Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 17
Helgin 3.-4. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Richard Wagner eftir 100 ár í gröfinni: Hjónin Cosima (Liszt) og Richard Wagner. frístundum og heillaðist Wagner mjög af þessum skáldskap hennar, enda var samband þeirra náið á þeim tíma. Hann falaðist eftir 5 þeirra og bera söngvarnir sömu nöfn og ljóðin: 1. Der Engel (Eng- illinn) 1857, 2. Stehe still! (Stattu kyrr!) 1858, 3. Im Treibhaus (í gróðurhúsinu) 1858, 4. Schmerzen (Kvalir) 1857, 5. Tráume (Draumar). Það er ekki vitlaust að kynnast Wagner gegnum þennan undur- fagra ljóðabálk, einkum ef menn hafa ekki efni á að spandera í óperu eftir hann. Reyndar er það furðu- legt að tónskáldið skyldi ekki leggja fyrir sig frekari sjálfstæða sönglagagerð, svo mjög sem Wesendonk-ljóðin bera vott um snilli hans á þessu sviði. En Wagn- er hugsaði í öðrum víddum og reyndar var þessi lagaflokkur undanfari vissra stefja úr Tristan og Isold, þeirri óperu sem markaði tímamót í tónskáldaferli Wagners og breytti gangi tónlistarinnar eins og frægt er orðið. 3. söngurinn, í gróðurhúsinu, og sá 5. Draumar, eru nefndir „stúdíur fyrir Tristan“, enda eru þemu úr óperunni ná- skyld þeim.Upphaflega voru söngv- arnir samdir fyrir sópranrödd og píanó en síðar sá Wagner um að þeir væru útsettir fyrir rödd og hljómsveit. Að vísu útsetti tón- skáldið Drauma fyrir hljómsveit og færði Mathilde að afmælisgjöf 1857. Báðar ofangreindar plötur hafa margt til síns ágætis. Sylvia Sass sýnir tilþrifamikinn söng og reyndar er frægðarferill þessarar ungverslu söngkonu löngu orðinn þekktur. Haft er fyrir satt að á sviði hafi hún eitthvað af Maríu Callas, en hún var um tíma nemandi henn- ar. Þrátt fyrir vissa harða hljóma sem kenna má upptökunni um, eru Wesendonk-ljóðin hrífandi í flutn- ingi hennar og hljómsveitin undir stjórn Kórodi er henni góður fylgi- nautur. Þá syngur hún Ballöðu Sentu úr Hollendingnum fljúgandi með miklum tilþrifum. Þrátt fyrir afbragðstök Sass, hlýt ég þó að veðja á Jessye No'rman og Lundúnasinfóníuna undir stjórn Colins Davis. Þessi þróttmikla blökkukona syngur ljóðaflokkinn af slíkri innlifun að erfitt er að finna veikan punkt í túlkun hennar. Hún hefur dekkri rödd en Sass og beitir henni af næmu öryggi svo hvergi verða skörp skil í stígandi söngsins. í gróðurhúsi og Draumar eru dæmi um þá stöku ljóðrænu fágun sem einkennir söng Norman. Þá er flutningur LSO og Davis öruggur og yfirvegaður en fuilur af tilfinn- ingu. Þessi hljómplata hefur einnig annað umfram Hungarótanútgáf- una, en það er heilsteyptara efnis- val. Með því að setja á baksíðuna Forleikinn og Ástardauðann úr Tristan og ísold, verða tengslin milli Wesendonk-ljóðanna og ó- perunnar sem Wagner vann að á sama tíma, öllu greinilegri og eðli- legri. Hér heyrir hlustandinn einn- ig hver munurinn á túlkun söng- kvennanna beggja er.Báðar syngja þær lokaaríuna úr óperunni með miklum glans, en meðan kenna má viss tilfinningaskort hjá Sass og hraðari meðferð, er söngur Norm- an þrunginn innileik og dramatísk- um krafti. Einnig er hún trúrri text- anum sem hún ber fram skýrt og greinilega. Norman stendur nú á hátindi frægðarinnar, bæði sem óp- erusöngkona og ljóðasöngvari og vart verður langt að bíða þess að gefin verði út heildarútgáfa af Tristan með söng hennar í hlut- verki ísolde. Forleikir úr „Die Feen“, „Hollendingn- um fljúgandi" og „Tannhauser" Flytjendur: Concertgebouw- hljómsveitin í Amsterdam, undir stjórn Edo de Waart. Útgefandi: Philips 9500 746 digital, 1981. Að lokum er hér nýleg plata með forleikjum úr þremur óperum Wagners. Mestur fengur er í Die Feen (Dísirnar), en það var fyrsta ! ópera tónskáldsins og stóð hann á tvítugu þegar hann samdi hana. Hinir forleikirnir eru öllu þekktari. Ásmat forleiknum að Tannháuser fylgir Venusberg-tónlistin (Bakk- analían) og fyllir hún alla bakhlið- ina. Þetta er ágæt útgáfa og upp- takan er vel úr garði gerð. Hljóm- sveitin er litrik, enda ein af bestu hljómsveitum heims. Þessi plata sómir sér vel meðal fjölmargra annarra platna með for- leikjum og glefsum úr óperum Wagners. Tónskáldið verður þó aldrei metið út frá slíkum útgáfum þótt þær sýni ágætlega hvers það var megnugt þegar hljómsveitar- útsetningar voru annars vegar. Sjónvarpsþættir, bók og hlj ómplötur Þaö hefur trauðla farið fram hjá mönnum að hundrað ár eru lið- in frá dauða Richards Wagner. Hafi þeir farið varhluta af þeirri staðreynd geta þeir spurt sjálfa sig hvers vegna sjónvarpið sé að sýna rándýra langloku um þettaumdeildatónskáld. Það fer varla milli mála að þættirnir eru dýrir því ekkert er til sparað, hvorki í sviðsetningu né stjörnufans. Svo mikið er af stórstjörnum að „sörarnir" þrír, Laurence Olivier, John Gilgud og Ralph Richardson, fá ein- ungis aukahlutverk og hefði það einhvern tíma þótt sagatil næsta bæjar. Að þáttunum standa Englend- ingar, Þjóðverjar og Ungverjar og eru þeir teknir á hvorki meira né minna en 200 mismunandi stöðum. Engu er líkara en framleiðendur hafi álitið að svona stórpródúksjón mundi ein sér og vegna stærðar sinnar gera Wagner verðug skil. Stórbrotnum hugmyndum og verk- um hans mætti mæta með því að fjalla um manninn á sem glæsileg- astan hátt. Þar hafa framleiðendur eflaust tekið mið af Niflunga- hringnum og ekki ætlað sér minna. Þrátt fyrir þetta hangir allt í lausu lofti, einkum spumingin um tón- skáldið Richard Wagner. Eins og svo oft vill verða þegar gera á merkum mönnum skil með pompi og prakt í sjónvarpsþáttum, er reynt að forðast kjarnann. Allir vita að Wagner samdi óperur sem þóttu marka tímamót í tónhugsun og reyndar allri listhugsun 19. aldar. Fæstir vita þó hvað lá að baki þessum nýju hugmyndum eða hvernig Wagner setti þær fram í verkum sínum. Hugmyndirnar sjálfar þekkja menn enn minna og botna því lítið í listamanninum né hvers vegna verið er að eyða í hann tíu rándýrum þáttum. Á þessu hundrað ára afmæli hef- ur nefnilega lítið verið gert til að dusta rykið af kjarnanum í list Wagners, en mun meira lagt upp úr því að viðhalda þjóðsögunni um manninn og þ.a.l. rangfærslum um stöðu hans og hugmyndir. Á þess- ari fölsun ala þættirnir og því er almenningur jafn nær um tón- skáldið eftir allt glápið. Langhund- urinn sýnir okkur loddarann Wagner og barnalegar byltingar- hugmyndir hans; sníkjudýrið og flagarnn sem kokkálar velgjörðar- menn sína og spjátrunginn sem „verður að ganga í silkiskyrtum" þótt hann eigi ekki bót fyrir rassinn á sér. Auk þessa fáum við að kynn- ast ruddanum Wagner; karlrembu- svíninu, þjóðrembusvíninu, fasist- anum og Gyðingahatarnum. Ric- hard Burton er raunalegur í hlut- verkinu, þreytulegur eins og undinn svampur og Vanessa Red- grave er hin glæra og síglottandi Cosima með kjálkana niður á bringu. Svona fólk fengi ekki einu sinni hund til að flaðrá upp um sig, hvað þá heldur kónga ogkapell- ána. Ef þetta er sannverðug mynd af „töframanninum“ Wagner, þá hefur ekki þurft mikið til að heilla fólk á öldinni sem leið. Eflaust eru þó áðurnefndir lestir Wagners sannleikanum sam- kvæmir, en þeir eru ekki nema hálf sagan sögð. Meðan aðalstarf uðinn Bryan Magee (Aspects of Wagner, London 1968). Með stutt- um svpimyndum af tónskáldinu, bregður höfundurinn skýru og lif- andi ljósi á líf hans og starf, hug- myndir, samtíð, áhrif og einkenni. Vissulega er þetta ekki tæmandi út- tekt, en fyrir þá sem kynnast vilja inntakinu í ævistarfi Wagners og vantar leiðsögn í heimi tónverka hans, er hún ómetanleg. í bókinni tekst að svipta hulunni af þessum mótsagnakennda manni, meðan sjónvarpssyrpan sveipar hann enn falskari dularhjúpi. Þrjár hljómplötur til aö kynnast Wagner Wesendonk Lieder og aríur úr Tristan og Isolde, Hollendingnum fljúgandi og Tannhauser. Flytjendur: Sylvia Sass (sópran), ásamt Ungverslu ríkishljómsveitinni undir stjórn András Kórodi. Útgefandi: Hungarótan SLPX 11940, 1978. Wesendon Lieder og Forleikur og Dauði elskendanna (Liebestod) úr Tristan og Isolde Flytjendur: Jessye Norman (sópran) ásamt Sinfóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Colins Davis. Útgefandi: Philips 9500 031, 1975. Wesendonk-ljóðin voru samin 1857-8 og tileinkuð Mathilde Wes- endonk (sem þá var ritað Wesend- onck), eiginkonu ríks silkikaup- manns sem var mikill aðdáandi Wagners og hjálparhella hans á út- legðarárunum í Zúrich. Söngvarnir eru 5 talsins, enda heita þeir í frum- útgáfu „Fimm ljóð eftir Mathilde Wesendonck“. Mathilde orti ljóð í mannsins er gert að aukaatriði til uppfyllingar í bakgrunni myndar- innar er ekki von á góðu. Alltaf er verið að bera flygil á hestvagni um snævi þaktar brekkur og Mímir er sífellt að hamra járnið, án þess að það varpi ljósi á tónlist Wagners. E.t.v. á þetta að lýsa leiðarstefs- hugmyndum hans á táknrænan hátt, en verður þreytandi og pínleg markleysa eftir því sem lengra líður á þáttinn. Óperunum kynnast áhorfendur einungis sem nöfnum sem flaggað er hér og þar, annað hvort vegna misheppnaðrar upp- færslu eða vegna þess að eitthvert óperuhúsið hefur hafnað stykkinu. í stuttu máli sagt, þá hefur tekist að gera tíu þátta milljónapródúkt um tónskáld þar sem tónlistin er al- gjört aukaatriði. Hugsum okkur slíkan þátt um Jónas Hallgrímsson, þar sem allt gengi út á drykkjurút- inn og slæpingjann Jónas, en skáldskapurinn væri sem aukaat- riði til uppfyllingar. Sá sem mælti „sjón er sögu rík- ari“ hefur sennilega aldrei kynnst sjónvarpinu né hversu langt það stendur að baki bókarinnar. Um líkt leyti og hafin var sýning á þátt- unum las ég nefnilega litla en gagn- merka bók um Wagner eftir hugs- Halldór B. Runólfsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.