Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Nokkur orð um að- stæður á keppnisstað íslendingar minnast þess með nokkru stolti þegar heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís stóð fyrir dyrum að mikið ofurkapp var lagt á að taflborð það sem meistararnir áttu að sitja við allt upp í tvo mánuði yrði gert þannig úr garði að ekki yrði betur á kosið. Kallað var á hina mestu lista- smiði sem skyldu hanna um- gjörðina um skákborðið sjálft, þessir menn smíðuðu gripi sem nú stendur í húsakynnum Skáksambands íslands við Laugarveg. Steinplata sú sem reitirnir 64 voru munstraðir í var þannig tilkomin að miklir garpar voru sendir á fjöll til að tína upp líparít og gabbró til úrvinnslu. Var steinsmiður góður kallaður á vettvang og vikum og mánuðum saman sker hann í stein og pússaði. Hver samskeyti féllu nákvæmlega saman. Nostursemi hans við þessa • vinnu var annáluð enda leið vart sá dagur að menn frá fjölmiðlunum kæmu til þessa smiðs og spurðu hann hvernig verkinu miðaði. Það er e.t.v. óþarfi að rekja þessa sögu nákvæmlega, svo fersk er hún flest- um þeim í minni sem með einvíginu fylgdust. Þegar til kom reyndist Fischer ófáanlegur til að tefla á borðinu þar sem honum fannst munurinn á hinum hvítu og svörtu reitum ekki nægjanlega skýr. Það vildi til happs að Skáksambandið hafði látið smíða allmargar plötur til viðbótar og vöru tvær þeirra not- aðar á meðan einvíginu stóð. Má í þessu sambandi minna á að ekki einasta gaf Fischer grjóthnullunga- söfnurum langt nef, heldur einnig íslenskum húsgagnaframleiðend- um, því hann heimtaði stól alla Ieiðina frá Argentínu og þangað kom reyndar annar til því Spasskí vildi gæta samræmis. Vart var það þó vegna lítilla gæða íslensku stól- anna sem þeim var hafnað, staðr- eyndin var sú að Fischer var ógn hjátrúarfullur; hann hafði setið í leðurstól þessarar tegundar þegar hann barði á Armeníumanninum Tígran Petrosjan haustmánuði árs- ins 1971. Ferðalangur íslenskur sem rekur inn nefið á „The Great Eastern Hotel“ í Lundúnum gæti haldið að þegar slíkur sögulegur atburður sem einvígi Kasparovs og Korts- nojs væri búinn öllum bestu ytri skilyrðum, ekki síst þegar litið er til þess að „Acorn computer“ tölvu- fyrirtækið sem stendur að einvígis- haldinu var skylt til þess að láta af hendi rakna umtalsverða upphæð í verðlaunasjóð og ætti því ekki að vera stór póstur sómasamlegt tafl- borð, en þar fer jú allur slagurinn fram. En hvað blasir við. Á miðju sviðinu hefur verið komið upp eld- húsborði, sléttaður út dúkur, tafl- mennirnir sjálfir reyndar hinnar prýðilegustu tegundar sem og má segja um klukkuna. Þessi fátæklegi útbúnaður er auk þess með ósköpum gerð að keppendur geta vart haft hendur á borði svo sem sjálfsagt má teljast. Aðeins þetta eina atriði setur skipulagningu á- skorendakeppninnar niður en fleira kemur til. Bjölluhljómur og sírenuvæl Það er kunnara en frá þurfi að segja að miklir andans menn kjósa það framar öllu að fá að vinna sín verk í ró og næði. Þeir fjórmenn- ingar Kortsnoj, Kasparov, Ribli og Smylsov hafa varla rennt í grun að hávaðamengun yrði slík sem raun hefur orðið á. Áhorfendur hafa að sönnu hægt um sig og þegar vel stendur á má áreiðanlega heyra Saumnál detta. Jafnvel hinir mestu blaðrarar steinþegja um leið og inn í keppnissalinn er komið. Hinsveg- ar heyrast mikil hljóð af götum utan mjög greinilega og sennilega hvergi betur en þar sem skákmenn- irnir sitja að tafli. Utan hótelsins er umferðargata og í þau skipti sem sírenubílar af ýmsum tegundum kunna að renna framhjá, má heyra hljóðmerki þeirra afar greinilega svo ekki sé meira sagt. Er þá há- vaðinn ekki allur upptalinn. í 5. skákinni sem tefld var sl. fimmtudag sat Kortsnoj hugsi mjög. Það var einn erfiðasti leikur- inn í hvurri skák, sá þrettandi, sem beið þess að verða að veruleika þegar hvellt og ærandi bjölluhljóð fór í gang. Bjöllur sem þessar munu vera til þess hafðar að vara við eldhættu eða bráðum eldsvoða og ekki svo glatt að stoppa þær nema nákvæm staðarákvörðun liggi fyrir. Voru nú kallaðir til menn útfarnir í mekanisma til þess að fá bjölluna til að hætta af- skiptum sínum af skákinni. Eftir dágóða stund þagnaði bjallan en þá var klukkan líka búin að ganga dá- góða stund á Kortsnoj. Honum virtist þá ekki bregða, hefur e.t.v. látið á bjölluhljóminn sem ein- hverskonar aðvörun. Hann fann besta leikinn sem endranær og náði auðveldlega jafntefli. Um önnur truflandi atriði í skáksal virtist loftræsing ekki á þann hátt sem best verður á kosið og hálfgerður ódaunn í salnum. Ekki er svo með öllu illt.... Raymond Keene sem hefur ein- vígishald þetta að miklu leyti á sín- um herðum, skrifar fastan skák- dálk í tímaritið „The Spectator" og þar heldur hann við þá skoðun sína að aðstæður séu „ljósárum á undan því sem gerst hefði í Pasadena‘% svo maður noti orðlag hans. Tilfær- ir Keene sem dæmi innanhússsjón- varpskerfi það sem fyrir hendi er. Víst er um það að sjónvarpskerfi þetta er afar fullkomið og lætur nærri að engu skiptir hvar gestir einvígisins eru staddir á keppnis- stað, hvarvetna skal litasjónvarp vera í námunda. Leikirnir birtast jafnóðum og skákmennirnir leika þeim og nákvæm tímataka svo varla skeikar nema sekúndubrot- Kasparov og Kortsnoj við upphaf 5. skákarinnar. Gligoric yfirdómari stendur hjá. Eins og sjá má er olnbogarými harla lítið við taflborðið. Helgi Olafsson skrifar um einvígin um sýnir hve^.ig ástatt er með þann geysimikilvæga þátt skákar- innar sem snýr að klukkunni. Ekki geta blaðamenn heldur kvartað yfir aðstöðuleysi. „Acorn Computer" hefur séð fyrir hinu allra nauðsynlegustu tækjum, tel- exmaskínum, tölvum með sérstaka útskrift á fárra leikja fresti, símum, nýmóðins rafeindaritvélum með stillanlegt leturhjól o.s.frv. í þess- um efnum hefur allri aðstöðu fleygt fram frá því sem var í Laugardals- höllinni svo sem vonlegt er. E.t.v. hefði eftirlit með „pressu- mönnum“ mátt vera meira, því fundust hafa dæmi þess að menn hafi reynt að villa á sér heimildir. Þannig var a.m.k. með Kali- forníustrák nokkurn sem dreplangaði til að hringja til for- eldra sinna hvað hann gerði og hef- ur ekki lengra símtal þekkst í sögu þessara einvígja. Strákur bjó svo um hnútana að tölvufyrirtækið fékk reikninginn. Ensk bj órkrárstemmning Svo er það með þennan keppnis- stað sem stendur við Liverpool- street í miðri Lundúnaborg að næstu dyr við blaðamannaherberg- ið vísa inn á þann stað sem íslend- ingar æskja einskis fremur að sækja ef til London er komið: enskan „pub“. Flestir þeirra sem inn í „pub“ þessum dvöldust þá stuttu stund sem undirritaður þar dvaldist voru þar allt annarra erinda en að heimsækja skákmótið. Þarna lögðu Ieið sína pípuhattamenn sem ræddu um landsins gagn og nauðsynjar. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það að kliður mikill barst úr „pubbinum", en verra var þó sá alkahólfnykur sem lagði yfir staðinn og jafnvel út fyrir hann og gat gert hvern heiðvirðan mann dauðdrukkinn á hérumbi) engum tíma. Gestir „pubbsins“ virtust samdaunast andrúmsloftinu undravel og mér datt í hug hvort einhverjum þeirra hefði orðið á orði þegar út var komið líkt og glaðlyndu sænsku konunni þegar hún sté út af Hótel Borg hér um árið eftir nokkuð svo sukksama nótt: „Ah, stanken af frisk luft“. Lengstu skák þess hluta áskor- endaeinvígisins sem nú fer fram i Lundúnum lauk í gær. Garrí Kasp- arov náði að kreista fram vinning í 6. einvígisskák sinni við Kortsnoj en skák þessi fór í bið á sunnu- dagskvöldið og þótti þá sýnt að Kortsnoj ætti erfiðan dag fra- mundan. í þessari skák sýndi Kasparov í fyrsta sinn sitt rétta andlit í eínvíginu. Honum tókst að ná upp afar flókinni stöðu eftir byrjun sem var greinilega Korsnoj i hag. Þegar leið að lokum fyrstu setu, tefldi Kortsnoj mjög óná- kvæmt og lagleg skiptamunsfórn setti í hann varnarstöðu. 6.einvígisskákin: Hvitt: Viktor Kortsnoj Svart: Garri Kasparov Tarrasch - vörn 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 C5 4. cxd5 exd5 5. g3 Rc6 6. Bg2 Rf6 7. 0-0 Be7 8. Be3 (Kortsnoj er samkvæmur sjálfum ser i upp- hafi skákarinnar. Hann velur leið sem ekki hefur verið mikið í umræðu meðal kennis- etningarmanna). 8. ... c4 9. Re5 0-0 10. b3 cxb3 11. Oxb3 Db6 12. Hc1 Dxb3 13. axb3 Rb4 14. Ra3 a6 15. Bd2! Hb8 16. Bxb4 Bxb4 17. Rd3 Bd6 18. Rc2 Bg4 19. Kf1 Bf5 20. Rc5 Hfc8 21. Re3 Be6 22. b4 Kf8 25. Hb2 Hc7 26. Rd3 Ha8 23. Hc2 Ke7 24. Ke1 h5! 27. b5!? (Hér byrjar Kortsnoj að flækja málin að óþörfu. Hann gat beðið sallarólegur eftir hentugu tækifæri fyrir þetta gegnumbrot). 27. ... a5 29. Hb5 a4 28. b6 Hc6 30. Rxd5? (Ég held mér sé óhætt að segja að þetta eru fyrstu alvarlegu mistök Kortsnojs í ein- víginu. Hann varð að láta þetta peð eiga sig og leika 30. Kd2). 30. ... Rxd5 32. Hxd5 Hxb6 31. Bxd5 Bxd5 33. HxhS (Þetta er nú allt sem Kortsnoj hefur haft upp úr krafsinu, eitt vesælt peð sem er dýru verði keypt. Svartur hefur tvo stór- hættulega frelsingja á drottningarvæng- num og lipra stöðu að öðru leyti). 33. ... Hb3 36. g4 Hcc3 34. Kd2 b5 37. f4 35. h4 Hc8 (Kortsnoj virðist hafa tapað öllum áttum og tekur þá til þess bragðs að þeyta peðum sínum fram á veginn. Báðir voru keppend- ur orðnir afar tímanaumir og spennan því i hámarki). 37. ... a3 39. Hh5 b4 38. Hd5 Ke6 40- Ha5 40. ... Hxd3+! 41. cxd3 (Tímatakmörkunum er náð og Kasparov tók þá gáfulegu ákvörðun að láta sinn næsta leik verða biðleik. Staðan er auðvit- að geysilega flókin og óljós en rannsóknir leiddu í Ijós að vinningsmöguleikar Kasp- arovs voru miklir). 41. ... Bxf4+ 42- Ke2 Hc3! (Langbesti leikurinn. Hrókurinn hefur mikil- vægu hlutverki að gégna á c-línunni. Nær- tækt var 42. - Hb2+ 43. Kf3 Bd2 með hugmyndinni 44. - Bc3 o.s.frv. En hvítur heldur örugglega velli með 45. Ke4! t.d. 45. - Bc3 46. Ha6+ Kd7 47. Hf11 f6 48. g5 og svartur má iafnvel fara að vara siq). 43. g5 y' (Eðlilegt virðist 43. Hf1, en Korlsnoj er í míklum vanda staddur eftir 43. - Hc2+144. Kf3 Bc7 o.s.frv. Ljóst er að biðleikur Korts- nojs er árangur margra klukkustunda rannsókna. Hann fer langt með að bjarga skákinni og er að því leyti rökréttur að ef hvítur reynir ekki að gera sér mat úr peðun- um á kóngsvæng virkar peðsleikirnir í 35., 31. og 36. leik heldur tilgangslitlir). 43. Bcl! 45 H5xa3 Bxa3 44- n5 b3 46 Hxa3 b2 (Kortsnoj hefur kosið að gefa skipfamun- inn áfram en hann á þó enn i erfiðleikum. Og ekki hjálpar það honum að Kasparov teflir af mikilli nákvæmni). 47. Ha6+ Kf5 49. Ke3 Kxg5 48. Hb6 Hc2+ 50. d5 Kxh5 (Afar fróðlegt endatafl er komið upp. Spurningin snýst um það hvort tvípeð hvíts á d-linunni reynist nægilegt mótvægi gegn peðumsvarts. 51. Kd4 g5 53. d6 Hc6 52. Hb8 g4 54. Ke5? (Sterklega til greina kk að leika 54. Kd5). 54. ... Hc5+ 56. Hxb2 Hd5 55. Kf6 g3 57. Kxf7 (Ekki 57. d7 f5 58. d8(D) Hxd8 59. Kxd8 f4 og svartur vinnur, t.d. 60. Hg2 Kg4 og 61. - 13). 57. ... Hxd6 59. d4 Kf5 58. Hd2 Kg4 60. Ke7 Hd5! (Næstum því ótrúleg staða. Þó iiðsafli sé jafn vinna svörtu mennirnir stórkostlega vel saman. Kortsnoj fær ekki bjargað þess- ari stöðu, þrátt fyrir hetjulega tilburði). 61. Hd3 Kf4 62. Ke6 Hg5 64. Ke7 g2 63. d5 Hg6-! 65. Hd1 Ke5! 66. d6 He6-! (Lokahnykkurinn. Kasparov þvingar nú fram endatafl sem er „fræðilega unnið" á svart). 67. Kd7 Hxd6+ 69. He6+ Kf5 70. Hd6 Da7+ 71. Kd8 Ke5 72. Hg6 Da5+ 73. Kd7 Da4+ 68. Hxd6 g1 (D) 74. Ke7 Dh4+ 75. Kf8 Dd8+ 76. Kf7 Kf5 77. Hh6 Dd7+ - Kortsnoj gafst upp. Hann sér fram á að lenda í leikþröng fyrr eða síðar. Afar mikil- vægur sigur fyrir Kasparov sem þarna tókst loks að jafna metin. Staðan: Kasparov 3 - Kortsnoj 3. Fátt virtist nú geta komið í veg fyrfr næsta öruggan sigur Vasily Smyslovs yfir Zoltan Ribii eftir at- burði gærdagsins er Smyslov rétt eina ferðina sneri andstæðing sinn niður með einföldum og sterkum leikjum. Ribli kom skák- inni að vísu í bið en staða hans er gersneydd björgunarvon, Hvítt: Vasily Smyslov. Svart: Zoltan Ribli. Tarrasch - vörn. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 Rxd5 11. Be4 (Samkvæmt fræðibókunum er þetta besti leikur hvíts). 14 Bxg7 Kxg7 ÍÍ' ö 15- Hc1 b6?! 12. Re5 g6 13. Bh6 Bg7 6. e3 Rc6 7. Bd3 Be7 8. 0-0 0-0 9. a3 cxd4 10. exd4 Bf6 (Það liggur við að svartur fái óteflandi stöðu eftir þennan leik. En endurbætur liggja ekki á lausu. Ein hugmynd er 15. - Bd7). 16. Rxd5 Rxd5 19. Dg4 Had8 17. Bxd5 Dxd5 20. Hd1 a5 18. Hc7 Bb7 21. h4! Hc8 (Þegar staðan er skoðuð nánar kemur ým- islegt merkilegt í Ijós s.sl. það að svartur á enga heilsteypta áæltun í stöðunni. 22. Hd7 De4 24. f3 Df5 23. Dg5 Bc6 25. Ha7 Ba4 (Leikur þessi ber þess glöggt vitni hversu gjörsamlega úrræðalaus Ribli er. Hann getur aðeins beðið þess sem verða vill). 26. He1 Hc2 29. He4 h6 27. b4 Bb3 30. De3 Hb2 28. bxaS bxa5 31. Hg4! 31. ... g5 35. g6 h2+ 32. hxg5 h5 36. Kxh2 Hh8+ 33. Hg3 h4 37. Kg3 Hxg2+! 34. Hg4 h3 (Hraustlega varist, en til litils árangurs). 38. Kxg2 Dc2+ 41. Kh3 Df1 + 39. Df2 Hh2+ 42. Hg2 40. Kxh2 Dxf2+ abcdefgh - Hér fór skákin í bið. Staða Riblis er gjörs- amlega vonlaus og heldur ólíklegt að hann tefli skákina áfram á morgun. Staðan: Smyslov 3Vi - Ribli 2V2 -1 bið- skák.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.