Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. desember 1983 fréttaslcyring Að falla í átökum Lát Marinellu Garcia staðfest Var í hópi 22 manna, sem féllu í átökum á sunnudag Þann 16. mars sl. hafði frétta- stofa hljóðvarps það eftir „stjórnvöldum í El Salvador" að Marianella Garcia Villas, formaður Mannréttinda- nefndar El Salvador, hefði fallið í átökum á milli skæru- liða og stjórnarhersins. Frétt þessi var svo endurtekin áfor- síðu Morgunblaðsinsdaginn eftir og ítrekuð með ýtarlegri hætti á 14. síðu blaðsins þann 18. mars, þar sem segir í fyrir- sögn að hún hafi „fallið í átökum". Þessifalskatúlkun á því sem gerðist hefur aldrei verið leiðrétt í Morgunblaðinu, og mér er ekki kunnugt um að fréttastofa útvarpsins hafi gert það heldur. Morgunblaöið birti að vísu innihald yfirlýsingar Mannrétt- indanefndarinnar þar sem þeirri fullyrðingu var mótmælt að Mari- anella hefði verið einn af liðs- mönnum skæruliða, og því var jafnframt haldið fram að hún hefði veri myrt. En túlkun blaðs- ins fer ekki á mili mála, þar sem hún kemur fram í fyrirsögn: „Var í hópi 22 manna, sem féllu í átökum á sunnudag". Hefur blaðið það síðan eftir „Varnar- málaráðuneytinu í E1 Salvador" að Marianella hafi verið þekkt meðal skæruliða sem „Lucia yfir- foringi“. Lýkur fréttinni með því að það er haft eftir „hernum“ að nefndarmenn Mannréttinda- nefndarinnar séu „sendiboðar fyrir skæruliða“. Þessar fréttir Ríkisútvarpsins og Morgunblaðsins eru hafðar eftir fréttatilkynningu sem Fréttastofa stjórnarhersins í E1 Salvador gaf frá sér sama daginn og hefur fengið greiða leið í gegn- um hið alþjóðlega fréttanet með svolítilli andlitssnyrtingu, en fréttatilkynning hersins var upp- runalega orðrétt á þessa leið: „Marianella Garcia Villas, for- seti hinnar sjálfskipuðu Mann- réttindanefndar er einn þeirra hryðjuverkamanna sem féllu á Bermunda-svæðinu í lögsagnar- umdæmi Suchitoto í Cuscatlán... Þegar hún dó var forseti nefndar- innar starfandi sem Lucía yfirfor- ingi þar sem hún vann að því að skapa ógnaröld meðal bænda- fólksins.“ í þau fjögur ár sem alþýða manna í E1 Salvador hefur mátt búa við sívaxandi ógnarstjórn og grimmdaræði stjórnvalda hefur almenningur á Vesturlöndum mátt búa við fréttaflutning sem þennan, þar sem heimildir böðl- anna sem nauðguðu og myrtu Marianellu Garcia Villas eru teknar sem góðar og gildar, en fréttaskeyti hinnar óháðu Mann- réttindanefndar hafa verið ýmist hundsuð eða birt sem vafasamar heimildir eins og Morgunblaðið hefur gert. Þjóðviljinn hefur ekki tekið fréttaskeyti böðlanna í E1 Salva- dor trúanleg og mun ekki gera það. Strax þann 17. mars birtum við fréttaskeyti Mannréttinda- nefndarinnar, þar sem frá því var greint að forseti nefndarinnar hefði verið myrtur, þar sem hún var að safna heimildum um grimmdarverk stjórnarhersins í E1 Salvador. Síðan hefur sannleikurinn verið leiddur í ljós með skýrari hætti hér í blaðinu, fyrst með tilvísun í fréttaskeyti kaþólsku friðarsamtakanna Pax Christi, 12. október, og síðan í blaðinu í gær, þar sem hinar óhugnanlegu myndir af líki Mari- anellu Garcia Villas voru birtar. í Þjóðviljanum í gær voru einn- ig birt ummæli þau sem sendi- herra Reagans Bandaríkjafor- seta hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf lét falla um dauða Marianellu í kvöldverðarboði sem Menning- arstofnun Bandaríkjanna efndi til með nokkrum blaðamönnum og áhugamönnum um mannréttindi, en hann hélt því þar fram að ekkert væri óeðlilegt við það að Marianella hefði „fall- ið“ þar sem hún hefði verið bæði hryðjuverkamaður og stalínisti. Richard Schifter sendiherra var kominn hingað til lands til þess að fræða íslendinga um stöðu mannréttindamála í Mið- Ameríku, og hann var einnig aufúsugestur í fréttatíma hljóð- varpsins þar sem birt var við hann viðtal. En Richard þessi Schifter var ekki hingað kominn til þess að segja sannleikann. Hann laug gegn betri vitund. Fyrir rúmu ári hélt Dean R. Hinton, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í San Salvador, erindi í Verslunarráði Ameríkuríkja í San Salvador, sem vitnað var til í fréttabréfi US- ICA hinn 2. nóvember 1982. Þar er eftirfarandi haft eftir sendi- herranum: „Á fyrstu tveim vik- um þessa mánaðar voru að minnsta kosti 68 manns myrtir í E1 Salvador við kringumstæður sem ykkur mun öllum vera kunn- ugar, sem hér eruð. Á hverjum degi fáum við fréttir af fólki sem hefur „horfið undir hörmulegum aðstæðum"... Síðan hélt sendi- herrann áfram: „Ef þið eruð ekki viss um að ég sé að fjalla hér um grundvallarvandamál sem skiptir Ólafur Gíslason skrifar sköpum, þá skuluð þið velta þess- um tölum fyrir ykkur: Frá 1979 hafa að minnsta kosti 30.000 E1 Salvadorbúar verið myrtir, þeir hafa ekki fallið í bardögum, held- ur verið myrtir“. (2 Það þarf enginn að halda því fram að bandaríska utanríkisráð- uneytinu hafi ekki verið kunnugt um þessar staðreyndir. Og sendi- herra Bandaríkjastjórnar hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem hér er kynntur sem sérfróður maður um mannréttindamál í Mið- Ameríku, hefur líka haft upplýs- ingar um þessar tölur. En hann var ekki hingað kominn til þess að boða mannréttindi, heldur til þess að bera lygi á borð fyrir ís- lenskt áhugafólk um mannrétt- indi og fyrir íslenskan almenning. Það er í rauninn skelfileg tilhugs- un að slíkur maður skuli bera titil sendiherra fyrir Bandaríkin hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf. Samkvæmt nýrri skýrslu sem Mannréttindanefnd Elt Salvador hefur gert um dauða Marianellu með samanburði á ólíkum vitnis- burðum og skýrslum lækna og lögfræðinga bar dauða hennar þannig að: Hún komst ein úr hópi 20 manna undan skothríð stjórn- arhersins, þar sem hún var á flótta. Hún var handsömuð og flutt á skóla hersins í San Salva- dor þar sem hún var í höndum böðla sinna í 10 klst. Fætur henn- ar voru fyrst sundurskotnir, síðan var henni nauðgað. Hægri hand- leggur hennar var brotinn og úr axlarliðnum. Þriðja stigs bruni var á hægri hendi. Hún var líflátin með skoti aftan á hálsi. Síðan var sprengikúlu skotið upp í kynfæri hennar. Þeir embættismenn sem ferð- ast um heiminn í nafni mannréttinda til þess að hylma yfir slíkum böðlum eru þeim engu betri. Og þeir fjölmiðlar sem hafa tilhneigingu til þess að taka þá trúanlega eru ekki mikils trausts verðir frá hendi lesenda og hlustenda. 1) Primer semestre del Ano de 1983, Los Derechos humanos en El Salvador, bls. 15. 2) Sama heimild, bls. 12. ólg ritstjornargrem Þorstahefta þjóðin vill Egil sterka íslendingar eru eftirbátar ann- arra þjóða í drykkjuskap, en þeir hafa löngum drukkið illa, sér og sínum til tjóns og vansa. En nú virðist það vera áhugamál að við stöndum öðrum á sporði í þjóri og látum ekki þorstahefta okkur lengur. Það er höfðað til þess að meirihluti sé fyrir bjór í skoðana- könnunum og einlægast að þjóð- in afgreiði þetta þjóðþrifamál í almennri atkvæðagreiðslu, rétt eins og bæjarfélögin sem verið hafa að samþykkja áfengisút- sölur á þann hátt. Sjálfum sér samkvœmir? Nokkrir húmoristar á Alþingi hafa lagt fram „Tillögu til þings- ályktunar um almenna atkvæða- greiðslu um áfengt öl“. Þeir láta fylgja stutta greinargerð fulla með skemmtilegu kaffihúsa- snakki, og gefa þar með tóninn í umræðuna. Sumir þessara þing- manna réttu upp höndina þegar Alþingi samþykkti 7. maí 1981 þingsályktun um mörkun opin- berrar stefnu í áfengismálum, þar sem skýrt er kveðið á um að fyrsta grundvallaratriðið í slíkri stefnu eigi að vera að draga úr heildarneyslu vínanda. Nú hefur það verið að gerast á íslandi í nafni frelsis og umburðarlyndis að útsölustöðum áfengis hefur farið fjölgandi, og alltaf fjölgar vínveitingahúsum. Það. eru óhrekjandi staðreyndir að með því að heimila slíka þróun er hið opinbera að fallast á aukna á- fengisneyslu þjóðarinnar. Sama gildir um nýjar tegundir áfengra drykkja að þeir hafa skjalfesta til- hneigingu til þess að bætast við heildarneysluna. Ákvörðun um að leyfa sölu bjórs í áfengisútsöl- um og á vínveitingahúsum jafngildir því ákvörðun um að auka neyslu vínanda í landinu. Það verður að nefna hlutina rétt- um nöfnum, og þingmennirnir umræddu hafa komið sér í þá 'stöðu að vilja bæði auka heildarneyslu áfengra drykkja og draga úr henni. Þeir hafa einnig samþykkt á Alþingi að hið opin- bera skuli móta stefnu í áfengis- málum, en vilja nú að hún verði látin ráðast í almennum atkvæða- greiðslum í einstökum atriðum. Ætli þetta sé það sem heitir að vera sjálfum sér samkvæmur. Drykkjuskapur til forna. Ein merkilegasta fullyrðingin í greinargerð flutningsmanna er sú að áfengisbölið hafi haldið innreið sína á íslandi þegar farið var að flytja brennda drykki til landsins. Fram á 16. öld sé ekki vitað um áfengisvandamál, enda hafi menn þá kneyfað mjöð sér til heilsubótar. Ekki vitum við hvort telja beri Egils sögu pottþétta heimild um drykkjusiði á sögu- öld, en hún gæti verið aldarspeg- ill um drykkjuveislur á ritunar- tíma sínum. Þegar Egill vildi þriggja ára í ölteiti til Yngvars á Álftanesi sagði Skallagrfmur fað- ir hans við hann: „Ekki skaltu fara, því þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni, þar er dryk- kjur eru miklar, er þú þykir ekki góður viðskiptis, að þú sért ódrukkinn“. Yndi gat verið af öldrykkju eins og þegar jarlsdótt- irin á Hallandi spurði í vísu: „Hvat skaltu sveinn í sess minn?“ og Egill snaraði fram svarvísu svo góðri, að þau drukku saman um kveldið og voru allkát. En þá kárnaði gamanið þegar menn drukku einmenning hjá Ármóði skegg, hina sterkustu mungát, svo ósleitilega að förunautar Eg- ils gerðust ófærir. Gestgjafinn vildi að menn drykkju sem ákaf- ast en Egill tók undir hendur hon- um og kneikti Ármóð upp að stöfum og spjóu þeir síðan í andlit hvor annars af öllu afli. Af orð- ræðum viðstaddra má ráða að það hafi þótt tíðindum sæta að menn þeystu upp úr sér spýjum miklum inni í sjálfri drykkjustof- unni, en alvanalegt að menn gengju út ef þeir vildu spýja. Það má ráða víða af fornsögum að stórmenni jafnt sem alþýða hafi lagst í margra daga fyllerí af litl- um tilefnum. Og hugsanlega má líta á sjóvolk og langferðir sem þeirrar tíðar meðferðarstofnanir og SÁÁ til þess að þurrka kapp- ana upp á milli drykkjutúra. Alþingi taki mark á sjálfu sér Og seinni tíma lýsingar benda til þess að íslendingum hafi lítt Einar Karl________________ Haraldsson skriffar farið fram í drykkjusiðum, enda var snemma leitt í lög að ekki mætti bera öl á Alþingi inn. Varla hefur það verið að ástæðulausu. Ekki viljum við bannmenn vera sérstakir, en rétt þykir Þjóðvilj- anum að Alþingi bíði þess að því verki sem Alþingi fól ríkisstjórn- inni að inna af hendi 1981 verði lokið. Svavar Gestsson þáver- andi heilbrigðisráðherra og dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra höfðu mikinn áhuga á þessu máli og settu niður nefnd sem á að vinna tillögur um heildarstefnumótun í áfengismál- um í samráði við heilbrigðisyfir- völd, Áfengisvarnarráð, Stór- stúku íslands, Samtök áhuga- manna um áfengismál, AA- samtökin, löggæslu og dómsmálayfirvöld, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Læknafé- lag íslands og fleiri aðila. Alþingi hefur sett sér það mark að móta heildarstefnu um áfeng- ismál. Það er ekki ofætlan í þess garð að það taki mark á sjálfu sér. Verði niðurstaða þess að ekki sé við hæfi annað en gera ráð fyrir bjórsölu innan ramma slíkrar heildarstefnu verða þingmenn að taka afleiðingum gerða sinna og standa ábyrgir fyrir þeim með viðeigandi ráðstöfunum. ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.