Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN: Föstudágiir 2. desember 1983 Alþýðuleikhúsið: KAFFITÁR OG FRELSI eftir Rainer Werner Fassbinder. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson og Böðvar Guðmundsson. Tónlist: Snorri Sigfús Birgisson. Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir. Leikstjórn: Sigrún Valbergsdóttir. Alþýðuleikhúsið hefúr byrjað sitt níunda leikár. Þetta leikhús virðist hafa mörg líf, það missir húsnæði hvað eftir annað, opin- berir fjárstyrkir dragast saman, skuldasúpan orðin stjarnfræðileg (meira að segja á íslenskan mæli- kvarða) en allt kemur fyrir ekki. Alltaf skal það rísa upp aftur með sínu hugrakka og duglega fólki, sem freistar þess að auðga leikhúslíf landsins með því að skemmta okkur og græta, auka skilning okkar og þekkingu og vonandi gera okkur með því móti að betri manneskjum. Að sjálf- sögðu hafa þeim verið mislagðar hendur þessi níu leikár, hvernig Dýrkeypt frelsi má annað vera við þær aðstæður sem þeim er ætlað að starfa. En fyrir mig sem óbreyttan áhorf- anda hafa þau ætíð verið for- vitnileg, ég hefi dáðst að leikgleði þeirra og ferskleika sem því mið- ur skortir stundum í stóru leikhúsunum. Kannski er þetta vegna þess, að þau velja sér verk- efnin sjálf, bera ábyrgð á því sem þau gera, standa eða falla með árangrinum. Nú kann einhver að hugsa að ég sé að gerast talsmaður frjáls- hyggjuhugmynda um starfsemi íslenskra leikhúsa. Svo er þó að sjálfsögðu ekki, heldur tel ég þvert á móti að opinberir aðilar ættu skilyrðislaust að skapa leikhópum eins og Alþýðuleik- húsinu, Stúdentaleikhúsinu o.fl. varanlega starfsaðstöðu. Öðru eins er víst eytt í okkar þjóðfélagi og af minna tilefni. En það breytir ekki gildi þess, að fólk ráði sjálft sínum verkefnum og beri einhverja ábyrgð á árangr- inum. Nú hefur Alþýðuleikhúsið frumsýnt í jiýju húsnæði Þýska bókasafnsins við Tryggvagötu 26, leikritið Kaffltár og frelsi eftir Rainer Werner Fassbinder. Þetta leikrit var frumsýnt í Bremen í Vestur-Þýskalandi árið 1971 og er efni þess byggt á dómskjölum frá fyrri öld. Þar segir frá lífi ungrar konu, Geesche, baráttu hennar gegn siðaboðum þeirra tíma, sem persónugerast m.a. í eiginmanni hennar, ástmönnum og foreldrum, baráttu fyrir efna- hagslegu sjálfstæði og rétti til samneytis við þá karlmenn sem hún girnist og/eða elskar. Bar- áttuaðferð Geesche er einföld: hún drepur á eitruðu kaffitári þá sem standa í vegi fyrir því sem hún sækist eftir- eiginmann, ást- mann, móður sína, grannkonu og börn. Af leikskrá og þá einkum vönduðum inngangi Kristínar Ástgeirsdóttur sagnfræðings, má skilja, að aðstandendur leikrits- ins líti á það sem innlegg í um- ræðu um baráttu kvenna gegn „karlveldi“ og „feðraveldi“ og fyrir „kvenfrelsi". Slíkt felst venjulega í því að sýna okkur erf- iða stöðu kvenna og það er gert í þessu leikriti, án þess þó að þar komi neitt á óvart. Túlki maður þessa sögu einungis sem lýsingu á bágum kjörum kvenna fyrr á öldum má e.t.v. segja að til lítils sé af stað farið. Ég vil því leyfa mér að halda því fram - eftir tölu- verða umhugsun - að þessi dæmi- saga Fassbinders skírskoti ekki síður til þeirra ógangna sem hluti Margrét S. Björnsdóttir skrifar um leiklist kvennahreyfinga okkar daga hef- ur ratað í. Sá hluti þeirra sem kenndur er við herskáa kvenna- hyggju (militant feminism) og sem hér á íslandi í dag birtist helst í hugmyndafræði Samtaka um kvennalista. Herská kvennahyggja skil- greinir baráttu kvenna fyrir frelsi, sjálfstæði og hamingjuríku lífi fyrst og fremst sem baráttu gegn körlum. Þeir sem karlar beri ekki einungis ábyrgð á því hvern- ig háttað er hlut okkar kvenna hér í heimi, heldur og því hvernig heimsmálum er almennt komið - s.s. misskiptingu auðs, vígbún- aði, og stríðsrekstri, hungri, mengun osfrv. Þeir séu andstæð- ingar okkar kvenna og andstæð- ingar manneskjulegra lífsskilyrða mannkyns. Rökrétt væri því að fara að dæmi Geesche og drepa þá eða gera þá óvirka með öðrum hætti. En því miður: um leið er okkur konum áskapað (sumum a.m.k. og svo er um Geesche) að girnast karlmenn og elska. Og Geesche drepur ekki bara karl- menn. Hún drepur líka börnin sín til að halda í einn karlanna. Því „kvennakúgunin byrjar á fæðing- ardeildinni" eins og einn femin- isti í mínum flokki sagði þar á fundi. Geesche drepur og móður sína og grannkonu - allt til þess að öðlast sjálf frelsi. Sú afstaða Geesche sem birtist í hennar bar- áttuaðferð tengir þessa dæmi- sögu áðurnefndum feminisma og rökréttum afleiðingum hans. Ge- esche fórnar svo miklu fyrir frels- ið, að hún hefur áður en lýkur glatað öllum ástvinum sínum, frelsi sínu og svo loks lífi sínu. Eins hlýtur að fara tilfinningalega fyrir þeim sem ekki líta á það sem sammannlegt vandamál að berj- ast fyrir réttlátu samfélagi, ekki vilja berjast fyrir því með körlum að við, konur og þeir, getum girnst og elskað hvort annað sem jafningjar og bandamenn í sam- særi ástarinnar. Sögunni um Geesche og frels- isbaráttu hennar skiluðu leikarar Alþýðuleikhússins með mestu prýði við erfiðar aðstæður. Alls koma fram í sýningúnni fimm leikarar, sem allir nema einn fara með fleiri en eitt hlutverk og þau hamskipti takast vel. Jórunn Sigurðardóttir leikur Geesche af kunnáttu og innileik, hvort sem hún sýnir reisn hennar eða niðurlægingu. Pálmar Á. Gestsson leikur eiginmann henn- ar og tvo elskhuga, hvern með sínum hætti. Pálmari tókst jafn vel með þá alla, jafnt grimman eiginmanninn sem hinn hjarta- góða Michael og kaldrifjaða Zimmermann. Þau Jórunn voru á sviðinu mestallan tímann og stóðu sig hetjulega.í smærrihlut- verkum og öll fleiri en einu voru þau Borgar Garðarson, Sigurveig Jónsdóttir og Bjarni Ingvarsson. Þeim tókst mjög vel að draga upp safn hinna ólíkustu persónuleika og stóðu síst að baki aðalleikur- unum tveim. Umgjörð leiksins, leikmynd Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, var látlaus og smekkleg og féll vel bæði að efni sögunnar og þýska bókasafninu. Heildaryfirbragð sýningarinn- ar var leikstjóra, Sigrúnu Val- bergsdóttur, og öðrum aðstand- endum einnig til sóma og var ná- lægð áhorfenda síst til að spilla áhrifunum. Og er þá ekki annað eftir en að þakka fyrir sig og hvetja Iesendur Þjóðviljans til að dvelja kvöld- eða dagstund með Geesche og örlögum hennar. Margrét S. Björnsdóttir. Bókmenntir á sviði Stúdentaleikhúsið. Draumar í höfðinu. Leikstjóri: Arnór Benónýsson. Leikmunir og búningar: Sigríður E. Sigurðardóttir. Lýsing: Einar Bergmundur. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Stúdentaleikhúsið hefur verið að sýna dagskrá sem unnin er upp úr verkum fimmtán höfunda sem eru að senda frá sér bækur um þessar mundir og eru nokkrir þeirra byrjendur. Enginn hefur enn yfirsýn yfir bókauppskeru þessa hausts, en flest bendir til þess að valið á efni hafi vel tekist, gefi nokkuð rétta hugmynd af því semer helst á döfinni með ungum höfundum um þessar mundir. í leikskrá segir á þessa leið: „Sam- eiginlegt flestum verkunum sem hér eru kynnt er að þau draga upp dökka mynd af veruleikanum. Verkin lýsa lífi á ystu nöf, kúgun og ótta og vanmáttugum upp- reisnum. Viðteknum gildum er afneitað en fá ný koma í staðinn. Jafnvel ástinni tekst ekki að gefa lífinu tilgang. Oft er flóttinn eina lausnin. í óvissu sinni um fram- tíðina leitar fólk skammvinnra lausna. En vonin verður ekki kæfð og birtist aftur og aftur í draumum um betra líf“. Árni Bergmann skrifar um leiklist Þetta er sjálfsagt rétt - nema hvað húmor var í þessari sýningu sterkari en framangreind lýsing gefur til kynna. Verkin voru flutt með ýmsum hætti - sögukaflar settir á svið, kvæði sögð fram, lesið upp með nokkurri hlutverkaskipan. Sögu- kaflarnir voru kannski full stuttir til að gera meira en vekja forvitni - eða svo finnst þeim sem hefur þegar lesið tvær þeirra skáld- sagna sem leikið var upp úr. Sumum leikaranna nægðu þó þessar fáu replikur til að sýna fyllilega sannfærandi persónur - t.d. Aldís Baldvinsdóttir í sögu- kafla eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Kvæðin, einkum þau sem eru lýrískrar ættar, áttu erfiðast uppdráttar á sýningunni, sem vonlegt var. Gamanmál tókust að öðru jöfnu einna best - þeir Eyþór Árnason og Kristján Franklín komu ágætlega til skila fjörlegu hugarflugi Einars Más Guðmundssonar, og Rósa Marta Guðnadóttir og Daníel Ingi Pét- ursson gerðu Arnviðarskýrslu Steinunnar Sigurðardóttur fyndna vel. Ánægjulegast var kannski að heyra úr verkum tveggja höfunda sem gesturinn vissi ekki áður að væru til. Annar er Gyrðir Elíasson sem slöngvaði - með Ara Matthíasson að máli - fram- an í mannskapinn gagnorðum út- listunum á „gullöld plastpokans“. Hinn er Vigdís Grímsdóttir sem hefur bersýni- lega gáfu til að fara með tíðindi af tilfinningalífinu með öryggi og næmleika - Sólveig Halldórsdótt- ir og Margrét Pálmadóttir fluttu þessa „mynd“ hennar með á- hrifadrjúgri einlægni. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.