðu um 72% þjóðarinnar not af hita- veituvatni. -hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.