Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.11.1983, Blaðsíða 9
„Daginn eftir” frumsýnd í Bandaríkjunum: fí v,>/> •1' 'WtíJ .■ í Þriðjudagur 22. nóvember ií>83 tjOÐVlUlNN - SIÐA 13 Kvikmynd stríð vekur Á sunnudagskvöld var sýnd í bandarísku sjónvarpsstöð- inni ABC kvikmynd sem heitir „Daginn eftir“ og lýsir með því að taka dæmi af tilteknum bæ skelfilegum afleiðingum kjarn- orkustyrjaldar í Bandaríkjunum. Þær mörgu hreyfingar sem berjast gegn kjarnorkuvígbúnaði efndu til margskonar sam- komuhalds til að fólk horfði á myndina í félagi við aðra og efndu síðan til rökræðna um hana. Sumir spá því, að þessi kvikmynd, sem færði kjarnorkuvoðann inn á miljónir heimila, eigi eftir að stórefla bandarískar friðarhreyfingar og þar eftir að skera niður vinsældir Reagans og vígbúnaðarstefnu hans. Stjórnvöld hafa reyndar haft áhyggjur af myndinni og sendu Schulz utanríkisráðherra á vettvang til ABC til að reyna að draga úr áhrifum myndarinnar með fortölulist. í lítilli Efni myndarinnar er lýst á þessa leið: einhverjir árekstrar á landa- mærum Austur- og Vestur- Þýskalands leiða til kjarnorku- styrjaldar. Áhorfendurfylgjast síð- an með hvernig stórborg (Kansas City) er þurrkuð út og með skelf- ingum sem ganga yfir nálæga byggð, Lawrence. Menn sjá íbúa heilla borga brenna upp til ösku og brennd og blind mannleg skrýmsli veslast upp og deyja úr geisla- virkni. Áhorfendur sjá og hvernig samfélagið hrynur, skikkanlegt fólk og löghlýðið skríður út úr rúst- unum til að ræna og nauðga. Aft- Sýningardagsins hafði verið beð- ið með mikilli eftirvæntinu. Tals- menn friðarhreyfinganna höfðu borið lof á aðstandendur myndar- innar fyrir að „færa inn í dagstofur Bandaríkjamanna það mál sem mestu skiptir“. En hægrimenn alls- konar reyndu hvað þeir gátu til að spilla fyrir myndinni. „Siðferðilegi meirihlutinn" sendi hótunarbréf til mörg hundruð fyrirtækja til að reyna að koma í veg fyrirað ABC- sjónvarpsstöðin hefði auglýsinga- tekjur af myndinni. Og talsmenn Reaganliðsins veittust að höfund- um myndarinnar fyrir að þeir vildu æsa til „almennrar móðursýki sem byggist á fáfræði". um kjarnorku- gífurlega athygli Atriði úr „Daginn eftir‘ ökusveitir bæta líkum við í fjöldag- rafirnar. En nokkrir hugprúðir ef- tirlifendur (og er fyrir þeim skurð- læknir einn sem Jason Robarts leikur) berjast fyrir því, að rétta við þau samfélagstengsli sem sprengj- an hefur tætt sundur. En viðleitni þeirra kemur fyrir ekki. Og hvít og banvæn aska leggst yfir akrana og að lokum er einn maður eftir sem spyr: Þetta er Lawrence í Kansas... er nokkur þarna?“ Mörgum vikum áður en myndin var sýnd í sjónvarpi fóru að berast fregnir af viðbrögðum þeirra sem höfðu verið á forsýningum eða frétt af myndinni með einum eða öðrurn hætti. Það voru íbúar Lawr- ence sem voru fyrstir til að sjá myndina, en margir þeirra hötðu leikið aukahlutverk í henni. Mynd- in varð þeim mikil yfirþyrming - „þeir gengu út eins og syrgjendur frá líkhúsi" sagði einn blaðamanna sem var viðstaddur. Sem fyrr segir hafa áhrifin orðið mjög sterk. Meðan hægrisinnar kvarta og kveina yfir því, að kvik- mynd um hryllilegar afleiðingar kjarnorkustríðs sé í raun vatn á myllu Sovétmanna, dást aðrir að því, að ABC skuli hafa haft kjark til að gera þessa mynd. í grein í Newsweek á dögunum var talað um það sem „ódýrt bragð" að segja að ABC væri að reka erindi Ándropofs. Myndin hefði gífurlegt uppeldisgildi - þótt ekki væri nema vegna þess að í „Daginn eftir" er það, sem menn eiga svo erfitt að gera sér í hugar- lund, ekki lengur afstrakt heldur skelfilega raunhæft. -áb. Ætla Bandaríkin sér herstöð á Grenada? Bandaríski herinn hefur tekið til sinna nota flugbraut þá í Point Siaines á Grenada, sem Reagan forseti hefur kallað dulbúna sovésk- kúbanska herstöð. Fréttarit- ari breska blaðsins Guardian á Grenada segir, að ýmislegt bendi til þess að flugvöli þennan ætli bandaríski her- inn að nota til langframa. Flugvöllurinn stóð áður ölium opinn meðan hann var í byggingu, en nú hefur her- námsliðið gert hann að sínu bannsvæði. í Guardian segir á þá leið, að það sé óneitanlega hlálegt ef bandaríski herinn ætli að taka þennan flugvöll til sinna afnota - en hann var mikill þyrnir í augum Reagans vegna þess að Kúbumenn unnu við flugvall- argerðina. Fjármagnið kom svo sumpart frá Austur-Evrópu og sumpart frá Efnahagsbandal- agsríkjum. Blaðamaðurinn telur engan vafa á, að hér hafi verið um ósköp venjulegan farþegaflugvöll að ræða, enda bendi allur útbúnað- ur hans til þess. Og þegar Reagan hefur hamast mjög út af því, að svo lítið land hafi ekkert við svo langa flugbraut að gera, þá gleymir hann því, að sex önnur dvergríki í Karí- bahafi hafa svipaðar flugbrautir - m.a. miklu smærri eyjar eins og Antigua og St. Lucia. Meðal þeirra sem eru mjög áhyggjufullir út af hugsanlegri yfir- töku bandaríska hersins á Point Salines eru fulltrúar breska fyrir- tækisins Plessey, sem hafa lagt til flugstjórnarútbúnað sem nú liggur undir skemmdum á flugvellinum. Þeir vilja fá að ljúka við fram- kvæmdir og hafa einnig áhyggjur af því, að flutningavélar bandaríska hersins eyðileggiflugbrautina, sem ekki var tilbúin til notkunar fyrir stórar vélar. Leit að réttlætingu f sama tölublaði Guardian sem ofangreind grein birtist er grein eftir Peter G. Bourne, sem er sonur eins af stjórnendum banda- ríska læknaskólans á Grenada. Peter G. Bourne hefur öðru hverju kennt við háskólann á Grenada. Hann neitar með öllu, að banda- rísku stúdentarnir hafi verið í hættu á eynni eftir að Maurice Bishop forsætisráðherra var myrtur. Hann segir, að rétt fyrir innrásina hafi einn af stjórnarnefndarmönnum læknaskólans (sem er rekinn frá Bandaríkjunum) hringt í sig og sagt, að utanríkisráðuneytið bandaríska væri að þjarma að fulitrúum skóians í New York. Vildu þeir fá þá til að lýsa því yfir að stúdentarnir á Grcnada væru í hættu, svo að hægt væri að nota þetta sem átyllu til innrásar á eyna. Ég, segir Peter G. Bourne, lagði mikla áherslu á að ekki yrði látið undan slíkum þrýstingi. Þess á geta að Peter F. Bourne var sérstakur ráðgjafi Carters for- seta í heilbrigðismálum og gegndi um hríð embætti eins af aðstoðar- mönnum aðalritara Sameinuðu þjóðanna. -áb Óháður þingflokkur kvenna á ítalska þinginu 7 Islenski kvennalistinn er fordæmi Konur úr þrem fiokkum á ítalska þinginu hafa stofnað með sér „þinghóp“ sem er mitt á milli þess að vera þing- flokkur og starfsnefnd. Þær hafa opnað skrifstofu og ráðið til sín ritara og gefa reglulega út fréttablað um öll þau þingstörf er snerta málefni kvenna sérstaklega. Hópurinn nýtur fjárhagsstuðnings frá viðkomandi flokkum og vinn- ur í sameiningu að undirbúningi þingmála, málflutningi á þingi og að því að mynda tengsl við kvennasamtök og konur í bæjar- og sveitarstjórnum. Adriana Seroni og Giglia Tedesco úr flokki kommúnista: hafa myndað óháðan þinghóp kvenna á ítalska þinginu. íslenski kvennalistinn er eina fordæmið, segja þær. Þessi þinghópur kvenna nær til beggja deilda þingsins og eru í honum sjö konur úr öldungadeild og 38 konur úr fulltrúadeild. Flokkarnir sem að þinghópn- um standa eru Kommúnista- flokkurinn, flokkur óháðra vinstrimanna og Lýðræðislegt einingarbandalag öreiganna (Pdup). Meðal þeirra sem eiga aðild að hópnum er Nilde Jotti, þingforseti fulltrúadeildar ítalska þingsins, en hún er úr flokki kommúnista. Romana Bianchi (úr PCI) segir við blaðamann: „Þeir flokkar sem standa að þessu frumkvæði veita hundraðshluta af ráðstöf- unarfé sínu til okkar. Þessir pen- ingar eru fremsta tryggingin fyrir sjálfstæði okkar. Auk algjörs frelsis til þess að setja fram laga- frumvörp og breytingartillögur við lagafrumvörp getum við einn- ig aflað stuðnings við málefni okkar með almennum fundum og ráðstefnum, með mótmælaað- gerðum og umræðum í þjóðfé- laginu eða með öðrum ráðum.“ Konurnar segjast ætla að beita sér á öllum sviðum þingmála. í því sambandi nefna þær sérstak- lega niðurskurð fjárlaga, sem þær segja að bitni harðar á konum en öðrum. Þá nefna þær nýtt laga- frumvarp um hjónaskilnaði, eftirlaunamál kvenna og viðurlög við kynferðislegu ofbeldi. Segjast konurnar ætla að leita stuðnings allra kjörinna kvenna í sveitar- og bæjarstjórnum og meðal kvennasamtaka hvers konar, nái mál þeirra ekki til- skildum stuðningi á þingi. Haft er eftir Romana Bianchi að ítalski þingkvennahópurinn eigi sér aðeins eitt fordæmi, sem sé Kvennalistinn á íslandi. Hins vegar sé hann of fjarlægur og of frábrugðinn til þess að um mikla samvinnu sé að ræða. „Við verð- um því að byggja okkur upp frá byrjun án nokkurrar erlendrar viðmiðunar". En hvað gerist ef konurnar komast í andstöðu við eigin flokk? Verður ofaná sú kenning, sem konur í kommúnistaflokkn- um hafa sett fram, um að konum beri að berjast á tvennum víg- stöðvum? Natalia Ginzburg þingmaður óháðra vinstrimanna í fulltrúa- deildinni segir að sér finnist að- skilnaður karla og kvenna rang- ur, en tekur engu að síður þátt í störfum þingkvennahópsins. Auk þingkvennahópsins hafa konur í flokki sósíalista á ítalska þinginu einnig myndað sérstakan þingmannahóp um málefni kvenna. Þar er karlþingmönnum einnig hleypt að. Þessi hópur seg- ist vilja vinna að réttarvernd kvenna í sambúð og segist vilja afnema einokunarrétt karlmanna á ættarnöfnum, þannig að mæður geti skírt börn sín eigin ættarn- öfnum ef þær vilja. Kvennabaráttan blómstrar því víðar en á íslandi. ólg./Espresso

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.