Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 8
Líkist æ meira þjóðarmorði segir Patricio Fuentes Julltrúi Mannréttinda- nefndar El Salvador Fólkið í El Salvador berst ekki lengurfyrir mannréttindum eins og þeim að fá að senda börn í skóla eða að fá lyf og heilbrigðis- þjónustu, - barátta almenn- ings í landinu snýst nú ein- faldlega um það að lifa af það grimmdaræði sem einkennir þær kúgunar- og ofbeldisað- ferðir sem ríkisstjórnin beitir gegn almenningi í landinu. Þannig komst Patricio Fuentes að orði í viðtali við Þjóðviljann í fyrradag, en hann er fulltrúi Mannréttindanefndar E1 Saivador á Norðurlöndum og í Bretlandi. Mannréttindanefnd E1 Salvador var stofnuð 1978, og voru stofn- endur hennar m.a. þau Marianella Garcia Villas lögfræðingur og fyrr- verandi þingmaður og Romero erkibiskup í E1 Salvador. Eins og kunnugt er af fréttum voru þau bæði myrt af böðlum ríkisstjórnar- innar í E1 Salvador, Marianella hin 14. mars á þessu ári, en hún var formaður Mannréttindanefndar- innar. Myndir Marianellu Patricio Fuentes sagði að það væri einn tilgangur ferðar hans til íslands að þessu sinni að leggja fram sönnunargögn um morðið á Marianellu Garcia Villas og sýna jafnframt heimildir sem hún safn- aði í síðustu ferð sinni um E1 Salva- dor, þar sem hún heimsótti yfirráð- asvæði skæruliðanna og samtaka þeirra, FMLN/FDR. Sýnishorn af þessum heimjldum eru birt hér í blaðinu í dag. Það eru annars vegar ljósmyndir sem böðlar Marianellu tóku af líki hennar eftir að þeir höfðu nauðgað henni og limlest til dauða. Myndirnar, sem teknar eru í herskóla skammt fyrir utan höf- uðborgina þar sem níðingsverkin voru framin, komust í hendur Mannréttindanefndar E1 Salvador fyrir mistök stjórnarhersins, sem sjálfur virðist geyma heimildir sem þessar um ódæðisverk sín. Mynd- irnar sýna að vinstri handleggur er snúinn úr axlarlið, báðir fótleggir eru brotnir á sama stað fyrir neðan hné, stórt brunasár er á hægri hendi og þá er skaut hennar einnig sviðið og brennt. Hinar myndirnar, sem hér eru birtar, eru teknar af Marianellu sjálfri frá ferðum henn- ar um yfirráðasvæði skæruliða í E1 Salvador og sýna þær m.a. fórnar- lömb fosfórelda og napalm- sprengja, sem stjórnarherinn hefur beitt gegn óbreyttum borgurum í E1 Salvador. Marianella kom til E1 Salvador í byrjun febrúar sl. og entist því ekki tími nema í rúman mánuð til að vinna að þeim verk- efnum sem hún hafði einsett sér, en þau voru m.a. að kanna hvort mannréttindi væru virt á yfirráða- svæði skæruliðanna og að sann- prófa hvort rétt væri að ríkisstjórn- in beitti efnavopnum og fosfór- sprengjum gegn óbreyttu fólki. Sex mánuðum eftir lát Marianellu hef- ur Mannréttindanefndinni borist mikið magn upplýsinga, sem henni tókst að safna á þessum stutta tíma. Patricio Fuentes, fulltrúi Mann- réttindanefndar E1 Salvador. (Mynd: Magnús). Er hér um að ræða segulbandsspól- ur, filmur og önnur gögn, sem hún hafði grafið í jörðu til þess að fela fyrir hermönnum stjórnarinnar. Nú er verið að vinna úr þessum gögnum og á meðal annars að nota þau í heimildarkvikmynd um líf Marianellu, sem verið er að vinna Barn sem er brennt af hvítforsórdufti frá stjórnarhernum. Ljósm. M. G. Villas að í Hollandi. Segulbandsspólurn- ar sem hér um ræðir hafa að geyma 160 klst. upptökur með viðtölum og athugasemdum, og myndirnar sýna að á þeim svæðum sem Mari- anella fór um höfðu margir orðið fyrir ægilegum brunasárum af völd- um fosfórelda, einnig konur og börn. Besti sendiherrann - Mönnum er nú orðið ljóst að Marianella Garcia Villas var besti sendiherrann sem E1 Salvador hef- ur nokkurn tíma átt og að skarð það sem hún lætur eftir sig verður ekki bætt, sagði Patricio Fuentes. Hún ferðaðist tvisvar hringinn í kringum hnöttinn til að kynna hin alvarlegu mannréttindabrot sem eiga sér stað í E1 Salvador og starf hennar naut alþjóðlegrar viður- kenningar. ísland var síðasta landið sem hún heimsótti áður en hún hélt til baka til Mexíkó og E1 Salvador þar sem hún var myrt. Það var ákveðið á fundi Mannréttindanefndarinnar í Mex- íkó í sumar að fulltrúar nefndarinn- ar færu aftur á alla þá staði sem hún heimsótti í heimsreisu sinni 1982. Því er ég hér kominn nú í annað skipti, segir Patricio, en hann var hér síðast í desember 1981. - Eftir morðið á Marianellu hef- ur ríkisstjórnin enn hert á ofsókn- um sínum gegn Mannréttinda- nefnd í E1 Salvador, sagði Fuentes. Níunda nóvember síðastliðinn var eini lögmaður nefndarinnar í höf- uðborginni myrtur. Þá hafa 4 fé- /lagar nefndarinnar horfið á síðustu mánuðum, 3 sitja í fangelsi og aðrir hafa flúið. Alls hefur stjórnarher- inn í E1 Salvador myrt 6 af félögum nefndarinnar, og er bersýnilegt að nú á að ganga á milli bols og höfuðs á nefndinni. Mannréttindanefndin hefur til umráða litla skrifstofu hjá biskupnum í San Salvador, myrkraherbergi til að framkalla ljósmyndir og eina fjölritunarvél. Verði starf nefndarinnar stöðvað mun það draga stórlega úr mögu- leikum á upplýsingaöflun og gera fólkið enn varnarlausara gagnvart ofbeldisverkum stjórnarinnar. Af- staða ríkisstjórnarinnar er sú að í E1 Salvador eigi bara að vera ein mannréttindanefnd, sem hún hefur skipað sjálf, en formaður hennar er Rafael Lopez Nulia yfiraður örygg- islögreglunnar. 52.000 morð En kúgunin í landinu hefur ekki bara magnast gegn mannréttinda- nefndinni, heldur einnig gegn öllum almenningi í landinu, og kemur það bæði fram í umfangi kúgunaraðgerðanna og þeim að- ferðum, sem stjórnin hefur beitt. oð hún hafi verið stalínisti.“ Fyrir tveimur mánuðum kom sendiherra Bandaríkjanna hjá Mannréttindancfnd Sameinuðu þjóðanna í Genf, Richard Schifter að nafni, hingað tíl íslands í boði Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Var hann hingað kominn til þess að skýra stefnu Bandaríkjanna í mannréttindamálum í Mið-Ameríku og átti í þeim tilgangi fundi með blaðamönnum og áhugafólki um mannréttindamál. Atti blaðamaður Þjóðviljans meðal annars kost á því að snaeða kvöldverð með sendi- herranum og fleiri gestum í Menningarstofnuninni. í umræðum yfír borðum barst morðið á Marianellu Garciu Villas í tal og var sendiherr- ann hjó Mannréttindanefndinni beðinn skýringar á því hvers vegna baráttufóik fyrir mannréttindum væri drepið í E1 Salvador. Svar sendiherrans var á þessa leið: „Marianella Garcia Villas barðist með skæruliðum í EI Salvador og féll í átökum þeirra við stjórnarher- inn. Hún hætti því lífi sínu á eigin ábyrgð. Auk þess hef ég það cftir áreiðaniegum vini mínum, sem barðist í hersveit Georges Orwell í Spánarstríðinu, að Marianella hafi verið stalínisti. Örlög hennar þurfa því ekki að koma neinum á óvart.“ Þess má geta að Marianella Garcia Villas var þingmaður Kristilega lýðræðisfíokksins í E1 Salvador 1974-76, áður en hún stofnaði Mannréttindanefndina. ólg. Segir Fuentes að nefndin viti um 1400 horfna á fyrstu 10 mánuðum þessa árs og hafi þeir nær allir verið drepnir. Alls hefur nefndin skráð um 52.000 morð á óbreyttum borg- urum frá 15. október 1979 til 30. október 1983. Þessu til sönnunar hefur Fuentes meðferðis mynda- bók upp á fleiri hundruð blaðsíður er sýnir myndir af limlestum líkum, sem fundist hafa á víðavangi, og hefur flest þetta fólk verið gripið fáklætt í rúmum sínum að nætur- lagi af stjórnarhermönnum og handlöngurum þeirra úr dauða- sveitunum. Stjórnin beitir ferns konar kúg- unaraðferðum, segir Fuentes: í fyrsta lagi gegn konum, en öllum konum sem lenda í klóm stjórnarhersins er nauðgað án til- lits til aldurs. Þannig var Marian- ellu Garcia Villas einnig nauðgað. I öðru lagi gegn þeim sem eru virkir í félagsmálum eða stjórnmál- um, verkalýðsleiðtogum, stúdent- aleiðtogum o.s.frv. I þriðja lagi beitir stjórnarherinn sér sérstaklega að ákveðnum starfshópum eins og læknum, kennurum, háskólakennurum, námsmönnum o.s.frv. Friðarverðlaun til Mannréttindanefndar El Salvador Nokkrir vinir Marianellu Garcia Villas hafa beitt sér fyrir því að „Friðarverðlaun fölksins" verði veitt Mannréttindanefnd El Salvador. I þessu skyni hefur verið hafin alþjóðleg fjáröflunarherferð, og munu allir þeir peningar sem safnast renna til starfs nefndarinnar. Hér á íslandi hefur verið opnaður sérstakur bankareikningur í þessu skyni, og er Þráinn Hallgrímsson blaðamaður umsjónarmaður reikningsins. Hægt er að leggja inn á reikning þennan í bók númer 16500. Eigandi reikningsins er Mannréttindanefnd E1 Salvador, c/o, Þráinn Haligrímsson, Hófgerði 15, Kópavogi. Nafnstafir reikningsins eru: mannré. í fjórða lagi hefur stjórnarherinn í frammi tillitslausa kúgun gagnvart öllum almenningi. Það lýsir sér m.a. í notkun fosfórs og sérstakrar tegundar napalms. Pólitísk lausn Mannréttindanefnd E1 Salvador er óháð og sjálfstæð nefnd, segir Patricio Fuentes, en við verðum bæði að taka tillit til efnahagslegra og pólitískra aðstæðna, þar sem þær eru rót mannréttindabrotanna sem viðgangast í landinu. Segir hann nefndina þeirrar skoðunar að finna verði pólitíska lausn á deilumálum í landinu, því núver- andi ástand líkist æ meira þjóðar- morði. Fuentes segir að það sé Bandaríkjastjórn sem standi í veg'- inum fyrir því að pólitísk lausn sé mögulég. Við erum þeirrar skoð- unar að með íhlutun sinni séu Bandaríkin einn aðili að þessari deilu og verði að taka þátt í lausn hennar sem slíkur. Ein af forsend- um pólitískrar lausnar er að Bandaríkin verði á brott úr landinu með alla hernaðarráðgjafa sína, segir Fuentes. Segir hann að Mannréttindanefndin styðji við- leitni Contadora-ríkjanna til að ná fram slíkri pólitískri lausn. Þá segir Fuentes að það hafi verið mikil- vægt skref í áttina til pólitískrar lausnar deilunnar þegar Fidel Ca- stro tilkynnti það nýlega að hann myndi kalla alla kúbanska hernað- arráðgjafa í Nicaragua heim, því Bandaríkin hafa lýst nærveru Kú- bana sem eina ástæðuna fyrir íhlut- un þeirra í E1 Salvador. Mannréttindanefndin hefur reynt að beita ser á alþjóðavett- vangi m.a. innan Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf, og við leggjum ríka áherslu á mikilvægi þess að öll lýðræðisríki í heiminum leggi sitt af mörkum til þess að pólitísk lausn nái fram að ganga er geti bundið enda á þessa ógnarstjórn. Nefndin hefur m.a. beitt sér fyrir fjársöfnun sem renna á til nauð- staddra barna í flóttamannabúðum E1 Salvadorbúa í Honduras og Mexíkó. Þá er þörfin á lyfjum og öðrum búnaði svo brýn að fjöldi manns lætur líf eða limi daglega vegna lyfjaskorts og skorts á frum- stæðasta búnaði til heilsugæslu. Ríkisstjórnin hefur hins vegar orð- ið uppvís að því að ráðstafa fé til slíkra nauðþurfta beint til stjórnar- hersins. Patricio Fuentes sagði að lokum að það gleddi hann að finna að þekking manna hér á landi á mál- efnum E1 Salvador hefði stórlega aukist frá því sem var fyrir 2 árum, og hefðu viðtökurnar hér verið mun hlýlegri í þetta skiptið. ólg. « SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudaeur 2. desember 1983 Föstudagur 2. desember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Ástandið í El Salvador Lík Marianellu Garcia Villas eftir að hún hafði verið limlest af böðlum stjórnarhersins í El Salvador. Á myndunum sést að hægri handleggur hefur verið snúinn úr liði ... vmstri hond hefur verið brennd, fyrir neðan hné. sömuleiðis skaut hennar, en báðir fótleggir brotnir Myndir þessar komust með Ieynilegum hætti úr Ijósmyndasafni stjórnarhersins. Marianella Garcia Villas á fundi með nokkrum af forystumönnum Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1 fyrravetur. Þjóðviljinn birtir myndir úr myndasafni Marianellu Garcia Villas og myndir sem böðlar stjórnarhersins tóku af líki hennar Aðstæður í sjúkraskýlum á yfirráðasvæð- Reyfabarn brennt af forsfórdufti. Ljósm. M. G. Villas. um skæruliða eru víða mjög erfiðar og til- finnanlegur skortur ríkir á öllum lyfjum og lækningatækjum. Ljósm. M. G. Villas. Ung stúlka sem misst hefur annan fótinn vegna brunasára af völdum forsófsprengju. Ljósm. M. G. Villas.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.