Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. desember 1983 Ljóðasmiðurinn og tónlistarmaðurinn Linton Kwesi Johnson er aufús- ugestur á íslandi. - Ljósm. Magnús. Ljóðalestur og hljómleikar í Sigtúni í kvöld: Linton Kwesijohnson og 9 manna hljómsveit í kvöld kl. 22 efna samtökin Við krefjumst framtíðar til hljómleika og Ijóðalesturs í Sigtúni en þar kemur fram eitt af þekktustu ljóðskáldum Bretlands af yngri kynslóð- inni, Linton Kwesi Johnson frá Jamaica. Hann hefur verið búsettur í Bretlandi síðan hann var 11 ára gamall. Með honum kemur 9 manna hljóm- sveit sem leikur svokallaða „dub“-tónlist undir mjög sterkum raggae-áhrifum. Linton Kwesi Johnson sagðist á blaðamannafundi í gær ýmist lesa ljóð sín sjálfstætt eða með tónlist. Hann er einkum þekktur fyrir að berjast fyrir réttindum innflytjenda til Bretlands og hafa komið út eftir hann þrjár ljóða- bækur síðan 1954 (Voicing of the Living and the Dead, Dread Beat and Blood og England is a Bitch). Einnig hafa nokkrar hljómplötur með ljóðum hans og tónlist kom- ið út. Hljómsveitin sem leikur með skáldinu á morgun er skipuð svörtum mönnum og tveimur hvítum. Hún hefur leikið í tvö ár og gefið út eina hljómplötu: Raggae High. Linton Kwesi Johnson og hljómsveitin hafa ferðast víða um norðanverða Evrópu með list sína og boðskap. - GFr Kœra Skafta vegna líkamsmeiðinga lögreglunnar Gat ekki vikið þeim úr starfi sagði lögreglustjórinn í Reykjavík „Það er í sjálfu sér lítið um þetta mál að segja á þessu stigi. Það er komið til rannsóknarlögreglu ríkisins og rannsókn stendur yfír núna. Þú verður því að hafa samband við þann aðila ef þú vilt fá eitthvað að frétta“, sagði Sigurjón Sigurðs- son lögreglustjóri í Reykjavík, en þrír undirmenn hans liggja nú undir kæru frá Skafta Jónssyni blaðamanni. Kom ekki til greina að setja þremenningana úr starfi meðan á rannsókn málsins stendur? „Nei, það kom aldrei til greina. Með því væri ég að sakfella þá og samkvæmt allri venju teljast menn saklausir þar til sekt þeirra hefur „Varðhundar kerfísins sanna með þessum dómi að þeir vita ekki hvað er að gerast í þjóðfé- laginu. Þeir eru að kalla yfír sig einhverja mestu bóka- og kvik- myndabrennu, sem um getur, því að ég get ekki betur séð en það þurfí t.d. að banna aðra hverja kvikmynd skv. þessum dómi“, sagði Úlfar Þormóðs- son, útgefandi Spegilsins, í sam- verið sönnuð. Athugun á málinu fer nú fram og það er síðan annarra aðila en mín að fella dóminn". Er þetta í fyrsta skipti sem lög- reglumenn eru kærðir fyrir lík- amsmeiðingar? „Nei, því miður er þetta ekki í tali við Þjóðviljann, en í gær- morgun var hann sekur fundinn um klám, guðlast og brot á prentlögunum í sakadómi Reykjavíkur. Úlfar var dæmdur í 16 þúsund króna sekt, sem á að greiðast innan fjögurra vikna eða 20 daga varð- hald ella. Þá var upplag 2. tbl. Spegilsins gert upptækt og Úlfari gert að greiða 15 þúsund krónur í fyrsta skipti. Hins vegar er oftast um að ræða misskilning þeirra sem kæra, en ég vil taka það skýrt fram að með þeim orðum mínum er ég ekkert að tala um það mál sem nú liggur fyrir. Mín hugsun er fyrst og fremst sú að í hverju máli af þessu tagi séu allir málavextir kannaðir rækilega og ég hef gert mér far um að athuga mjög vel allar kærur af því tagi sem hér hefur komið fram á mína menn“, sagði Sigurjón Sig- urðsson iögreglustjóri í Reykjavík að lokum. - v. málskostnað og aðrar 15 þúsund krónur til verjanda. Sigurmar K. Albertsson, verj- andi Ulfars, sagðist í gær ekki hafa séð forsendur að dómsniðurstöð- unni, en hann væri henni mjög ó - sammála og teldi hana ranga. Hann hefði ráðlagt Úlfari að áfrýja dómnum strax til hæstaréttar og það hefði Úlfar gert. Úifar lét þess getið að þessi dóm- ur væri tvímælalaust afturhvarf til Sigurjón Sigurðsson: Svona mál vil ég láta kanna mjög rækilega og það er verið að því núna. sagði Úlfar Þormóðsson, en hann var í gœr dœmdur fyrir klám, guðlast og brot á prentlög- unum miðalda og sýndi svart á hvftu að afturhaldsöflin væru ekki bara að ráðast á félagslegt öryggi fólks um þessar mundir, heldur væru þau einnig að láta til skarar skríða á dómsmálasviðinu. Varðhundar kerfisins væru að býsnast yfir of- sóknum á hendur rithöfundum fyrir austan járntjald, en þarna væri verið að gera nákvæmlega það sama. Hann vildi að vísu ekki bera sig saman við austantjaldsrithöf- unda, en þeir væru dæmdir fyrir svipaðar sakir þar, en ekki fyrir á- rásir á yfirvöld. Úlfar sagði að dómarinn hefði spurt hvort hann ætti að lesa niður- stöðurnar aftur í réttinum en hann kvaðst hafa beðist undan því á 65 ára afmæli fullveldisins. Þess skal getið að þetta er annar guðlastsdómur á íslandi á þessari öld og hæstiréttur hefur aðeins einu sinni áður dæmt í klámmáli. Dómari var Jón Abraham Ólafs- son en meðdómendur þeir séra Bjarni Sigurðsson og Eysteinn Sig- urðsson íslenskufræðingur. Get ekkert sagt , sagði rannsóknar- lögreglustjóri ríkisins „Ég get ekkert um þetta mál sagt því Arnar Guðmundsson hefur rannsóknina alfarið með höndum og hann er sá eini sem gæti sagt þér eitthvað um gang þess“, sagði Hallvarður Einvarðsson rannsókn- arlögreglustjóri ríkisins í gær er blaðið innti hann frétta í gær af gangi kærumáls Skafta Jónssonar blaðamanns, sem kærir þrjá lög- reglumenn úr Reykjavík fyrir mis- þyrmingar eftir handtöku um sl. helgi. „Dyravörður Þjóðleikhússkjall- arans hefur einnig lagt fram kæru og er unnið jöfnum höndum að rannsókn málanna beggja". Hvers efnis er kæra dyravarðar- ins? „Um það get ég ekkert sagt“. Hvern er hann að kæra? „Ég hef ekki sjálfur með þessi mál að gera og þú verður að spyrja Arnar um fréttir af þeim“, sagði Hallvarður Einvarðsson. Ekki náðist í Arnar Guðmunds- son í gær. El Salvador nefndin Opinn fundur El Salvador nefndin á ís- landi heldur opinn fund laugardaginn 3. desember kl. 2 í hliðarsal við kaffistofu Norræna hússins. Á fundinum verður skýrt frá nýju skipu- lagi nefndarinnar. Einnig verða haldin stutt upplegg um þróun mála í E1 Salvador síð- asta misseri og frelsuðu svæð- in. Lætur lögreglan til skarar skríða? Gegn Penthouse og öðrum slíkum ritum „Við höfum ekki séð dóminn enn, aðeins lesið um hann í blaða- frétt, og getum því ekki á þessari stundu sagt af eða á hvort við ger- um eitthvað í málinu“, sagði Wil- liam Möller, fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík er hann var í gær spurður að því hvort lögregl- an hyggðist láta til skarar skríða gegn vafasömu efni í bókabúðum, t.d. Playboy og Penthouse, og kvikmyndum, í kjölfar dómsins um klám í Speglinum í gærmorg- un. William sagði að lögreglan fylgdist með öllum dómum sem falla en þessum hefði að vísu ver- ið áfrýjað. Þá sagði hann að það væru ekki bara lögregluyfirvöld í Reykjavík sem málið varðaði heldur út um allt land og þyrfti að vera samræmi þar á milli og væri kannski ríkissaksóknara að sam- ræma stefnuna. Ekki væri hægt að segja neitt á þessari stundu fyrr en búið væri að ræða málin. - GFr Nú verður að banna aðra hverja kvikmynd - GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.