Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.05.1983, Blaðsíða 16
ÚIÚÐVIUINN Þriðjudagur 10. maí 1983 Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er haagt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl, 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sfma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 Frá undirritun samningsins í gær. Ólafur B. Thors, Nanna Hermannsson og Erlendur Sveinsson. Fyrir aftan standa þeir Guðmundur Pétursson stjórnarformaður Almennra trygginga og Sigurður Sigurkarlsson framkvæmdastjóri. Almennar tryggingar leggja iram ijármagn Reykjavíkurmynd Lofts bjargað frá skemmdum Tryggingarfélag greiðir endurgerð myndarinnar í tilefni af 40 ára afmæli sínu í gær var undirritaður samningur á milli Almennra trygginga annars vegar og Kvikmyndasafns íslands og Árbæjarsafns hins vegar um endurgerð á Reykjavíkur- mynd Lofts Guðmundssonar frá 1943. Einsog kunnugt er hefur þessi heimildarmynd úr Reykjavík 1943 legið undir skemmdum og talið er að það sé mjög dýrt að gera sýningarhæft eintak af myndinni. En nú hefur semsagt ræst úr í því efni, því Almennar trygginar hf hafa í tilefni 40 ára afmælis síns á morgun ákveðið að kosta endurgerð myndarinnar. Á blaðamannafundi í gær geröu þeir Guðmundur Pétursson, Ólafur B. Thors og Sigurður Sig- urkarlsson hjá Almennum trygg- ingum grein fyrir 40 ára sögu fé- lagsins og þau Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns íslands og Nanna Hermannsson borgarminjavörður sögðu frá kvik- mynd Lofts Guðmundssonar. Loftur Guðmundsson gerði þessa mynd 1943 með stuðningi frá Reykjavíkurborg í borgarstjóratíð Bjarna Benediktssonar. Þykir rtryndin hafa mikið og gott heimild- argildi um borgina og atvinnuhætti í Reykjavík. Eftirtökur af þessari mynd höfðu farið forgörðum á leiðinni frá Bandaríkjunum til ís- lands. Þannig fór ein í hafið með 'Goðafossi og önnur með Detti- fossi. Almennar tryggingar eru einmitt stofnaðar 1943, sama ár og kvik- myndin er tekin. Lýsti forstjórinn Ólafur B. Thors þeirri von sinni að þetta framtak fyrirtækisins að forða Reykjavíkurmyndinni frá skemmdum yrði vonandí öðrum fordæmi til sams konar verkefna. I máli Nönnu Hermannsson kom m.a. fram að Loftur hefði sagt frá því í bréfum til vina að hann gæti ekki alls staðar tekið myndir þar- sem hann vildi, því svo mikið væri um skúra og óhrjálegar byggingar í borginni. Samkvæmt samningum sem undirritaður var í gær er reiknað með að sýningarhæft eintak af myndinni verði tilbúið 15. október næstkomandi. Reykjavíkurborg er rétthafi kvikmyndarinnar. Al- þýðubandalagið lagði til við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur sl. vetur, að 250 þúsund krónum yrði úthlutað til þessa verkefnis, en meirihlutinn felldi þá tillögu. - óg. Mánaðargamall samningur um fræðslumálin:_______________ Leyniplaggið birt í dag Ekki óskað álits frá kennurum! 30. mars s.l. voru undirrituð drög að samningi um nýskipan fræðslumála í Reykjavík af þremur fulltrúum borgarráðs og þremur starfsmönnum menntamálaráðu- neytis. Samningnum hefur verið leynt þar til í gær að hann barst inn á borð fræðsluráðs fyrir atbeina menntamálaráðuneytisins. Á þeim fundi felldu fræðsluráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og krata tiliögu frá fulltrúa Alþýðubandalags um að leita umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur og Skólastjórafélags- ins um samninginn, sem felur m.a. í sér, skv. heimiidumÞjóðviljans, að embætti fræðslustjóra verði lagt niður 31. júlí n.k. Þetta nýjasta leyniplagg borgar- stjórans í Reykjavík hefur hvergi verið kynnt fyrir kjörnum fulltrú- um eða starfsmónnum skólanna. Menntamálaráðuneytið óskaði hins vegar eftir umsögn fræðslu- stjóra um efni þess og því barst það inn á fræðsluráðsfund í gær. I dag verður það svo lagt fram í borgar- ráði að kröfu Kristjáns Benedikts- sonar frá síðasta fundi ráðsins. Undir samninginn rita af hálfu borgarinnar þeir Markús Örn Ant- onsson, Ragnar Júlíusson og Bragi Jósepsson. Þeir voru kjörnir af borgarráði til þess að semja um ný- skipan fræðslumála í Reykjavík eftir að menntamálaráðherra skipað ekki Sigurjón Fjeldsted, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, í stöðu fræðslustjóra s.l. haust. Bragi er fulltrúi krata í fræðsluráði og var hahn kjörinn í nefndina á hlutkesti af miðflokkabandalaginu í borgarráði. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins varð undir í hlut- kestinu. Frá menntamálaráðuneytinu skrifa undir samninginn. þeir Ör- lygur Geirsson, Sigurður Helgason og Hörður Lárusson. -ÁI Ólýðræðislegt pukur: Engar skýringar á leyndinni segir Þorbjörn Broddason um viðbrögö samningamanna „Það er fáheyrt að fullkomin drög að samningi um jafn mikils- vert mál skuli falin í meira en mán- uð fyrir kjörnum fulltrúum í fræðsluráði og síðan fellt að leita umsagnar þeirra sem málið helst varðar, þ.e. skólamönnum í Reykjavík. Það fer ekki hjá því að það vakni grunsemdir um að menn hafi ætlað sér að láta fullgilda samninginn án nokkurrar um- ræðu. Annað eins hefur gerst undanfarna mánuði í Reykjavík og nægir þar að minna á Keldnasamn- inginn fræga", sagði Þorbjörn Broddason, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í fræðsluráði, í gær. Þorbjörn sagðist ekki hafa samn- inginn undir höndum, enda hefði honum ekki verið dreift til fræðsluráðsmanna. Hann yrði þó opinbert plagg í dag eftir að hann hefur verið lagður fram í borgar- ráði. ,-,Hér er greinilega um að ræða stærsta mál sem fræðsluráð snertir í langan tíma", sagði Þorbjörn, „og það er í fyllsta máta ólýðræðislegt að slíkur samningur skuli ekki kynntur á umræðustigi í fræðslu- ráði ogmeðal skólamanna.Ég mót- mælti þessum vinnubrögðum harð- lega í bókun í fræðsluráði í gær og þó þeir Ragnar Júlíusson og Bragi Jósepsson hafi í annarri bókun vís- að því sem þeir kalla dylgjur mínar á bug, þá gátu þeir ekki gefið nokkrar skýringar á þessu ólýð- ræðislega pukri sínu og formanns fræðsluráðs, Markúsar Arnar Ant- onssonar", sagði Þorbjörn Brodd- ason. -ÁI Ósvífni iðnrekenda að tala um dökkar horfur og atvinnuleysi Það sárvantar f ólk n til sumarstarfa »9 „Ég á ekki orð yfir þá ósvífni forráðamanna iðnrekstrar í samtölum við fjölmiðla að undanförnu að leyfa sér að blása út atvinnuleysi og slæma stöðu í fataiðnaði hérlendís. Ég hef lengi starfað við saumaskap og fullyrði að það hefur aldrei verið eins mikill skortur á saumakonum eins og einmitt núna", sagði starfandi saumakona f samtali við Þjóðviljann í gær og lagði á borð blaðamanns fjölda úrklippna úr dagblöðum, þar sem auglýst er eftir fólki til saumastarfa. Blöðin hafa verið uppfull síðustu daga og vikur af atvinnuboðum fyrir saumafólk. Hvert fyrirtækið af öðru auglýsir í neyð eftir starfs- fólki. Það sárvantar fólk mjög víða. Þar sem ég starfa er búið að margauglýsa eftir fólki, en gengur illa að manna störfin. Ástandið er þannig orðið, að það er beðið með óþreyju eftir hverri sendingu sem við getum látið frá okkur fara, sagði þessi saumakona í samtali við Þjóðviljann. , Hún sagðist eiga erfitt með að kyngja þeim áróðri sem vinnu- veitendur héldu nú á lofti um slæmt atvinnuástand og dökkar horfur. Slíkt ætti alls ekki við í fataiðnaði. Rétt væri að hjá einu fyrirtæki í borginni hefði öllu starfsfólki verið sagt upp á dögunum. Þar væri framleiðslustefnu eigenda um að kenna, þeir hefðu ekki fylgst með þróuninni. Að öðru leyti gengi fataiðnaður vel eins og skýrast dæmi væri um í auglýsingadálkum dagblaðanna. -lg. Nokkrar af þeim auglýsingum sem birst hafa f dagblöðum að undan- fðrnu þar sem óskað er eftir saumafólki til starfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.