Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. september 1983 Sultartangastíflan langstærsta framkvæmd sem íslenskt fyrirtæki hefur tekið að sér Höfum vel segir Aðalsteinn Hallgrímsson verkfræðingur, staðarstjóri Hagvirkis h/f við Sultartangastíflu „ Þessar framkvæmdir okkar hér á Sultartangasvæðinu þjóna þrenns konartilgangi. í fyrsta lagi þá myndast hér 18 ferkm. stórt miðlunarlón sem á að koma í veg fyrir ístruflanir við Búrfellsvirkjun en vegna þeirra hefur tapast mikið af vatni við ísskolun. í öðru lagi verður hægt að jafna rennsli til Búrfellsvirkjunar úr þessu lóni og það er mikill kostur, en nú er engin miðlun í Þjórsá á þessu svæði. Þessi framkvæmdeykurorkuvinnslu Landsvirkjunarkerfisinsum 130 gígawattstundir. í þriðja lagi er þetta lón hugsað sem inntakslónfyrirvæntanlegaSultartangavirkjun. Stíflugerðin hérer því mjög hagkvæmur virkjunarkostur”. Það er Aðalsteinn Hallgrímsson verkfræðingur og einn eigenda Hagvirkis h/f sem hefurorðið. Hagvirki er langstærsti verktakaaðili við Sultartangastíflu. Sér um gerð 6 km langs stíflugarðs, 300 m langs aðfallsskurðar og lokuvirkis fyrir lokubúnað sem Rafaf l/Stálafl sér um uppsetningu á. Hagvirki hefur tekist á hendur stærsta verkefni sem innlentverktakafyrirtæki hefurráðistí. Ávegumfyrirtækisins hafa um 350 manns starfað við Sultartangavirkjunina í sumar undir yfirstjórn Aðalsteins Hallgrímssonar staðarstjóra. Tungnaá og Þjórsá veitt saman „Viö byrjuðum hér í fyrravor meö því að veita Tungnaá yfir í Þjórsá. Þá var byggð brú á farveg Tungnaár á þurru og gengið frá þéttiskurði yfir farveginn. Að því loknu var dæminu snúið við og Þjórsá og Tungnaá veitt báðum undir brúna. Nú er komið í stíflug- arðinn um 1.5 miljónir rúmmetra en verða 2 miljónir í allt. Samhliða fyilingunum er unnið að þéttingu í skurði ofan stíflunnar og að bygg- ingu lokuvirkisins." Hvernig hafa áætlanir staðist hiá ykkur? „Miðað við að verulegar breyt- ingar hafa orðið á forsendum hefur þetta alveg staðist þokkalega. Annars hefur rigningin farið illa með okkur eins og bændurna. Við höfum orðið fyrir skakkaföllum og dregist dálítið aftur úr vegna þess að jarðvatn hefur stigið um allt svæðið. Hér höfum við því þurft að koma upp geysilega öflugum dælu- búnaði til að koma jarðvatninu burt. Þetta hefur valdið okkur verulegu tjóni en þau mál eru óuppgerð við Landsvirkjun." 350 í vinnu hjá Hagvirki Það er mikið unnið hér uppfrá? „Já, hér eru núna á okkar vegum um 350 manns en í fyrra vorum við 240. Það er keyrt áfram allan sólar- hringinn alla daga vikunnar, en við reiknum með að skila af okkur á þessuári. Við verðumaðfyllauppí garðinn fram í október og þá er eftir að ganga frá og ljúka grjót- vörn utan á stíflugarðinn.” Það vekur eftirtekt hversu vel þið eruð búnir tækjum. Er þetta ekki dýrt fyrirtæki? „Það er geysilegur tækjafloti sem þarf í framkvæmd sem þessa og það er forsendan fyrir því að innlendir verktakar ráði við verk sem þetta, að þeir hafi yfir góðum tækjabúnaði að ráða. Þessi stíflu- gerð hér er langstærsta verkefni sem íslenskur aðili hefur tekið að sér sem aðalverktaki. Sem dæmi um tækjaflotann get ég nefnt að við erum hér með 25 vörubíla og bíla með tengivögnum allt frá 35 tonna grjótflutningabílum yfir í stærstu vörubíla sem sjást á götunum þ.e. 13-15 tonna bíla. Þá erum við með 10 jarðýtur, og sú stærsta er 55 tonn. Til að halda þessum tækja- flota að verki allan sólarhringinn alla daga höfum við komið hér upp stórp verkstæði þar sem starfa 30 manns. Það skiptir ekki litlu máli að halda öllum þessum lykiltækj- um gangandi og því höfum við um- fangsmikið eftirlit og viðhald með þessum tækjaflota. Það erekki lítið álag á þessum tækjum, t.d. aka sumir bílarnir um 15.000 km á mánuði með fyllingarefni í garðinn hér á svæðinu. Það eru þrír menn sem skiptast á að stjórna tækjunum á 8 tímavöktum svo þau stoppa aldrei allan sólarhringinn, nema í kaffitímum”. Víða komið við Þið leggið greinilega mikið upp úr því að fá sem mesta nýtingu út úr vinnutækjunum. Hluti af þessum tækjum voru við vinnu í Olafsvíkurenni í vor, ekki satt? „Sultartangastíflan er fyrsta stórverkefnið sem fyrirtækið fæst við. Fjárfestingar í tækjum hafa því verið miklar og við því reynt að ná fram sem bestri nýtingu á þessum tækjum. í vor fórum við t.d. með öflugan tækjaflota í framkvæmd- irnar í Ólafsvíkurenni og vegna þess hversu stór vinnutæki við. höfum til umráða gátum við veitt veruiegan afslátt af tækjaleigu við ffér ségt vel yfír vinnusvæðið. Myndin er tekin ofan af Sandafelli og horft í austur. Meðan verið er að fullgera lokuvirkið er Þjórsá veitt í farveg Tungnaár þar sem gatið er á stíflugarðinum vinstra megin á myndinni. Mynd -eik. Botnrásarskurðurinn er 300 metra langur og 30 metra djúpur. Bergið er klætt með neti og steypt utan á það. Hér verður vatninu hleypt úr miðlunarlóninu í gegnum tvöfalt lokukerfí. Yfir vetrartímann er vatninu hleypt undan íshcllunni á lóninu og komið í veg fyrir ístruflanir við Búrfell. Mynd - eik. ráðið við þetta þessar framkvæmdir, og unnið verkið utan háannatímans”. Þið eru með traustan og góðan mannskap á þessi tæki? „Við höfum mjög góðu starfs- fólki á að skipa og við höfum viljað sjá til þess að þeir sem starfa fyrir okkur hafi gott atvinnuöryggi, en sveiflur vilja vera mjög tíðar í verktakastarfsemi. Það er erfitt að reka fyrirtæki sem leggst í dá alltaf annað slagið. Þegar þessu lýkur hér þá verður stærsta verkefnið að taka tækjaflotann í gegn og ljúka grjót- vörn í nýja Ólafsvíkurennisvegin- um. Þá erum við að byggja fjölbýl- ishús í Hafnarfirði og raðhúsa- lengjur, og svo erum við auðvitað að reikna út Blöndu.” Sjáum ekki eftir laununum Eru góð launakjör í verktaka- vinnu sem þessari? „Launakostnaður er tiltölulega lítill hjá okkur eða 27-28% af heildarkostnaði, þar sem við erum með það stórvirkan og dýran tækjaflota. Þeir sem starfa hér á tækjum eru með þetta frá 10-15 þúsund krónur í laun á viku. Sumum finnst þetta sjálfsagt háar upphæðir miðað við laun í byggð, en menn verða að taka með í reikninginn að hér liggur mikil vinna að baki og þessir menn eru frá sinni fjölskyldu langtímum saman. Við sjáum ekki eftir laununum þeirra. Hér er unnið á 8 tíma hlaupandi vöktum alla daga vikunnar. Menn vinna í 6 daga og fá síðan frí í 3. Þetta verða því níu 8 tíma vaktir á 6 dögum 50-60 stunda vinnuvika.” Hcfur þetta verið slysalaust verk hjá ykkur? „Sem betur fer höfum við slopp- ið við allt alvarlegt í þeim efnum. Við höfum verið mjög stífir á því að menn hér noti öryggishjálma og ég er ekki frá því, að hér hefðu orðið tvö banaslys ef menn notuðu ekki hjálma. Nú fyrir aðeins nokkrum dögum fékk smiður sem vann í botnrásinni planka í hausinn svo öryggishjálmurinn sem hann bar á höfðinu sprakk. Maðurinn var hins vegar stálheill á eftir. Eg held að menn séu farnir aö skilja nauðsyn þess að vera vel vak- andi fyrir sínum öryggismálum. Við komum stífu eftirliti á þegar við unnum við Hrauneyjarfossvir- kjun og þetta er allt á réttri leið. Algengustu slysin hér eru að- skotahlutir sem menn hafa fengið í augun, af smergeli eða sement. Menn passa ekki nægilega vel upp á augun. Aðalstcinn Hallgrímsson verkfræðingur og staðarstjóri Hagvirkis við Sultartanga: Mikílvægt að innlendir aðilar geti unnið þessi stórverkefni. Mynd -eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.