Þjóðviljinn - 03.06.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Qupperneq 5
Föstudagur 3. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Stór Leiftursókn gegn lífskjörunum! Mesta kjaraskerðing í áratugi! Hrikaleg aðför að launafólki! Hrun kaupmáttar um fjórðung! Ýmsir hafa kvartað yfir slíkum lýsingum á aðgerðum ríkisstjórn- arinnar. Þær gætu ekki verið svona slæmar. Stóryrðin væru áróðurs- bragð sem ætti sér ekki stoð í raun- veruleikanum. Margir hafa sagt: Við skulum bíða og sjá til - gefa stjórninni tækifæri til að sýna hvað hún getur. Sýnikennslan hafin Um mánaðamótin hófst sýni- kennsla ríkisstjórnarinnar. Kaup- hækkun almennings var skorin nið- ur í 8%. Á sama tíma var tilkynnt stórfelld hækkun á lífsnauðsynjum launafólks. Landbúnaðarvörur hækkuðu um 22-33%. Allar inn- fluttar vörur munu hækka yfir 15%. Boðaðar eru stórfelldar hækkanir á þjónustugjöldum, hita og rafmagni. Við skulum skoða hvernig hækk- unin á landbúnaðarvörunum sýnir okkur efnahagsstefnu stjórnarinn- ar í hnotskurn. Þar getur að líta í litlu dæmi þá stóru sögu um kjar- askerðingar ríkisstjórnarinnar sem upphafsorð þessarar greinar fólu í sér. Venjuleg verkamannafjöl- skylda, hjón með þrjú börn, fékk í sinn hlut 1. júní rúmar 800 kr. launahækkun. Það er aukningin sem ríkisstjórnin afhendir þeim til að mæta á heilum mánuði hækkun- um á lífsnauðsynjum og heimilisút- gjöldum. Skoðum örlög þessara 800 kr. á fyrsta hækkunardegi land- búnaðarvara. Bara mjólkurvörurnar Neysla á mjólkurafurðum er saga Ólafur Ragnar ______Grímsson__ skrifar sjálfsagt misjöfn frá einu heimili til annars. Gerum ráð fyrir í hinu litla dæmi að fjölskylda verkamanns- ins, börnin þrjú og hjónin, kaupi að jafnaði 5 lítra af nýmjólk á dag. Á heilum mánuði noti þau samtals 3 kfló af smjöri, l>/2 kfló af osti, 4 pela af rjóma og 2 kfló af skyri. Varla er þetta mikil neysla fimm manna fjölskyldu í heilan mánuð af algengustu mjólkurafurðum. Skoðum síðan hvað þessar vörur hækkuðu mikið á fyrstu valdadög- um ríkisstjórnarinnar. Á einum mánuði verður verkamannafjöl- skyldan að greiða 585 kr. meira til mjólkurkaupa, 145 kr. meira til að kaupa smjör, 46 kr. meira til að kaupa ost, 22 kr. meira til að kaupa rjóma og 12 kr. meira til að kaupa skyr. Samtals er útgjaldaaukningin vegna mjólkurafurðanna einna um 810 kr. á mánuði. Það jafngildir allri þeirri 8% hækkun sem varð á venjulegum mánaðartekjum dag- launamannsins í Dagsbrún, Iðju, Einingu og öðrum félögum verka- fólks á íslandi. Hækkunin á kaupinu um mán- aðamótin er í bókstaflegri merk- ingu öll étin upp af hækkun mjólk- urafurðanna einna. Þá er eftir hækkunin á kjötinu: súpukjötinu, hryggjunum, lærunum og kótilett- unum sem allt hækkaði sama dag um 23%. Allt hitt í mínus Þetta litla dæmi um útgjalda- aukningu verkamannafjölskyld- unnar vegna kaupa á mjólk og mjólkurafurðum sýnir í hnotskurn hve stórfelld kjaraskerðingin er. Þegar daglaunamaðurinn hefur greitt fyrir þessar nauðsynjar heimilisins er hann búinn að eyða þeim 800 kr. sem mánaðarhækkun- in ríkisstjórnarinnar gaf honum. Kjaraskerðingin birtist einfald- lega í því, að hvað öll önnur útgjöld heimilisins snertir verður launa- maðurinn að ganga á þau kjör sem hann hafði áður. Öll hækkun á kjötvörum kemur í hreinan mínus sem kjaraskerðing. Öll hækkun á innfluttum vörum vegna gengisfellingarinnar kemur í mínus og mælir þannig ennfrekari kjar- askerðingu. Launafólkið fær ekki eina einustu krónu til þess að mæta stórfelldum hækkunum á kaffi, kexi, sykri, hveiti, ávöxtum, epl- um, appelsínum, agúrkum, niður- soðnum ávöxtum, kryddvörum, rúsínum, sveskjum og öðrum inn- fluttum matvælum. Gjörvöll hækk- unin á þessum fjölbreytilegu nauðsynjum heimilanna kemur því í beinan mínus hvað kjörin snertir. Þar er og verður ekki króna á móti. Sama gildir um hækkanir á fatn- aði hvers konar, innlendum og er- lendum, buxum, skyrtum og skóm á krakkana, vinnufötum og dag- legum fatnaði föður og móður. Allt þetta mun hækka um tugi prósenta á næstu mánuðum og öll sú hækkun kemur einnig til viðbótar í mæli- stiku kjaraskerðingarinnar. Rafmagnið og hitinn, stminn og önnur þjónustugjöld heimilanna munu á sumarmánuðum einnig birtast í útgjaldaaukningu um tugi prósenta. Það verður einnig hreinn kjaramínus. Reiknið sjálf Lítið dæmi sýnir sérhverjum launamanni þá stóru sögu sem felst í efnahagsaðgerðum íhaldsstjórn- arinnar. Mjólkin og kaupið vega hvort annað út. Samanlagðar hækkanir á öllum öðrum útgjöld- um heimilisins leiða til hreinnar kjaraskerðingar. Sérhver launamaður getur því reiknað sjálfur hrun í efnahag heimilanna sem við blasir á næstu mánuðum. Fyrstu aðgerðir stjórn- arinnar hafa veitt okkur nægilega sýnikennslu í eðli þeirrar stóru sögu sem framundan er. í litlu dæmi Árni Ingólfsson í Nýlistasafninu Málað af ofsa Árni Ingólfsson heldur nú sýn- ingu í Nýlistasafninu við Vatns- stíg. Það er athyglisverð sýning, eins og flest það sem sést hefur til hans undanfarið. Árni er málari ofsans og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Tækni hans er hamslaus og leikandi og notar hann gjarnan óvenjulegar litateg- undir í verkum sínum, svo sem bílalökk sem hann bindur á gróf- gerðan maskínupappír. Árni er sá málari yngri kyn- slóðarinnar sem skyldastur er hinum þýsku ný- expressiónistum. Líkt og Midd- endorf eða Fetting, sækir hann Halldór RunóHsson skrifar viss áhrif til pönkmenningarinn- ar. Lakkið, litavalið og pappír- inn, sem oft er rifinn og tættur, bera því vitni. Við þetta bætist einhver örvænting sem jaðrar við árásarhneigð, líkt og kenna má í rokum þýsku söngkonunnar Nínu Hagen. En eins og hún og áðurnefndur málari, ræður Árni yfir miðli sínum. Undir hams- leysinu skynjar maður tilþrif list- amannsins og leyna þau sér ekki. Myndirnar eru hengdar í salinn svo þær tengjast sín 1' millum og skapa órofa heild. Ásamt for- gengileik efniviðarins eykur það á þá tilfinníngu áhorfandans, að hann sjái verk sem sprottin séu fram vegna salarins og glatist ef til vill að sýningunni lokinni. Gjörningahneigð listamannsins er því skammt undan, þrátt fyrir allt. En ef betur er að gáð, sést að. verkin eru sjálfstæð og einnig hitt að efnið mun duga betur en virðist í fljótu bragði. Reyndar er það staðreynd að pappír lifir í flestum tiífellum lengur en strigi, sé hann varðveittur við rétt skilyrði og verði ekki fyrir hnjaski. Hins veg- ar er það greinilegt að Árna lætur vel að vinna í svona efni, enda undirstrikar það vel tjáningarríki myndmálsins. Pappírinn er hreinni og beinni en striginn, laus við allt „listrænt" eðli, efniviður sem hendi er næst og fæst hvar sem er. Hann er því laus við „ar- istókratíska" náttúru strigans, sem aðeins verður keyptur í nokkrum sérverslunum. Lakkið og pappírinn hafa yfir sér lýðræðislegan blæ, „allir geta tekið þátt í svona sköpun“. En pappírinn gerir betur, hann skilur málninguna eftir á yfir- borðinu, þannig að litaspilið og gljáinn verða öflugri. Þar að auki er hann laus við mynstur, lárétta og lóðrétta þræði sem hefta pens- ilstrokurnar. Allt þetta sameinað, ýtir undir nálægð myndanna. Að standa frammi fyrir þeim er líkt og að ganga um götur borgarinnar og nema staðar snögglega við takt- fastar æfingar bflskúrsrokkara, sem komið hafa sér upp „græj- um“ af vanefnum, en sannfær- andi innri þörf. I þeim má greina háska Hallærisplansins og Hlemmtorgs, en einnig viss tengsl við hefðina, utangarðs- menn fyrri tíma og brauðryðjend- ur hins frumstæða í málverkinu. Hvert listin mun leiða Árna er erfitt að spá um. Verk hans eru í deiglu og gætu þar af leiðandi þróast í ýmsar áttir. Mest er urn vert að þau eru „hér og nú“, gerð af tilfinningu fyrir því sem er í dag, en gæti verið lokið á morgun. Bragi Ásgeirsson í Listmunahúsinu Grafíkmyndir Um þessar mundir sýnir Bragi Ásgeirsson í Listmunahúsinu í Lækjargötu. Þar eru til sýnis 74 grafíkmyndir, steinþrykk, æting- armyndir, sáldþrykk og tréristur. Þessar myndir spanna langt tíma- bil, frá upphm ferils Braga til dagsins í dag. Þó er þetta engin yfirlitssýning, enda er markmiðið ekki þess eðlis. Þetta er fremur samansafn nokkurs af því sem Bragi hefur unnið í gegnum tíðina, á sviði grafíklistar. Tilefnið er reyndar grafík- mappa með 9 steinþrykksmynd- um sem hann hefur unnið í tengslum við Listmunahúsið og verkstæði Hostrup Pedersen og Johanson í Kaupmannahöfn. Hann er þriðji listamaðurinn sem vinnur slíka grafíkmöppu fyrir Listmunahúsið, en áður hafa svipaðar möppur verið gefnar út með grafíkmyndum eftir Vigni Jóhannsson og Tryggva Ólafsson. Mappan er gefin út í upplaginu 1-50 og I-XX og eru myndirnar allar af sömu stærð, 68x50 cm.. Þær eru unnar á vandaðan papp- ír, Velin Arches, 54x74 cm. stór- an. Bragi fylgdist með prentun myndanna og hafði yfirumsjón með verkinu, sem var unnið frá miðjum aprílmánuði, fram yfir miðjan maí. Hann hafði þó undirbúið verkið áður, hér heima. Flestar myndanna snúast um ástina og eru margar þeirra erót- ískar, eða tæpa á slíkum yrkisefn- um. Þær bera með sér að Bragi er nærfærinn og flinkur teiknari. Myndir á borð við Eroica, nr. 3, en nafngiftin er án efa orða- leikur, sýna lipran leik línuteikn- ingar. Listasaga, nr. 3, erpersón- uleg úttekt á madonnumynd Munchs, að viðbættri forsögu- legri mynd af mannveru. Einhver skemmtilegasta myndin í möpp- unni er Snerting, nr. 6. Hún er snörp í lit og hugmyndarík og þar er erótíkin næmlegar útfærð en í öðrum myndum möppunnar. Þessar myndir eru aðeins brot af sýningunni, en sanna að Bragi hefur bætt við fyrri afrek á sviði þrykksins. Reyndar kemur í ljós að við nána athugun, að grafík- myndir Braga eru mun stærri þáttur í list hans, en menn al- mennt grunar. Allt frá byrjun sjötta áratugarins, hefur hann unnið fjölda mynda með ólíkri tækni og miklum árangri. Hvar- vetna sést að undirstaða alls þessa er teikningin, en hún hefur ávallt verið sterkasta hlið Braga. Þar hefur hann gengið í skóla hjá bestu listamönnum aldarinnar og eru áhrif Picassos áberandi, en einnig er greinilegt að innlendir listamenn hafa hér átt sinn hlut, svo sem Þorvaldur Skúlason. Á- hrif hans á yngri kynslóð lista- manna sem hóf feril sinn eftir stríð, verða seint ofmetin. í þessum verkum kennir margra grasa, en módelmyndir eru talsvert ábdrandi. Nótt, nr. 11 og Kvöld, nr. 12, báðar gerðar 1953, eru dæmi um bráðþroska skilning Braga á ætingartækni. Þá er expressiónisminn ljóslifandi í Ópinu, tréristu frá 1952. Fyrir- sætan, nr. 25 og Fuglinn í loftinu, nr. 52, frá 1956, sýna svipaðan skilning á steinþrykkstækninni. Einhver einfaldasta og jafnframt fegursta myndin frá þessum árum er Við gluggann, frá 1953. Þetta er trérista í nokkrum litum, þar sem efniviðnum eru gerð verðug skil. Undir lok áratugarins fara myndir Braga að nálgast ab- straktlistina, þótt enn séu þær hlutbundnar. Dauðinn í lífs- háska, nr. 10, Þrenningin, nr. 13 og Þursar, nr. 51, eru ætingar- myndir frá 1959, ferskar og per- sönulegar. Upp frá því verða myndir Braga óhlutbundnar og fækkar grafíkmyndunum svo ein- ungis eru fáeinar myndir frá næstu árum. Sveiflan, nr. 39, er þó gott dæmi um steinþrykks- tækni Braga á sjöunda áratugn- um, þar sem formskyn hans nýtur sín vel. Þessi sýning á verkum Braga, auk hinnar vönduðu grafík- möppu hans, er kærkomin þeim sem lítinn kost hafa átt á að fylgj- ast með þessari hlið á ferli hans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.