Þjóðviljinn - 17.10.1983, Qupperneq 9
IBM KYNNIR
NÝJA TÖLVU
IBM S/36 PC
SEM SAMEINAR KOSTI
IBM PC OG IBM SYSTEM/36
FJÖLHÆFNI
Við IBM/SYSTEM 36 PC er hægt að
nota jöfnum höndum tæki úr
SYSTEM/36 fjölskyldunni eða IBM
PC búnað. Sama gildir um hugbún-
aðinn, hann getur verið af hvorri
gerðinni sem er. Jafnframt getur
IBM SYSTEM/36 PC tengst öðrum
tölvum stórum sem smáum og haft
sameiginlegan aðgang með öðrum að
upplýsingum, hugbúnaði, úrvinnslu-
og geymslurými. Allt gefur þetta
hinni nýju vél nær óendanlega
möguleika til þess að leysa margvís-
legustu verkefni á flestum sviðum
tölvuvinnslu.
RÍKULEGT
HUGBÚN AÐARVAL
Samtenging PC við úrvinnslu-
eininguna verður til þess að hægt
verður að nota flestan þann hug-
búnað sem til er fyrir IBM PC og
IBM System/36 án sérstakrar yfir-
færslu. Hafa notendur IBM
System/36 PC þannig aðgang að
þúsundum forritakerfa. Kerfi þessi
ná yfir nær allt svið almennrar tölvu-
vinnslu s.s. bókhald, launaútreikning,
viðskiptamannabókhald, lager- og
nótuútskrift, ritvinnslu, funda-
dagbók, tölvupóst, áætlanagerð
.......Upptalningin gæti raunar
fyllt inargar síður?slíkt er úrvalið.
STÆRÐ OG BÚNAÐUR
í IBM SYSTEM/36 PC tölvusam-
stæðunni er úrvinnslueining með
vinnsluminni, disklingastöð og segul-
diski og jafnframt a.m.k. ein IBM PC
einkatölva (IBM PC, PC XT eða PC
AT). Þar að auki er hægt að tengja
þrjú jaðartæki við tölvuna. Það geta
verið skjáir og prentarar úr
System/36 fjölskyldunni eða full-
búnar IBM PC tölvur og PC prent-
arar. Fleiri útstöðvar er hægt að
tengja um fjarvinnslubúnað sem
viðbót innanhúss eða til úrvinnslu
um símalínu. Seguldiskar rúma 40
MB eða 80 MB og disklingastöðin
er 1.2 MB.
VIÐBÓT VIÐ IBM PC
Ein af grunneiningum IBM
SYSTEM/36 PC er sjálf IBM PC
einkatölvan. Notendum þeirrar tölvu
opnast nú greið leið til aukningar á
vinnslugetu og stækkunar á
geymslurými, auk þess að geta nýtt
öll þau hugbúnaðarkerfi sem til eru
fyrir SYSTEM/36. Jafnframt verður
IBM PC ákjósanlegur kostur til
byrjunar á tölvuvinnslu vegna þess
hversu auðvelt er að bæta við þegar
þörf krefur í framtíðinni.
HAGSTÆTT VERÐ
OG GÓÐ KJÖR
Til þess að gefa nokkra hugmynd um
hversu hagstæð kaup eru í þessari
nýju IBM tölvu fylgir hér dæmi um
kaupverð á eftirtöldum búnaði:
IBM SYSTEM/36 PC með 40 MB
seguldiski, 256 K vinnsluminni, 1,2
MB disklingastöð og stjórnkerfi.
IBM PC með 256 K vinnsluminni,
360 K disklingastöð og stjórn-
kerfi. IBM 5291/2 skjár og IBM
prentari fyrir samhangandi pappír,
laus blöð, kvittanir og umslög.
Kostar alls kr. 545.000.* *
Margvísleg greiðslukjör eru í boði,
meðal annars að greiða kaupverðið á
allt að einu ári eða kaupleigusamn-
ingur til 3ja ára.
* Miðað við gengi 41.- kr. í Bandaríkjadal.
ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI
Skaftahlíð 24 105 Reykjavík • Sími 27700