Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.12.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar Irá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Soffía Eygló Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Katrin" eftir Katarina Taikon Einar Bragi les þýð- ingu sína (14). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundartelli sér um þátt- inn (RÚVAK) 11.15 Á jólaföstu Umsjón: Ágústa Björnsdótt- ir. 11.45 Golden Gate-kvartettinn syngur 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miðdegistónleikar Tékkneska fílharm- oníusveitin leikur „Othello", forleik op. 93 eftir Antonín Dvorak; Karel Ancerl stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Cécile Ousset og Sinfóníuhljómsveitin i Birmingham leika Pi- anókonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Franz Liszt; Simon Rattle stj./Aaron Rosand og Sinfóní- uhljómsveit útvarpsins í Luxemborg leika Fiðlukonsert nr. 3 í g-moll eftir Jenö Hubay; Louis de Froment stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldavaka a. „Meðan húsin sofa“ Baldur Pálmason les Ijóð eftir Sigurjón Bragason. b. Vísnaspjöll Skúli Ben. spjallar um lausavísur og tilurð þeirra. c. Ljóðaþýð- ingar Auðunn Bragi les Ijóðaþýðingar sinar. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Hljómskálamúsík Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Norðanfari - Þættir úr sögu Akureyrar. Umsjón: Óðinn Jónsson (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins 22.35 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sig- fússon. 23.15 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurtregnir. 01.00 Á næturvaktinni - Ólafur Þórðarson. 03.00 Dagskrárlok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunútvarp. Umsjón: Páll Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Arnþrúður Karlsdóttir og Ásgeir Tómasson. 14.00-16.00 Pósthólfið. Valdís Gunnarsdóttir og Hróbjartur Jónatansson taka við bréfum hlustenda. 16.00-18.00 Helgin framundan. Umsjón: Jó- hanna Harðardóttir. JS \ RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 21.05 Skonrokk Umsjónarmaður Edda And- résdóttir. 21.40 Kastljós Þáttur uminnlend og erlend málefni. Úmsjónarmenn: Einar Sigurðsson og Hermann Sveinbjörnsson. 22.50 Flauelsblóm í ágúst (Marigolds in August) Suður-afrisk bíómynd frá 1979 gerð eftir handriti Athols Fugards. Leikstjóri Ross Devenish. Aðalhlutverk: Athol Fugard ásamt Winston Ntshona og John Kani. Samfélagið birtist í hnotskurn í myndinni sem lýsir á óbrotinn hátt samskiptum þriggja manna og því öryggisleysi sem þeldökkir menn i Suður-Afríku eiga við að búa. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni i Berlin 1980. Þýðandi Ragna Ragnars. 00.20 Dagskrárlok Bréfritari kvartar undan illum fnyk sem leggur frá fískimjölsverksmiðjunum í Eyjum og segir hann valda því að ekki sé hægt að hengja þvott á snúrur. Peningalyktin Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi skrifar: Hér í Vestmannaeyjum er allt á ani og spani við sfldarfrystingu, unnið fram á rauðar nætur. Þetta hefur verið góð glefsa hjá fólki en dýru verði keypt, - þar á ég við bónusinn, sem mér er svo meinbölvanlega við að ég sé alltaf rautt ef á hann er minnst. Peningalyktina leggur yfir bæ- inn frá fiskimjölsverksmiðjunum og er af fnykur illur. Konur geta ekki hengt út þvott fyrir þessum fjanda, sem er svo þykkur, að má næstum skera hann og mjálma nú ekki hraðfrystihúsaeigendur framan í ríkisstjórnina, enda hef- ur hún nóg að starfa við að skera niður laun hinna lægst launuðu, öryrkja og annarra bótaþega. Það er nú eitt afrekið, sem hún hefur unnið þó að þeir ætli að gefa samningsréttinn lausan eftir áramótin. Fjandinn þakki þeim það svo sjálfsagður hlutur sem hann er. Nú er verkalýðsforystan að vakna af Þyrnirósarsvefninum og er ekki nema gott eitt um það að segja. Háskaleg er sú stefna hjá fjármálaráðherranum að ætla að selja allar fasteignir og fyrirtæki ríkisins. Það stríðir á móti þjóð- nýtingarstefnu okkar Alþýðu- bandalagsmanna. Nei, þetta er harðstjórn, sem svífst einskis. Þetta er ekki lýðræði, þetta er stefna járnfrúarinnar bresku. Ég vildi að Alþýðubandalag- inu tækist að hrífa verkafólkið með sér, eins og réttilega er haft eftir Guðmundi J. Guðmunds- syni í viðtali við okkar ágæta mál- gagn Þjóðviljann þann 16. nóv. sl., enda sýnist mér á myndinni að hann sé að taka í nefið. Það eru einmitt svona kjarnakarlar, sem hafa eitthvað að segja, sem vit er í. Ég vona bara að Guð- mundur sé ekki hættulega veikur og bið að heilsa honum ef þið hittið hann á förnum vegi eins og segir í kvæðinu góða eftir Jónas: „Sáuð þið hana systur mína?“. Kreditkortafarganið skák Karpov að tafli - 244 Karpov hlaut 3'Æ vinning úr 6 skákum á „Sovéska Olympíumótinu". Hann tap- aöi engri skák, gerði fimm jafntefii og vann eina. I seinni skák sinni við Harry Kasparov mátti heimsmeistarinn enn hafa sig allan við að bjarga erfiðri stöðu. Þegar hór er komið sögu á Kasparov leik. Hann lagðist i þunga og þanka og þegar leikurinn loks kom reyndist hann valda Karpov miklum óþaegindum: Kasparov - Karpov 23. Bxc7! Dxc7 24. Rxd5 Dd6 25. Rxe7+ Bxe7 26. De4 Bf8 (Svartur á í vök að verjast. Fyrir hið fórn- aða lið hefur hvitur fengið tvö peð og ógnandi frelsingja á d-línunni. En nú missir Kasparov af bestu leiðinni.) 27. DeB (Með 27. c4 b6 28. d5 viðheldur hvítur miklum yfirburðum.) 27. .. g6 28. a4 Kg7 29. b4 Dc7 30. He3 Rf7 31. De6 Dd8! - Karpov verst af nákvæmni að vanda. Þrátt fyrir að Kasparov hafi barist hart til sigurs héldu varnir Karpovs. Þeir undir- rituðu friðarsamninga i 41. leik. bridge Oft verður maður vitni að þvi, að sagn- hafar „skemma“ upplögð spil, með röngu (engu) mati á gæðum samnings- ins. Hve oft hafa skussarnir ekki farið flatt á spli eins og þessu: G6 Á32 10853 KG43 K10752 943 D954 1087 D4 K762 87 ÁD8 KG6 ÁG9 Á652 D109 Suður er sagnhafi i 3 gröndum og út- spil Vesturs er spaðafimm. Suður stakk upp gosa, sem hélt (rétt spilamennska). Hvað nú? Björg Þór hringdi: Eg er hreint ekki hrifín af þessu kreditkortaæði, sem nú er að grípa um sig í æ auknum mæli og af sumum talið eitthvert sérstakt hjálpræði. Mér fínnst þetta ekki vera fyrir almenning. Þessi lánsviðskipti eru alltaf viðsjárverð. Fólk freistast gjarnan til þess að festa kaup á ýmsum varningi, sem það er kannski ekki beinlínis í þörf fyrir, - af því það þarf ekki að greiða nema að hluta til í byrjun. Hugs- unin er: þá koma dagar og þá koma ráð, við sjáum til hvort ekki rætist úr. En það rætist bara ekki alltaf úr og síst eru horfur á því nú þegar i senn er saumað að kjörum fólks og atvinnuleysi yfir- vofandi. Ég þekki fólk, sem hefur beinlínis rekið upp á sker með greiðslur fyrir hluti, sem það hef- ur verið að kaupa með þessum hætti. Það er skiljanlegt þegar kaupgeta minnkar hjá fólki og að þrengir þessvegna í verslun og viðskiptum, að kaupmenn neyti ýmissa bragða til þess að næla sér í viðskiptavini. En fólk skyldi at- huga, að þótt kjörin kunni að sýnast ginnandi í augnablikinu þá kemur að skuldadögunum og þá verður stundum fátt til ráða nema nýtt lán, ef það er þá fáanlegt og - hefur fólk þá ekki bara lokast inni í vítahring? Mér sýnist þetta kortafargan helst henta ráðherrum, þing- mönnum og svo kaupmönnum sjálfum í viðskiptum innbyrðis. Yfirskrift þessa spils gæti verið: Réttir möguleikar. Undirtitill væri þá: Að halda réttum andstæöingi út úr spilinu og þróa réttan lit í sókninni. Sem þýðir, að i 2. slag spilum við lágum tígli og látum níuna duga. Hún kostar drottningu og Vestur verður að spila einhverju til baka. Segjum að hann spili laufi, stingum við upp kóng og látum meiri tígul úr borði og gosann. Hann heldur, en drepi Vestur á kónginn, er tían I borði orðin góð. Málið er það, að hetja sóknina í réttum lit og vernda um leið þá hönd sem stiflar lit andstæðinganna. Þessvegna má ekki byrja á laufinu og þannig hleypa Austri inn í spilið. Nú, ef Vestur á laufadömuna þá fer hún ekkert í burt, ekki satt? Sjónvarp kl. 21.05 s Islensk músík í Skonrokki Margir góðir gestir verða í þætti Eddu Andrésdóttur, Skon- rokki, sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Einn þeirra er íslenskur, og er það Jón Gústafsson, sem „skonrokkast“ fyrir þjóðina. Hann flytur lagið „Sæla“ af hljómplötu sem kemur út í dag. Af öðrum gestum sem fram koma í þættinum má nefna Rol- ling Stones, Layback, Stebba hri- sting, Oliviu Newton John, Kenny Rogers, Dolly Parton og Billy Joel. Eins og lesa má úr þessari upp- talningu er hér um einvalalið að ræða, sem ætti að geta glatt hjörtu tónlistarunnenda. Rolling Stones koma fram í Skonrokki í kvöld, en nýlcga kom frá þeim enn ein breiðskífan. Á myndinni eru laga- og textahöfundar Rolling- anna, þeir Mick Jagger og Keith Richard. Tikkanen PLO hefur sýnt fram á að það er hægt að heyja borgarastyrjöld erlendis. Gœtum tungunnar Sagt var: Ræðumaður lét í það skína, að honum stæði á sama. Rétt væri: ... að sér stæði á sama. (Hið fyrra væri rétt, ef ræðu- maður hefði átt við annan en sjálfan sig.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.