Þjóðviljinn - 05.10.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Qupperneq 7
V V fi 5 *, ^ -\ y'; t1 | | »-'v • » i. f •, i i'« kl.jV.r *• f) ■' Miðvikudagur 5. öktóber 1983 ÞJCHÖVILJINN - SIÐA 7 Spánn undir stjórn sósíalista Nú er um það bil eitt ár liðið síðan Sósíalistaflokkur Spán- ar, undirforystu Felipe Gonz- alez, vann einhvern stærsta kosningasigursem sögurfara af á Vesturlöndum hin síðari árin. Flokkurinnfékk53% at- kvæða og vel á annað hundr- að þingsætameirihlutaí spænska þinginu Cortes, en hafði áður verið flokkur með um 20% atkvæða á bak við sig. Ástæðurnar fyrir þessum mikla og óvænta sigri flokksins eru fleiri en ein, en þó mun tvennt hafa vegið þyngst. í fyrsta lagi hafði ríkisstjórn Miðflokkabandalags- ins, sem setið hafði við völd frá árinu 1977, en þá var kosið í fyrsta sinn að Franco gamla gengnum, mistekist eða gefist upp við flest það sem hún reyndi í framfaramálum á Spáni. Atvinnuleysi var meira en í öðr- um löndum Evrópu, eða um 30% vinnufærra manna, verðbólga Spánn er enn fyrst og fremst landbúnaðarland og þorp landbúnaðarverkamanna eins og þetta á myndinni skipta þúsundum á Spáni. Ferðamannastraumurinn til Spánar færir þjóðinni um 37% af gjaldeyristekjum hennar, enda komu 40 miljónir ferðamanna til Spánar 1982. Nú er lögð mest áhersla á að efla hverskonar iðnað í landinu. „Það er stjórnað44 meiri en dæmi voru um áður á Spáni eða allt að 25% á ári þegar hún var mest. f annan stað er Fel- ipe Gonzalez án vafa glæsilegasti stjórnmálamaður Spánar í dag, auk þess að vera mælsku- snillingur og einstaklega sannfærandi. Auk þess virðist hann hafa óvenju mikið starfs- þrek, sem kom m.a. fram í því að í kosningabaráttunni í fyrra vann hann dag og nótt í marga mánuði. Hann heimsótti allar stærstu borgir landsins, og flestar þær minni líka, hélt fundi um allt land og mun enginn annar stjórnmála- maður hafa farið jafn vítt yfir í kosningabaráttunni oghann. Þar við bættist svo að málflutningur hans þótti mjög skynsamlegur miðað við ástand mála í landinu, laus við glamuryrði og fyrirfram vonlaus kosningaloforð. Felipe Gonzales, forsætisráð- herra Spánar. Og hvað hefur svo gerst? Þetta er eðlileg spurning, eftir að stjórn Felipe Gonzalez hefur setið að völdum í tæpt ár. Svo sannarlega hefur margt gerst á þessum tíma á Spáni. Samherjar hlaða hann og ríkisstjórn hans lofi, en ef maður spyr andstæð- inga hans þá svara þeir „það er stjórnað á Spáni núna“. Flestir sem rætt er við um þetta mál á Spáni telja að Sósíalistaflokkur- inn hafi aukið fylgi sitt frá því í fyrra, svo mörgum góðum málum hafi hann komið í höfn. Þegar Gonzalez tók við í fyrra var hann sem fyrr segir, atvinnu- leysið um 30% og verðbólgan 22%. Á innan við einu ári hefur stjórninni tekist að koma verð- bólgunni niður í 13% og því er spáð að hún verði komin niður í 8% í byrjun næsta árs. Þar að auki hefur atvinnulausum fækk- að á Spáni, að vísu ekki mikið, en það stefnir í rétta átt, eftir að atvinnuleysið hafði aukist jafnt og þétt næstu árin á undan. Þá hefur stjórninni orðið mjög vel ágengt við lausn vandamála sem fyrir voru á heilbrigðis- og fé- lagsmálasviðinu. En mest áber- andi hefur þó verið hvernig stjórnin hefur verið að hreinsa til í þeirri gífurlegu spillingu sem ríkt hefur á öllum sviðum efnahags- og atvinnurekstrar á Spáni, sem er arfleifð frá tímum Francos. Frægasta dæmið þar um er yfir- taka stjórnarinnar á risafyrirtæk- inu Rumansa sem er eitt allra stærsta fyrirtæki og auðhringur Spánar. Rumansa á, auk hundr- uða fyrirtækja, tvo af stærri bönkum landsins og eigendur þess léku þann leik að taka allt fé sem inn kom hjá fyrirtækinu og flytja það í svissneska banka. Greinilegt var að þeir ætluðu sér að láta fyrirtækið „rúlla“ eftir að hafa blóðmjólkað það og komið peningunum undan til Sviss. Ef Rumansa hefði farið yfirum er talið að það hefði leitt til þess að yfir ein miljón manna hefði misst atvinnu og framfæri sitt. Ríkis- stjórnin sagði þegar hún yfirtók fynrtækið, að Spánn hefði ekki efni á því að Rumansa hætti störf- um. Hún sagði ennfremur að koma ætti fyrirtækinu á réttan kjöl, til þess þyrfti mikið fé, en þegar þeirri viðureisn væri lokið gætu eigendur þess fengið það aftur í hendur - en aðeins gegn því að greiða til baka hvern ein- asta peseta sem ríkissjóður hefði lagt til endurreisnar þess. Sú endurreisn stendur nú yfir. Að vekja traust Þótt yfirtaka Rumansa sé lang stærsta málið sem upp hefur komið í upprætingu spillingar, var raunar á sínum tíma heims- frétt, þá hefur verið hreinsað til á mörgum fleiri stöðum og því verki er hvergi lokið. Það tekur lengri tíma en eitt ár að hreinsa til í jafn stóru landi og Spáni, eftir40 ára spillingu og einræði Francos og fylgifiska hans. Því er spáð að með því að uppræta þessa spill- ingu, muni ríkisstjórn Sósíalista takast að vekja traust erlendis og með því móti tekja áhuga er- lendra fyrirtækja á því að leggja fé í atvinnurekstur á Spáni. Flest- ir Spánverjar eru sammála unt það að nauðsyn beri til að fá er- lent fjármagn til landsins, með öðrum hætti verði ekki unninn sigur á atvinnuleysinu. Þá má og geta þess að Spánverjar hafa sótt um inngöngu í EBE og eru nú á svokölluðum biðtíma í því máli, en margir eru bjartsýnir á betri tíð, fái Spánn inngöngu í banda- lagið. Það mun vera nokkuð þungt fyrir fæti hjá Spánverjum að komast þárna inn, vegna and- stöðu Frakka og ítala, sem óttast samkeppnina á vínmarkaðnum og er víst ekki bætandi á þá sem fyrir er, milli þessara tveggja þjóða. Spánverjar eru, eins og ef- laust flestir vita, álíka stórir vín- framleiðendur og ítalir og Frakk- ar. Fullyrða má að framvindu mála á Spáni næstu árin verður áhugaverð, ekki síst fyrir evróp- ska vinstrimenn, sem, ef allt fer fram sem horfir, geta mikið af spönskum sósíalistum lært. - S.dór. Undanúrslit um helgina Undanúrslit Bikarkeppni Bridge- sambands íslands verða á laugar- daginn nk., í Hreyfils-húsinu v/ Grensásveg. Þá spila saman sveitir Ólafs Lárussonar (Hermann Lár- usson, Hrólfur Hjaltason og Jónas P. Erlingsson) gegn Sævars Þor- björnssonar (Jón Baldursson, Hörður Blöndal, Sigurður Sverris- son og Valur Sigurðsson) og Karls Sigurhjartarsonar (Ásmundur Pálsson, Guðlaugur R. Jóhanns- son og Örn Arnþórsson) gegn Gests Jónssonar (Sverrir Kristins- son, Jón P. Sigurjónsson og Sigfús Ö. Árnason). Leikirnir hefjast kl. 13.00 og verða spiluð 48 spil milli sveita. Sigurvegararnir úr þessum tveim leikjum spila síðan til úrslita á sunnudag á sama stað og veröur sá leikur sýndur á sýningartöflu. Áhorfendur eru velkomnir. Afmœlismótið á Selfossi Spilarar eru minntir á að láta skrá sig hið allra fyrsta í afmæli- smótið mikla á Selfossi, sem haldið verður laugardaginn 15. október nk. 4o pör taka þátt í mótinu, sem verður barometer og 2 spil millj para. Góð peningaverðlaun eru í boði. Skráningarlistar liggja fram- mi í félögunum í Reykjavík, t.d. B.R. í kvöld. Frá Bridgefélagi V-Hún. Hvammstanga Vetrarstarfið hófst 20.9 með tví- menningi. Úrslit: 1. Örn - Einar 126 2. Unnar - Ragnhciður 119 3. Aðalbjörn - Sverrir 117 Meðalskor 108. 27.9 var einig spilaður tvímenn- ingur, úrslit: 1. Karl - Kristján 101 2. Eggert K - Flemming 90 3. Baldur - Eggert L 87 Meðalskor 84. Hið vinsæla Guðmundarmót fé- lagsins,boðsmót með þátttöku 28 para, verður haldið 29.10 nk. Stjórn félagsíns skipa nú Örn Guðjónsson, Flemming Jessen og Eggert Ó. Levy. Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Urslit í eins kvölds tvímennings- keppni mánudaginn 26.9 sl. urðu: Aðalsteinn Jörgensen - Ólafur Gíslason 256 Sigurður Steingrímsson - Sigurður Aðalsteinss. 241 Dröfn Guðmundsdóttir - Einar Sigurðsson 223 Eysteinn Einarsson - Ragnar Halldórsson 222 Jón Gíslason - Sigurður Lárusson 221 Aðaltvímenningskeppni félags- ins hófst sl. mánudag. Keppnis- stjóri félagsins er Hermann Lárus- son. Frá Bridgefélagi Kópavogs Sl. fimmtudag átti að hefjast haust-tvímenningskeppni félags- ins, en vegna lélegrar þátttöku var honum frestað um eina viku. (Hefst semsagt á morgun, allir velkomnir). Þess í stað var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 12 para. Úrslit urðu þessi: Grímur Thorarensen - Guðmundur Pálsson 188 Sigurður Sigurjónsson - Júlíus Snorrason 182 Þórir Sveinsson - Jónatan Líndal 176 Björn Halldórsson - Hrólfur Hjaltason 174 Gamlir sem nýir félagar eru hvattir til að mæta á morgun. Keppnisstjóri er Hermann Lárus- son. Tekið skal fram að spila- menn skan hefst kl.20.Spilað er í Þinghól v/Hamraborg. Frá Breiðfirðingum Úrslit á 3. kvöldi tvímenning- skeppni deildarinnar (42 pör)urðu: A> Birgir ísleifsson - Karl Stefánsson 201 Guðlaugur Nielsen - Óskar Þráinsson 191 Hans Nielsen - Lárus Hermannsson 184 B) Ragnar Björnsson - Eiríkur Bjarnason 209 Guðjón Kristjánsson - Þorvaldur Matthíasson 183 Baldur Árnason - Svcinn Sigurgeirsson 182 C) Árni Magnússon - Jon Ámundason 189 Magnús Oddsson - Jón G. Jónsson 184 Birgir Sigurðsson - Hjörtur Bjarnason 172 Og efstu pör eftir 3 kvöld eru: 1. Guðlaugur Nielsen - Óskar Þráinsson 621 2. Birgir ísleifsson - Karl Stefánsson 540 3. Eggert Benónýsson - Olafur Lárusson skrifar um bridge Sigurður Ámundason 535 4. Baldur Árnason - Sveinn Sigurgeirsson 533 5. Birgir Sigurðsson - Hjörtur Árnason 524 6. Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson 512 Frá Bridgefélagi Sauðárkróks Starfsemi félagsins hófst mánudaginn 26. septembersl. með eins kvölds tvímenningi og urðu úrslit þessi: A- riðill: Andrés Þórarinsson - Rúnar Pálsson 120 st. Stcingrímur Sigfússon - Jón Tryggvi Jökulsson 119 st. Einar Svansson - Skúli Jónsson 116 st. Erla Guðjónsdóttir Haukur Haraldsson 109 st. B-riðill: Gunnar Þórðarson Árni Rögnvaidsson 128 st. Árni Stefánsson - Björn Magnús Björgvinsson 115 st. Agnar Sveinsson - Valgarð Valgarðsson 113 st. Broddi Þorsteinsson - Hjördís Þorgeirsdóttir 111 st.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.