Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. desember 1983 Frú Halldóra Eldjárn, Þórarinn Eldjárn og Valdimar Jóhannsson á blaðamannafundi vejgna bókarinnar um alþýðulistamanninn Arngrím Gíslason. (Tímamynd- Arni Saeberg). Bók Krístjáns Eldjárns um Amgrím málara Skoðana- könnun um ferðamál sólarlandaferðir langvinsœlastar I vetur er leið urðu all miklar deilur um það hvcrt íslenskir ferða- menn vildu helst fara í sumarleyfi sínu. Þá var því m.a. haldið fram, að dvöl í sumarhúsum í Mið eða Norður-Evrópu væri orðin vinsælii en sólarlandaferðir sem stundaðar hafa verið um langt árabil. í kjölfar þessarar umræðu ákvað Ferða- skrifstofan Utsýn, að cfna til skoð- anakönnunar um ferðaval Islend- inga í sumarleyfisferðum. Var efnt til þessarar könnunar í vetraráætl- un Útsýnar sem út kom 18. október sl. Alls bárust 2.680 gild svör, sem er um það bil helmingi stærra úrtak en talið er vera marktækt fyrir skoðanakannanir hér á landi. Útkoma könnunarinnar varð sú að 59,4% völdu sólarlandaferðir, 20,4% sumarhúsadvöl, 16,0% flug og bíl og4,2% siglingu með skipi. I sjálfu sér koma úrslitin ekki svo mjög á óvart ef tekið er tillit til ferða íslendinga undanfarin ár. Aftur á móti kom nokkuð á óvart varðandi val fólks á þeim löndum sem það vill ferðast tii. Þar varð Spánn í efsta sæti með 25,8% sem í sjálfu sér kemur ekki á óvart, en í næsta sæti kom svo Grikkland með 24,6%, Ítalía 19,5%, Portúgal 13,9%, Frakkland 10.4%, Júgó- slavía 3,6% og önnur lönd 2,2%. Það sem þarna kemur á óvart er hve margir velja Grikkland, miðað við það að reynt var að halda þang- að uppi ferðum en hætta varð við það vegna lítillar þátttöku. Þess ber að vísu að geta að mun dýrara er að ferðast til Grikklands en ann- arra landa sem þarna eru nefnd, vegna þess að flug fram og til baka er um 5 klst. lengra. Þá vekur það líka athygli hve fáir velja Júgósla- víu vegna þess hve ferðir þangað undanfarin ár hafa gengið vel. Úrslit könnunarinnar voru kynnt á Útsýnarkvöldi sl. sunnu- dag af Ingólfi Guðbrandssyni for- stjóra Útsýnar. -S.dór Doktor í læknis- fræði I dag, þriðjudag, kemur út hjá Iðunni bók um Arngrím málara eftir Kristjárn Eldjárn, en í dag er afmælisdagur forsetans heitins. Þórarinn Eldjárn annaðist útgáf- una og segir m.a. í eftirmála: „Þeg- ar faðir minn féll frá, 14. septemb- er 1982, hafði hann um nokkurt skeið einbcitt sér að því að Ijúka verki sínu um Arngrím málara, efni sem hafði verið honum hug- leikið allt frá bcrnsku, rannsókna- refni með öðru á stopulum stund- um í nær 40 ár“. Arngrímur Gíslason (1829-1887) var Þingeyingur að ætt og uppruna, lifði og starfaði lengst af í Þing- eyjarsýslum, en settist að í Svarfað- ardal og bjó þa.r síðustu ár ævinnar. í bókinni gerir Kristjárn Eldjárn ítarlega grein fyrir uppruna og ævi- ferli Arngríms, lýsir honum sem sundkennara, bókbindara og tón- listarmanni, en Arngrímurvarfjöl- hæfur vel. Síðan eru birtar allar mannamyndir, „útsýnisniyndir“ og altaristöflur Arngríms sem varð- veist hafa og fjallað um þau verk öll. Þá fylgir og líkræða sr. Krist- jáns Eldjárns Þórarinssonar, minn- ingarkvæði um Arngrím og þýðing hans á ritgerð um „uppdráttarlist“. Á blaðamannafundi á dögunum ræddu þeir Valdimar Jóhannsson og Þórarinn Eldjárn um tildrög verksins og þann ljóma sem lengi hefur leikið um nafn Arngríms þar nyrðra. „Hann hefur gengið að því sem hann fékk áhuga á af óskap- legum krafti ög vilja til að kynna sér allt út í hörgul", sagði Þórarinn m.a. en saga Arngríms er ekki síst harmsaga manns sem fær í íslenskri fátækt hvorki uppörfun, kennslu né möguleika til að koma til fulls þroska gáfum sínum. Þetta er, sagði Þórarinn enn- fremur ævisaga, og um leið fræðirit um þennan sérstæða þátt í íslenskri listasögu sem Arngrímur er. Með bókinni færist Arngrímur sem lista- maður frá því að vera lítt þekktur til þess að vera sá íslenskur mynd- listarmaður sem einna ítarlegasta umfjöllun hefur fengið. Öll mynd- verk hans eru birt í bókinni og gerð grein fyrir þeim“. Arngrímur var uppi á þeim tím- um þegar listamann voru lítils metnir, sagði Valdimar Jóhanns- son m.a. og því er ánægjulegt til þess að yita að áður en yfir lauk var Arngrímur virtur og vel metinn, alls ekki utangarðsmaður. Bókin er um 250 síður í stóru broti og myndakostur mikill sem fyrr segir. -áb. veiting yrði að koma til. Hér var um að ræða greiðslu til sveitarfél- aganna fyrir mánuðina september, október og nóvember. Sturla sagði ennfremur að ef að gluggað væri í tölur þess fjárlagafr- umvarps sem nú liggur fyrir Al- þingi, væru tölurnar ekki lokkandi ef þær breyttust ekki í meðförum þingsins mætti vænta sömu vand- ræða að ári. -S.dór Skólaakstur á Norðurlandi Hoggið á hnútínn með aukafj árveitingu í gær í gær var hoggið á hnút þann sem mvndast hafði þegar uppurið var það fé á fjárlögum, sem ætlað var til að standa straum af lögboðnum kostnaði við skólaakstur, mötu- neyti heimavistarskóla, launa- greiðslur o.fl. um allt land, með aukafjárveitingu. Sturla Kristjánsson fræðslustjóri á Norðurlandi, sagði að þótt þeir norðanmenn hefðu haft forgöngu hér um, þá hefði vandamálið verið til staðar um allt land. Málið snerist um að sveitarfélög útum landið greiða fyrir þessi lögboðnu störf, svo þegar þau framvísuðu reikn- ingum væru fjárveitingar til þess- ara mála uppurðar og aukafiár- Guðjón Elvar Theodórsson læknir lauk doktorsprófi frá lyfj- afræðistofnun Karolinska Institut- et í Stokkhólmi í nóvember síð- astliðnum. Doktorsverkefni hans er á sviði peptíðboðefna og fjallar um neur- otensin, sem gegnir hlutverki bæði í taugakerfinu og við stjórnun starfsemi þarma. Ritgerðin er skrifuð á ensku og nefnist: Immun- ochemical and chromatographic studies on neurotensin-Iike im- munoreactivity in plasma. Guðjón Elvar Theodórsson er fæddur í Reykjavík 18. mars 1953. Hann lauk prófi úr læknadeild Há- skóla íslands 1978. Hann hefur stundað framhaldsnám og rann- sóknir við Karolinska Institutet í Stokkhólmi frá ársbyrjun 1980. Kona Guðjóns Elvars er Ingrid Norheim læknir og eiga þau þrjú börn. Guðjón Elvar er sonur hjónanna Thedórs Guðjónssonar skólastjóra og Ester Jónsdóttur kennara. Sfld og föt til Póllands Fyrir helgina sendi Hjálparstofn- tonna sfldarsendingu í febrúar. og Reykvísk endurtrygging hafa þeirri hjálparsendingu sem fór til un kirkjunnar 60 tonn af sfld og 4 íslenskir fataframleiðendur, Fíla- ásamt Hjálparstofnun og Al- Póllands fyrir helgina. tonn af nýjum fatnaði auk delfíusöfnuðurinn, Skipadeild SÍS kirkjuráðinu staðið straum af - ekh. hreinlætisvara til Póllands. Verð- mæti sendingarinnar er rúmar tvær miiljónir og hefst dreifing um næstu helgi á vegum pólsku kirkjunnar og starfsmanna Hjálp- arstofnunarinnar, sem aðstoða og fylgjast með. Skortur er á flcstum nauðsynjum og verðlag hátt á því sem til er sam- kvæmt upplýsingum Hjálparstofn- unar. Vonir um að birta myndi til í efnahagsmálum í Póllandi hafa gjörsamlega brugðist. Pólska kirkjan leggur mikla áherslu á að hjálparstarfið haldi áfram fram á vor. Beiðni hefur borist um 50 Kjarvalsstaðir kl. 22.15 í kvöld: Unglingaskemmtun Ikarus, Pæld’íðí og Stiídentaleikhúsið koma fram Stjórn Kjarvalsstaða efnir til unglingaskemmtunar að Kjar- valsstöðum í kvöld kl. 20.15. Á skemmtuninni koma fram hljóm- sveitin Ikarus, félagar úr Pæld’íði hópnum og Stúdentaleikhúsið. Aðgangur að skemmtuninni er ókeypis en hún er kynning á starfi Æskulýðsráðs Reykjavíkur undir einkunnarorðunum „Við, unga fólkið“. Skemmtuninni mun ljúka kl. 23.00, þannig að allir komast heim með „strætó".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.