Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN He,8in 3 *4- desember 1983 Fyrlr nokkrum dögum rifjaði Morg- unblaðið upp mál, sem f rægt varð | fyrir20árumsíðan, þegar Heimdall- ' ur, félag ungra íhaldsmanna, lét fremjarán tilaðkomastyfirskýrsl- ur og einkabréf, sem kallað var SÍA 1 skýrslunar. Fyrir bæjarstjórnar- ; kosningar 1962 birti svo Morgun- [ blaðið þessar stolnu skýrslur og aft- ! urfyrir Alþingiskosningar 1963og | loks gaf svo Heimdallur þær út í bók sem nefnd hefur verið „Rauða bók- in“ og fræg varð á sínum tíma. Þar sem mjög stór hópur fóiks man ekki þessa atburði og hefur því aðeins fyrir sér hina frægu einhliða túlkun Morgunblaðsins á þessu máli öllu, er við hæf i að ræða við tvo af þeim mönnum sem fyrir 20 til 25 árum voru félagar í SIA og áttu sinn þátt í skýrslugerðinni um málið. Hvað var SÍA, um hvað fjölluðu skýrslurnar og hversvegna þótti íhaldinu svo mikill fengur í stolnu skýrslunum? Þjóðviljinn bað Hjalta Kristgeirsson hagfræðing um að rifja þetta mál að- eins upp og svara þessum og nokkrum öðrum spurningum, svo og Hjörleif Guttormsson alþingis- mann en þeir voru báðir félagar í SÍA. Hjalti Kristgeirsson með SÍA bréfín og skýrslurnar, sem skipta þúsundum SKYRSLURNAR eru okkar „gerska ævintýri“ Hvað var SÍA ? Hjalti Kristgeirsson var fyrst spurður um hvað SÍA var í raun og veru og um skýrsl- urnar frægu: Sjáðu nú alian þennan mikla bréfabunka sem ég hef hér fyrir framan mig, þetta eru hinar frægu SÍA skýrslur og bréf sem við féiagarnir skrifuðum hver öðrum á námsár- um okkar víðsvegar í A-Evrópu á árunum 1956 til 1962. Ég hef nú ekki flett þessum blöðum í yfir 20 ár, þannig að hér ægir öllu saman óuppröðuðu, eins og ég kom með það heim frá Ungverjalandi á sínum tíma. Oft er nú kannski erfitt að greina á mili hváð er skýrsla og hvað er einkabréf. Sjáðu þennan pappír dagsettan í Hlaupsigum (Leipzig) í nóvember 1958. Hérna er Hjör- leifur Guttormsson að boða mér skýrslu um innanlandsástandið í Austur-Þýskalandi og um útgöngu „endurskoðunarsinnans“ Ak- sels Larsens úr danska kommúnistaflokkn- um, en þessi efni ætli þeir Þýskalandsmenn að ræða á fundi hjá sér eftir 10 daga rétta. Hann eigi von á skýrslu að heiman eftir fáa daga og sé þar fjallað um málefni Æsku- lýðsfylkingarinnar og nýlokið ÆF-þing. Rætt við Hjörieif Guttormsson alþingismann Það mætti okkur engin glansmynd Eins og Hjalti Kristgeirsson segir í samtalinu hér að ofan mun uppruna SÍA að rekja til námsmanna í A- Þýskalandi, vegna þess að þar var við nám fjölmennasti hópurinn í einu landi. HjörleifurGuttormsson alþingismaður var einn af stofnend- um SIA og hann var fyrst spurður hvarog hvenærfélagiðhafi verið stofnað. Félagið varð til einri sumardag árið 1957, ég man ekki nákvæmlega hvenær, enda hef ég ekki gögn þar um við hendina, en það var uppá lofti hússins að Tjarnargötu 20 sem við mynduðum með okkur félag nokkrir námsmenn sem þá höfðum byrjað nám austantjalds. Flestir í i Austur-Þýskalandi Voru þáð fyrst og fremst flokksleg tengsl Sósíalistaflokksins hér heima við flokka í A-Evrópu, sem réðu því að þið fóruð til náms í þessum löndum? Vissulega hjálpaði flokkurinn til við að koma okkur til náms í Austur-Þýskalandi, því að engin stjórnmálatengsl voru þá milli Islands og DDR, en við urðum að sækja formlega um skólavist með öllu sem því tilheyrir. Á árunum uppúr 1950 sóttu ís- lenskir stúdentar mjög til V-Þýskalands og munu um tíma hafa verið á annað hundrað manns þar í námi sem var jafnvel fleira en í Danmörku. Svo uppúr 1955 fóru menn einnig að fara til náms í A-Þýskalandi í auknum mæli. Var þar um að ræða bæði háskóla- og tækniháskólanám. Flest munu hafa verið um 20 manns samtímis við nám í A-Þýskalandi. Ástæðurnar fyrir því að ís- lenskir námsmenn leituðu til þýsku ríkj- anna var fyrst og fremst sú að eftir stríð höfðu verið byggðir þar upp nýtískulegir skólar og eldri skólar endurbyggðir. Auk Þar hafi gerst sá gleðilegi atburður að í stjórnmálaályktun hafi verið krafist stjórn- arslita, ef ekki verði staðið við samkomulag stjórnarflokkanna um brottför hersins. Svona eigi að vinna, segir Hjörleifur og að svo mæltu biður hann mig vel að lifa, - það er að segja: lifa í von um fleiri skýrslur! Og víst léttu þessi bréfaskipti líf okkar „útlag- anna“, segir Hjalti mér, nú 25 árum síðar. Nú, en þú spyrð hvað SÍA var. í maí 1956 fékk ég bréf frá Moskvu, sem var svar við bréfi frá mér og þar er komist svo að orði að tillagan um stofnun „SÍU“, sem svo var nefnt í bréfinu, hafi „fengið eindregnar undirtektir allra þeirra íslensku stúdenta sem hér eru staddir“. Ég hef það nú ekki alveg hjá mér hvenær SÍA var formlega stofnað, en hugmyndin er komin á loft 1956. Þá var þetta orð hugsað sem „sía um síu“. Mun hugsunin hafa verið skammstöf- un á Samband íslendinga austantjalds og svo sá hálfkæringur að við hefðum síast austurfyrir, hefðum sem sé farið í gegnum þess var tiltölulega hagstætt fjárhagslega að nema í þýskum skólum á þessum árum. Námsstyrkir voru ef til vill ekki háir, en þeir gátu létt mönnum róðurinn. Á þeim árum sem ég var í A-Þýskalandi við nám, var ekki mikið um stúdenta frá öðrum Norðurlöndum en íslandi. Aftur á móti voru margir stúdentar fá 3ja heimin- um, svo og einnig frá Kína og N-Kóreu. Annars gekk þetta dálítið í bylgjum eftir því hvernig vinskapurinn var milli Sovétríkj- anna og hinna svokölluðu sósíalísku ríkja. Sem dæmi má nefna að 1961 hurfu kínver- skir og albanskir námsmenn svo til alveg á braut þegar kastaðist í kekki milli Sovét- ríkjanna og Kína. Veruleikinn var grárri Heldur þú að dvöl ykkar austantjalds og skoðanaskipti innan SÍA-félagsins hafi haft mikil áhrif á ykkur íslensku námsmennina í A-Evrópu? Já, einkum dvölin, en einnig skoðana- skiptin^ég er ekki í vafa um það. Sjáðu til, Helgin 3.-4. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Rætt við Hjalta Kristgeirsson um SÍA og skýrslurnar frægu æði mikla síu. Síðar varð þetta formlegra og félagið nefnt Sósíalistafélag íslendinga austantjalds. Segja má að starfsemi þessa félags hafi fyrst og fremst farið fram í A-Þýskalandi, enda voru þar lang flestir landar. Þeir hitt- ust all oft og gerðu sér glaðan dag, auk þess sem þeir ræddu alvarleg málefni og þá helst pólitíkina heima á íslandi, í ljósi þess að þeir voru allir sósíalistar og félagar í flokkn- um heima. Auk þess sem pólitíkin almennt var til umræðu hjá þeim. Síðan fóru þeir að setja niðurstöður úr þessum umræðum sín- um á blað og senda til félaga sinna í öðrum löndum í A-Evrópu, sem þar voru við nám. í þessu sambandi má geta þess að Hjör- leifur Guttormsson fór heim til að sitja flokksþing Sósíalistaflokksins einu.sinni á þessum árum og skrifaði síðan um það skýrslu, sem hann svo sendi okkur hinum. Segja má því að félagið hafi fyrst og fremst verið fyrir þá sem voru í A-Þýskalandi, en við hinir nutum þess aðeins í bréflegu sam- bandi. Við vorum því eiginlega bréflegir meðlimir, eins og stundum er í „akadem- ískum“ félögum. Hversvegna svona margir við nám? Segja má að SÍA verði til vegna þess að svo margir íslendingar voru við nám í A- Evrópu á þessum árum. Og þá vaknar ef til vill sú spurning hvers vegna við vorum svona margir einmitt á þessum tíma, engir á undan okkur og fáir síðar. Þá ber fyrst að líta á það, að á þeim árum, sem ég og mínir jafnaldrar vorum að ljúka menntaskóla, var það ekki einfalt mál að komast í nám erlendis fyrir þá sem ekki áttu stönduga að. Sú aðstoð sem nú er við námsmenn var ekki komin þá og velferðarþjóðfélagið íslenska var skemmra á veg komið en nú er. Því var ásókn af hendi ungs fólks að komast til náms þar sem námsstyrkir voru, eins og var í löndum A-Evrópu. í annan stað voru þessi lönd svolítið að opnast til vesturs eftir hið harða tímabil ofstjórnar og ógnarstjórnar sem yfir þau hafði gengið, á árunum um og eftir 1950. í þriðja lagi nýtti forysta Sósíalistaflokksins á Islandi sér sambönd sín í austurvegi til að greiða fyrir því að námsmenn frá íslandi fengju aðgangaðskólum í þessum löndum og námsstyrkjakerfum þeirra. ísland naut þarna, eins og stundum endranær, þeirrar stöðu að vera talið vanþróað land. Við ís- lensku námsmennirnir komum þarna á svipuðum forsendum og fólk frá Afríku eða Asíu. Hinsvegar var þetta fólk oftast af tignu eða auðugu fólki í sínu heimalandi. Ég get nefnt sem dæmi að herbergisfélagi minn um langt skeið var af auðugri kaupmannsætt í Súdan, móðurbróðir hans var háttsettur í stjórnarráðinu og annar frændi hans einn af hershöfðingjum lands- ins. Allir íslensku námsmennirnir, sem voru við nám í A-Þýskalandi meðan það ríki var ekki viðurkennt af vesturlöndum komust þangað fyrir tilstilli þessara flokkslegu sam- Hjörleifur Guttormsson við fórum flest utan uppúr miðjum 6. ára- ' tugnum, róttækir námsmenn úr skóla. Einkum voru það stúdentar frá Laugar- vatni sem fóru þar fyrir, ég kom hinsvegar banda. Svo var einnig með mig þegar ég fór til náms í Ungverj alandi. Ég hygg hinsvegar að námsmenn í öðrum A-Evrópulöndum hafi komist þangað eftir venjulegum opin- berum leiðum, fyrir tilstilli menningar- sambanda á ríkisstjórnarplani. Samt sem áður var það svo að námsstyrkirnir voru ekki háir og í húsnæðismálum heldur bágt ástand. Ég þykist vita að íslenskir náms- menn í dag myndu ekki láta bjóða sér þau kjör sem við bjuggum við. Öll vorum við sósíalistar og flokksbundin hér heima áður en við héldum til náms og ásóknin í að fara til þessara landa í nám var fyrst og fremst bundin við sósíalista. Því var það afar nærtækt að stofna félag sósíalista austantjalds eins og við gerðum. Og ég vil taka það fram að við vorum aldrei að fara í felur með neitt og vorum í raun eitt af þeim félögum sem myndaði Sósíalistaflokkinn hér heima, þótt við yrðum aldrei formleg deild innan flokksins. Innihald skýrsinanna Þú spyrð um hvað þessar skýrslur okkar fjölluðu. Fyrst og fremst eru þær hug- leiðingar okkar um ástand mála á íslandi, pólitík og annað og í öðru lagi fjölluðu þær um ástand mála í hinum ýmsu löndum A- Evrópu og áreiðanlega ekki í þeim stíl sem valdhafar þar eystra hefðu talið sannan og réttan og sér samboðinn.. Ég er ekki þar með að segja að við höfum verið þess um- komnir þá að kryfja þjóðfélögin þar eystra til mergjar eins og æskilegt hefði verið. Við vorum ungt fólk með litla reynslu og haldin barnaskap í ýmsum greinum. Auðvitað vorum við bjartsýn og við þóttumst alls- staðar eygja von. Við vorum á því að þessi þjóðfélög væru að þróast í rétta átt og rétt átt að okkar mati var þjóðfélag allsnægta, þjóðfélag lýðréttinda og þjóðfélag þar sem allir gætu tekið og væru að taka þátt í fram- þróuninni. Við vildum vera raunsæ og þótt- umst skilja æði vel erfiðleika sem stæðu í vegi fyrir því að framtíðarþjóðfélagið gæti verið hér og nú. Við vorum þess fullviss að þróunin yrði þessum þjóðfélögum hagstæð og þarna væri í sköpun eitthvað sem kalla mætti sósíalískt samfélag. Þess vegna sögðum við í þá daga „Sósíalísku löndin“. Það er hinsvegar ljóst að við vorum leitandi, það kemur víða fram í skýrslum, vorum að leita okkur áfram og vorum því óhrædd að lýsa fyrir sjálfum okkur og fyrir félögunum heima ýmsu miður fögru í þess- um löndum. Sem dæmi get ég nefnt skýrslu frá mér til félaganna í A-Þýskalandi, en þangað fór ég einu sinni í orlofi mínu, en þeir fengu hins- vegar aldrei vegabréfsáritun til að koma til mín þó oft væri eftir leitað. Ég er í skýrsl- unni að skopast að kosningum í Ungverja- landi 1958, þetta voru dæmigerðar 99% kosningar og ég tel þær í skýrslunni með öllu marklausar. Ég segi þar á einum stað að það hafi verið nokkur brögð að því í borgunum að menn hafi farið inní kjörklef- ann til að brjóta kjörseðilinn saman, en úti á landi hafi menn yfirleitt stungið honum Sjá næstu síðu úr MA. Við vorum auðvitað með róttækar hugmyndir og nokkra glýju í augum varð- andi ríki A-Evrópu og þær vonir sem menn tengdu við þau þjóðfélög, sem þá voru að rísa úr rústum styrjaldar. Á þessum tíma var kaldastríðið í algleymingi og menn skiptust mjög ákveðið í fylkingar, ungir jafnt sem aldnir, í sambandi við afstöðu til heimsmála. . Sá veruleiki sem við kynntumst austurfrá breytti áreiðnalega mjög miklu í sýn okkar til þessara mála. Það var engin glansmynd sem mætti okkur þarna, heldur þjóðfélög, sem voru talsvert öðruvísi en við höfðum gert okkur í hugarlund. Veruleikinn var grárri og það sem stakk okkur strax, jafnvel méira en efnahagslegar þrengingar og lak- ara efnahagsástand en gerðist vestan tjalds, voru þær hömlur á skoðanafrelsi sem þarna ríktu og sá frumstæði áróður sem forráða- menn flokkanna beittu. Sjá næstu 'síðu Nokkru eftir að Rauða bókin kom út mælti ég mer mót við Styrmi Gunnarsson formann Heimdallar til að ræða málin. Hann tók á móti mér með stafla af Rauðu bókinni á borðinu. Rétt eftir að ég var sestur kom ljósmyndari Morgunblaðsins þjótandi inn, smellti af Ijós- mynd og fór út með það sama. Ég spurði þá Styrmi hvort ekki væri rétt að minn Ijósmynd- ari kæmi líka inn, en Ari Kárason bcið úti í bíl. Ég kallaði á Ara og hann tók þessa mynd... Árni Bergmann og Hjalti Kristgeirsson, skólafélagar á Laugar- vatni (myndin tekin 1953). Þeir Laugvetn- ingar voru allmargir sem fóru til nóms í So- vétríkjunum, Ung- verjalandi og þó eink- um Austur-Þýskalandi. Nokkrir landar á fundi í Leipzig, líklega veturinn 1959. Frá vinstri: Franz A. Gíslason, Þorsteinn Friðjónsson, Björgvin Salómonsson, Þór Vigfússon og Hjörlcifur Guttormsson. ZWiSCHEN ARBEiT SSE UND SCHAFFENDER INTELLIGENZ GARANTIEREN DAS GLUCK UND DEN WOHLSTAND UNSERES VOLKES

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.