Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. desember 1983 PJODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- \hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Augiýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjórí: Baldur Jónasson. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Umbrot og setning: Prent. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Prentun: Blaðaprent hf. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. r »<st Jör nargrei n starf og fcjör Mannréttindi og morð Böðlar stjórnarhersins myrða leiðtoga mannréttindabaráttunnar. Fulltrúar stórveldisins geta ekki leynt fögnuði sínum. Fjölmiðlar hægri aflanna birta fréttir til að sverta hina myrtu. Saga sem sýnir í hnotskurn hverjir meta valdið og hagsmuni auðsins meira en hin helgu réttindi mannsins til frelsis, lífs og lýðræðis. Landið er E1 Salvador. Fórnarlamb böðlanna er Marianella Garcia Villas. Stórveldið er undir stjórn Ronalds Reagan. Fréttaflutningur stjórnarhersins átti greiðan aðgang að Morgunblaðinu á íslandi. Á síðum þess er Marianella Garcia Villas enn talin til hinna óhreinu. Hollusta Morgunblaðsins við hernaðar- hagsmuni leppstjórna Bandaríkjanna er slík að fórnar- lömbum mannréttindabaráttunnar er á kaldrifjaðan hátt ýtt til hliðar þegar frásögnin passar ekki í kram . brenglaðrar heimsmyndar. Marianella Garcia Villas var þingmaður kristilegra demókrata. Hún er formaður mannréttindanefndar sem kirkjunnar menn höfðu stofnað. Skrifstofa hennar var til húsa hjá biskupnum í San Salvador. Marianella Garcia Villas fór um heiminn til að flytja hinar hrylli- legu frásagnir af morðum og pyntingum. Hún lagði fram skrár yfir konur og börn sem stjórnarherinn hafði myrt. Hún kom til íslands til að biðja um aðstoð. Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn sögðu nei. Þeir kusu að trúa frekar fulltrúum Reagans og útsend- urum stjórnarhersins. Nú eru á ný sönnunargögn kom- in til íslands. Mannréttindanefndin í E1 Salvador hefur sent annan fulltrúa. Patricio Fuentes ber til íslands myndir sem sýna hið svívirðilega morð. Lík Marianellu Garcia Villas er á- hrifamikill vitnisburður. Myndir sem hún faldi í jörðu áður en böðlarnir tóku líf hennar sanna hið miskunnar- lausa þjóðarmorð sem nú fer fram í E1 Salvador. Matthías Johannessen hefur stjórnað Morgunblað- inu í áratugi og boðað á hátíðarstundum að blaðið sé brjóstvörn lýðræðis og mannréttinda. Vinir Marianellu Garcia Villas á íslandi spyrja nú ritstjórann: Hvers á hún að gjalda? Hví var hún lífs og hví er hún liðin feimnismál á síðum blaðsins? Hvernig má það vera að böðlarnir og stjórnarherinn eigi greiðan aðgang að síð- um Morgunblaðsins með sinn lygaáróður en boðskapur mannréttindaleiðtogans Marianellu Garcia Villas sé hjúpaður þögn? Matthías Johannessen - ábyrgð þín er mikil. Morðið á Marianellu Garcia Villas kallar á skýr svör. Svar þitt er prófsteinn á mannréttindatal Morgunblaðsins. Loksins kom einn Ríkisstjórnin boðaði í sumar að tollar og skattar ættu að lækka svo unnt yrði að bæta kjör almennings í landinu. Þegar kjaraskerðingin mikla var lögleidd var þessi boðskapur notaður til bragðbætis. Nú er komið fram á miðjan vetur og ekkert bólar á efndum þessara loforða. Hins vegar er mikið talað um lækkanir á sköttum fyrirtækjanna. Ríkisstjórnin hefur því sýnt að hún meinti ekkert með fyrirheitunum um lækkanir almenningi til hagsbóta. Þá rís upp í byrjun desember Eyjólfur Konráð Jóns- son sem nú er formaður í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis. Hann hefur lagt trúnað á loforð ríkisstjórnarinnar um lækkun tolla og skatta. Nefndar- ormaðurinn neitar aðafgreiða frumvarp ríkisstjórnar- innar um vörugjald nema álagningin verði verulega lækkuð. Það verður gaman að sjá hvað ráðherrarnir gera við Eyjólf Konráð. ór Bergþóra Árnadóttir. Konur eiga samleið í kjcirabamttwmi Þjóðviljinn tekur aftur til um- ræðu kjör launafólks í þjóðfé- laginu og er nú borið niður hjá Bergþóru Árnadóttur, 65 ára gamalli konu sem starfað hef- ur hjá sama fyrirtækinu í 20 ár samfellt. Hún er félagi í Iðju, félagi verksmiðjufólks, og laun hennar eftir þennan langa starfsdag eru 12.076 krónurámánuði. Um sáralitla eftirvinnu er að ræða hjá Bergþóru og þá helst yfir sum- artímann. í tilviki Bergþóru er Iðjutaxtinn því raunhæf við- miðun. Þess má geta að laun Bergþóru hafa í raun ekkert hækkað í 14 ár, því sam- kvæmt Iðjutaxtanum er ekki gert ráð fyrir launahækkun eftir 6 ára starfsaldur. Sagði Bergþóra að eina launahækk- unin sem hún hefur fengið á þessum tíma hefði verið 5% hækkun frá vinnuveitenda sem hækkaði mánaðarlaunin um 500 krónur. „Við erum fjórar konurnar sem vinnum á svokallaðri átöppunar- deild. Að auki vinnur þarna tals- verður fjöldi karla. Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um það að þarna ríkir launamisrétti milli kynja, því karlarnir eru áreiðanlega yfir- borgaðir. Þetta er að sjálfsögðu ekkert einangrað fyrirbæri á mín- um vinnustað, svo virðist þetta vera úti um allt þjóðfélagið þó jafnrétti eigi að heita í orði. Störf kvenna eru einfaldlega lítils metin af öllum fjöldanum. Marg- ir telja að ekki beri að aðskilja launabaráttu karla og kvenna, en mér finnst það þó nauðsyn í hreint ekki svo fáum tilvikum. Konur eiga að vinna saman að bættum hag sígum og verða að gera það. Meginástæðan fyrir hinum litla árangri í kjarabaráttu kvenna liggur í samstöðu- leysinu." Umræða um jafnréttismál hef- ur aukist mikið á undanförnum árum. Hver finnst þér árangur- inn hafa orðið? „Ég man það á sínum tíma þegar Kvennadagurinn 1975 var hald- inn þá gerði maður sér vonir um að eitthvað breyttist til batnaðar. En nú stend ég mig að því að spyrja hvort svo mikið hafi áunnist. Ég veit það satt að segja ekki.“ Hef ekki lifað við neinn lúxus „Þegar ég lít til baka,“ heldur Bergþóra áfram, „þá skil ég varla hvernig ég komst af öll þessi ár með þau laun sem ég hafði. Sam- býlismaður minn lést fyrir 20 árum síðan og þá stóð ég ein uppi með þrjú börn. Einhvernveginn bjargaðist þetta. Mér tókst að komast yfir ágæta íbúð með góðra manna hjálp og þó oft væri erfitt, þá liðum við aldrei neinn skort. Þetta var barátta sem sner- ist um það hvort maður ætti að duga eða drepast. Núna er farið að hægjast um, börnin farin að heiman og ég hef því nóg að bíta og brenna.“ Talið berst að ráðstöfunum ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar frá því í vor og um þau mál hefur Bergþóra sínar skoðanir: „Ég ætla ekki að líkja því saman hvernig var að lifa af launum á sama tíma í fyrra og nú. Dæmið lítur einfaldlega þannig út að allir kostnaðarliðir hækka, en kaupið stendur í stað. Þó tekur út fyrir þegar þessi sama ríkis- stjórn sviptir fólk hinum sjálf- sögðu mannréttindum, samn- ingsréttinum. í þeim skilningi hefur maður færst aftur á bak í tímann. Á sama tíma og þetta er gert kaupir svo forsætisráðherr- ann sér nýjan bíl á vildarkjörum. Það finnst mér fyrir neðan allar hellur.“ Bind miklar vonir Alþýðubandalagið „Ég hef verið þeirrar skoðunar að vinstri menn eigi að fylkja sér um einn flokk, en eigi ekki að tvístrast í margar smærri eining- ar. Innan Alþýðubandalagsins hefur mér sýnst vera grundvöllur fyrir hin margvíslegustu sjónar- mið. Mér fannst það vera stórt skref framávið þegar hlutur kvennanna innan þessa flokks var tryggður á síðasta landsfundi. Sérstakur kvennaflokkur finnst mér því ekkert atriði út af fyrir sig. Ég bind satt að segja miklar vonir við Alþýðubandalagið og tel bandalagið vera eina flokkinn sem getur hreyft við kjörum lág- launafólks til betri vegar,“ sagði Bergþóra að endingu. -hól. Rœtt við Bergþóru Árnadóttur sem starfað hefur í 20 ár hjá sama fyrirtœkinu og er með um 12 þúsund krónur í mánaðarlaun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.