Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Viðtal Austurlands við Halldór Árnason formann stjórnar Kísilmálmverksmiðjunnar h/f. Kísilmálmvinnslan h/f sem formlega var stofnuð sem hlutafélag með 25 miljón króna framlagi ríkisins í júní á síðasta ári vinnur nú samkvæmtframkvæmdaáætlunaðundirbúningibyggingar Kís- ilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð. Lögin sem sett voru um verk- smiðjuna í síðasta alþingi gera ráð fyrir að ríkið eigi meirihluta í henni, en Hjörleifur Guttormsson fráfarandi iðnaðarráðherra hafði forustu fyrir málum Kísilmálmverksmiðjunnaráalþingi. Fljótlega eftir stjórnarskiptin í vor skipaði Sverrir Hermannsson núverandi iðnaðarráðherra stjóriðjunefnd og tilnefndi síðar tvo fulltrúa úr þeirri nefnd þá Birgi ísleif Gunnarsson og Guðmund G. Þórarins- son og að auki tilnefndi ráðherra stjórnarmenn í stjórn Kísil- málmvinnslunnar þá Geir Haarde og Axel Gíslason í nefnd sem á að endurskoða eignarform í verksmiðjunni og hanna hugsanlega eignaraðild útlendinga. Ekkertsamráð hefurverið haft viðstjórn verksmiðjunnar um þessi efni. Halldór Árnason hagfræðingur er formaður stjórnar Kísilmál- mvinnslunnar. Eftirfarandi viðtal um stöðu verksmiðjumálsinsog verkefni stjórnarinnar birtist við Halldór í Austurlandi, málgagni AlþýðubandalagsinsáAusturlandinúfyrirskömmu. Á þessum stað við utanverðan Reyðarfjörð mun Kísilmálmverksmiðjan rísa. Áætlað er að útboð vegna jarðvegsvinnu geti farið fram um áramótin næstu. Kísilmálmverksmiðjan gæti hatíð framleiðslu um áramótm 1986-87 - Hver var í aðalatriðum staða undirbúnings að verksmiðjunni við stjórnarskiptin nú í vor? - Þá var verið að ljúka samning- um við þýska fyrirtækið Demag um kaup á vélum og búnaði fyrir um 400 milljónir kr. Þessir samningar áttu sér langan aðdraganda, en norska fyrirtækið Elkem bauð einnig búnað í verksmiðjuna. Stjórn félagsins tókst að ná fram verulegum verðlækkunum, sem sýna hvers virði það er að halda öllum þráðum í okkar höndum. Annar undirbúningur stóð einnig mjög vel, enda hefur mikið starf verið unnið við undirbúning verks- miðjunnar, fyrst af verkefnisstjórn iðnaðarráðuneytisins og síðan á vegum núverandi stjórnar félags- ins. Erlend eignaraðild ekki æskileg - Telur þú erlenda eignaraðild nauðsynlega eða œskilega? - Þær athuganir sem gerðar hafa verið á vegum stjórnar félagsins sýna að erlend eingaraðild er alls ekki nauðsynleg. Sýnt hefur verið framá að nauðsynlegrar tækni og rekstrarþekkingar er auðvelt að afla bæði hér innanlands og er- lendis. Mikilvægasta þekkingin og þjálfun starfsmanna verksmiðj- unnar fylgir raunar með í kaupum á vélum og búnaði. Erlend eignarað- ild er að mínu mati ekki heldur æskileg. Raunar tel ég áð fyrir þeim sem predika um erlenda eignaraðild sé líkt komið og þeim sém í byrjun aldarinnar vildu láta erlenda aðila byggja upp og eiga sjávarútveg á íslandi. Nýting ork- ulindanna nú er hlutfallslega minna átak fyrir íslendinga en upp- bygging sjávarútvegs var þá. Tengsl við viðskiptavini - Hvað um markaðsmálin, sem oft eru talin Prándur í Götu? - Hverjum myndi detta í hug að afhenda sölu fiskafurðanna í hend- ur útlendingum? Ætli mönnum fyndist ekki að við værum að selja úr okkur sálina? Markaðssetning afurða kísilmálmverksmiðjunnar er auðvitað ekkert einfalt mál, en þetta er bara eitt af þeim verkefn- um sem við þurfum að takast á við. Um er að ræða opna markaði, svo salan verður okkur ekki Þrándur í Götu. Við þurfum hinsvegar að byrja nú þegar að koma á tengslum við væntanlega viðskiptavini okk- ar, kynnast þörfum þeirra og hverj- ar eru sterku og veiku hliðar kepp- Ályktun aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um málefni Kísilmálmvinnslunnar h/f Framgangur málsins verði ekki tafinn Eftirfarandi ályktun var gerö á aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi sem haldinn var á Seyöis- firði í lok ágúst sl. „Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins og iðnaðarráð- herra að beita sér fyrir afgreiðslu málefna Kísilmálmvinnslunn- ar á Reyðarfirði á Alþingi í haust, og væntir þess, að sú könnun sem nú ferfram á eignaraðild erlendra aðila verði ekki látin tefja framgang málsins. Jafnframt ítrekar fundurinn þá ósk sína að hluti af aðstöðugjaldi verksmiðjunnar renni til Iðnþróunarsjóðs Austurlands." —í--------i-----I—ili------------------- inautanna, til að geta byggt upp sem allra traustast markaðskerfi. Hvort við síðan veljum að hafa samvinnu við aðra aðila um dreif- ingu kísilmálmsins á eingöngu að vera spurning um hagkvæmni. - Hvaða orkuverð er reiknað með að verksmiðjan greiði? - í arðsemisútreikningum er gert ráð fyrir að verksmiðjan greiði 18 mill (um 50 aura) á kílówatt- stund. Samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun gaf verksmiðju- stjórninni er framleiðslukostnaður frá nýjum virkjunum áætlaðar 18- 22 mill. Með þessu raforkuverði getur verksmiðjan skilað góðri arð- semi. Stóriðja sem ekki stendur undir kostnaði við framleiðslu á rafmagni hennar vegna getur varla talist þjóðhagslega hagkvæm. Fullkomnar mengunarvarnir - Er ekki mengunarhœtta af þessum rekstri? - Gert er ráð fyrir mjög fullkomnum mengunarvarnarbún- aði við verksmiðjuna, svo ekki verður um neina sýnilega mengun að ræða. Brennisteinsoxíð munu hins vegar berast út í andrúmsloftið í álíka mæli og ef um fiskimjöl- sverksmiðju væri að ræða, svo mengun frá verksmiðjunni má líkja við fiskimjölsverksmiðju þar sem hvorki stigi upp gufa né lykt fynd- ist. Til skamms tíma olli urðun á ryki sem hreinsað var úr útblást- ursloftinu vandamáli en nú er það orðið að markaðsvöru, svo búast má við að sala á ryki eða kísildufti, eins og það kallast nú, geti orðið Halldór Árnason formaður stjórn- ar Kísilmálmvinnslunnar h/f. töluverð búbót fyrir verksmiðjuna. - Hvenœr gœtu framkvœmdir hafist og hvenœr gœti verksmiðjan í fyrsta lagi hafið rekstur? - Framkvæmdir geta ekki hafist fyrr en Alþingi hefur staðfest fyrri ákvörðun um að byggja verksmiðj- una. Þingsályktunartillaga þar um, sem Hjörleifur Guttormsson þá- verandi iðnaðarráðherra flutti á I síðasta þingi fékkst ekki afgreidd fyrir þinglok. Þar sem núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að þing komi ekki saman fyrr en í október nk. má ljóst vera að framkvæmdir geta ekki hafist fyrr en vorið 1984, en þá ætti framleiðsla í verksmiðj- unni að geta hafist nálægt ára- mótum 1986 - 1987. Hagsmunir heimamanna - Hvernig er háttað samvinnu milli stjórnar verksmiðjunnar og heimamanna? - Stjórn verksmiðjunnar vill kappkosta að ná sem bestu sámkomulagi við heimamenn um lausn sameiginlegra hagsmuna- mála, en þar er af mörgu að taka. Þessi mál eru nú í áframhaldandi | athugun bæði hjá sveitarstjórnun- um á Reyðarfirði og Eskifirði og hjá Kísilmálmvinnslunni. Æskilegt er að rekstur verksmiðjunnar verði eins lítill hluti af atvinnurekstri í þessum bæjarfélögum og hægt er og sem mest af þjónustu við hana færist út í samfélögin í kring. Til að svo megi verða þurfa heimamenn að taka þessi mál í sínar hendur, en Kísilmálmvinnslan getur stutt þá með ýmsu móti. Ekki er því ástæða til að ætla annað en samvinna þess- ara aðila geti orðið góð. (Millifyrirsagnir eru Þjóðviljans) Félag talkennara og talmeinafrœðinga Misskilningur leiðréttur Þann 25. ágúst s.l. birtist í Þjóð- viljanum viðtal við Guðrúnu Sig- urðardóttur undir fyrirsögninni „Af talmeinafræði“. Það kom fram í viðtalinu að Guðrún stundar nú nám í talmeinafræði við háskólann í Padova á Ítalíu. Er þetta athyglis- vert og ánægjulegt og er vonandi að Guðrún komi hingað til starfa strax að námi loknu. - En þar sem mér virðist gæta nokkurs misskiln- ings í þessu viðtali bið ég blaðið að koma eftirfarandi upplýsingum til lesenda blaðsins. Hér á landi eru nú starfandi á milli 25-30 talkennarar og tal- meinafræðingar, sem starfa bæði innan menntakerfisins og á ■. úkra- stofnunum. Hér á landi er ekki hægt að fá þessa menntun og verð- ur því að sækja hana erlendis. Um tvær námsleiðir er að velja: 1. í almennum háskólum í flestum löndum hér nærri okkur er námsbraut í talmeinafræði og tekur það nám yfirleitt 3 ár eftir stúdentspróf. Af lýsingu Guð- rúnar er sýnt að hún er í slíku námi á Ítalíu. í háskólum á Norðurlöndum er þessi fræði- grein nefnd logopædi. 2. Kennarar með kennarapróf og fóstrur með próf frá Fóstur- skóla íslands geta eftir nokk- urra ára starfsreynslu í sínum starfsgreinum sótt um 2ja-3ja ára framhaldsnám í logopædi við nokkra kennaraháskóla á Norðurlöndum og fengið starfs- heitið logopæd. Þeta nám er rnjög umsetið og er erfitt að komast í það. í þessu síðara námi eru tekin próf í öllum þeim greinum, sem Guðrún telur upp og verkleg kennsla fer frarn bæði á sjúkra- stofnunum, þar sem unnið er m.a. afasíur bæði hjá fullorðnum og börnum, raddveilur, holgóma börn og fl. og í skólum og dagvistunar- heimilum, þar sem unnið er með börn með seinan málþroska, stam, framburðagalla og fl. Það er eðlilegt að kennarar, sem 'koma heim eftir slíkt framhalds- nám fari aftur út í skólakerfið og nýti krafta sína þar, að fóstrurnar fari út á dagheintilin og að þeir, sem hvorki eru menntaðir, sem kennarar né fóstrur starfi á öðrum vettvangi t.d. á sjúkrahúsum og á öðrum stofnunum innan heilbrigð- iskerfisins. í raun vantar okkur samheiti á íslensku fyrir þessa starfsgrein en reglan hefur verið sú að þeir, sem ráðast til skólanna fái starfsheitið talkennari þ.e.a.s. hafi þeir kenn- araréttindi fyrir, en þeir sem ráðnir eru til starfa hjá heilbrigðisstofn- unum hafa fengið starfsheitið tal- meinafræðingur. Eins og ég nefndi áður vona ég að Guðrúnu farnist vel í náminu og að hún komi til okkar í starf sem fyrst að námi loknu. Friðrik Rúnar Guðmundsson form. Félags talkennara og talmeinafræðinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.