Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. aprfl 1983 Umsjón: Víðir Sigurðsson Laugardagurinn, leikdagur næstsíðustu umferðar ensku deildakeppninnar, reyndist ýmsum liðum örlagaríkur. Tuttugu lið fær- ast á milli deilda ár hvert, fyrir helgina var Ijóst hver sex þeirra yrðu og sex önnur bættust í hópinn kl. 15.45 á laugardag. Swansea og Brighton höfðu þá misst sæti sín í 1. deild, Portsmouth, Cardiff og Huddersfield tryggt sér 2- deildar- sæti og Port Vale unnið sig uppúr 4. deild. Enn er því tvísýnt um átta sæti, þriðja fallið úr 1. deild, þriðja sætið í 2. deild, fallliðin þrjú úr 2. deild, tvö niður úr 3. deild og enn er barist um fjórða sætið í 4. deild. Brighton, annað úrslitaliðanna í bikarkeppninni eftir ellefu daga, féll eftir harðvítuga baráttu gegn Manchester City á heimavelli sín- um, Goldstone Ground. Leik- mönnum Brighton gekk illa að skapa sér færi, City öllu betur þar sem vörn Brighton hafði riðlast nokkuð vegna fjarveru Chris Ramsey sem nú tekur út leikbann. Á 73. mínútu kom síðan reiðar- slagið fyrir heimaliðið. Bobby McDonald sendi fyrir mark Brig- hton og Kevin Reeves skoraði sigurmark City með skalla. Reeves hefur ekki getað leikið með liðinu að undanförnu vegna meiðsla en nú var hann réttur maður á réttum stað. City er þó engan veginn sloppið, til þess þarf að vinnast sigur á Luton í lokaumferðinni. Brighton er aðeins annað liðið í sögunni til að komast í úrslitin á Staðan í deildakeppninni þegar aðeins einni heilli umferð er ó- lokið: 1. deild: Liverpoci.......41 24 10 7 86:35 82 Manch.utd.......40 1» 13 8 54:33 70 Watfcrd.........41 21 5 15 72:56 68 Nottm.For.......41 19 9 13 59:50 66 AstonVilla......41 20 5 16 60:49 65 Everton.........41 18 9 14 65:47 63 Tottenham.......40 18 9 13 59:49 63 WestHam.........40 19 4 17 63:57 61 Ipswich.........41 15 12 14 63:49 57 Southampton...41 13 12 14 54:57 57 StokeCity.......41 16 9 16 52:60 57 W.B.A...........41 15 11 15 50:48 56 Arsenal.........40 15 10 15 54:53 55 Norwich.........41 13 12 16 50:57 51 Sunderland......41 12 13 16 47:60 49 NottsCo.........41 14 7 20 52:69 49 Coventry....._..,41 13 9 19 46:55 48 Birmingham......41 1'1 14 16 39:55 47 Manch.City..... 41 13 8 20 47:69 47 LutonTown..... 41 11 13 1 7 64:84 46 Swansea.........41 10 1í 20 51:66 41 Brighton.......4'l 9 13 19 37:06 40 2. deild: Q.P.R...........40 26 6 8 75:33 84 Wolves..........41 20 14 7 66:42 ^4 Leicester.......41 20 9 12 72:44 69 Fulham..........41 20 9 12 64:46 69 Newcastle.......41 18 12 11 73:51 66 Sheff.Wed.......41 15 15 11 58:46 60 LeedS...........41 13 20 8 49:44 59 Shrewsbury......41 15 14 12 48:47 59 Oidham..........41 13 19 9 60:46 58 Barnsley........41 14 14 13 56:54 56 Blackburn.......41 14 12 15 57:58 54 Cambridge.......41 13 12 16 41:56 51 Carlisle........41 12 11 18 67:69 47 Chelsea.........41 11 13 17 51:61 46 DerbyCo.........41 9 19 13 48:58 46 Grimsby.........41 12 10 19 44:69 46 Cr.Palace.......39 11 12 16 41:48 45 Chariton........41 12 9 20 59:85 45 Bolton....,.....41 11 11 19 41:57 44 Middlesboro.....40 10 14 16 44:67 44 Rotherham.......41 10 14 17 43:66 44 Burnley.........39 11 7 21 54:64 40 3. deild: Portsmouth......44 25 10 9 72:41 85 Cardiff.........45 25 10' 10 75:49 85 Huddersfield....44 23 12 9 82:45 81 Newport.........45 23 8 14 75:53 77 Wigan...........44 15 8 21 59:70 53 Exeter..........45 14 11 20 80:103 53 Miltwall........45 13 13 T9 63:77 52 Wrexham.........45 12 15 18 56:75 51 Orient..........45 14 9 22 60:87 51 Reading.........45 11 17 17 63:79 50 Doncaster.......45 9 11 25 56:94 38 Chesterfield....45 8 13 24 43:67 37 Enska knattspyrnan: Wembleylaramir féllu í 2. deild Átta sæti óútkljáð fyrir lokaumferðina Wembley nýfallið í2. deild, hitt var Leicester árið 1969. Svanirnir sukku Ævintýri „Svananna" frá Swan- sea er úti. Liðið sem kom á met- tíma uppúr4. deild í sjötta sætið í þeirri fyrstu er fallið eftir 2:1 tap á Old Trafford gegn Manchester Un- ited. Walesbúarnir virtust vera búnir að sætta sig við fall, þá skorti allan baráttuvilja og United vann öruggari sigur en tölurnar gefa til kynna. Norman Whiteside varð 18 ára á laugardag og hélt uppá það með því að leggja upp bæði mörk United. Fyrst skoraði Bryan Rob- son með skalla, þá Frank Stap- leton. Bob Latchford skoraði mark Swansea mínútu fyrir leikslok en þá var 1. deildarsætið þegar glatað. Gary Bailey, markvörður United, átti náðugan dag og þurfti aðeins einu sinni að sýna tilþrif, sló knött- inn í þverslá eftir hörkuskot Robb- ie James. Bob Paisley, þjóðsaga í lifanda lífi, var borinn á gullstól um An- field fyrir leik Liverpool og Aston Villa. Þessi mikilhæfi fram- kvæmdastjóri stjórnaði Liverpool þarna í síðasta sinn fyrir framan hina tryggu aðdáendur meistar- anna og lófatakinu ætlaði aldrei að linna. Hins vegar máttu áhorf- endur bíða eftir því að geta fagnað leikmönnum Liverpool, þeir virt- ust lengi vel stefna í sitt fimmta tap í röð. Villa tók forystuna með marki Gary Shaw úr vítaspyrnu á 12. mínútu en síðan fékk Liverool víti. Phil Neal skaut, Nigel Spink varði en dómarinn taldi hann hafa hreyft sig svo Neal fékk annað tæk- ifæri. Spink gerði sér lítið fyrir og varði aftur. Craig Johnston bjarg- aði síðan heiðri Liverpool er hann jafnaði, 1:1, átta mínútum fyrir leikslok. Luton er illa statt í kjölfar skip- brots á heimavelli, Everton kom í heimsókn og sigraði 5:1. Luton náði þó forystunni með marki Ricky Hill og David Johnson jafn- aði fyrir hlé. Graeme Sharp og Ke- vin Sheedy skoruðu síðan tvö mörk fyrir Everton í síðari hálfleik. Luton lauk leiknum með aðeins tíu menn, Dave Moss og Kirk Stevens slösuðust, og staða nýliðanna er slæm, þeir eiga eftir tvo útileiki, báða í Manchester. Það yrði mikill sjónarsviptir að Luton, liðið hefur leikið sóknarknattspyrnu gegnum súrt og sætt í vetur og ætti svo sann- arlega skilið áframhaldandi sæti meðal þeirra bestu. Coventry vann loks, hafði leikið þrettán leiki í röð án sigurs, en hefði þessi sigur í Stoke ekki komið til væri liðið komið með annan fót- inn niður í 2f,deild. Stoke missti Brendan O’CalIaghan útaf meiddan strax á 3. mínútu og Mark Chamberlain fór sömu leið í byrjun. síðari hálfleiks. Þar með var mót- spyrna Stoke á enda. Mark Hatel- John Wark, marksæknasti miðvallarspilari ■ 1. deild, skoraði tvívegis fyrir Ipswich og er þriðji markahæsti leikmaður dcildarinn- ar. ey skoraði fyrir Coventry í fyrri hálfleik og John Hendrie og Dannyi Thomas bættu mörkum við í þeim síðari. Birmingham vann enn, fjórða sig- urinn í síðustu fimm leikjunum, og á nú alla möguleika á að forðast fall. Sigurinn á Tottenham var sanngjarn. Mark Halsall, keyptur frá Liverpool fyrir nokkrum vik- um, skoraði fyrra markið og Mick Harford bætti öðru viðundir lokin. Það hefur einkennt leiki Birming- ham að undanförnu hve mikið liðið hefur skorað á lokamínútunum og það er talandi dæmi um baráttuvilj- ann sem svo sannarlega er fyrir hendi hjá þessu kornunga og efni- lega liði sem Ron Saunders er að byggja upp. Sunderland var komið í fall- slaginn á ný en forðaði sér nánast örugglega með sigri í London gegn Arsenal. Colin West skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu. Notts County gæti hugsanlega fallið eftir 2:0 tap gegn West Ham. Lundúnaliðið hafði yfirburði og þeir Francois Van Der Elst og Paul Goddard sáu um mörkin. Ipswich sigraði Watford 3:1 og þar með er annað sætið hjá þeim síðarnefndu í mikilli hættu. John Wark skoraði tvö marka Ipswich og Steve McCall eitt en Wilf Ros- tron svaraði fyrir Watford. Colin Walsh og Ian Bowyer skoruðu mörk Nottingham Forest en Dave Bennett svaraði tvívegis fyrir „Kanarífuglana" frá Norwich. WBA vann Southampton með miklu heppnismarki Derek Stat- ham af 35 m færi. John Wile, hinn 36 ára gamli miðvörður WBA, lék þarna sinn 499. leik fyrir liðið og þann síðasta á heimavelli því hann tekur við sem framkvæmdastjóri hjá4. deildarliði Peterborough, fé- laginu sem hann lék sína fyrstu deildarleiki með, þegar keppnis- tímabilinu lýkur. Leicester upp? Leicester á alla möguleika á að fylgja QPR og Wolves upp í 1. deild eftir 2:1 sigur á Oldham. Ný- liðinn Robert Jones skoraði fyrst og síðan bakvörðurinn Paul Rams- ey áður en Roger Palmer minnkaði muninn fyrir Oldham. Leicester lék án framherjanna skæðu, Gary Lineker og Steve Lynex, en það kom ekki að sök og liðinu dugir nú að sigra botnlið Burnley á heima- velli í lokaumferðinni til að 1. deildarsætið sé í höfn. Fulham á möguleika ef eitthvað bregst hjá Leicester. Robert Wil- son skoraði bæði mörkin í 2:0 sig- rinum á Carlisle. Newcastle er nán- ast úr leik þrátt fyrir 2:1 sigur á Sheffield Wednesday. Irme Varadi skoraði fyrir Newcastle, Pat Heard jafnaði en sjálfsmark tryggði Newcastle sigur. Leikur topp- liðanna QPR og Wolves var slakur enda hafði hvorugt lið að neinu að keppa. Mick Flanagan og Bol Haz- ell skoruðu fyrir QPR en Andy Gray fyrir Wolves, jafnaði þá 1:1. Crystal Palace og Chelsea ættu að forðast fall eftir góða sigra á Derby og Bolton. Kevin Mabbutt skoraði tvö marka Palace í góðurh leik gegn Derby og Clive Walker skoraðí sigurmark Chelsea í Bolt- on. Rotherham getur enn sloppið, þrenna John Seasman gegn Black- • burn hefur séð til þess. Middles- boro er hins vegar komið í gífur- lega hættu á ný, tapaði 0:1 fyrir Cambridge og það var Robbie Co- oke sem skoraði eina mark leiksins. Úrslit réðust endanlega á toppi 3. deildar. Tveir fyrrum Englands- meistarar, Portsmouth og Hudd- ersfield, tryggðu sér 2. deildarsæti ásamt fyrrum bikarmeisturum Car- diff. Kevin Dillon, áður Birming- hamleikmaður, og Alan Bíley, áður miðherji Derby og Everton, skoruðu mörk Portsmouth í sigrin- um á Southend. Annar kunnur leikmaður, svertinginn David Bennett sem áður var hjá Manc- hester City, skoraði fyrir Cardiff • sem vann Orient 2:0 og David Cowling skoraði sigurmark Hudd- ersfield í leiknum gegn Newport sem var nánast úrslitaviðureign um .þriðja sætið. Loks má geta þess að í 4. deild skoraði ungur piltur, Dale Banton, fimm mörk fyrir Alder- shot gegn Halifax og varð hann fyrstu allra á keppnistímabilinu til að vinna slíkt afrek. Banton er uppalinn hjá West Ham en þar reyndist ekki pláss fyrir hann lengur sl. haust. - VS Guðrún skoraði íjogur Tveir leikir fóru fram um helgina á Reykjavíkurmótinu í meistara- flokki kvenna í knattspyrnu, sá fyrri á föstudeginum, og áttust þar við lið Fram og Vals. Valsstúlkurn- ar sigruðu 6-0 og eiga því mikla möguleika á Reykjavíkurmeistara- titlinum. Guðrún Sæmundsdóttir var heldur betur á skotskónum og skoraði fjögur fyrstu mörk Vals, sem leiddi 2-0 í hálfleik. Bryndís Valsdóttir skoraði eitt og eitt var sjálfsmark Framstúlknanna. Seinni leikurinn var á laugar- deginum. Víkingur lagði Fylki að velli, 3-0. Alda Rögnvaldsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik, Gunnhildur Gylfadóttir bætti öðru við um miðjan síðari hálfleik og hún inn- siglaði síðan sigur Víkings með marki rétt fyrir lok leiksins. Staðan á mótinu er því þessi: Valur...................3 3 0 0 10-0 6 Vikingur.................2 10 1 4-2 2 KR......................2 10 1 2-3 2 Fylkir..................3 0 12 1-6 1 Fram....................2 0 11 1-7 1 Markahæstar eru: Guðrún Sæmundsdóttir, Val....4 Bryndís Valsdóttir, Val......3 Gunnhildur Gylfadóttlr, Vík..2 Næsti leikur á mótinu er viður- eign Víkings og Fram á miðviku- dag og hefst hann kl. 19 á Melavell- inum. - MHM Dundee U. enn nær titlinum Dundee Unitcd er nú aðeins ein- um leik frá því að hljóta skoska mcistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta skipti cftir 4-0 sigur á Jó- hannesi Eðvaldssyni og félöguin í Motherwell í úrvalsdeildinni á laugardaginn. Dundee Unitcd mætir nágrönnunum Dundee á úti- velli í sinni hcimaborg á laugardag og jafnvel jafntcfli þar gæti dugað til sigurs í deildinni. Eamann Bann- on og David Dodds skoruðu tvö mörk hvor gegn Motherwell. Celtic var ósannfærandi gegn Morton en sigraði 2-0 með mörk- um Roy Aitken og Charlie Nicho- las. Aberden vann Kilmarnock 5-0 á fimmtudagskvöldið og á mögu- leika, veika þó, Hibernian tapaði 1-2 fyrir Rangers en leik St. Mirren og Dundee var hætt eftir 22 mínút- ur þar sem völlurinn var þá orðinn ófær eftir rigningu mikla. Staðan í úrvalsdeildinni: Dundee Unlted .... 35 23 8 4 88-34 54 CeltiC..........35 24 5 7 86-34 53 Abrdeen.........35 24 5 7 71-24 53 Rangers.........35 13 12 10 50-37 38 St. Mirren......34 9 12 13 43-50 30 Hibernian.......35 7 15 13 35-43 29 Dundee..........34 9 11 14 40-49 29 Motherwell......35 11 4 20 38-72 26 Morton..........35 6 8 21 30-72 20 Kilmarnock......35 3 10 22 27-90 16 St. Johnstone og Hearts taka sæti Morton og Kilmarnock í úr- valsdeildinni. 4. deild: Wimbtedon.,.. 44 28 10 6 92:43 94 PortVale 44 26 10 8 66:31 88 HullCity 45 24 15 6 72:33 87 Bury 10 73:43 81 Colchester 45 23 9 13 74:55 78 Scunthorpe... 44 21 14 9 68:41 77 Markahæstir í 1. deild: lan Rush, Liverpool JohnWark.lpswich John Deehan, Norwich Bob Latchford, Swansea Kenny Dalglish, Liverpool.... 1. deild: Arsenal-Sunderland...............0:1 Birmingham-Tottenham.............2:0 Brighton-Manch. Clty.............0:1 Ipswlch-Watford..................3:1 Liverpool-Aston Villa............1:1 Luton Town-Everton...............1:5 Manch. United-Swansea............2:1 Nottm. For.-Norwich..............2:2 Stoke City-Coventry..............0:3 W.B.A.-Southampton...............1:0 WestHam-NottsCounty..............2:0 úrslit... úrslit... úrslit... út 2. deild: Barnsley-Charlton................0:0 Bolton-Chelsea...................0:1 Burnley-Grimsby..................1:1 Crystal Palace-Derby Co..........4:1 Fulham-Carllsle..................2:0 Middlesboro-Cambridge............0:1 Newcastle-Sheff. Wed.............2:1 Oldham-Leicester.................1:2 Q.P.R.-Wolves....................2:1 Rotherham-Blackburn............ 3:1 Shrewsbury-Leeds............... 0:0 it... úrslit... úrslit... úrslit... 3. deild: Bournemouth-Wigan..................2:2 Cardiff City-Orient................2:0 Exeter City-Doncaster..............3:0 Gillingham-Bristol Rovers..........1:0 Huddersfield-Newport...............1:0 Millwall-Brentford................. 1:0 Oxford-Chesterfield................1:0 Portsmouth-Southend................2:0 Preston N,E.-Reading...............2:0 Sheff. United-Lincoln..............0:1 Walsall-Bradford City..............1:1 Wrexham-Plymouth...................2:3 Bradford City-Sheff. Utd...........2:0 4. deild: Aldershot-Halifax.................6:1 Bristol City-Crewe................2:1 Hartlepool-Rochdale...............3:0 Peterborough-Mansfield............3:2 Scunthorpe-Darlington.............2:2 Stockport-Port Vale...............0:2 Swindon-Northampton...............1:5 Torquay-Chester...................0:1 Tranmere-Bury.....................1:1 Wimbledon-Blackpool...............5:0 York City-Hereford.............. 5:1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.