Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriSjudagur 10. maí 1983 DJÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjorar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjonarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gisiason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Simavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Þcið eru innanmeinin • Brátt eru liðnar tvær vikur síðan Geir Hallgrímsson, hinn fallni formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til að reyna myndun ríkisstjórnar sem styddist við þingmeirihluta. Geir Hallgrímsson hefur fyrst og fremst rætt við forystu- menn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins og virðist helst hafa áhuga á að mynda samstjórn þessara þriggja flokka. • Pótt málefnalega beri lítið á milli flokkanna þriggja þá virðast viðræðurnar engu að síður ganga ósköp hægt fyrir sig, og í síðdegisblaðinu í gær er það haft eftir Geir Hali- grímssyni að enn séu þetta bara könnunarviðræður en ekki stjórnarmyndunarviðræður. Steingrímur Hermannsson segir hinsvegar áð erfitt sé að draga mörkin á milli könnun- arviðræðna og eiginlegra stjórnarmyndunarviðræðna og má það tii sanns vegar færa. En ósköp hljóta nú málin samt að vera komin skammt á veg í þessum þriggja flokka viðræðum fyrst sá sem leiðir viðræðurnar telur að enn séu menn í rauninni ekki farnir að ræða stjórnarmyndun, heldur séu þetta bara losaralegar áþreifingar. Svo mikið er víst að um miðjan dag í gær hafði Geir Hailgrímsson enn ekki lagt fram nokkur drög að stjórnarsáttmála, né drög að einstökum köflum í slíkum sáttmála. • Það sem mestu ræður um allt þetta hik í kringum stjórnar- myndunartilraun Geirs Hallgrímssonar, það er ekki mál- efnalegur ágreiningur milli flokkanna þriggja, heldur fyrst og fremst tregða margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að ganga til stjórnarmyndunar með hinn fallna formann í forsæti. Það eru innanmein Sjálfstæðisflokksins, sem valdið hafa tímabundinni lömun í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þau innanmein hafa síður en svo lagast við brotthvarf Gunn- ars Thoroddsen úr þingflokknum. Sjálfstæðismenn utan þings og innan mega vart til þess hugsa að Geir verði forsæt- isráðherra og síðan endurkjörinn sem flokksformaður á næsta landsfundi. Og þeim Sjálfstæðismönnum virðist nú fara fjölgandi, sem þá vilja frekar búa við Gunnar Thorodd- sen sem forsætisráðherra enn um sinn. Af mörgum innan- meinum Sjálfstæðisflokksins er sú meinsemd þó líklega verst, hversu því fer fjarri að flokksbroddarnir geti komið sér saman um annan leiðtoga í stað þess sem féll í kosningun- um 23. apríl sl. -k. Kaupmátturinn - ekki kerfið • Ærið oft heyrist fullyrt, aðverkalýöshreyfingineigi mesta sök á verðbólgunni, og þá fyrst og fremst vegna þess að hún haldi dauðahaldi í óbreytt vísitöiukerfi. • Allar slíkar fullyrðingar eur þó fjarri lagi. • Það er kaupmáttur Iaunanna, en ekki vísitölukerfið, sem málin snúast um hjá verkalýðshreyfingunni, eins og Ás- mundur Stefánsson, forseti A.S.I., bentienneinu sinni rétti- lega á í sjónvarpsþætti sl. föstudagskvöld. • Krafa verkaiýðshreyfingarinnar er ekki óbreytt vísitölu- kerfi heldur trygging kaupmáttar. Vilji stjórnvöld og atvinn- urekendur bjóða upp á annað kerfi, sem tryggi kaupmátt ekki lakar en núverandi veiðbódakerff, pá hlýtur verkalýðs- hreyfingin að vera til viðtals um það. - Mál eru hins vegar þannig vaxin, að á bak við kröfu Vinnuveitendasambands- ins, Sjálfstæðisflokksins og ýmsra fleiri um afnám allra verð- bóta á laun liggur augljóslega krafa um meiriháttar niður- skurð á kaupmætti launa. • Þegar þeir tala um bölvun vísitölukerfisins, þá meina þeir það böl sem leiði af of háum kaupmætti launa. • Það kom fram hjá fulltrúum Vinnuveitendasambandsins og „vísindanna“ í umræddum sjónvarpsþœtti á föstudags- kvöldið, að nú þyrfti að lœkka kaupið meira en svaraði falli þjóðartekna frá 1981 vegna þess að kaupmátturinn hefði verið of hár á árunum 1980 og 1981. • Fróðlegt væri að vita, hvort eining er um þessa skoðun innan Sjálfstœðisflokksins, - að kaupmáttur launa hafi verið of hár áárunum 1980og 1981 -. Það kemur a.m.k. ekki'alveg heim og saman við heiftarárásir Morgunblaðsins á Alþýðu- bandalagið og ríkisstjórnina fyrir stöðugar kjaraskerðingar á þessum árum!! Stráir eitri og efasemdum Það kraumar í Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík eins og al- kunna er. Það nýjasta úr þeim herbúðum er undirskriftasöfnun um boðun landsfundar og for- mannskosningu. Að sjálfsögðu stefnt gegn Geir Hallgrímssyni. Stjórnir hverfafélaga Sjálfstæðis- flokksins í Breiðholti ályktuðu um þessa undirskriftasöfnun um helgina. Segir þar að Guðmund- ur Guðmundsson sé ekki stjórn- armaður í hverfafélagi heldur „annar varamaður í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Hóla og Fella- hverfi“. Um undirskriftasöfnunina segja stjórnarmenn enn fremur: „Að mati stjórnarmanna í Breiðholti stráir hún efasemdum og eitri í yfirstandandi stjórnar- myndunarviðræður sjálfstæðis- manna“. „Óheiðarleg hugmyndu Síðan segir í samþykkt hverfa- félaganna, sem birtist í Moggan- um um helgina: „Þá lýsa stjórnirnar furðu sinni á, að upphafsmaður þessa ódrengilega og vanhugsaða til- tækis, Ásgeir Hannes Eiríksson, skuli ekki kynna það sjálfur í dag- blöðum í stað þess að beita öðr- um fyrir vagninn. Sýnir það best, hversu óheiðarleg hugmynd liggur hér að baki.“ Ætti að verða vígslubiskup „Bænarorð" í útvarpinu á morgnana hrærðu landskunnan prest til hugljómunar á dögun- um. Presturinn skrifar um koll- ega sinn eftir að hafa hlustað á hann í morgunútvarpinu: „Hvert orð glæðist lífi og krafti á vörum hans, laust úr öllum bók- stafsfjötrum. Við skynjum þar vorblæ hins fagra, sanna og frjálsa á friðarvegum Krists. Hlustið á sólarljóð sannleikans hjá þessum síunga vormanni fs- lands. Hann ætti að verða vígslu- biskup." Þessa hvatningu guðsmannsins til landsmanna gat að lesa í Morg- unblaðinu sl. laugardag. Skilur ekki þögn kirkjunnar í sunnudags-Mogganum kom kirkjan aftur til umræðu þarsem lesandi hefur eftirfarandi að segja í Velvakanda vegna fræðslumyndar í sjónvarpinu um konubrjóst: „Ég er dálítið ergilegur út af sjónvarpsþætti, sem var í gær- kvöldi (þriðjudagskvöld) og heitirKonubrjóst. Mérfinnst það óviðunandi, að verur, sem komn- ar eru af öpum að langfeðratali, skuli fá að vaða uppi í sj'ónvarp- inu í hverjum þættinum af öðr- um. Ég skil heldur ekki þessa þögn kirkjunnar, sem hreyfir sig ekki til andmæla. í von um að þetta trúarníð taki enda þakka ég fyrir birtinguna." Nœsti landsfundur Sjálfstœðis- flokksins Dagskrá næsta landsfundar Sjálfstæðisflokksins gæti því litið einhvern veginn svona út: 1) Kosning formanns. 2) Kosning annars varamanns í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Fella- og Hól- ahverfi. 3) Kosning vígslubisk- ups. 4) Mótuð afstaða til konu- brjósta. 5) Kenningum Darwins hafnað með ályktun. 6) Fulltrú- um á landsfundi boðið uppá hamborgara - og pylsur. -óg Tvö and- stœð öfl Elías Snæland Jónsson ritstjóri Tímans skrifar sunnudagsgrein í blað sitt um Framsóknarflokkinn - tímaskekkjuna í íslenskri pó- litík. Veltir ritstjórinn þar fyrir sér fylgi Framsóknarflokksins í áranna rás - og hvar flokkurinn er staddur á hinu pólitíska landa- korti. Kemst ritstjórinn að hinni vís- indalegu niðurstöðu að Fram- sóknarflokkurinn hafi misst fylgi a.m.k. á þéttbýlissvæðum á síð- ustu árum. Þetta með fylgið er tengt hinu síðarnefnda pólitík flokksins með óljósum hætti. Elías segir að tvö andstæð öfl , eigist við í pólitíkinni; mark- aðshyggja - félagshyggja. Vinstri, hœgri, miðja Markaðshyggja - félagshyggja er samkvæmt honum einskonar einföldun á hægri vinstri. Hins vegar gefur ritstjórinn sér að Framsóknarflokkurinn sé foryst- uafl félagshyggjufólks. Þarmeð er hann náttúrlega að ráðast að Ólafi Jóhannessyni og kumpán- um í flokknum, sem sí og æ hafa klifað á því að Framsóknarflokk- urinn væri umfram allt miðju- flokkur. Og reyndar er greinin öll tilraun til uppgjörs við hægri öflin í Framsóknarflokknum. T.d. er mikið hamrað á því að eitthvað hafi fylgið brugðist í þéttbýlinu einsog t.d. í Reykjavík, þarsem Ólafur sjálfur fór fram. Einnig má lesa út úr töflurrr, að fylgi Framsóknar fór sídalandi í for- mannstíð Ólafs. Óskhyggja Grein Élíasar er skrifuð af þeirri óskhyggju félagshyggju manns að markaðshyggjuflokk- urinn sé andstæða þess sem hann er. Enda má lesa efasemdir höf- undar á milli lína í greininni. Hann vildi gjarnan að flokkurinn væri forystuafl félagshyggjufólks í landinu, að hann væri þjóðlegur umbótaflokkur o.s.frv. Og sá grunur læðist að honum að máske sé SÍS ekki lýðræðislegasta fjöld- ahreyfing sem um getur og stjórnendur firmans séu hallir undir markaðshyggju. Og honum dettur sjálfsagt einnig í hug að álflokkabandalagið og her- stöðva- og Helguvíkurmál Fram- sóknarflokksins séu ekki beinlín- is til þess fallin að vörumerkið „þjóðlegur umbótaflokkur“ eigi við. Og máske ekki málflutning- ur Tímans í álmálinu fyrir kosn- ingar heldur. -óg -k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.