Þjóðviljinn - 02.12.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Qupperneq 1
PJÚÐVIUINN Eftir miklar vænt- ingar manna um spennandi skák Korts- nojs og Kasparovs varð fjórða jafnteflið í röð staðreynd. Sjá 5 desember föstudagur 276. tölublað 48. árgangur Marianella Garcia Villas var limlest til dauða Sönnunargögnin eru hér Fulltrúi Mannréttinda- nefndarinnar komin með þau til Islands Fulltrúi Mannréttindanefndar E1 Salvador, Patricio Fuentes, er kominn hingað til íslands. Með- ferðis hefur hann myndir sem sýna svart á hvítu hvernig Mari- anella Garcia Villas formaður Mannréttindanefndar E1 Salva- dor var limlest til dauða. Mynd- irnar eru teknar í skóla stjórnar- hersins fyrir utan San Salvador, þar sem Marianellu var fyrst nauðgað og hún síðan myrt á viðurstyggilegasta hátt. Það voru böðlarnir sjálfír sem tóku myndirnar, en þær komust síðar í hendur Mannréttindanefndar- innar með leynilegum hætti. Marianella Garcia Villas var hér á íslandi síöastliðinn vetur. ísland var síðasti við- komustaður hennar á langri ferð þar sem hún kynnti ástand mannrétindamála í heimalandi sínu. Héðan hélt hún til E1 Sal- vador, þar sem hún vann að gagnasöfnun um mannréttindamál þar til hún var tekin af lífi. Patricio Fuentes hafði einnig meðferðis ljósmyndir sem eru hluti af heimildasafni sem Marianella Garcia Villas hafði skilið eftir sig grafið í jörðu áður en hún var myrt. Gögn þessi eru einstakar heimildir er sýna meðal annars að stjórnarherinn í E1 Salva- dor beitir fosfórsprengjum og eiturefnum gegn óbreyttum borgurum. „Ástandið í E1 Salvador líkist nú æ meir þjóðarmorði", sagði Patricio Fuentes í við- tali við blaðið. Þjóðviljinn birtir í dag Lík Marianellu Garcia Villas. Myndin er tekin í skóla stjórn- myndir Marianellu Garcia Villas og mynd- arherins fyrir utan San Salvador þar sem Marianellu var irnar sem sanna að hún var limlest til dauða, na“ðgað og hún síðan limlest til dauða. Það voru böðlarnir en féll ekki í bardaga eins og stjórnvöld ’í sem tóku myndina. Litla innfellda myndin var tekin af Mari- Bandaríkjunum og E1 Salvador hafa haldið ane,lu Garcia Villas sl. vetur á viðræðufundi með ísienskum fram. Sjá opnu. ólg. stjórnmálamönnum. Dómur í Bœjarþingi Reykjavíkur Vísir tapaði Blaðaprent vann Fyrir skömmu féll dóm- ur í Bæjarþingi Reykja- víkur í máli Blaðaprents gegn Reykjaprenti, útgáf- ufyritæki Vísis sáluga. Var gengið að öllum kröf- um Blaðaprents og Reykjaprenti gert að greiða rúmlega 1 miljón króna skuld sem fyrirtæk- ið hljóp frá þegar sam- starfíð við Dagblaðið hófst. Þá skal Reykjaprent greiða lögboðna dráttar- vexti af 727.332 krónum frá 1. janúar sl. til greiðsludags, auk tæplega 150.000 króna í máls- kostnað. Þegar stofnað var til samstarfsins við Dagblaðið 26. nóvember 1981, hætti Vísir að koma út sem sjálf- stætt blað og var öllum viðskiptum slitið við Blaðaprent. Þá skuldaði Vísir, sem einn fjögurra eigenda fyrirtækisins, rúmlega 1 miljón króna vegna prentunar og annarrar þjónustu. Fyrir dóminum viður- kenndi lögmaður Reykjaprents þá upphæð. Hins vegar kom hann með gagnkröfu um að Reykja- prenti bæri að fá greiddar á móti 568.662 krónur sem bætur vegna ólögmætrar stöðvunar á prentun Vísis hinn 25. september 1980 og vegna mistaka í prentun auglýsinga í Vísi á árunum 1979-81. Hins veg- ar viðurkenndi Reykjaprent að fyr- irtækið ætti að greiða 555 þús. krónur, þ.e. afgang heildarskuld- arinnnar. Niðurstaða dómsins var sú að þessum kröfum Vísis var hafnað en fallist var á allar kröfur Blaða- prents. Auður Þorbergsdóttir kvað upp dóminn. - v. Vísir hljóp frá skuldinni þegar DV var stofnað. Albert íhugar í alvöru framboð gegn Vigdísi Forráðamcnn Ríkisút- varpsins fengu sér í nef- ið þegar yngri kynslóð- in hóf útsendingar á Rás 2 gær. Frá því segir ímáliogmyndum. Kannar hvort forysta Sjálf- stœðisflokksins styður sig Albert Guðmundsson fjármálaráðherra mun nú vera að kanna af fullri al- vöru hvaða hljómgrunn það hafí að hann fari í framboð við forsetakjör, sem fram á að fara á næsta ári og bjóði sig þá fram gegn Vigdísi Finnboga- dóttur forseta íslands. Heimildarmenn Þjóðvilj- ans telja að könnun Al- bertsheinistfyrstog fremst að því að sannreyna hvort forysta Sjálfstæðisflokks ins myndistandaeinhuga að baki slíku framboði. Fáist trygging fyrir því muni fátt geta haldið aftur af fjármálaráðherranum. Þjóðviljinn hafði spurnir af því fyrir einum og hálfum mánuði að Albert Guðmundsson hygði á for- setaframboð. Þegar blaðið kann- aði málið hj á fólki sem stendur ráð- herranum nærri fékkst ekki stað- festing á fréttinni. í fyrradag birti Morgunblaðið frétt um málið. Þar svarar fjármálaráðherra því til, að fjöldi fólks hafi komið að máli við hann og skorað á hann í framboð, en hann hafi ekki leitt hugann.að

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.