Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 1
þJÚÐVIUINN Eyjamenn sýndu góðan leik á Kópa- vogsvelli í gærkvöld og voru nálægt því aðsigra Jenaí UEF A-bikarnum. Sjál9 september 1983 miðvikudagur 207. tölublað 48. árgangur Iðnaðarráðherra fagnar álsamningunum Ótrúlegt afrek - Það er ótrúlegt afrek að ná þessum áfanga. Ég vil þakka nefndar- mönnum fyrir vaska fram- göngu“, sagði Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra á blaðamanna- fundi í gær þegar hann kynnti samninginn frá Zúrich ásamt Jóhannesi Nordal, Guðmundi G. Þórarinssyni og Gunnari G. Schram. - Ég er mjög sáttur við þennan samning, sagði Guðmundur G. Þórarinsson. - Jóhannes Nordal var einnig glaðbeittur þegar talað var um samninginn. Nordal lýsti því m.a. yfir að rekstrarhalli Landsvirkjun- ar ætti ekki rætur sínar að rekja til orkusölusamningsins við Alu- suisse. Batnandi og versnandi horfur Jóhannes Nordal sagði að á ár- unum 1979 til 1980 hefði verið góð afkoma í áliðnaði. Síðan hefði komið verulegt bakslag. En nú hefði álverð hækkað mikið og von- andi skapast við það batnandi markaðsaðstæður. Álverð hefur farið hækkandi og skiptir miklu uppá framhaldið. Á hinn bóginn kvað Guðmundur G. Þórarinsson áliðnaðinn vera að koma uppúr mestu kreppu þriggja áratuga óg þó að álverð væri á upp- leið væru álfyrirtækin með miklar skuldir á bakinu og því óvíst hvort þetta álverð héldist lengur. Að- stæður væru því lakari til samninga en áður fyrr. Þessu gerðu menn sér ekki grein fyrir. Iðnaðarráðherra sagðist setja markið hátt í komandi samninga- viðræðum við Alusuisse. „Ekki biðja mig um að útlista hver loka- mörkin eru hjá okkur. Það eru há markmið en ekki biðja mig um að nefna neinar tölur eða mills“, sagði Sverrir Hermannsson. - Ig- Sjá 3 íðnaðarráðherra: Éngar sprengi nefndir „Nei, stjórnarandstaðan þarf ekki að koma þar nærri“, sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra á blaðamannafundinum í gær þegar hann var inntur eftir því hvort full- trúar stjórnarandstöðunnar yrðu með í ráðum í framhaldsviðræðum við Alusuisse-hringinn. „Ég þarf engar sprenginefndir í þetta“, svaraði ráðherrann, en tók fram að stjórnarandstaðan fengi að fylgjast að einhverju leyti með. -Ig- Blaðauki um innréttingar og þá cinkum cldhús fvlgir blaðinu í dag. Þar eru við- töl við ýmsa sem smíða eða flytja inn eldhúsinnréttingar, viðlal við Þórð M. Þórðarson hjá Iðntæknistofnun og ým- islegar ráðleggingar til þeirra sem cru að hugsa um að fá sér eldhús- innréttingu. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra á blaðamannafundinum í gaer þar sem hann þakkaði samninganefndarmönnum fyrir vasklega framgöngu. Ljósm.: eik. Hægri bylgjan í Noregi hefur verið stöðvuð. Úrslitin í fylkis- og sveitarstjórn- arkosningunum eru túlkuð sent mótmæli gegn stefnu stjórnar Kárc Willoch. Hjörleifur Guttormsson um Zurich-samkomulagið Alusuisse nær kverkataki „Það er rétt, að það hefur alltaf verið hægt að ná samkomulagi á þessum nót- um“, sagði Hjörleifur Gutt- ormsson fyrrv. iðnaðarráð- herra er hann var spurður álits á þeim ummælum Sverris Her- mannssonar og Steingríms Her- mannssonar að semja hefði mátt uppá niðurstöðuna í Zur- ich fyrir tveimur til þremur árum. „Alusuisse hefur alltaf verið til viðræðu um þá for- múlu að skipta á sléttu, þó að þeim hafi raunar tekist að út- færa hana sér í hag 1975, þann- i ig að þeir tóku meira en þeir | gáfu, og virðist hið sama vera ! nú upp á teningnum.“ „Þetta bráöabirgöasamkomulag sem er hið háskalegasta miðaö við framtíöarhagsmuni okkar“, sagöi Hjörleifur ennfremur. „Raforku- verðiö hefur verið mest umtalaða atriðið í samningaþófinu við Alu- suisse og í þessum bráðabirgða- samningi er engin breyting tryggð á því til frambúðar, heldur aðeins tímabundið álag um eins árs skeið og málinu þannig komið fyrir að einmitt þetta atriði getur Alusuisse notað sem kverkatak í þeim samn- ingum sem framundan eru. Verði ekki gengið að kröfum þeirra um stækkun og lágt raforkuverð geta þeir þegar næsta vor hótað að fella þetta álag niður, og þá gildir samn- ingurinn frá 1966 óbreyttur hvað raforkuverðið snerti, en nýr eign- araðili gæti verið kominn inn í myndina þá þegar.“ Hjörleifur sagði að það sem þyrfti að gerast og reynt hefði verið að ná fram í sinni tíð sem iðnaðar- ráðherra væri að leiðrétta í reynd orkusölusamning Landsvirkjunar til álverksmiðjunnar í Straumsvík í núverandi mynd og færa hann á skömmum tíina að framleiðslu- kostnaðarverði: „Til þess þurfti pólitíska samstöðu hér innanlands, en þeir sem standa að ríkisstjórn nú köstuðu henni fyrir róða af mikilli glámskyggni eða annarlegum hvöt- um. Og nú rembast sömu mennirn- ir við að réttlæta þetta bráða- birgðasamkomulag, einkum orku- verðið, með tilvísunum í afbrigði- lega samninga erlendis, þegar þeir ættu að vera að búa sig í að fara í framhaldssamninga við Alusuisse, sem eiga að vera alvörusamningar að sögn. Meira að segja iðnaðar- ráðuneytið virðist nú henda á lofti upplýsingar sem Alusuisse hefur fóðrað menn á og þannig eru ís- lensk stjórnvöld að troða skóinn niður af sjálfum sér. Það er eins og þessum mönnum sé ekki sjálfrátt. Það er hinsvegar lítið verið að halda því á loft að álverð hefur tvö- faldast á heimsmarkaði og vel- gengni er nú slík í áliðnaðinum að hlutabréf í stóru álhringjunum Alc- an og Alcova hafa tvöfaldast í verði. Ég var að vænta þess að menn hefðu eitthvað lært af reynslunni frá 1966 og 1975, en svo virðist ekki vera. Sama tapliðið er sent út og kemur með svipaða niðurstöðu í þriðja sinn. Ég er því mjög svartsýnn á framhaldið." - ekh. Þvottahus ríkisspítalanna Utboð og uppsagnir Ákveðið hefur verið að bjóða út rekstur Þvottahúss ríkisspítal- anna að Tunguhálsi 2 í Reykjavík. Þar vinna á milli 80 og 90 manns og sagði talsmaður ráðuneytisins á fundi með starfsfólki fyrirtækis- ins í gær að ef af sölu þvottahússins yrði, þyrfti að segja starfsfólki þess upp störfum. Á fundi starfsmanna í gær kom fram megn andstaða gegn þess- um fyrirætlunum og var vel tekið undir mál formanna Starfs- mannafélags ríkisins og Starfsmannafélagsins Sóknar, þar sem þeir hvöttu starfsfólk tii að standa saman um að hrinda þessari aðför að hagsmunum sínum. -v. Sjá 24

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.