Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Sverrir ekki les- ið gögnin Vopnin safna ryki í skrifborði ráðuneytisins Samninganefndin ekki heldur séð skýrslu Coopers og Lybrant Frá blaðamannafundinum í gær, þarsem ráðherra og samninganefnd kynntu sín viðhorf til samkomulagsins frá Ziirich. (Ljósm.: -eik). Álsamningurinn að komast uppá yfirborðið Einleikur Alusuisse Alusuisse getur fengið raforkuna aftur á 6.5 mills ef fyrirtækinu líkar ekki niðurstaðan á næsta ári. Þessi frétt Þjóðviljans í gær var staðfest í fréttatilkynningum ríkisstjórnar- innar. Sjálft samkomulagið hefur ekki verið birt ennþá, en ríkis- stjórnin samþykkti það á fundi sín- um í gær. Stjórnin kynnti innihald samningsins á blaðamannafund- inum og í fréttatilkynningu. I sjálf- um samningnum sem Þjóðviljinn hefur komist yfir kemur fram að samningurinn veitir Alusuisse heimildir til stækkunar álbræðsl- unnar í Straumsvík, til að taka inn þriðja aðila í reksturinn og að verð- hækkunin sé „álag“ ofan á gildandi raforkuverð. Ráðstöfunum sem um ræðir í samningnum á milli Alusuisse og ríkisstjórnarinnar „er ekki ætlað að breyta neinum ákvæðum aðal- samningsins eða fylgiskjal fram yfir gildistíma samnings þessa“ segir í álpappírnum frá Ziirich. Síðan segir: „Þau ákvæði taka ekki öðr- um breytingum og skulu haldast í fullu gildi, og taka þau aftur fullt gildi, að því leyti sem þeim kann að vera breytt með samningi þessum, ef svo fer að samningi þessum verði slitið í samræmi við grein 4.4. hér á eftir“. I þeirri grein er svo sagt að annarhvor aðila geti sagt upp samkomulaginu með þriggja mán- aða fyrirvara hvenær sem er eftir að liðnir eru níu almanaksmánuðir frá undirritunardegi. Þar með er staðfest sem frá var sagt í Þjóðvilj- anurn í gær, að ef Alusuisse líkar ekki niðurstaða úr samningum, þá geti hringurinn sagt upp samkomu- laginu og keypt raforku á 6.5 mills einsog til þessa. Alusuisse fær forgjöf í þessu samkomulagi segir m.a.: „Aðilarnir staðfesta hér með gagn- kvæman áhuga sinn á því að stækka bræðsluna svo fljótt sem við verður komið um 80 megawatta málraun, sem svarar um það bil 40.000 árs- tonna afkastagetu“. Til þess að geta staðið við þessa stækkun þarf Landsvirkjun að framleiða meiri raforku, sem hefur mun hærra kostnaðarverð nú en raforkan frá Búrfellsvirkjun. Um leið er með þessu ákvæði tromp slegið úr hendi íslendinga til frek- ari samninga. Frá dótturfélagi til dótturfélags Þá segir orðrétt í samkomu- laginu: „Til að greiða fyrir stækk- un ÍSALs samþykkir ríkisstjórnin hér með að veita Alusuisse rétt til að gera eftirfarandi ráðstafanir, að áskildu samþykki Alþingis: (a) Að framselja hlutabréf sín í ÍSAL í heild eða að hluta til eins eða fleiri dótturfélaga sem eru og verða í einkaeign Alusuisse (bcint eða gegnum önnur dótt- urfélög í einkaeign) (b) Að selja og framselja allt að 50 af hundraði af hlutafjáreign sinni í ÍSAL (að meðtöldum hlutabréfum sem dótturfélög þess hafa eignast samkvæmt staflið (a) hér að ofan) til óskylds þriðja aðila, eins eða fleiri.“ í fréttatilkynningu frá ríkis- stjórninni og Alusuisse í gær um samkomulagið er hins vegar gefið í skyn að samningar um stækkun og heimild handa Alusuisse til að gefa fleirum kost á hlutabréfum, sé ein- ungis efni í framtíðarsamninga.' Hins vegar er getið um það í sjálfu samkontulaginu að ríkisstjórnin muni flytja frumvarp á alþingi í október næstkomandi um framsal á hlutabréfum. Engin verðhækkun heldur álag í fréttatilkynningunni er talað um álag ofan á núverandi raforku- verð til Alusuisse. í sjáifu samkomulaginu er talað um „við- bót“ en ekki verðhækkun, enda gæti viðbótin fallið úr gildi einsog áður er nefnt, ef Alusuisse þókn- ast. „Á undirritunardegi samnings þessa skal þessi viðbót hækkuð um 2,0 bandaríkjamill á kWst af af- hentri orku, þannig að verðið sem ÍSAL greiði Landsvirkjun nemi í heild 9,5 bandaríkjamillum kWst frá þeim degi að telja.“ Gerðardómarnir þrír Alusuisse-hringurinn og ríkis- stjórn íslands hafa orðið ásátt um að taka deilumál úr alþjóðlegum gerðardómi og skipa í staðinn þrjá gerðardóma. Þeir verða skipaðir á næstunni um eftirtalin mál: lagaleg ágreiningsefni varðandi túlkun samninga, skattatæknileg atriði og endurreikning á framleiðslugjaldi ÍSAL. Eftir stendur þá, að frá Zúrich kemur samkomulag sem felur í sér eftirgjöf íslendinga við Alusuisse um stækkun álversins, nýja hlut- hafa, og nýja gerðardóma. Á móti kemur tímabundið álag þannig að orkuverðið nemur 9.5 mills um leið og Alusuisse getur fengið álagið á brott, líki fyrirtækinu ekki niður- staða samninga á næsta ári. -óg. „Mér hefur ekki gefist kostur á að líta í hana, hún er svo nýlega koniin fram”, sagði Sverrir Her- mannsson á blaðamannafundi í gær aðspurður um endur- skoðunarskýrslu Coopers og Lyb- rants vegna ársreikninga álverk- smiðju Alusuisse í Straumsvík fyrir síðasta ár. Jóhannes Nordal forntaður ís- lensku álviðræðunefndarinnar upplýsti að viðræðunefndin hefði ekki fengið að sjá þessa skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins áður en haldið var til samninga við ráða- menn Alusuisse auðhringsins í Zúrich á dögunum. Þegar iðnaðarráðherra var spurður hvert innihald skýrslu Co- opers og Lybrant væri sagðist hann ekki vera tilbúinn að upplýsa blaðamenn um slíkt en það yrði gert fljótlega. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá því að skýrslan frá endurskoðun- arfyrirtækinu barst ráðuneytinu fyrir sl. mánaðamót, þ.e. áður en samninganefndin hélt til fundar í Zúrich. -lg Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Alþýðuflokkurinn lét vilja sinn í álmálinu í Ijós: Alþýðubandalagíð ófært „Við Alþýðuflokksmenn lögðum á það ríka áherslu að leysa þessi deilumál og að Alþýðubandalagið væri öfært um það”, sagði Eiður Guðnason í Alþýðublaðinu í gær um frammistöðu sína á fundi með iðnaðarráðherra um álsamninginn nýja. Iðnaðarráðherra hafði boðað fulltrúa stjórnarandstöðunnar á sinn fund, einn í einu, og upplýst urn bráðabirgðasamkomulagið. Eiður Guðnason sem nú gegnir þingflokksformennsku í Alþýðu- flokki notaði tækifærið og lýsti þeirri skoðun Alþýðuflokksins að Alþýðubandalagið væri ófært um að höggva á hnútinn í viðskiptun- um við Alusuisse. Málefnalegt framlag Alþýðu- flokksins til bráðabirgðasamkomu- lagsins var því ofanritað auk þess sem eftirfarandi setning flaut í kjölfarið um Alþýðubandalags- menn: „En þeir gerðu minna en ekki neitt í því að ná fram hags- munum íslands”. Eins og kunnugt er stóð Alþýðu- flokkurinn einnig að því ásamt hin- um álflokkunum á alþingi sl. vetur, að setja fram tillögu um nefnd til samninga við Alusuisse eins og nú hefur orðið raunin á. -óg Bráðabirgðaverð á lambakjöti: Um 17%hækkun Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið verð á nýju lamba- kjöti sem gilda á út septembermán- uð, en þá tekur nýtt verð gildi. Sé miðað við smásöluverð á heilum skrokkum hækkar verð á nýslátr- uðu um 17%, kílóverð í 1. flokki var í ágústmánuði 99,75 krónur en hækkar nú upp í 116,90 krónur. í 2. flokki hækkar verðið úr 94,10 krónur hvert kíló í 110,70 krónur og 3. flokks kjöt hækkar úr 81,05 kr. í 96,35 kr. Stjörnuflokkur hækkar úr 104,15 kr. frá því í ágúst í 122,05 krónur. Allmiklar birgðir eru til af lamba- kjöti frá því í fyrra, samkvæmt upp- lýsingum sem Þjv. aflaði sér hjá Gunnari Guðbjartssyni fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins munu þær vera á bilinu 2,2-2,4 þús. tonn, en slátur- tíð í fyrra gaf af sér unt 11,5 þúsund tonn. Nýtt verð á gömlu lambakjöti tók gildi í byrjun þessa mánaðar en samkvæmt því er kílóverðið 79,30 krónur í 1. flokki, 75,20 krónur í 2. flokki og 68,60 krónur í 3, flokki. Lærið hækkar úr 127,30 kr. frá því í ágúst í 145,95 kr. Meira bákn í BÚR A fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld kcmur til af- greiðslu tillaga Sjálfstæðismanna um að gefa borgarstjóra heimild til þcss að segja upp tveimur for- stjórum BÚR og ráða í staðinn einn forstjóra og fjóra framkvæmda- stjóra. Fulitrúar minnihlutans telja að með samþykkt hcnnar sé verið að margfalda báknið hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur. Borgarstjóri vill fá heimild til þess að segja upp Björgvini Guð- ntundssyni og Einari Sveinssyni, og ráða í staðinn forstjóra og fram- v kvæmdastjóra fyrir fjórum deildum í BÚR. Hjá minnihluta- mönnum í borgarstjórn hefur kom- ið fram það sjónarmið að engin sýnileg ástæða sé fyrir breytingu á stjórnarháttum í BÚR. Fyrirtækið sé í hópi best reknu fiskvinnslufyr- irtækja á landinu, og taprekstur þess stafi eingöngu af miklum fjár- magnskostnaði vegna nýrra tog- ara, sem þó eru meðal aflahæstu skipa landsins. Sú skipán á yfir- stjórn sem er í Bæjarútgerðinni sé mjög algeng í fiskvinnslufyrirtækj- um á landinu. - ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.