Þjóðviljinn - 05.10.1983, Page 16

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Page 16
DWDVIUINN Miðvikudagur 5. október 1983 A&alsiml Þjó&viljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins [ síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Forkastanleg vinnubrögð í fræðslukvikmynd „Þetta er algjört hneyksli” segir Jóhann J. E. Kúld um atriði þar sem fiskurinn er kviðskorinn og slægður áður en hann er blóðgaður F r æðslukvikmy nd sjávarútvegsráðuneytisins sýnir óhæf vinnubrögð á skipi sem veiðir í ís, þar sem fiskurinn er kviðskorinn og slægður um leið og hann er blóðgaður, segir Jóhann J.E. Kúld um hina nýju kvikmynd um meðferð afla á skipum. Þetta er „algjört hneyksli“, segir Jóhann enn fremur. Fræðslumynd þessi hefur verið sett á um 100 myndbönd til dreifingar á fiskiskipaflotanum. Hún tekur sjálf fimmtán mínútur. „1 myndinni er fiskurinn kvið- skorinn og slægður samtímis því sem hann er blóðgaður. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og algjört hneyksli að slíkt sem þetta skuli vera sýnt til eftirbreytni í fræðslu- mynd“, segir Jóhann J. E. Kúld í Fiskimálaþætti sínum sem birtist í Þjóðviljanum á morgun. „Allt frá fyrstu dögum fiskmats á íslandi hefur reynslan kennt mönnum að til þess að fá vel hvítan fiskvöðva, þá þarf fiskur að liggja eftir blóðg- un, áður en kviðskurður og slæg- ing er framkvæmd". Þjóðviljinn ætlaði að leita um- sagnar Jónasar Bjarnasonar for- stjóra Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða og eins höfunda handritsins, en hann var ekki í borginni. Björn Vignir Sigurpálsson hjá ísmynd, sem framleiðir myndina fyrir ráðuneytið, sagði við Þjóðvilj- ann í gær að fræðslumyndin væri fimmtán mínútna löng, en hún færi á 90 mínútna spólu. Þar væri einnig annars konar fræðsluefni, t.d. fræðslumynd Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna, erlendar fræðslumyndir og skemmtiefni, tónlist og auglýsingar. -óg Úr hinni umdeildu fræðslumynd sjávarútvegsráðuneytisins: fiskurinn er kviðskorinn og slægður samtimis því sem hann er blóðgaður. Ljósm. Magnús. „Lífið er þess virði”:_ 500 lista- menn stofna friðarsamtök Tryggingaráð um vasapeningana: Mótmæiir á heilbrigðisráðuneytis Tryggingaráð hefur einróma mótmælt því sem „tveir valinkunnir for- stöðumenn“ heilbrigðisráðuneytisins saka ráðið um, þ.e. að sniðganga lögmætar reglugerðir. Á sérstökum aukafundi ráðsins sl. mánudag var fjallað um vasapeningamálið og er ályktun ráðsins birt í heild á bls. 3. 500 listamenn hafa þegar skráð sig í Friðarsamtök listamanna sem stofnuð voru fyrir troðfullu húsi í Kvosinni í fyrrakvöld. Markinið samtakanna er að virkja listamenn í þágu friðar og afvopnunar undir kjörorðinu: „Lífið er þess virði“. í stofnsamþykktinni segir m.a. að alheimsútbreiðsla kjarnorku- vopna ógni öllu lífi á jörðinni. „í nafni ógnarjafnvægis, - friðar í krafti hernaðaryfirburða - höfum við átt kjarnorkustríð yfir höfðum okkar síðastliðin þrjátíu ár. Þessi stefna sem beint er gegn íbúum jarðarinnar, grefur sífellt undan lífi okkar, vonum og framtíð. Við stöndum frammi fyrir veröld, sem býr sig undir ragnarök." Síðar í samþykktinni segir: „Með list okkar, - Ijóðum og leik, sýningum og sögum, orðum, myndum og tónum, - viljum við hvetja til athafna og sameinast í stöðugri og virkri baráttu fyrir friði og afvopnun." Egill Ólafsson söng við eigin undir- leik á stofnfundi Friðarsamtaka listamanna. Ljósm. Magnús. Á fundinum var kjörin fimm manna nefnd til að skipuleggja starfsemi samtakanna og tengja saman starfshópa, sem myndaðir hafa verið. 1 henni eru: Þorkell Sig- urbjörnsson tónskáld, Ágúst Guð- mundsson kvikmyndagerðarmað- ur, Helga Bachmann leikari, Sig- rún Guðjónsdóttir myndlistarmað- ur og Viðar Eggertsson leikari. Þó ekkert komi fram í ályktun- inni um það hvers vegna áfanga- hækkunin kom ekki til fram- kvæmda, er af henni ljóst að ráðið telur það ekki sína sök. Þvert á móti kemur þar fram að Trygging- aráði var ekki kunnugt um annað 1. júní sl. en áfangahækkunin hefði komið til greiðslu í maímán- uði eins og til hafði staðið, en gild- istímanum hafði verið breytt að ósk Tryggingastofnunar vegna tæknilegs undirbúnings. Deilan um bráðabirgðalögin virðist samkvæmt ályktuninni hafa staðið um það hvort greiða ætti 8%, 10% eða fullar verðbætur á vasapeningana, en þar sem túlkun ráðuneytisins var sú að það skyldu vera 8%, varð það niðurstaða fundarins 1. júní. Hins vegar fól ráðið tveimur lögfræðingum Tryggingastofnunar að kanna það mál betur og skyldi síðan greiða viðbót á 8%, eftir því sem efni stæðu til. „Sú athugun dróst þó úr hömlu“, segir í ályktuninni. -ÁI Sjá bls. 3 Ekkert útboð fér fram á Blazer Steingríms 1979_ Neitað að uppíýsa kaupverð og kjör Ráðuneyti vísa hvert á annað þegar Þjóðviljinn hefur beðið um upplýsingarvarðandi kaup Steingríms Hermannssonar á Blazer-jeppa 1979 og þá greiðsluskilmála sem hann fékk. Eina sem tekist hefur að upplýsa er að ekkert útboð fór fram, eins og allar„venjulegarvinnureglur um sölu á ríkisbifreiðum frá Innkaupa^tofnun gera ráð fyrir", svo notað sé orðalag Höskuldar Jónssonar ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu. Upplýst hefur verið af forsætis- ráðuneytinu að Blazer-jeppi af stærri gerð hafi verið keyptur sem ríkisrekinn ráðherrabíll 1979 handa Steingrími Hermannssyni þáverandi landbúnaðar- og sam- gönguráðherra. Þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar var sprengd haustið 1979 óskaði Steingrímur Hórmannsson eftir því að fá bif- reiðina keypta af ríkinu. Bíllinn var metinn af véla- og tækjanefnd ríkisins og afsal gefið úf af Innkaupastofnun ríkisins. Spurn- ingum Þjóðviljans um matsverð bílsins, þ.e. kaupverð ráðherr- ans, og greiðsluskilmála hefur hinsvegar ekki verið svarað. Þjóðviljinn leitaði upplýsinga hjá ríkisbókara, og stóð ekki á upplýsingum þaðan ef því forms- atriði væri fullnægt að fyrir- skipun kæmi frá ráðuneyti um að þær skyldu Iátnar í té. Undan- farna daga háfa ráðamenn í for- sætisráðuneyti og fjárntálaráðu- neyti velt boltanum á miili sín, og neita að leggja fram beiðni til ríkisbókara um að upplýsingar verði látnar f té. „Heyra undir fj‘ármálaráðuneytið“ „Það eru alveg hreinar línur að Forsætis- og fjár- málaráðuneyti vísa hvort á annað og á meðan verður ríkisbókari 'að þegja heimild til þess að blaðið fái þess- ar upplýsingar þarf að fara í gegn- um fjárinálaráðuneytið, enda sitja þar æðstu yfirmenn Innkaupastofnunar ríkisins sem gengu frá þessum kaupum á sín- um tíma, gáfu út afsal og sáu um þessi kaup. Ég get ekki gefið neinum heimild til þess að láta blaðið fá þessar upplýsingar", sagði Gísii Árnasoh sicrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu í gær eftir ítrekuð samtöl. ) „Alfarið hjá for- sætisráðuneytinu“ „Ölí viðskipti á bílum til handa ráðherra eru á herðurti forsætis- ráðuneytisins. Það er alveg klárt mál og ég mun því ekki ýta á eftir því að ríkisbókhald láti þessar upplýsingar í té. Slíkt er í verka- hring forsætisráðuneytisins", sagði Höskuldur Jónsson ráöu- neytisstjóri forsætisráðuneytis- ins, þegar Þjóðviljinn kom með „boltann“ til hans frá forsætisráð- uneytinu í annað sinn. Þess skal getið að bæði Innkaupastofnun og ríkisbókhald virðast telja for- sætisráðuneytið leitt ábyrgt fyrir bflakaupum ráðherra. Svara krafíst Þjóðviljinn hefur óskað eftir svörum við þeirri spurnmgu hvert hafi verið kaupverð Blazer- bifreiðar til Steingríms’ Her- mannssonar'1979 og með hvaða kjörum hann hafi fengið hana. Ráðherrann hefur sjálfur sagt aé hér sé engu að leyna, og blaðið ekki haldið því fram að eitthvað sé athugavert við kaupin. Hins- vegar á það rétt á svörurn og krefst þeirra. ' -ekh/hól

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.