Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 skákeinvígin Spennufall! Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Viktor Kortsnoj 5. einvígisskák, katalónsk byrjun 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 (Langar vökunætur hafa sannfært meistarann unga um aö ekkert sé upp úr því að hafa að leika 3. Rf3. Hug- myndina að baki þess leiks má rekja til hinna katalónísku héraða á Spáni, og er byrjunin við þau kennd). 3. — d5 4. Bg2 dxc4 5. Rf3 c5 6. 0-0 Rbd7 (Hafi byrjun Kasparovs átt að koma Kortsnoj á óvart, þá mistókst það, því Kortsnoj eyddi vart meiru en einni mín- útu á fyrstu átta leikina). 7. Ra3 Rb6 8. Rxc4 Rxc4 9. Da4+ Bd7 10. Dxc4 b5 11. Dc2 Hc8 12. dxc5 Bxc5 13. Db3 (Svartur hótaði 13. - Bxf2- og hvíta drottningin fellur). 13. - 0-0 14. Re5 Db6 15. Bg5 Hfd8 (Tími: Hvítur 1:05 Svartur 0:36). 16. Df3 (Kasparov var fljótur að leika þessum leik. Til greina kom 16. Hac1 því 16. - Be7 strandar á 17. Rxd7). 16. - Be7 17. Rxd7 Hxd7 18. Hac1 (I fyrsta sinn í einvíginu er Kasparov kominn með betri stöðu, þótt yfirburð- irnir séu sáralitlir, þegar allt er talið. Kortsnoj er enda vanur að hanga á svona stöðum). 18. - Hcd8 19. Dc6 Da5 20. a3 b4 21. Bf4 Rd5 abcdefgh - Jafntefli. Út úr þessari stöðu er ekkert að hafa. í þetta sinn varð það Kasparov sem bauð jafntefli.. Það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Kasparov að ná ekki meiru út úr vænlegri byrjunarstöðu. Staðan Kortsnoj 3 Kasparov 2 Helgi Ólafsson skrifar frá London Eftirmáli Góðar áætlanir verða oft að litlu. Það sannaðist með úrslitunum í skákinni sem hér hefur verið fjallað um. Nú hafa þeir félagar teflt 5 skákir og ekkert bólar á þeirri snilldartaflmennsku, sem menn hafa átt að venjast frá hendi Kaspar- ovs. Ef svo fram fer sem horfir, er hætt við að Kasparov verði að bíða í 3 ár, eftir öðru tækifæri, því með hverju jafnteflinu færist Kortsnoj nær sigri í einvíginu. hól/eik Kortsnoj hélt sínu striki í gær- kveldi, og þrátt fyrir öriitla stöðu- yfirburði Kasparovs varð jafntefl- ið staðreynd. Magnþrunginn undanfari spennufalls Skákeinvígin hér í London milli Vasily Smyslov og Zoltán Ribli annars vegar og Viktor Kortsnoj og Garry Kasparov hinsvegar virðast ætla að stefna í aðrar áttir en fyrirfram var búist við. Bæði Kasparov og Ribli, sem spáð var léttum sigrum fyrir einvígin, eiga í vök að verjast. Virðist áratuga reynsla and- stæðinganna ætla að reynast drjúgt veganesti. „í dag verður tefld sú skák sem skiptir sköpum í einvíginu" sagði sá maður í hópi blaðamanna, sem hefur hvað nánust kynni af Kaspar- ov, „ég finn það á mér að eitthvað stórkostlegt mun gerast hér í dag. Kasparov hefur lokað sig af í hótel- herbergi sínu og legið yfir flóknum byrjanaafbrigðum tímunum sam- an“, bætti hann við. En hvers vegna er einmitt þessi skák svona mikilvæg, þegar að- eins hafa verið tefldar fjórar, og Kasparov hefur sjö skákir upp á að hlaupa? Ástæðan liggur í því að Kortsnoj hefur í raun og veru haft umtalsverða yfirburði í einvíginu, ekki bara hvað varðar vinninga- tölu, heldur einnig út frá sálfræði- legum sjónarhóli. „Ég er vel upplagður, fullur sjálfstrausts og tel mína möguleika betri. Ég minni á að Kortsnoj lendir iðulega í tímahraki, og það getur komið honum í koll“, sagði Kaspar- ov í viðtali við sovéskan blaða- mann fyrir einvígið. Reyndin hefur orðið önnur. Það er Kortsnoj, sem er fullur sjálfs- trausts, vel undirbúinn og lendir ekki í tímahraki, að því viðbættu að hann hefur meiri reynslu. Saman- tekið lítur dæmið ekki alltof vel út, og skýrir hvers vegna það er svo mikilvægt fyrir Kasparov að breyting verði á. Hann þarf til- finnanlega að jafna metin í dag. Þrátt fyrir þrjú bragðdauf jafntefli hefur áhugi á einvíginu ekkert minnkað. Breska sjónvarpið, BBC, er nær daglegur gestur á einvígis- stað, og blöð og aðrir fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála. Ymsar merkilegar fyrirspurnir ber- ast blaðafulltrúa Acorn- tölvufyrirtækisins, sem sér um ein- vígið. Fréttamaður einn hringdi t.d. og spurði hvort það væri rétt að Kortsnoj æti súkkulaðiköku, í- blandaða kókaíni, á meðan teflt væri. „Og hvað tefla þeir Kasparov og Kortsnoj margarskákirádag?", spurði þessi sami maður. Þegar þessi orð eru skrifuð, er klukkan langt gengin í fjögur, og skammt í að Gligoric, aðaldómari einvígisins, setji klukku Kasparovs af stað. Áhorfendur hafa nú þegar hálffyllt salinn. „Þarna kemur Kortsnoj" heyri ég einhvern segja. Kortsnoj hefur að þessu sinni mætt tímanlega á vettvang. Hann skipt- ist á orðum við Gligoric dómara, og sest síðan við borðið og bíður andstæðings síns. Á slaginu fjögur er Kasparov mættur. Sagt er að hávaði frá járnbrautalest í nágrenni hótels hans hafi haldið vöku fyrir honum, en ekki verður það merkt á framkomu hans. Báðir eru kepp- endurnir hinir hressustu er þeir tak- ast í hendur. Og taflið hefst. í fimm mínútur er eins og lýsi af eldingum í kring um þá, meðan Ijósmyndarar nýta þann stutta tíma sem þeir hafa til ráðstöfunar. Síðan er allt kyrrt. Hvað dregur menn heimshorna á milli til að iðka þessa fornu íþrótt? Keppendurnir tveir einir með sjálf- um sér, baráttan er hafin, sálfræði- leg og fræðileg. Um endalokin get- ur að líta hér annars staðar á síð- unni. hol/eik Stofnfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaði: Snúum vamarleysi kvenna í SÓKN! segir Guðrún Óladóttir, ein úr undirbúningshópnum. „Það er alls ekki meiningin að kljúfa verkalýðshreyfinguna í herðar niður eftir kynjum. Við ætl-' um einfaldlega að snúa varnarleysi kvenna á vinnumarkaðinum upp í sókn. Staðreyndin er sú að hvort sem kona er í þjónustustörfum eða framleiðslustörfum þá er hún alls staðar jafn illa sett hvað laun varð- ar,“ sagði Guðrún Óladóttir, skrif- stofumaður hjá Reykjavíkurborg, en hún ásamt 6 öðrum konum hafa undirbúið stofnfund „Samtaka kvenna á vinnumarkaði“ sem hald- inn verður á morgun, laugardag. Fundurinn hefst kl. 13 í Félags- ALLAR NÝJU BÆKURNAR ogyfir 4000 aðrir bókatitlar MARKAÐSHÚS BÓKHLÖÐUNNAR Laugavegi 39 Sími 16180 OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 8. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLTLAND „Konur alls staðar jafn illa settar hvað launakjör varðar“, sagði Guðrún Óladóttir. Ljósm. - Magn- ús. stofnun stúdenta við Hringbraut. Þar verða kynnt drög að lögum samtakanna og flutt tvö framsögu- erindi. Freyja Eiríksdóttir, Ein- ingu, Akureyri fjallar um hvað megi gera til að styrkja stöðu kvenna í verkalýðsbaráttunni og Sigríður Lillý Baldursdóttir, BHM fjallar um sameiginleg baráttumál kvenna í komandi kjarasamning- um. Fundarstjórar verða Anní G. Haugen og Dagbjört Sigurðardótt- ir. „Við erum sameiginlega af- sprengi ráðstefnunnar í Gerðu- bergi 22. október sl.“ sagði Guð- rún. „Á þeim fundi voru valdar 7 konur til að undirbúa stofnfund- inn, við þekktumst nánast ekki neitt en höfum náð ansi vel saman. Markmið samtakanna verður að standa sameiginlega að baráttum- álum kvenna varðandi kjör á vinn- umarkaðnum og vera þar stefnu- markandi og að vera bakhjarl þeirra kvenna sem gegna trúnaðar- störfum í launþegasamtökunum. Við höfum sent fundarboð til stjórna allra blönduðu launþega- félaganna og kvennafélaganna þar sem þessi stefnumið eru kynnt og væntum þess að þeim verði vel tekið.“ - Nú er starfandi annar hópur sem vinnur á sama vettvangi, Framkvæmdanefnd kvenna úr öllum launþegasamtökum og flokkum? „Já, við höfum rætt við fulltrúa úr framkvæmdanefndinni og það er fullur vilji til samstarfs á milli þessara aðila. Eins og málum er nú háttað er kannski þörf á tvenns konar átaki, - við ætlum okkur að stofna opin samtök kvenna þar sem hin almenna kona getur haft áhrif. Hinn hópurinn er lokaður hópur fulltrúa sem tilnefndir hafa verið og þeirra verkefni er frekar að safna upplýsingum og vinna úr þeim. Auðvitað munum við vinna saman og jafnvel sameinast þegar fram líða stundir.“ Fundurinn á morgun er öllum opinn. Þar verður í starfshópum fjallað um framsöguerindi og drög að lögum og liggur fyrir tillaga um kosningu 9 kvenna í tengihóp og 9 til vara. -ÁI PC Jersild. EFTIR FIÓCHD Áhrifamikið listaverk um afleiðingar gereyðingarstyrjaldar Skáldsagan Eftir flóðið kom út fyrir rúmu ári og hefur þegar verið þýdd og gefin út víða um heim. Hefur hún hvarvetna vakið mikla eftirtekt oa skaDað háværar umræður. Þessi magnaða skáldsaga gerist rúmlega 30 árum eftir gereyðingarstyrjöld. Söguhetjan er ungur maður, fæddur skömmu eftir tortíminguna. Lesandinn fylgist með lífsbaráttu hans í óbyggilegum heimi og fjörbrotum deyjandi mannkyns. Eftir flóðið er óhugnanleg framtíðarsýn en jafnframt ógleymanlegt listaverk og áreiðanlega ein brýnasta skáldsaga síðari ára í okkar heimshluta. Njörður P. Njarðvík þýddi. PC Jersild er læknir að mennt og meðal merkustu og mest lesnu rithöfunda á Norðurlöndunum. í fyrra kom út eftir hann hjá Máli og menningu skáldsagan Barnaeyjan. cjefum qóðar bœkur og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.