Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN!Þriðjudagur 6. desember 1983 bólcmenntir Viðtal við Hans-Jörgen Nielsen, höfund skáld- sögunnar „Fót- boltaengillinn(í. Skáldsagan Fótboltaengillinn eftirdanska rithöfundinn Hans- Jörgen Nielsen, og nýkomin er út á íslensku hjá Máli og menn- ingu, hefur verið kölluð „glæsi- legt skot í mark“ á íþróttamáli. Skáldsagan fjallar um kynslóð höfundarins og með henni „færist höfundurinn upp í fyrstu deild“ hjá rithöfundum, eins og segir í inngangi að viðtali við hann, sem hér fer á eftir, lítið eitt stytt. Fótboltaengillinn segir frá vin- áttu tveggja drengja sem leika fót- bolta af lífi og sál í Áfram-Amager. Ástæðan fyrir því að í viðtalinu hér á eftir er ekki minnst einu orði á fótbolta er sú, að bókin er engu síður, og fyrst og fremst, lýsing á bjartýnisvímu 7. áratugarins og timburmönnum þess áttunda; lýs- ing á þröngsýni vinstra armsins og jafnréttisbaráttunni sem blómstr- aði á þessum árum með þeim af- leiðingum að karlmennirnir skruppu saman, reyndu að breyta sér, verða blíðir eins og þeir fengu tilmæli um, en fannst þeir samt vera eins og „illa skrifaður stíll sem þurfti hvort eð var að leiðrétta svo mikið að það tók því ekki“. Æskulýdsbylting og kvennahreyfing Hans-Jörgen hefur aldrei setið á varamannabekk. Hann tók þátt í æskulýðsbyltingunni, er fyrrver- andi ritstjóri Politisk Revy og starf- ar en sem sósíalisti þó að rauði fán- inn í skotinu sé fáni sem börn ná- grannans gleymdu hjá honum. Og kvennahreyfinguna þekkir hann af eigin raun því frá árinu 1967 hefur hann búið með Tönju 0rum sem var ein af fyrstu starfandi rauðsokkunum í Danmörku. Hann þekkir stjórnmálabarátt- una á vinstri vængnum af eigin raun og hvernig karlmönnum líður undir þrýstingnum frá kvenna- hreyfingunni. - Mörgum karlmanninum hefur fundist sér ógnað af jafnréttisbar- áttunni og hefur brugðist við með hörku og árásarhneigð. Og það er jafn vitagagnslaust og vælið í þeim sem fleygðu frá sér öllum viðtekn- um hugmyndum og játuðust skil- yrðislaust undir gagnrýni kvenn- anna eins og góðir og þægir mönnudrengir. Konurnar fóru fram á að karlmaðurinn sýndi fleiri tilfinningar - og samt er blíður karlmaður vandræðagripur sem konur vita í rauninni ekkert hvern- ig á að bregðast við. Þær börðust sjálfar gegn þeirri hugmynd að eiga ætíð og ævinlega að vera blíðar, skilningsríkar og þolendur - og því ætti karlmaðurinnj)á að gleypa við þeirri hugmynd? Á þann hátt hitta konurnar aðeins fyrir sína eigin kröm. Öryggisleysið - Hvernig stendur á þessu óör- yggi og sektarkennd hjá karl- mönnum gagnvart konum, sem virðast svona sterkar? - Það eru til karlmenn sem fara í kerfi frammi fyrir meðvituðum konum og það eru þeir sömu karl- menn sem hafa tekið kröfuna um að þeir breyttu sér svo bókstaflega að hún étur þá upp til agna og svipt- ir þá sjálfsmynd sinni. Maður getur ekki bara skorið burtu alla óæ- skilega þætti af sjálfum sér og reiknað með að góðu eiginleikarnir sitji þá eftir í snyrtilegri röð. Sálarl- íf manneskjunnar er miklu flókn- ara en svo, og það er hugsanlegt að ýmislegt af því sem kona sá upphaf- .....111............................... -........ i Þú verður að skilja að þó þið séuð ólíkir er hann líka í vinstraarminum og þú verðuraðvinnameðhonum. Skotið á heilagar fótbolta HANS-J0RGEN NIELSEnX V tilverunnar. Menn geta ekki sætt sig við að eitthvað sé til sem þeir skilji ekki. - Einhvers staðar hefur þú kall- að vinstrivænginn „kröfugöngu- sveit fyrir sönnum hagsmunum verkafólks“. Beinir þú spjótum þínum í einhverja sérstaka átt með þessum háðsyrðum? - Margir vinstrihópar líta á verkalýðsstéttina sem eitthvert framandi fyrirbæri, „þau þarna úti“. Hún er aldrei skynjuð sem þeir sem eru samferða manni í strætó eða standa í biðröðinni við kassann í stórmarkaðnum á laugar- dögum. Verkalýðstrúin fylgdi í kjölfar þess að æskulýðsbyltingin lognað- ist út af. Eftirá er augljóst að við, byltingaræskan, lifðum í nokkurs konar félagslegu móðurlífi og héld- um að heimurinn væri við. Við átt- uðum okkur ekki á að þarna var aðeins takmarkaður hópur fólká, flest í langskólanámi og að allir hin- ir úr húsagarðinum heima litu á Hans Jörgen Nielsen, höfundur ,,Fótholtaengilsins“ — haltur eftir fótbolta. Þe^a sem hvert annað fjölmiðla- lega við karlmann og gerði að verk- um að hún varð ástfangin af hon- um, sé óaðskiljanlegt frá því sem hún nú, fyrir tilstilli jafnréttisbaráttunnar, þolir ekki! - Karlmenn geta auðvitað ekki bara yppt öxlum og sagt; „Við erum ágætir eins og við erum“, en það væri áreiðanlega hollara fyrir sambúð fólks ef karlmennirnir stæðu fast á einhverju af því sem tilheyrir okkur og við erum meðvit- aðir um... Ég get tekið dæmi. Þeg- ar barn fæðist, þá finnst stúlkunni samstundis hún bera meiri ábyrgð en maðurinn, og hún þjáist af djúp- stæðum ótta um að rækja ekki móðurhlutverk sitt sem skyldi. Hún ýtir karlmanninum út úr heimi barnsins af því að hún óttast stöðugt að hann muni ekki standa sig í stykkinu, gleymi að skipta á því eða hiti mjólkina of mikið o.s.frv. í stað þess að láta þetta viðgangast og sitja eftir með sekt- arkennd yfir að vera vita gagnslaus ætti karlmaðurinn að gefa skýrt til kynna, að þegar hann gætir barns- ins, sé það á hans ábyrgð og hún sé vinsamlegast beðin að skipta sér ekki af því. Það gæti þýtt að konur Iosnuðu við eitthvað af þessari eftirlitsþörf sinni. Móðurskautið - Þú skrifar mikið um sambúð og samband kynjanna í bók þinni. Er það af ásettu ráði sem móðir söguhetjunnar gegnir svo stóru hlutverki? - Margir karlmenn, og ef til vill konur líka, fæðast aldrei til fulls, en eru alla ævina aftur á leið inn í móðurkvið. Þeir lifa í stöðugri þrá eftir þessari alltumlykjandi himnu og dreymir um að endurlifa þá fyll- ingu sem það veitti að vera í fullkomnu skjóli þar sem engin skýr mörk voru milli þeirra og um- heimsins. Það er þessi draumur sem m.a. sér stað í tilraunum vinstrimanna til að beygja mannkynssöguna undir ákveðna marxíska formúlu - sem á að ganga upp hvort heldur verið er að fást við miðaldir eða fornöld. Kenningin fær það hlut- verk að vera vörn, n.k. móðurlíf, gegn óskipulögðum fjölbreytileik prump. Við sem tókum þátt í þessu lifð- um í sérkennilegri „jólastemmn- ingu“. Bob Dylan söng „the times they are a’changin“ - en svo breyttist bara ekki neitt. Svona fátt fólk breytir ekki heiminum og því var draumurinn um að frelsa heim- inn yfirfærður á verkslýðsstéttina. Og það er auðvitað hárrétt að breytingar á samfélaginu í átt til sósíalisma verða ekki framkvæmd- ar án verkalýðsins, mönnum yfir- sást einfaldlega hversu sterk ítök umbótastefnan á í dönsku verka- fólki. Trú vinstriarmsins á að um- bótastefnan sé bara óheiðaraleiki verkalýðsforingjanna og að sósí- aldemókratar hafi svikið, er röng. Umbótastefnan hefur lengst af ver- ið hagnýt hugmyndafræði sem hægt hefur verið að fylgja. Verka- lýðshreyfingin gat sýnt fram á bæði ótrúlegar félagslegar umbætur og batnandi lífskjör. Róttækir stjórnmálamenn vaða í villu ef þeir halda að það sé nóg að kalla sósí- aldemókratana svikara og þá falii hulan frá augum verkafólksins. - Hefur aldrei hvarflað að þér að kreppan og þessi almenna óánægja geti opnað leiðina fyrir einræði hægriaflanna? - Á sjöunda áratugnum gerðum við okkur enga grein fyrir, að ástæðan fyrir því að við gátum látið að okkur kveða var einmitt sú að stóri sósíaldemókrataflokkurinn var stuðpúði milli okkar og hægri- aflanna. Og ef sósíaldemókratar hverfa - eða það sem ég held að gerist, klofna, - áður en næstu tíu ár eru liðin, þá þrengist hagur okk- ar hinna. Ef flokkurinn klofnar þá hrökkvum við hugsanlega langt til hægri áður en verkalýðsstéttin sér hag sinn í þjóðfélagsbyltingu. Hvaða sósíalismi? - Eitt af því sem þú kemur inn á í bók þinni er sambandið milli einkalífs og pólitísks starfs. Setur aldrei að þér efa þegar þú hugleiðir kýr þá skerðingu á einkafrelsi manna sem fylgir sósíalismanum? - Ef ég héldi ekki að við getum gert eitthvað annað en það sem kallast sósíalismi í Austurevrópu, væri ég alls ekki með. Það ar fyrsta skylda hvers sósíalista að sícoða gagnrýnum augum aðstæður í Austantjaldslöndunum. Sumir halda að sósíalismi jafn- gildi því að einstaklingurinn hverfi í litlausan fjölda. Ég held mig við Marx sem segir í Kommúnistaá- varpinu að frelsi einstaklingsins sé skilyrði fyrir frelsi allra. En jafnvel á vinstrivængnum eiga margir erfitt með að skilgreina hvar jöfnuðinum lýkur og tilhneigingin til að fletja allt út tekur við. Lífsfylling - Þú átt þér uppáhaldsorð: lífsfylling. Hvaða merkingu leggur þú í orðið? - Ég vil fá að haida fast við það sem er e.t.v. ekki nytsamlegt frá pólitískum sjónarhóli en gæti samt engu að síður verið fólki mikilvægt frá mannlegu sjónarmiði. Allar hreyfingar sem berjast fyrir mikilvægum málstað setja meðlimum sínum skilyrðislausar kröfur af einhverju tagi. Síðan má deila um það hvort það á að flokk- ast undir hetjuskap eða fórn að uppfylla þær. Sjálfum finnst mér það halda persónulegum dauða í fjarlægð. - Hvað áttu við með því? - Að við megum ekki gleyma að við lifum aðeins einu sinni og að þetta eina líf verður að hafa eitthvert vægi í samanburði við málstaðinn. Því beri maður ekki virðingu fyrir lífi sínu og telji það einhvers virði, þá missir líf annarra einnig gildi sitt. Að vissu leyti er það rétt sem einhver sagði, að maðurinn verði ekki maður nema með öðrum og að einn sé maðurinn ekkert. En jafnframt er það svo, að maður geti heldur ekki verið með öðrum nema vera maður sjálfur. - Og er það erfitt fyrir karlmenn - að verða og vera þeir sjálfir? - Já, kannski eigum við fyrir þá sem hafa lengi verið bundnir í námi. Maður er svo lengi á leiðinni, og svo allt í einu er maður orðinn þrítugur, búinn að læra og þarf helst að verða eitthvað. Líttu bara í blöðin, þá sérðu að það eru ekki konurnar sem kyrkja börn og beita ofbeldi. Það eru karlmenn- irnir sem geta ekki lifað án viður- kenningar og þjást af ástleysi. Kon- ur ala með sér sama ótta við að glata ástinni, en þær hafa ríkari hæfileika til að vinna úr honum. Maður verður að læra að njóta lífsins og sætta sig við andstæðurn- ar í tilverunni. Og þeir sem hverfa frá vinstrivængnum í barnalegri móðgun yfir áhrifaleysi hans verða að skilja að þar eru mjög ólíkar manneskjur og um leið að samt er hann þarna, og að það er hann sem er vinstriarmur og því hann sem maður verður að vinna með.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.