Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. desembcr 1983 bsjarrött Um leið og ég gekk inn í þing- húsið fann ég þetta þykka ósýni- lega loft niðurdrepandi leiðinda. Ég hafði boðist til þess á blaðinu að vera þingfréttaritari í hálfan dag svona rétt til að rifja upp kynni af þessari merkustu stofn- un þjóðarinnar. Fyrir 6 árum var ég þarna viðloðandi sem fréttarit- ari í heilan vetur. Ég tók strax eftir því að hinir þingfréttaritararnir voru ósköp guggnir og hálfgert svartagalls- raus í þeim. Þeir eru búnir að vera þarna upp á hvern dag frá því í haust og sumir ár eftir ár. Stefán á Mogganum, Oddur á Tímanum, Gunnar á útvarpinu og Ingvi á sjónvarpinu. Klukkan tvö settist ég í blaða- mannastúkuna sem er uppi undir rjáfri yfir neðrideildarsalnum og byrjaði að fylgjast með fyrir- spurnartíma í sameinuðu þingi. Fyrst í stað sátu flestir þingmenn- irnir í salnum en svo byrjuðu þeir að tínast út einn og einn og sumir sáust aldrei síðan. Fyrirspurnum var eingöngu beint til Framsókn- arráðherra að þessu sinni og þeir Suðið í loftrœsúkerfinu svöruðu í löngu máli, lásu upp skýrslur sem samdar hafa verið fyrir þá í ráðuneytunum. Erfiðast var að halda sé vakandi undir ræðum Jóns Helgasonar. Hann talar lágt, langt og tilbreytinga- lítið. Smátt og smátt fór ég að greina ýmis aukahljóð svo sem lágvært suð í loftræstikerfinu. Svo fór ég að virða fyrir mér þennan 100 ára gamla sal hátt og lágt, sá blettina efst í gluggatjöldunum til vinstri og ryklagið ofan á syllunni sem er umhverfis salinn fyrir ofan höfuð alþingismanna. Stundum horfðist maður eins og af tilviljun í augu við ráðherr- ana sem sitja eins og dæmdir í ráðherrastólunum beint á móti blaðamönnum eða þingmönnun- um sem gjóa stundum augunum upp í loft. Hin merkustu mál bar á góma á þessum þingfundi en það var eins og alþingismönnum tækist ekki að gæða þau lífi. Yfirleitt voru 2-3 ráðherra í salnum og 7-10 óbreyttir þingmenn í stólum sín- um, sumir niðursokknir í eigin hugsanir eða skjalabunkann sinn. Ósköp var þetta eitthvað drepleiðinlegt. Mér skilst að það sé fjörugra í ítalska, franska, spænska og þýska þinginu. Ef þessi samkunda er spegil- mynd af íslensku þjóðinni þá er illa komið fyrir henni. Þetta er ekki sá lifandi brunnur sem við ættum að bergja af, ekki sú bjartsýna þjóðfrelsislind, logandi af áhuga fyrir því að þoka þjóð- inni fram á veg. Æ, mig auman. Eftirsókn eftir vindi. Mikið var ég feginn að komast út. -Guðjón. Veistu... að fyrir 10 þúsund árum var Öskjuhlíð eyja og má sjá fjörumörk í henni í u.þ.b. 45 metra hæð yfir sjávarmáli? að fáirstaðirhérálandihafaeins oft lent í eldsvoða og Möðru- vellir í Hörgárdal? Þar urðu stórbrunar árin 1316, 1712, 1826, 1865, 1874, 1902 og 1937. að hugtakið gróusögur er komið úr skáldsögu Jóns Thorodd- sens, Piltur og stúlka, en þar heitir ein sögupersónan Gróa á Leiti. að hugtakið að vera þrándur í götu einhvers er komið úr ' Færeyingasögu, en þar heitir ein aðalpersónan Þrándur og var hann bóndi í Götu í Fær- ’ eyjum. að fyrsti formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar var bú- fræðingar. Það var Sigurður Sigurðsson. að fyrsta verkamannablaðið á ís- landi var Alþýðublaðið eldra er hóf göngu sína 1906. Það var 8 síður eða helmingi stærra en Alþýðublaðið er núna. að frægasta doktorsvörn íslend- inga var þegar Þorleifur Repp ætlaði að verj a ritgerð sína við Kaupmannahafnarháskóla á síðustu öld en hann greip slík- ur óstöðvandi hlátur við vörn- ina að hann var felldur. að árið 1908 var boðinn fram sér- stakur kvennalisti við bæjar- stjórnarkosningar í Reykja- vík og fékk 4 kvenmenn kjörna. að fyrsta konan sem lauk prófi frá menntaskóla á íslandi hét Elín Jakobsen en fyrsta kon- an sem sat í menntaskóla var Laufey Valdimarsdóttir. að fyrsta verkakvennafélag á ís- landi var Verkakvennafé- lagið Framsókn. Það var stofnað árið 1914. sunnudagskrossgatan Nr. 400 / a 3 V & 9 9— )(? )v V 9 n y 12 /3 IV SP /s- )&> IO IV ¥ Z /2 V 19- 18 V 8 IC 14l 16? V V 20 Z Z) V TF~ V 22 i 12 S? /3 IV V £ /v V 2/ 2% V 19 12 22 3 2V 20 / 6? v~ V }*) /t> T W >9 M 20 3 n 'Y' V /3 /9 IV- V 23 V 2& 29 V- /9 IV 2? IO )C, v ¥ w~ /9- w V 22 T~ V V <7 /o r V 12 & V IV- / (? 5" )V 4- ¥ V 22 S? Zl 22 IV S? Kr 19 V X 23 5 /y 9 £ )0 r 7- 23 )V V "t i/, 0 > V 2V- /v IV 'V ¥ /o 9 19 /V s? Z9 4 21 )(, lo 19 Ko (r W~ V S? )Z 20 )V V it 10 7 °7 2o «7 zz IV 23 7 1) ii /3 19 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ i '' Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu- múla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 400“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. II 9 2J0 2 IV 22 3! V 9 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 396 hlaut Þórunn Eiríksdótt- ir, Kaðalsstöðum, Mýra- sýslu, 311 Borgarnesi. Þau eru bókin Norður í svalann. Lausnarorðið var Hjalmtýr. Verðlaunin að þessu sinni er bókin Arfurinn eftir Des- mond Bagley.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.