Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. desember 1983 framog _____________cried lit Þrír litlir grísir „Hvernig gamlar konur gera...“ Það þykir yfirleitt ekki merkilegt nú til dags að kunna að prjóna. Það er eitthvað sem gamlar konur gera sér tii sáluhjálpar og þær ungu sér til dund- urs. En þessi list, að prjóna, er án efa með snjöllustu uppfinningum manns- ins og líklega einn þarfasti og út- breiddasti iðnaður í heimi. Ég ætla að birta „frétt“ frá árinu 1560 seni ég fann í bókinni Öldin sextánda. Ég varð eiginlega alveg steinhissa þegar ég sá hversu stutt er síðan byrjað var að prjóna á íslandi. Ég sleppi síðasta hluta fréttarinnar þar sem segir frá því að allir keppist við að prjóna, því hægt sé að borga í búðinni með prjónlesi. „Árið 1560. Nýtt verkiag við að gera flik úr bandi. Nýtt verklag við að koma ull í fat er farið að tíðkast sums staðar í landinu. Ullarbandið er þá hvorki ofið til voðar í vefstað né saumað saman í plögg, held-" ur er það brugðið með teinum, sem menn kalla prjóna. Varnig þann er svo er gerður nefnir fólk prjónles og vinn- una við hann að prjóna. Með þessum hætti má gera ýmiss konar plögg, sokka og vetti, nærskjól og jafnvel bolflíkur. Prjónunum heldur fólk í höndum sér í sæti sínu og vinnast verk fljótar og auðveldlegar með þess- um hætti en hinum eldri aðferðum, þegar æfing hefur fengist við að beita prjónunum rétt. Sagt er að þetta vinnu- lag tíðkist á Spáni og þaðan hafi það borist til annarra landa.“ Gáta Einu sinni voru feðgar úti að keyra. .Þeir lentu í slysi. Faðirinn dó en sonur- inn var fluttur mikið slasaður á sjúkra- hús. Til þess að bjarga lífi hans þurfti að skera hann upp og laga eitthvað sem hafði skemmst innvortis. Þegar skurð- læknirinn kom inn á skurðstofuna og sá sjúklinginn sagði hann: „Ég get ekki skorið hann upp, þetta er sonur minn“. Hvernig má það vera? Jceja þá í þetta sinn! Þið þyrftuð líka að senda gátur og þrautir, krakkar. Ég er ekki mjög snjöll við svoleiðis. Dúna, vinkona mín, teiknaði myndagát- una í síðasta blaði. Lausnin er svona: Nú (Hv)er dimmt og h ál(l)t úti. Passi ð (þ)ykkur á bíl(l)unum. Var þetta erfitt? Eða kannski allt of auðvelt? Attí Bakka 510 Hólmavík Einu sinni voru þrír litlir grísir úti að labba í skóginum. Éinn var 15 ára, ann- ar 13 og sá þriðji var ekki nema 1 árs. Þá sáu þeir byssukarl sem kom þjót- andi á eftir þeim. Þeir urðu mjög hræddir og hlupu ekki nógu hratt og byssukallinn var alveg að ná þeim. Þá tók stóri grísinn litla bróður á bakið og þeir hlupu og þeir hlupu eins hratt og þeir gátu heim til mömmu. Hún var ein heima því pabbinn var dáinn. Byssukallinn var rétt á eftir þeim þegar þeir skutust inn um dyrnar og læstu vandlega á eftir sér. „Ekki vera hrædd, svona nú, þetta er allt í lagi“, sagði mamma og reyndi að róa litlu grísina sína. En þá gerðist nokkuð hræðilegt! Byssukallinn kom á gluggann. Litli grísinn æpti og reyndi að fela sig. Kall- inn miðaði og skaut inn um gluggann. En það kom bara vatn úr byssunni. Eftir Hrönn Magnúsdóttur. 0€'r\r\ý Sce i n.35<i.oec.t'r Aákt nn 3 ‘-)ára /aeíc a É<2.\r Ée.ca ocj v)\, 1Pe rf <?ríA Sr?jokúlu í m \<j V1 )h Takk fyrir skemmtilega mynd, Jenný. Þú ættir endiiega að senda okkur meira efni, fréttir frá Stykkishólmi, sögur eða bara hvað sem er. / 771WJ77]TmMM. Kubbakassi í jólagjöf Nú eru margir farnir að hlakka til jólagjafir til bestu vina og nánustu ætt- ingja, en alltaf vefst fyrir fólki hvernig ngja, en alltaf vefst fyrir fólki hvernig hægt er að útvega pening fyrir öllum gjöfunum, góða matnum og jafnvel nýju fötunum sem þarf til jólanna. Þegar við búum til jólagjafir sjálf spörum við peninga. Það eru líka svo skemmtilegar gjafir sem eru búnar til beinlínis fyrir einhvern ákveðinn en ekki bara til að selja í búð. Kubbakassinn sem ég ætlaði að segja frá kostar auðvitað vinnu en ekki mikla peninga. Fyrst þarf að fara í trésmiðju og sníkja „afsaganir“. Flestar trésmiðjur fleygja reiðinnar býsn af smábútum og kubbum í hverri viku. Þessar afsaganir eru úr alls konar timbri og allavegana í laginu, oftast heflaður. viður. Kubb- ana þarf samt að púsSa með sandpapp- ír, svo það komi örugglega engar flísar úr þeim. Sumir vilja hafa þá ómálaða, svo má líka lakka þá í skærum litum. Lakk fæst í pínulitlum dósum í máln- ingarvöruverslunum en er frekar dýrt. Kassann fyrir kubbana er auðvelt að smíða. Kannski fæst efnið í hann úr afsögunum, annars þarf að kaupa það. í kassann þarf að nota fjalir, tæplega tommu (2,5 cm) þykkar í hliðarnar. Botninn má gjarnan vera úr krossviði. Stærðin má t.d. vera 25 cm á hvorn kant, annars er best að láta efnið ráða því. Kassinn er negldur saman með 2“, tveggja tommu (5 cm), löngum nöglum. Botninn er festur á að lokum með fleiri og minni nöglum. Gjöfin er þá tilbúin en auðvitað má endalaust gera hana flottari, setja handföng eða Iok á kassann, mála hann, skreyta hann með límmiðum, setja eitthvað undir hornin svo hann rispi ekki gólfið og svo framvegis. Góða skemmtun!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.